Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.05.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.05.1997, Blaðsíða 11
Vigdís Stefánsdóttir skrifar Vigdís svarar í símann í dag að venju, milli klukkan 9 og 10. Ertu með spurningu, viltu ráð eða viltu gefa, skipta eða ... láttu Vigdísi vita í síma 460 6100. Algjör trúnaður og nafnleynd ef þú vilt. Símbréf til Vigdísar? Þá er númerið 551 6270. Tölvupóstur til Vigdísar? Þá er netfangið vigdís@itn.is HVAÐ Á ÉG AÐ GERA Anna Sigga hringdi og sagðist vera að leita eftir uppskriftum að brauði sem innihéldi ekki hvítt hveiti, sykur, salt né ger. Hér eru nokkrar uppskriftir Anna Sigga, vonandi getur þú notað ein- hverjar þeirra. Súrdeigsbrauð: Súrinn: / bolli heilhveiti Z bolli vatn. Setjið í skál með loki yfir og hrærið í þessu daglega í 3-5 daga og ijarlægið skán sem get- ur myndast ofaná. Það má bæta útí smávegis af rúgmjöli, það gefur sterkara bragð. Þennan súr má svo geyma og bæta í hann jafnmiklu og tekið er af honum, gætið þess að hræra vel í honum daglega. Brauðdeigið: Z bolli súr 4 bollar mjöl, t.d. heilhveiti, blanda af heilhveiti og ýmsu korni, eða blanda af heilhveiti og rúgmjöli. 2-3 bollar af um 30°C heitu vatni Hnoðið vel saman og látið hefast þar til það hefur nær tvöfaldast að rúmmáli, það get- ur tekið allt að 10 klst. Bakið við 200°C í um 30 mihútur. Af því að það er ekkert hveiti í þessu brauði, þá verður það fremur þungt, en bragðgott og geymist vel. Maísbrauð: 6 dl maísmjöl 2 dl. haframjöl 1 dl. olía 5-6 dl. vatn. ('/ tsk. salt, má sleppa) Blandið saman mjöli, vatni og olíu. Hitið ofninn í 160C .Smyrjið brauðform með olíu og setið formið í ofninn til að hita það. Þegar formið er orðið heitt, setjið þá deigið í það og bakið í um 50 mín., eða þar til prjónn kemur hreinn upp úr deiginu. Hafra/Byggkex ÍOO gr. byggmjöl 50 gr. haframjöl 50 gr. malaðar hnetur 1 tsk. basil 1 tsk. engifer 4 dl. vatn 1 dl. olía 1 dl. sesamfrœ Bætið við vatni ef deigið er mjög þykkt. Hrært saman og mótaðar litl- ar þunnar kökur. Settar á smurða plötu og bakaðar við 200°C í um 30 mín. Fjölkornabrauð 4 dl. haframjöl 4 dl. maismjöl 4 dl. hrísmjöl 4 dl. bókhveitimjöl eða bygg mjöl 1 dl. olía - t.d. maisolía 8 dl. vatn (1 msk. salt, má sleppa) Blandið saman mjölinu (og salti ef það er notað), setjið olíuna samanvið. Hellið vatninu útí og hrærið í á meðan. Deigið á að vera svolítið klístrað. Látið það standa á volgum stað yfir nótt. Setjið deigið í 2 smurð form og bakið við 175C í 1-1/2 klst. Sódabrauð 150 gr. haframjöl 300 gr. maís eða byggmjöl 1 tsk. matarsódi 1.5 dl. sojamjólk 1.5 dl. AB mjólk 2 tsk. salt (má helst ekki sleppa, en mætti minnka um helming) Blandið öllu vel sam- an og setjið í vel smurt form eða eldfast mót. Setjið annað eldfast mót ofaná og bakið í um 30 mín. við 220 C . Takið efra formið ofanaf og bakið áfram 10 mín, þannig að brún skorpa myndist. m. RAÐAGOÐA HORNIÐ Lirfur, óviiiir garðyrkjumannsms Birkifiðrildahrfur valda oft mjög miklum skaða í görðum á vorin og sumrin. Birkifiðrildin verpa eggjum sínum að hausti í smásár og glufur í berki trjáa og runna að hausti, eft- ir mökun, sem oftast á sér stað milfi 15. september og 15. nóvember. Þá skríður kvenfiðrildið, upp í tréð og verpir. Eggin klekjast svo út að vori og þá skríða lirfurnar inn í brumhnappana og éta þar til lítið er eftir nema æðastrengir blaðanna. Þá spinnur lirfan þráð og lætur sig síga til jarðar og púpar sig þar. Úr púpunum skríða þær svo á haustin eftir að frosið hefur og þiðnað á víxl. Eggin eru í fyrstu græn, síð- an rauð og loksins grá við klakið að vori. TU að koma í veg fyrir þennan ófögnuð er einfald- ast að koma fyrir h'mborðum með klístrinu á úthverfunni á stofni trjánna, í um það bil 50 sm hæð. Einnig er til kvoða sem gerir sama gagn. Þessi hindrun verður tU þess að kvendýrin komast ekki upp stofninn tU að ljúka ætl- unarverki sínu og þar með er hringurinn rofinn. TEITUR ÞORKELSSON skrifar Holl sambönd Er einkvæni eina leiðin í þessu lífi eða skipulag sem hentar ekki endilega öllum? Sumir halda því fram að það sé ekki hægt að vera raun- verulega náin/n manneskju ef hún sefur hjá öðrum en þér. Aðrir lofa og prísa fjölbreytnina og hryllir við að hafa sömu myndina upp á vegg, sama makann í rúminu allt lífið. Slíkt leiði örugglega til heiladauða. Einn mannfræðingur gengur meira að segja svo langt að mæla með því að fólk skipti um starfsvettvang á þriggja ára fresti og maka á fimm ára fresti til þess að það haldi áfram að þroskast. Hvað sem því líður lifa konur og karlmenn í hjónabandi leng- ur en þau sem eru einhleyp. Ástæðurnar eru nokkrar: Ást og stuðningur náins maka hjálpar fólki í gegnum lífið og það að vera í föstu sambandi dregur stórlega úr líkum á þunglyndi. Þunglyndi eykur aftur líkurnar á slæmri líkamlegri heilsu, meðal annars hjartaáföllum og að sjálfsögðu sjálfsvígum. Vís- indalegar niðurstöður benda jafnvel til þess að það sé enn heilsusamlegra fyrir konur en karlmenn að vera í föstu sam- bandi. Þær eru ekki bara ólík- Iegri til að þjást af þunglyndi og fylgikvillum þess heldur hækkar hlutfall kvenhormónsins estróg- ens í konum sem eru í föstu sambandi og estrógen styrkir bæði hjarta og bein. Þriðjudagur 27. maí 1997 - 23 Einingarfélagar Eyjafirði! Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Einingar verður haldinn í Alþýðuhúsinu Akureyri 4. hæð, fimmtu- daginn 29. maí kl. kl. 20.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Ársreikningar liggja frammi á skrifstofum félagsins. Félagar fjölmennið - Kaffiveitingar. Stjórnin. „Öryggi framar öllu“ almennur fundur um öryggismál sjómanna Sjómannadagsráð Akureyrar boðar til almenns fundar um öryggismál sjómanna í Alþýðuhúsinu á Akureyri miðvikudaginn 28. maí kl. 20. Yfirskrift fundarins er „Öryggi framar öllu“ og er það jafnframt kjörorð sjómannadagsins á Akureyri 1997. Frummælendur á fundinum verða: Hilmar Snorrason skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna Daníel Hafsteinsson tæknifræðingur hjá Sambandi íslenskra tryggingarfélaga Magnús H. Ólafsson sjúkraþjálfari og ráðgjafi um forvarnir á vinnustöðum Páll Steingrímsson sjómaður Atburðir undanfarinna mánaða sýna að öryggismál sjó- manna verða aldrei of mikið rædd. Sjómenn, aðstand- endur sjómanna og allir þeir sem áhuga hafa á að ræða öryggismál sjómanna eru hvattir til að láta fróðlegan fund ekki framhjá sér fara. Sjómannadagsráð Akureyrar AUGLÝSING Borgarstjórn Reykjavíkur og hrepps- nefnd Kjalarneshrepps hafa ákveðið, f samræmi við tillögu samstarfsnefndar um sameiningu Kjalarneshrepps og Reykjavíkur, að atkvæðagreiðsla um sameiningu þessara sveitarfélaga fari fram laugardaginn 21. júní nk. Vakin er athygli á að skv. kosningalögum fer atkvæða- greiðsla utan kjörfundar m.a. fram hjá sýslumanns- embættum, hreppstjórum og í sendiráðum íslands er- lendis. Þeir sem samþykkja tillögu um sameiningu Kjalarnes- hrepps og Reykjavíkur við utankjörfundaratkvæða- greiðslu skrifa já á kjörseðilinn, en þeir sem ekki sam- þykkja skrifa nei. BORGARSTJÓRINN í REYKJAVÍK. SVEITARSTJÓRI KJALARNESHREPPS.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.