Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.06.1997, Page 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.06.1997, Page 2
2 - Þriðjudagur 10. júní 1997 Jktgur-ÍEmtmn F R É T T I R Torfi Magnússon prófastur segir að af hagkvæmnissjónarmiðum telji hann ekki rétt að Bíldudalssókn sé að reka kirkju í Selárdal fyrir ferðamenn. „Við erum ekki í ferðamannabransanum. Við erum trúfélag." Selárdalskirkja lögð niður? Heiti Potturinn Mikið var spjallað um fótbolta I pottinum um helgina. Kreppa KR-inga og slakt gengi A- landsliðsins var á allra vörum og flestir höfðu lausnir á takteinun- um. Sú besta var þessi: Logi verður rekinn frá landsliðinu í vik- unni og Guöjón Þórðarson mun taka við. Þar með losna KR-ingar við að láta Harald Haraldsson, sem leikmenn hafa hafnað, stýra meistaraflokknum og ráða þess í stað Loga Ólafsson til að taka við starfi Lúkasar Kostic, sem leik- menn vilja gjarnan fá aftur. Ummæli Björgólfs Guðmunds- sonar, formanns knattspyrnu- deildar KR, um leikmenn félags- ins, í Sunnudagsmogganum, féllu í grýttan jarðveg, ekki bara hjá leikmönnum KR heldur hjá öllum knattspyrnumönnum og stjórnar- mönnum stærri klúbbanna. Þykir mönnum sem Björgóifur hafi með ummælum sínum um „atvinnu- knattspyrnumennina", í KR og annars staðar, verið að siga skatt- inum beinustu leið til íþróttafélag- anna aftur. Ekki er langt síðan skattmann og hans sendisveinar riðu húsum í íþróttahreyfingunni og þar kæra menn sig ekki um heimsókn hans aftur í bráð. Enn á ný er talað um vandamál biskupsins í pottunum. Nú stendur séra Ólafur frammi fyrir nýjum vanda, nefnilega brostnum vonum og sviknum loforðum. Sagt er að biskupinn hafi verið búinn að lofa séra Guðrúnu Eddu, Þingeyrarpresti, fræðslustjóra- embætti þjóðkirkjunnar, sem séra Örn Bárður Jónsson hefur gegnt, þegar hann yrði sóknarprestur á stór- Garðabæjarsvæðinu. Þetta gekk ekki eftir óskum biskupsins, Hans Markús var kosinn prestur, Örn Bárður mun væntanlega halda sinni stöðu innan kirkjunnar og Guðrún Edda verður að þrauka vestra enn um sinn. Eftir stendur, að séra Ólafur Skúlason hefur sennilega lofað upp í ermina ásér... Hræðileg tilhugsun, segir sóknarprestur, ef höfuðból trúarinn- ar verður kirkjulaust. En engar aðrar leiðir færar í stöðunni. Rætt er nú um á Bíldudal að taka ofan Selárdals- kirkju en í Selárdal hefur verið þjóðkunnt kirkjuból frá um 1200 að talið er. Sóknar- nefnd Bíldudalssóknar hefur samþykkt að leita viðhorfa ein- staklinga, félagasamtaka, fyrir- tækja og stofnana um framtíð kirkjunnar og koma þrír val- kostir til greina að mati Torfa Magnússonar, prófasts og sókn- arprests á Bíldudal. Kirkjan er illa farin og hefur Hjörleifur Stefánsson arkitekt unnið skýrslu um úrbætur. Þar segir að ef kirkjan verði reist í upphaflegri mynd kosti það 16 millj. kr. í öðru lagi kosti um sex milljónir kr. ef gera eigi kirkjuna brúklega og snyrti- lega, en færa ekki til fyrra horfs að neinu leyti. Þriðji valkostur- inn sé að taka hana ofan og halda til haga því sem er upp- haflegt í henni. Sú framkvæmd kosti um eina milljón króna. „Eins og málum er háttað í dag finnst mér að taka ætti kirkjuna ofan. Einfaldlega vegna þess hvernig við erum stödd íjárhagslega og höfum lít- il tengsl þarna út eftir. Af hag- kvæmnis sjónarmiðum tel ég ekki rétt að Bíldudalssókn sé að reka kirkju í Selárdal fyrir ferðamenn. Við erum ekki í ferðamannabransanum. Við er- um trúfélag,“ segir séra Torfi Ólafsson. Síðast var messað í Selár- dalskirkju árið 1988 en í Bíldu- dal stendur stórt og vandað kirkjuhús frá 1906. Það krefst mikils viðhalds og til viðbótar er sóknin með safnaðaraðstöðu í gömlu skólahúsi. „Við erum ekki nema 277 í sókninni þann- ig að þetta er þungur róður. Auðvitað laðar Selárdalskirkja að sér ferðamenn og mér finnst hræðileg tilhugsun ef verður kirkjulaust á þessu höfuðbóli trúarinnar, en sá vandi blasir við hér og jafnvel annars stað- ar, að sóknir ráða ekki við sinn húsakost. í þessu tilviki er þetta úreltur eða ónýttur kostur sem sókninni ber skylda að halda við. Enginn vill missa hana en það hefur enginn heldur viljað aðstoða eða taka þátt í málinu. Við erum því að auglýsa eftir vilja fólks,“ sagði sr. Torfi. BÞ Ýdalir Foreldra- vakt á balli Fjölmenni var á dansleik í Ýdölum á laugardagskvöld þrátt fyrir leiðinlegt veður. Ekki varð þó af fyrirhugaðri rútuferð væntanlegra útskriftarnema úr MA á dansleikinn. Frá Húsavík komu ekki að- eins unglingar heldur einnig nokkrir foreldrar sem voru með foreldravakt á staðnum. Sveinn Hreinsson, tómstundafulltrúi Húsavíkurbæjar, sagði foreldra- vaktina hafa tekist vel en þetta er í fyrsta sinn sem slikt er reynt á sumardansleik í Ýdöl- um. „Þarna var þónokkur ölvun en hinsvegar var sáralítið af yngra fólki,“ segir Sveinn en aldurstakmark á ballið var 16 ár. „Bæði lögregla og dyraverðir stóðu sig með aíhrigðum vel,“ bætir hann við. Reiknað er með að 5-6 dansleikir í viðbót verði haldnir að Ýdölum í sumar og segist Sveinn vonast til að fram- hald verði á foreldravaktinni. Þeir Akureyringar sem ætl- uðu sér á ball í Ýdölum, en sátu heima vegna veðurs, hafa þó hugsanlega verið fegnir þegar þeir heyrðu fréttir næsta dag því alls fóru sex bflar út af veg- inum í Köldukinn og í Ljósa- vatnsskarði. í einhverjum þeirra voru ungmenni á leið heim frá dansleiknum í Ýdöl- um. Átta voru fluttir á slysa- varðstofu til skoðunar en eng- inn þeirra reyndist alvarlega slasaður. AI Egilsstaðir Rætt um umhverfið Ráðstefna um umhverfismál í sveitarfélögum stendur nú yfir á Egilsstöðum og lýkur í kvöld. Tilgangurinn er að meta hvar íslensk sveitarfélög séu stödd og hvert þau stefna. í kvöld verður fundur á Egils- stöðum þar sem bæjarstjórn leggur fram tillögur að mark- miðum í umhverfismálum. BÞ FRÉTTAVIÐTALIÐ A ystu nöf í f járútlátum Ellert B. Schram formaður Ólympíunefndar íslands Fyrstu Sníáþjóðaleikunum sem haldnir eru á íslandi er lokið. Nokkur gagnrýni kom fram á undirhúningstíman- um um hve mikið yrði í leikana lagt. - Hvernig heppnaðist framkvœmd leikanna? „Vonum framar." - Varð misbrestur á einhverju? „Við sáum fyrir okkur ýmis Ijón á veginum sem varð að yfirstíga, sér- staklega er vörðuðu fjárhag, aðstæður og mannskap. En allt gekk upp.“ - Sumir sögðu nauðsynlegt að auka við mannvirkjagerð vegna leik- anna. T.d. byggja yfir sundlaug. Höfðu þeir þá rangt fyrir sér? „Nei. krafan um 50 metra innilaug er einfaldlega samkvæmt alþjóðlegum reglum í sundinu og útlendingar frá suðrænum löndum eru óvanir að keppa í útilaugum. Það má minna á loforð ýmissa stjórmálamanna í þessu efni en við verðum að lifa við það sem í boði var og Reykjavíkurborg stóð sig afar vel í frágangi með tjöldum og öðr- um búnaði þannig að fyrirkomulagið varð mjög viðunandi. Það hjálpaði líka að við vorum heppin með veður þegar sundið fór fram. En það breytir því ekki að vonandi fáum við í framtíðinni 50 metra innilaug til að geta haldið al- þjóðlega keppni á öllum árstímum." - Settu erlendu gestirnir út á ein- hver sérstök atriði? „Eitt og annað smávægilegt já, sér- staklega í byrjun. Þar má nefna flutn- inga milli staða og aðbúnaðinn á hótel- um og mótsstöðum. En það var leyst úr því og þegar upp var staðið var bor- ið lof á framkvæmdina og gestirnir virtust ánægðir þegar þeir fóru.“ - Menntamálaráðherra fundaði með íþróttaráðherrum í síðustu viku og komust menn þá að þeirri niður- stöðu að umfang leikanna vœri orðið fullmikið. „Já, þetta eru skilaboð sem ég flulti inn á þennan tiltekna fund. Við í íþróttahreyfingunni teljum að ekki megi bæta frekar við keppendum, við erum á ystu mörkum hvað varðar fjár- útlát. Mínar ályktanir að loknu þessu verkefni eru að brýnt sé að draga úr yfirbyggingunni og minnka kröfur um hótel og þjónustu.“ - Ilafa leikarnir kynningarlegt gildi fyrir ísland? „Ekkert út fyrir það sem snýr að keppendum og þjóðlöndum þeirra. Þetta eru litlar þjóðir en hér kom mik- ill fjöldi gesta sem kynnast landi og þjóð. Þannig hefur þetta almennt gildi sem og þá þýðingu fyrir íþróttirnar að sýna að hægt sé að skipuleggja svona keppni hérlendis." - Þú vandaðir í eina tíð José Sam- aranch ekki kveðjurnar í leiðara DV. Hvernig voru samskipti ykkar nú? (Hlær). „Samskiptin voru algjörlega hnökralaus og á persónulegum nótum. Ég kann afar vel við manninn, hann er greindur og tilgerðarlaus. í þessum leiðara var ég að vara við því að til- stand og skrum mætti ekki bera innri þátt leikanna ofurliði og mér sýnist að hann hafi alveg sömu skoðun og ég í þeim efnum. Hann var t.d. mjög ánægður með hve einföld opnunarhá- tíðin var hjá okkur.“ BÞ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.