Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.06.1997, Side 3
©agur-CEtmúut
Þriðjudagur 10. júní 1997 - 3
Hólasandur m RARIK
Ahyggjur af lúpímmni
íslenskt hug-
vitívíkmg
Nú eru Rafmagnsveiturnar á
því stigi að geta flutt út
þekkingu til annarra þjóða, far-
ið með íslenskt hugvit í víking,“
sagði Kristján Jónsson, raf-
magnsveitustjóri RARIK, á árs-
fundi fyrirtækisins í gær.
Þarna er einkum um að ræða
útflutning verkefna við hönnun
á ijargæslu-, fjarmæli- og afl-
gæslukerfum. I samstarfi við
fyrirtæki á Norðurlöndum, Bret-
landi og Hollandi hefur RARIK
leitað hófanna í nokkrum lönd-
um þar sem talið er að hugvits-
og verkþekking þess eigi sér
vænleg sóknarfæri. -grh
Sjávarútvegsmá!
Leyfilegur
heildarkvóti
Sjávarútvegsráðherra hefur
ákveðið leyfilegan heildar-
afla fyrir einstakar fisktegundir
á næsta fiskveiðiári. Ekki liggur
þó enn fyrir ákvörðim um heild-
arafla loðnu.
Ákvörðun ráðherra fylgir til-
lögu Hafrannsóknastofnunar að
öðru leyti en því að leyfilegur
heildarafli á ýsu og úthafsrækju
er 5.000 lestum hærri en Haf-
rannsóknastofnun lagði til.
Leyfður heildarafli af þorski
hækkar frá yfirstandandi fisk-
veiðiári um 32.000 lestir og út-
hafsrækjuaflinn hækkar um
15.000 lestir. AI
Kuldakastið þjarmar
að flóru landsins.
Kartöflubændur
verða fyrir sifjum -
trjágróður skemmist.
Því er ekki að neita að
menn hafa áhyggjur af
hvernig lúpínunni á Hóla-
sandi reiðir af eftir kuldakastið.
Lúpínan hér á Húsavík er illa
farin en spurningin er hvort
gróðurinn hefur verið kominn
styttra af stað á sandinum. í
versta falli erum við að tala um
að hún blómstri ekkert í sumar,
og þá eru tugir milljóna sáð-
manna í formi lúpínunnar ekki
til staðar," segir Sigurjón Bene-
diktsson, tannlæknir á Húsavík
og einn af frumkvöðlum áhuga-
manna um uppgræðslu á Hóla-
sandi.
Til stóð að fara á Hólasand í
gærkvöld og kanna ástandið en
litlar líkur eru taldar á að rót
lúpínunnar hafi drepist. „Við
vonum það besta en þetta gæti
samt þýtt að heilt ár færi í vask-
inn. Veðrið var bölvaður við-
bjóður," sagði Sigurjón. Búið er
að sá lúpínu í um 30 ferkíló-
metra lands á Hólasandi þannig
að um mikla hagsmuni er að
ræða.
Og það var ekki bara á Norð-
urlandi sem frost og fannfergi
í sjálfu sér getur verið gaman að snjókörlum. En þeir þykja þó iítt fýsilegir í júní! Myndin var tekin fyrir utan Amts-
bókasafnið á Akureyri um helgina. Myn&.mar
hafði áhrif á gang náttúrunnar.
Mesta tjónið varð hjá kartöflu-
bændum í Þykkvabæ en þar er
sendinn jarðvegur sem fauk
upp úr görðunum í rokinu. Mik-
ill uppblástur var í rofabörðum
og úr árfarvegum á Suðurlandi
og segir Borgþór Magnússon,
plöntuvistfræðingur hjá Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins,
að trjágróður hafi látið á sjá og
blöð asparinnar t.d. sortnað og
drepist. Borgþór staðfesti að
lúpínan þyldi illa frost og sagði
líklegt að kuldinn myndi hafa
áhrif á fræmyndun og blómgun
hennar. Hann taldi birkið hafa
sloppið að mestu og sama
mætti segja um kornræktun og
grassprettu. En það hægir á öll-
um vexti og þetta hret styttir
sumarið. Það er alveg ljóst,“
sagði Borgþór.
Fræðingar töldu óhTdegt að
fugla- og dýrah'f hefði orðið fyr-
ir miklum skakkaföllum í kuld-
unum. Landsmenn önduðu létt-
ar í gær þegar kvikasilfrið steig
í hitamælunum á ný, með sólar-
glennum víða um land. BÞ
Lífið í landinu
„Raðkvænl hefst hér þegar stórfjölskyldan líður undir lok og atvinnu-
vegirnir fara að krefjast færaniegri eininga, þ.e. með tilkomu togar-
anna,“ segir Jóhann Loftsson, sálfræðingur. Sjá bls. 18. Mynd:E.ói.
Selfoss
Brimahaiii engu breytt
Vestfirðir
Básafell hf. hættir í
bolfiskvinnslu
Stórtjón í eldsvoða á
Selfossi. Slökkviliðs-
stjóri segir að bruna-
hani hefði engu
breytt í stöðunni.
■?'.......
sjálfu sér hefði engu breytt
þótt brunahani hefði verið
alveg við húsvegginn. Húsið
var nánast brunnið til grunna
þegar við komum á staðinn. Þá
dældum við á húsið öllu því
vatni sem við höfðum tiltækt,
alls 16.000 lítrum og eins kom-
umst við í brunahana sem stóð
við Fjölbrautaskólann, í um 350
metra íjarlægð - en það breytti
litlu í stöðunni," sagði Kristján
Einarsson slökkviliðsstjóri.
Stórtjón varð í eldsvoða á
Selfossi aðfaranótt laugardags
þegar til grunna brann miðju-
hús í þriggja íbúða raðhús-
lengju við Fífutjörn, sem er í
nýjasta hverfi bæjarins. Öllum
tókst að bjarga sér út, en síðan
fór húsráðandi við annan mann
inn í húsið og sótti unnustu sína
sem ekki hafði tekist að bjarga
sér út. Ilún fékk reykeitrun og
snert af taugaáfalli, og var flutt
á sjúkrahús.
Á sunnudag varð svo stórtjón
í eldi á Eyrarbakka þegar íbúð-
arhúsið Merkisteinn brann til
kaldra kola. -sbs.
50 starfsmenn hafa
starfað í bolfiskfram-
leiðslunni sem flutt
verður á Flateyri en
rækjuvinnslan aukin
á ísafirði.
Básafell á ísafirði hefur
ákveðið að hætta rekstri
bolfiskvinnslu félagsins á
ísafirði um óákveðinn tíma. í
fréttatilkynningu sem Básafell
sendi út um miðjan dag í gær
segir að lokunin sé liður í end-
urskipulagningu á rekstri Bása-
fells. Rekstur Kambs á Flateyri
var sameinaður Básafelli hf. 1.
maí síðastliðinn og mun bolfisk-
vinnsla fara fram á Flateyri á
Sjálfsbjörg er að fara af stað
með átak fyrir hreyfíhaml-
aða unglinga á aldrinum
13 til 15 ára.
Átakið er unnið í samstarfi
við íþróttasamband fatlaðra og
næstunni. 50 starfsmenn hafa
unnið við bolfiskvinnsluna. Pét-
ur Sigurðsson, forseti Alþýðu-
sambands Vestijarða, fór í sum-
arfrí í gær en Karitas Pálsdóttir
hjá Alþýðusambandi Vestijarða
segir þau hafa vitað að þetta
stæði til í einhvern tíma og að
þessi breyting sé alls ótengd
nýleystri verkfallsdeilu.
„Þessa ákvörðun var búið að
taka fyrir verkfall. Það veit ég
100 prósent," segir Karítas
Pálsdóttir.
Þegar Dagur-Tíminn hafði
samband við Karítas var hún
nýkomin af fundi með Arnari
Kristinssyni, framkvæmdastjóra
Básafells. Á þeim fundi var
henni skýrt frá því að búið væri
að ræða við starfsfólk í þeim
deildum sem um ræðir. „Fólki
var boðin vinna við þær deildir
þar sem hægt er að bæta við en
á þessari stundu er ekki vitað
hvað það eru margir sem fá
ungliðahreyfingu Sjálfsbjargar.
Haldinn verður kynningarfund-
ur fyrir unglingana fimmtu-
dagskvöldið 19. júní nk. kl.
20.00 í Sjálfsbjargarhúsinu,
Hátúni 12. Markmiðið er að
vinnu. En auðvitað hefur það
vofað yfir að landvinnslan er
ekki samkeppnisfær við
sjóvinnsluna og að menn gætu
flutt þennan kvóta hvert sem
er,“ sagði Karítas.
Arnar Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri, segir fyrirhugað
að efla rækjuvinnslu félagsins
og að einhverjir munu fá við
það vinnu. Hann segir það ekki
liggja ljóst fyrir ennþá hversu
margir verði endurráðnir en að
það muni koma í ljós í lok þess-
arar viku. „Það verður hvergi
fjölgað nema í rækjunni. Á Flat-
eyri eru margir útlendingar í
vinnu og ef einhverjir hér vilja
vinna í fiski á Flateyri þá verð-
ur þeim keyrt á milli. Þá verða
ekki ráðnir útlendingar í stað
þeirra sem fara heim eftir að
starfstíma lýkur. Ljóst er þó að
einhverjum hér á ísafirði verð-
ur sagt upp,“segir Arnar Krist-
insson. rm
leggja drög að starfinu í sumar
sem getur falið í sér að hittast
reglulega og ræða málin, elda
saman, fara í bíó, fara í ferða-
lög eða fá kynningu á einhverju
fróðlegu. GG
Sjálfsbjörg
Átak fyrir hreyfihamlaða unglinga