Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.06.1997, Side 5
Jljigur-tDmrhtn
Þriðjudagur 10. júní 1997 - 5
F R E T T I R
Sameiningarmál
Boltinn hjá DaMkingum
Kjörsókn á Dalvík var fremur dræm. Aðeins liðlega helmingur þeirra sem
eru á kjörskrá mættu á kjörstað og var sameiningin samþykkt með mjög
litlum meirihluta. Hér stingur Halldór Jóhannesson atkvæðaseðli sínum í
kjörkassann.
Hríseyingar sögðu
nei. Daivíkingar,
Svarfdælingar og
íbúar Árskógshrepps
sögðu já. Verður
kosið aftur?
Ekki verður af sameiningu
sveitarfélaga við utanverð-
an Eyjaljörð að sinni. Úr-
slit í kosningunum á laugardag
voru þau að Dalvíkingar, Svarf-
dælingar og íbúar Árskógshrepps
voru samþykkir sameiningu en
Hríseyingar felldu. Á Dalvík voru
úrslit reyndar tvísýn því aðeins
49,8% sögðu já, 48% neituðu en
2.2% skiluðu auðu eða ógOdu. Á
Árskógsströnd sögðu 61,3% já,
34,7% sögðu nei og 4% skiluðu
auðu eða ógildu. Svarfdælingar
voru jákvæðastir gagnvart sam-
einingu því þar sögðu 74,2% já,
25% sögðu nei og 0.8% skiluðu
auðu eða ógildu. í Hrísey var
hinsvegar tillagan felld, þar
sögðu 42.6% já, 55,7% nei og
1.6% skilaði auðu eða ógildu.
Kjörsókn var dræm á Dalvík
þar sem aðeins liðlega helming-
ur þeirra sem er á kjörskrá
mætti á kjörstað. Á Árskógs-
strönd mættu tæplega 60% á
kjörstað, rúm 70% í Svarfaðar-
dal en hlutfallslega flestir í Hrís-
ey, eða um 75%.
Kosið aftur?
„Ég h't svo á að boltinn sé hjá
Dalvíkingunum því þeir fengu
þannig úrsht að þeir þurfa sjálf-
sagt að hugsa sinn gang,“ segir
Ath Friðbjörnsson í Svarfaðar-
dalshreppi. AtU telur að Svarf-
dæUngar hafi sent ótvíræð skila-
boð þar sem tæp 75% vildu sam-
einingu og á ekki von á öðru en
að þeir samþykki að aftur verði
kosið um sameiningu þeirra
þriggja sveitarfélaga sem sam-
þykktu tiUöguna.
Kristján Ólafsson, formaður
sameiningarnefndar, lýsti því yfir
strax og úrsUt voru ljós að per-
sónulega teldi hann eðUlegast að
kosið yrði aftur í sveitarfélögun-
um þremur. í samtali við Dag-
Tímann sagði hann úrslitin á
Dalvík ekki hafa komið sér á
óvart en h'til kjörsókn hafi valdið
honum vonbrigðum. Hinsvegar
kom honum á óvart að tUlagan
var felld í Hrísey.
- Ef svo fer að Dalvík, Ár-
skógshreppur og Svarfaðardals-
hreppur halda áfram sameining-
arviðræðum eru einhverjar líkur
á að aftur verði leitað til Ólafs-
firðinga?
„Nei. Það er alveg klárt. Þeir
eru búnir að gefa algjört afsvar
og þó þessi staða sé uppi núna
kemur það ekki tU greina."
Mynd: Al
Hríseyingar einir á báti
„Fólk hefur greinUega verið á
móti sameiiúngu en ég veit ekki
alveg hver skýringin er,“ segir
Þórunn Arnórsdóttir, oddviti í
Hrísey.
Þórunn segir að mjög erfitt
hafi verið að átta sig á því fyrir-
fram hvernig kosningarnar
myndu fara. Nú sé hinsvegar
orðið ljóst að Hríseyingar muni
standa einir og hefur hún af því
nokkrar áhyggjur að það geti
reynst erfitt, einkum þegar kem-
ur að því að færa verkefni frá
rUdnu yfir tU sveitarfélaga.
Neitun Hríseyinga kemur ekki
síst á óvart í ljósi þess að í kosn-
ingunum um sameinað sveitarfé-
lag í Eyjafirði voru Hríseyjar-
hreppur, Árskógshreppur og Ak-
ureyri einu sveitarfélögin sem
samþykktu. Sumir þeirra sem
voru á móti sameiningunni nú
hafa því samþykkt stærri sam-
eininguna á sínum tíma þó af
henni hafi ekki orðið og telur
Þórunn að sú afstaða hafi ekki
breyst. Stærri sameining yrði
trúlega samþykkt ef um hana
væri kosið. En af hverju ekki
sameining við Dalvík, Árskógs-
strönd og Svarfaðardal?
„Auðvitað spilar hrepparígur
eitthvert lUutverk en ég held líka
að mörgum finnist að þetta sé
ekki nógu stór sameining. Ávinn-
ingurinn með því að sameina svo
lítið verði ekki nógur.“ AI
10. bekkur
Ein skaldsaga
lesin til prófs
„Englar alheimsins
kennd í fyrsta
skipti fyrir sam-
ræmd próf.
>
Akveðið hefur verið í
menntamálaráðu-
neytinu að aðeins ein
íslensk nútímasaga verði
kennd í íslensku 10. bekkjar
næsta vetur. Það er bókin
Englar alheimsins, eftir Ein-
ar Má Guðmundsson en sl.
vetur var val um þrjár nú-
tímasögur, Brekkukotsannál
eftir Laxness, Gauragang
eftir Ólaf Hauk Símonarson
og Riddara hringstigans eft-
ir Einar Má.
Þetta er í fyrsta skipti
sem Englar alheimsins
verður kennd til prófs í 10.
bekk og segir Guðni Olgeirs-
son, deildarstjóri í mennta-
málaráðuneytinu, að tillag-
an um verkið sé komin frá
Samtökum móðurmálskenn-
ara og ráðherra hafi stað-
fest þá ósk. Móðurmáls-
kennarar telji bókina hæfa
vel nemendum á þessu
námsstigi, hún sé líkleg til
að vekja áhuga á bók-
menntum auk þess sem gott
sé að prófa úr henni. Bók-
menntakennsla hefur verið
með breytilegum hætti frá
ári til árs í íslensku í 10.
bekk. Stundum hefur ein
fornsaga verið skylda en
næsta vetur verður val um
Grettis sögu og Gísla sögu
Súrssonar. „Rannsókna-
stofnun uppeldismála
óskaði eftir einfaldara kerfi
enda er flókið að hafa mikið
val við samningu sam-
ræmdu prófanna. Þetta er
lausn sem segja má að allir
aðilar hafi sætt sig við,“
sagði Guðni Olgeirsson. BÞ
Alþýðuflokkurinn
Kratar hugsa um
orlofið og garðiim
agabreytingar ekki
mögulegar á flokksþingi
Alþýðuflokksins vegna
lélegrar mætingar en fjórar
ályktanir samþykktar.
Miðstjórnarfundur Alþýðu-
bandalagsins, sem haldinn var í
síðasta mánuði, reynd-
ist ekki ályktunarhæfur
vegna fámennis. Þegar
kom að afgreiðslu laga-
breytingatillagna á
flokksþingi Alþýðu-
ilokksins nú um helg-
ina var vandamálið það
sama. Er grasrót A-
flokkanna hætt að
nenna á fundi?
Sighvatur Björgvins-
son, formaður Alþýðu-
flokksins: „Það er engin
ágreiningur í Alþýðu-
flokknum um sam-
starfsmál jafnaðar-
manna og sjávarút-
vegsmál sem voru aðal-
málefni þessa þings.
Þegar engin ágreiningsmál eru
til afgreiðslu og þing haldið í
sumarbyrjun þegar fólk er farið
að hugsa um orlofið og garðinn
sinn þá er mætingin minni.
Engu að síður var þetta prýðis-
gott þing.“
Til þess að hægt sé að sam-
þykkja lagabreytingar þarf í
vissum tilfellum 2/3 atkvæða
eða aukinn meirihluta en þá
hefðu þingfulltrúar þurft að
vera um 300. „Við vorum hins
vegar um 100 á þinginu, sem er
ágætis mæting út af fyrir sig,“
segir Sighvatur.
Á flokksþingi Alþýðuflokks-
ins var ályktað til stuðnings
verkafólki á Vestíjörðum og
lýsti flokksþingið yfir stuðningi
við baráttu þess. Jafnframt var
því Iýst yfir að harkan í verk-
fallinu væri til komin vegna
þess að fólk væri í auknum
mæli að gera sér grein fyrir
þeirri misskiptingu sem er á
arðinum af hinni sameiginlegu
auðlind.
Þá var og ályktað um ný-
gerða úthlutun sjávarútvegs-
ráðherra á 32 þúsund tonnum
til viðbótar og tekið fram að
verið væri að úthluta nokkrum
einstaklingum og félögum í at-
vinnugreininni verðmæti sem
meta mætti á 18-20 milljarða.
Á þinginu voru lagðar fram
hugmyndir um breytingar á nú-
verandi stýrikerfi fiskveiða. Þær
breytingar fela m.a. í sér að
aflaheimildir verði boðnar út á
markaði. Skipuð var sérstök
fimm-mannanefnd til að setja
þessar hugmyndir í frumvarps-
búning. Þá voru sameiningar-
mál tekin til umræðu og lýst yf-
ir mikilli ánægju með gang
mála auk þess sem Alþýðu-
flokkurinn fagnaði þeirri um-
ræðu sem nú á sér stað innan
Alþýðubandalagsins um sjávar-
útvegsmál og Evrópumál. Sig-
hvatur Björgvinsson segir þá
umræðu merki þess að ekki eigi
að vera nein málefnaleg atriði
sem valdi því að sameiginlegt
framboð til Alþingis geti ekki
gengið. rm
Frá Flokksþingi krata á Akranesi um helgina.