Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.06.1997, Qupperneq 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.06.1997, Qupperneq 7
rin 1 K> 7 Þriöjúdagu'r W. ýúní 1997 - 7 ERLENDAR FRETTIR Þýskaland Flugræn- ingjar yfír- bugaðir Tveir menn rændu í gær Bo- eing 737 flugvól frá Möltu og neyddu flugstjórann til þess að lenda flugvélinni í Köln í Þýskalandi, en flugvélin var á leið frá Valletta til Istanbúl í Tyrklandi með 83 farþega inn- anborðs. Sérsveitir þýsku lög- reglunnar réðust til inngöngu í vélina og yfirbuguðu flugræn- ingjana án blóðsúthellinga, en á myndinni sést þegar þeir eru leiddir frá borði með hendur Upp í loft. MyndiAFP Bosnía í leit að sjálfsmynd Istærstu bókabúðinni í Sarajevó, höfuðborg Bosrn'u, er bókum um íslömsk trúar- brögð stillt upp í röðum við af- greiðslukassana. Þetta eru mest- anpart leiðbeiningarrit um efni á borð við hjónaband, klæðnað, kynb'f, matargerð og hvernig umgangast skuli vantrúaða. „Fólk spyr eftir þessum bók- um,“ segir framkvæmdastjóri Svjetlost bókabúðarinnar. „Upplýsingar af þessu tagi voru áður ekki fáanlegar hér.“ Bækur um trúarbrögðin eru eitt vinsælasta lestrarefni lands- manna um þessar mundir, þótt Sarajevó hafi aldrei verið sú há- borg íslamskrar bókstafstrúar sem Serbar hafa reynt að láta bta út fyrir og notað að hluta sem réttlætingu fyrir stríðsátök- unum. Eftir stríðið hefur áhugi Bosníubúa á íslamskri trú hins vegar aukist til muna og sífellt fleiri eru farnir að fylgja siða- reglum trúarinnar út í æsar. Konum sem klæðast kuflum og höfuðklútum fjölgar og slátrar- ar eru farnir að auglýsa búðir sínar sem „halal" - þar sé ekki selt annað kjöt en það sem sam- ræmist trúarforskriftinni. Margir bta á þessa þróun sem eðlilega tilraun til þess að finna og vernda menningarlega sjálfsmynd þjóðarinnar sem er í molum eftir stríðið sem klauf hana eftir trúarbrögðum. Aðrir sjá í þessu fyrirboða um hættu- lega sókn bókstafstrúarmanna með fran og Saudi-Arabíu að fyrirmynd. Umburðarlyndi gagnvart öðrum siðum, sem margir töldu aðalsmerki Bosm'u áður fyrr, sé á undanhaldi og nú sé áherslan lögð á það að bola burt öllum sem ekki líta á sig sem músbma. Annað merki um breytingar í menningarlífi Sarajevóborgar má sjá á því hve mikil sala er í nýrri orðabók og kennslubók í stafsetningu fyrir „tungumál Bosm'u". Fyrir stríðið töluðu íbúar Bosm'u nokkurn veginn sama tungumáUð, serbó-króa- tísku, þótt nokkur mállýsku- munur hafi verið merkjanlegur. Nú eru stjórnvöld í hinum þremur hlutum Bosníu í óða önn að bæta við nýjum orðum og gera breytingar á stafsetn- ingu og framburði til þess að greina skýrar á milli óbkra af- brigða þessa tungumáls. Höfundur orðabókarinnar segir að henni sé ætlað að hjálpa Bosníubúum með þær breytingar sem eru að verða á tungumáUnu. Hvorki meira né minna en 650 reglur hafi verið fundnar í þessu skyni, en eina breytingin sem virðist skipta einhverju máli er sú að bók- stafnum „h“ er bætt við mörg algeng orð. - Los Angeles Tímes Pólland Páfinn leitar heim Jóhannes PáU páfi hefur verið á ferð um Pólland í rúma viku, en ferðinni lýk- ur á morgun. Sjálfur er hann Pólverji að uppruna og hefur notað þessa ferð óspart tU að heimsækja fornar slóðir og riQa upp minningar, sem ekki eru allar jafn ljúfar. í gær heimsótti hann grafir foreldra sinna og bróður sem létu öll lífið áður en hann náði 22 ára aldri. Og að- faranótt sunnudags svaf hann í erkibiskupshöllinni í Kraká, þar sem hann bjó í 14 ár. Áður en hann kom tU Krakár seint á laugardag dvaldist hann þrjá daga á vinsælum ferða- mannastað í Tatrafjöllum skammt frá Kraká, en þangað hefur hann komið reglulega allt frá æskuárum til þess að fara í gönguferðir og renna sér á skíðum. Að þessu sinni lét hann sér nægja að njóta útsýnisins úr þyrlu og svifvagni. í Kraká dvaldist hann í erki- biskupshöUinni, sem var byggð á 17. öld. Þar er hann heima- vanur, því hann bjó einmitt í höUinni í ein 14 ár, en svaf þó ekki í gamla svefnherberginu sínu því þar hefði hann ekki haft svefnfrið fyrir mannfjöldan- um sem fagnaði komu hans næturlangt á götunni fyrir utan. Eftir útimessu, sem hann hélt á sunnudag fyrir meira en milljón manns, hélt hann til gamla skólans síns þar sem minnst var 600 ára afmælis guðfræðideUdarinnar. Á stríðs- árunum, þegar núverandi páfi stundaði þar nám, þurfti guð- fræðideUdin að starfa neðan- jarðar til þess að fá frið fyrir nasistum. í ræðu sinni vék páfi frá skrifuðum texta hennar og minntist þess dags árið 1939 þegar þýskir hermenn hand- tóku 144 af kennurum skólans og fluttu í einangrunarbúðir, sem var liður í því áformi þeirra að leggja menningarlíf landsins í rúst. „Þann dag var ég að ræða við suma þeirra,“ sagði hann. „Þeir komu aldrei heim, þeir sneru I aldrei aftur ..." - Los Angeles Hmes Sannkölluð fjölskyldu- og íþróttahátíð Boigamcs 3.- 6. júlí ÚTBOÐ Akureyrarbær óskar eftir tilboðum í endurnýjun á ofnum og ofnlögnum í hluta Barnaskóla Akur- eyrar, einnig gerð stokka utan um pípur og málningu á stokkum og pípum. Um er að ræða stál- og eirlagnir. Verklok eru 1. ágúst 1997. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Norður- lands ehf., Hofsbót 4, Akureyri, frá mánudegi 9. júní 97. Tilboð verða opnuð á Byggingadeiid Akureyrarbæj- ar, Geislagötu 9, Akureyri, föstudaginn 13. júnf 97 kl. 11.00. I J

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.