Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.06.1997, Side 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.06.1997, Side 9
íOagiu--'tEhumtt ~ Þríbjuclagur lO.'júní1997”- 9 ÞJOÐMAL mM í&mmmiMlMm. Hvar er hin hliðin á sameiningarmálinu? Atli Rúnar Halldórsson telur fjölmiðla hafa brugðist í því að útskýra andstöðu Hríseyinga við samruna sveitar- félaga. Myn&.Gs Atli Rúnar Halldórsson blaðamaður skrifar Bestu hamingjuóskir til gömlu sveitunga minna í Svarfaðardal og á Dalvík, og til kjósenda á Árskógsströnd, sem samþykktu um helgina til- lögu um sameiningu sveitarfé- laga. Hríseyingar voru ekki jafn framsýnir í þetta sinn og þeir um það. Þeir átta sig síðar, sem og Ólafsfirðingar og aðrir góðir menn. Það var þó ekki samein- ingarmálið sem slíkt sem rak mig til að skrifa fáeinar línur, heldur hvernig fjallað var um sameiningartillöguna í aðdrag- anda atkvæðagreiðslunnar. Eg varð sjálfur var við það hingað suður til Reykjavíkur að sam- einingarhugmyndin mætti um- talsverðri andstöðu á Dalvík og einhverri andstöðu í Svarfaðar- dal líka. Þá mátti gefa sér að andstæða væri vel merkjanleg líka í Hrísey og á Árskógs- strönd. Það fór hins vegar ekki mikið fyrir skoðunum andstæð- inga sameiningar í umfjöllun þeirra prent- og ljósvakamiðla sem ég fylgist með, svo ekki sé nú meira sagt, hvað þá að reynt væri að skilgreina hvers vegna sumir kjósendur ætluðu að segja nei. Og reyndar má segja að fjallað hafl verið um málið dag eftir dag á þeim nótum að bara ein skoðun væri til og rétt sem slík: sameining og ekkert annað. Talað var við fulltrúa í sameiningarnefnd sveitarfélag- anna óteljandi sinnum. Meira að segja braut Útvarpið hlut- leysis- og siðareglur sínar með því að birta enn eitt viðtalið við formann sameiningarnefndar í aðalfréttatíma á sjálfan kjör- daginn og láta hann tíunda þar rök sín. Verður talað við Ingi- björgu Sólrúnu í hádegisfrétt- um á kjördag vorið 1998? Fjölmiðlakerfið Ég er sjálfur ákaflega hlynntur sameiningu sveitarfélaga í stór- um stíl og mun glaður greiða atkvæði með sameiningu Reykjavíkur og Kjalarness síðar í þessum mánuði, en mér þykir óþolandi að horfa upp á íjöl- miðlakerfið renna einhvern veginn saman við sjálft valda- kerfið, eins og gerðist í samein- ingarumræðunni við utanverð- an Eyjafjörð. Auðvitað er auð- veldast að spjalla bara við for- mann sameiningarnefndar og afgreiða málið þannig. En ólíkt skemmtilegri, upplýstari og uppbyggilegri hefði nú umræð- an orðið ef fjölmiðlarnir hefðu rækt skyldu sína og látið ólík sjónarmið takast á. Það þurfti meira að segja ekki að fara út fyrir bæjarmörk Akureyrar til að húkka viðmælendur, heldur dugði að fara í Ríkið, Nettó eða Hagkaup síðdegis á föstudögum og ganga að fólki úr sveitarfé- lögunum fjórum í helgarinn- kaupum. Ég var sjálfur í helg- arleyfi á Akureyri í maí og lenti í fjörugum viðræðum á þessum helstu samkomustöðum þar í bæ í vikulokin, bæði við stuðn- Andstaðan var þannig vissulega til og var hreint ekki í felum. Það virðist bara hafa vantað áhuga fjöl- miðlanna að tala við andstæðingana, hvernig sem á því stendur. ingsmenn og andstæðinga sam- einingar frá Dalvík og úr Svarf- aðardal. Andstaðan var þannig vissulega til og var hreint ekki í felum. Það virðist bara hafa vantað áhuga fjölmiðlanna að tala við andstæðingana, hvernig sem á því stendur. Og svo þegar atkvæði höfðu verið talin og ljóst var að Hrís- eyingar höfðu sagt nei og Dal- vfkingar já með naumum meiri- hluta þá óskaði maður eftir við- leitni til að skýra ástæður svo verulegrar andstöðu. Útvarpið bauð upp á þá merkilegu skýr- ingu að rígur á milli Dalvíkinga og Hríseyinga væri skýring á úrslitunum! Hvaða könnun skyldi hggja að baki þeirri speki? Ákafi magnar andstöðu Stundum er sagt að póhtíkusar og fjölmiðlakerfi Evrópubanda- lagsríkja séu komin langt fram úr almenningi í samruna- greddunni og ákafinn magni beinlínis upp andstöðu við frek- ari samruna. Mér er nær að halda að ótrúlega einlit fjöl- miðlaumfjöilun sé ein skýring á að andstaðan við sameiningu við utanverðan Eyjafjörð er jafn mikil og raun ber vitni. Með von um að hundrað blóm fái að blómstra í skoðanaflórunni þegar atkvæði verða greidd þar næst. Hvar er öll samúð og réttlæti fólks gagnvart öðrum? Þorsteinn Scheving Thorsteinsson formaður samstarfsnefndar trúfélaga fyrir heimsfriði skrifar Barnið þeirra Connie og Donalds Hanes var tekið af þeim án þess að ís- lenska dómskerfið dæmdi í for- ræðismálinu, eins og kerfinu ber að gera á löglegan hátt. Hjónun- um var heldur ekki gefið neitt tækifæri á að koma sjónarmið- um sínum og gögnum á fram- færi, hvorki til dómsmálaráðu- neytisins, barnarverndaryfir- valda né Rannsóknarlögreglu ríkisins. í beinu framhaldi af því heimtuðu menn bandaríska sendiráðsins vegabréf þeirra, þannig að þjónustulið þeirra lögreglan sá um að ná vegabréf- unum af þeim. Með þeim orðum sagði lögreglan, að hún ætla síð- an að afhenda hjónunum vega- bréfin aftur síðar meir, er hún tók vegabréfin af hjónunum. Þannig að dvalar og atvinnuleyf- ið var tekið af þeim. En lögregl- an getur engan veginn staðið við það sem hún sagði, þar sem að vegabréfin hafa verið gerð upp- tæk. Síðan kröfðust þessi stjórn- völd okkar brottvísunar eða framsals hjónanna, án þess menn vilji nokkuð athuga ástæð- una fyrir framsaU þeirra. AUt frá því að Zenith Elaine fæddist, var hún ættleidd til þeirra hjóna skv. skráningu í Utah og síðan fluttist fjölskyldan tU íslands, reyndar var fjölskyldan alls ekkert að fela sig hér þar sem þau voru öllsömul bæði í þjóðskrá, síma- skrá og borguðu sína skatta og skyldur hér. En hvaða eiginlega allsherjar vald hafði sjálfur dóms- og kirkjumálaráðherra til að taka barnið af hjónunum, án þess dæmt yrði í forræðisdeU- unni? Hvaða vald höfðu yfirvöld- in til að heimta vegabréfin af hjónunum og afhenda þau síðan Eitt er víst að þó að gögnin frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu segi frá því að notaðar séu byssur á fólk er valda raflosti á eistum fanga, hnefahöggum og spörkum í fanga sem eru í járnum og föngum er synjað um heilbrigðisþjónustu finnst héraðsdómi allt í lagi að senda fólkið beint í þetta hræðilega fangelsi athugasemda- laust. til bandaríska sendiráðsins, án þess að spyrja hjónin um leyfi fyrir því? Hafa íslensk stjórnvöld annars einhvern sérstakan laga- bálk sem segir að stjórnvöld eða dóms- og kirkjumálaráðherra geti gert hvað sem er án dóms og laga? Þrátt fyrir að dóms- og kirkjumálaráðherra telji að það sé honum fyrir bestu að þau fari sem ailra fyrst úr landi, má hann alveg eins eiga von á því að hann verði tekinn fyrir. Þrátt fyrir að þau verði send til hins hræðilega fangelsis í Arizona, þá verður þessu máli þeirra hjóna ekki gleymt hér. Þegar dæmt var í máli þeirra útaf framsalinu í Héraðsdómi Reykjavíkur var enginn rök- stuðningur eða skilmerkileg ástæða gefin fyrir því af hverju það ætti að framselja hjónin til Bandaríkjanna. Þrátt fyrir að mikið af gögnum varðandi fang- elsið í Arizona og um mannrétt- indi lágu fyrir, var ekkert tillit tekið til þeirra sjónarmiða, ekki frekar en hinna, er hjónin höfðu óskað eftir að vilja gefa sig fram af fúsum og frjálsum vilja við bandaríska dómstóla. Eitt er víst að þó að gögnin frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu segi frá því að notaðar séu byssur á fólk er valda raflosti á eistum fanga, hnefahöggum og spörkum í fanga sem eru í járnum og að fóngum er synjað um heilbrigð- isþjónustu finnst héraðsdómi allt í lagi að senda fólkið beint í þetta hræðilega fangelsi athuga- semdalaust. Hver svo sem nið- m-staða Hæstaréttar veröur, þá er það alveg ljóst að dóms- og kirkjumálaráðherra mun senda þau beint í þetta hræðilega fang- elsi. En í raun og veru þá ætti dóms- og kirkjumálaráðherra alls ekki að koma nálægt þessu máli, þar sem hann hefur hvað eftir annað brotið af sér gagn- vart þeim og því er hann í raun og veru algerlega vanhæfur í þessu máh. Ég vil síðan þakka Davíð Oddssyni forsætisráðherra fyrir að hafa gefið þeim þetta tímabundna dvalarleyfi hér og síðan félagsmálastofnun Kópa- vogs fyrir þann stuðning sem stofnunin hefur veitt þeim hjón- um.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.