Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.06.1997, Qupperneq 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.06.1997, Qupperneq 11
ÍOctgur-ÍEmTOm Þriðjudagur 10. júní 1997 -11 Makedónía hafði sigur á heimaveiii Islenska A-landsliðið sótti ekki gull í greipar í Make- dóna í leik liðanna á laugar- daginn. Gjorghi Hristov sá til þess að heimamenn hirtu öll þrjú stigin með laglegu marki á 53. mínútu. Leikmenn íslenska liðsins, sem verið höfðu fullvar- kárir framan af, sóttu í sig veðrið það sem eftir lifði leiks og náðu þá ágætum tökum á miðjunni, en Makedónar beittu hættulegum skyndisóknum. Þrátt fyrir ágæt færi á báða bóga það sem eftir lifði, tókst hvorugu liðinu að bæta við marki. Lið fslands: Kristján Finnboga- son - Arnar Grótarsson, Guðni Bergsson, Sigurður Jónsson, Lárus Orri Sigurðsson - Brynjar Gunnarsson (Arnar Gunnlaugs- son 72.), Sigursteinn Gíslason (Ríkharður Daðason 83.), Arnór Guðjohnsen (Helgi Sigurðsson 80.), Eyjólfur Sverrisson - Pórð- ur Guðjónsson, Bjarki Gunn- laugsson. SIGLINGAR Siglingasambandið og fþrótta- samband Fatlaðra standa fyrir siglingadegi hreyfihamlað- ara miðvikudaginn ll. júní nk. Siglt verður frá Austurbugt við Ingólfsgarð í Reykjavíkurhöfn. Þetta er kynningardagur fyrir íþróttina hjá hreyfihömluðum, en þetta var sýningaratriði á Ólympíumóti fatlaðra í Atlanta 1996. ÍF vonast til að kynningin veki áhuga siglingaklúbba og hreyfihamlaðra um land allt til þess að snúa sér að þeirri skemmtilegu íþróttagrein sem siglingar eru. gþö Staðan í Evrópuriðli átta fyrir HM er nú þessi: Rúmerna 6 6 0 0 20: 0 18 Makedónía 7 4 12 19:10 13 Irland 6 3 12 15: 4 10 Litháen 5 3 0 2 6: 5 9 ísland 5 0 2 3 1: 8 2 Liechtenstein 7 0 0 7 2:36 0 Jöfnunarmark í lokin Jóhann Guðmundsson náði for- ystunni fyrir íslenska ung- mennalandsliðið á 65. mínútu, í viðureigninni við jafnaldra frá Makedóníu á föstudaginn. Það dugði ekki til sigurs, heima- rnenn náðu að jafna metin þremur mínútum fyrir leikslok með marki Stankovski og næla sér þar með í sitt fyrsta stig í riðlinum. Staðan er nú þannig: Rúmenía 5 5 0 0 9: 4 15 ísland 53119:410 írland 4 2 0 2 8: 2 6 Makedónía 50141:12 1 Litháen 3 0 0 3 2:7 0 Leikmenn KR byrjaðir að æfa að nýju! Leikmenn meistaraflokks KR mættu á æfingu að nýju í gærkvöld á svæði sínu við Frostaskjól. Þetta er jafnframt fyrsta æfing félagsins undir stjórn nýs þjálfara, Haralds Haraldssonar, sem er fremstur á mynd- Mynd: Hilmar KNATTSPYRNA s KNATTSPYRNA 1 KNATTSPYRNA Markaregn í bikamum Leikið var í Bikarkeppni KSÍ og Coca-Cola um helg- ina og mörkin létu ekki á sér standa í flestum leikjanna. Um var að ræða 16-liða úrslitin í forkeppninni. Úrslit urðu þessi: Fjölnir-Bolungarvík 5:3 Völsungur-Hvöt 1:0 HK-Selfoss 3:1 Nökkvi-Dalvík 0:1 KR 23-Haukar 3:0 Leiknir-Valur 23 5:2 Reynir-Ægir 4:1 Stjarnan 23-Víðir 1:2 ÍA 23-Grótta 6:0 Víkingur-KSÁÁ 8:2 Sindri-Höttur 2:1 KVA-Þróttur N 2:3 Magni-KS 0:2 UBK 23-Keflavík 23 0:3 UMFA-Framherjar 3:0 Léttir-ÍR 1:4 Enskur sigur íhöfní Frakklandi Enska knattspyrnulands- liðið hefur tryggt sér sig- urinn á íjögurra þjóða móti í Frakklandi, þrátt fyrir að aðeins tveimur umferðum sé lokið af þremur. Englending- ar lögðu gesgjafana Frakka 1:0 um helgina með marki Alan Shearer á lokamínút- unni. Enska liðið hefur hlot- ið sex stig og á að leika við Brasilíu í kvöld. Brasilía hef- ur tvö stig og Frakkland og Ítalía eitt, en síðasttöldu lið- in leika annað kvöld. Tveir \e\k\r við Litháa á morgun s Islensku landsliðin í knatt- spyrnu verða í eldlínunni á morgun þegar leikið verður gegn Litháen í undankeppni HM. Ungmennalið þjóðanna mæt- ast í Kaplakrika og hefst viður- eignin klukkan 14. A-lið íslands og Litháa mætast síðan og er það fyrsti leikurinn á nýendur- bættum Laugardalsvelli. Völlur- inn hýsir nú sjö þúsund áhorf- endur, alla í sæti, en forsala miða er þegar hafin á bensín- stöðvum Essó. KNATTSPYRNA • Undankeppni HM Utah jafnar Leikur 4: Utah-Chicago 78-73 Utha Jazz hefur jafnað metin í orrahríðinni við Chicago Bulls í úrslitum NBA deildarinnar. Chicago, sem vann tvo fyrstu leikina á heimavelli sínum, hef- ur nú mátt þola tvo ósigra í röð fyrir Utah. Nokkuð sem Jordan og félagar eru ekki vanir. Leikur liðanna var jafn nán- ast allan tímann þó meistararn- ir væru alltaf skrefinu á undan. Þegar tvær mínútur lifðu af leiknum leiddi Chicago, 73-69. Síðustu níu stigin skoruðu svo leikmenn Utah og náðu að knýja fram sigur og jafna ein- vígið. Síðustu sekúndurnar voru spennandi. Michael Jordan, sem átti frekar dapran dag, allt fram í 4. leikhluta, reyndi þriggja stiga skot sem fór for- görðum og í stað þess að jafna leikinn náðu heimamenn að innsigla sigur sinn með víta- skotum frá Karl Malone. „Það eina sem ég hugsaði um var að 650 milljónir væru að horfa á mig. Ég ætla ekki að ljúga að ykkur, þetta var það eina sem ég hugsaði um þegar ég tók vítaskotin," sagði Karl Malone harla ánægður í leiks- lok. Jerry Sloan, þjálfari Utah, var ekki síður kátur: „John Stockton var frábær í leiknum. Sumar sendingar hans voru þannig að maður gleymir þeim aldrei. Ég veit ekki hvernig hann fór að þessu, gabba Jord- an og koma boltanum í öruggar hendur Karls Malone. „Látið mig fá boltann, ég hef fundið taktinn,“ sagði Jordan loks þegar hann fór í gang í 4. leikhluta. Phil Jackson, sem reyndar var ekki ánægður með sína menn, sagði að þetta hefði gengið þangað til hann klúðraði síð- asta þriggja stiga skotinu. „Mér fannst þetta erfitt skot og enginn hefði reynt það nema Jordan. Það fór í körfuna en skrúfaðist til baka og við því er ekkert að gera,“ sagði Jackson eftir leik- inn. Karl Malone skoraði 23 stig fyr- ir Utah og Jordan 22 fyrir Chicago. John Stockton fór á kostum og skor- aði 17 stig fyrir Utah auk þess sem hann átti 12 stoðsendingar, þar af sex á síð- ustu mínútunum þegar Jazz innbyrti sigurinn. Karl Malone skoraði 23 stig fyrir Utah. Næsti leikur verður á mið- vikudaginn í Delta center, þar sem Utah hefur unnið 48 leiki í vetur og aðeins tapað 3. gþö Guðni setti met Guðni Bergsson, fyrirliði ís- lenska A-landsliðsins, setti nýtt leikjamet í Makedóníu þegar hann lék 73. leik sinn fyrir ís- lands hönd. Ólafur Þórðarson átti fyrra metið, 72 leiki. Hamar félagsheimili Þórs: Salir til leigu Tilvaldir til hvers konar íþrótta- og tóm- stundaiðkana. Gufa - Pottur - Búningsaðstaða Hamar sími 461 2080

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.