Dagur - Tíminn Reykjavík - 10.06.1997, Page 12
I
EVRÓPULEIKAR SMÁÞJÓÐA
KARFA
KNATTSPYRNA • Dregiö í Bikarkeppni KSÍ og Coca-cola
Góð uppskera hjá íslendingum
íslenska keppnisfólkið á Smáþjóðaleikunum gat vel unað við uppskeru liðsins á mótinu. Leikunum var
slitið sl. laugardagskvöld en þá höfðu 96 verðlaun fallið íslandi í skaut. ísland hreppti gullverðlaun í 33
greinum af 106, silfurverðlaun í 32 greinum og bronsverðiaun í 31 grein. Kýpur hreppti verðlaun í 68
greinum og Luxemborg í 66 greinum en þessar þrjár þjóðir voru í nokkrum sérflokki á leikunum. Á mynd-
inni hér að ofan sést íslenska karlasveitin fagna sigri í 100 metra boðhlaupi. Frá vinstri: Jón Arnar Magn-
ússon, Ólafur Guðmundsson, Bjarni Traustason og Jóhannes Már Marteinsson. Mynd: mimar
|
Gunnar
tekurvið
Þórsliðinu
Allar lík-
ur eru á
því að
Gunnar
Sverrisson
verði næsti
þjálfari Úr-
valsdeildar-
liðs Þórs í
körfuknatt-
leik og lík- FredWilliams.
legt er að
gengið verði frá ráðningu hans
í vikunni. Hins vegar er Ijóst að
Bandaríkjamaðurinn Fred
Williams, fráfarandi þjálfari og
besti leikmaður liðsins síðustu
tvö árin, leikur ekki með liðinu
í vetur. Williams fékk þrjú til-
boð frá íslenskum liðum, en
hann ákvað að breyta til og
mun líklega leika á meginlandi
Evrópu í vetur.
Gunnar Sverrisson þekkir vel
til hjá Þór, en hann var aðstoð-
arþjálfari liðsins í fyrra, en
hann á einnig að baki tvö ár
sem aðstoðarþjálfari meistara-
ílokks ÍR. Þórsliðið mun tefla
fram svipuðum mannskap
næsta vetur og í fyrra, en farið
verður í að finna eftirmann
Williams á næstu dögum.
Jason fer
tíl UMFA
Landsliðsmaðurinn Jason Ól-
afsson, sem lék með þýska
2. deildarliðinu Leutershausen
á sl. keppnistímabili, hefur
ákveðið að ganga í raðir Aftur-
eldingar.
Jason átti eitt ár eftir af
samningi sínum við þýska liðið,
en lítill vilji hefur verið hjá
styrktaraðilum þess að halda
starfseminni áfram. Jason hef-
ur átt í viðræðum við lið frá
Spáni en lokalendingin verður í
Mosfellsbænum, þar sem hann
var leikmaður um tveggja ára
skeið.
kæli- og
frystiskápar
Fékk fyrirmæli um að
draga KR úr potfínum
etta voru þeir mótherjar
sem við óskuðum okkur,
okkar ágæti þjálfari er
KR-ingur og við höfðum rætt
um það, að gaman væri að fá
KR-inga í bikarnum. Það má
því segja að við höfum verið
stálheppnir, - þetta var óska-
dráttur fyrir okkur,“ sagði
Freyr Sverrisson, formaður 3.
deildarliðs KS sem tekur á móti
KR-ingum í 32-liða úrslitum
bikarkeppninnar næsta sunnu-
dag.
Dregið var á Ingólfstorgi í
gær og Freyr sagði að Iförður
Bjarnason, sem tók þátt í drætt-
inum fyrir Siglfirðinga hefði
fengið þau fyrirmæli að draga
KR upp úr pottinum og það
gekk eftir. Hins vegar bendir
flest til þess að Reykjavíkur-
stórveldið þurfi að sætta sig við
að spila á malarvelli, því völlur-
inn á Siglufirði hefur komið illa
undan vetri og hret um helgina
hjálpaði ekki upp á sakirnar.
Freyr sagði að ef ekki kæmi til
stuðningur æðri máttarvalda,
þá yrði grasvöllurinn ekki tilbú-
inn í tæka tíð fyrir leikinn sem
verður sá stærsti á Siglufirði í
sumar, - að því gefnu að heima-
menn falli úr keppninni.
Sextán lið komu inn í mótið í
þessari umferð og fengu þau öll
útileiki þar sem þau voru dreg-
in á eftir. Bikar- og íslands-
meistarar ÍA þurfa þó ekki að
fara langt, því liðið dróst á móti
U23-ára liði Akraness. Annars
leit drátturinn svona út, leikirn-
ir fara fram um næstu helgi, á
laugardag og sunnudag.
Leikir sein fram fara næsta
laugardag:
Dalvík-Fylkir, KR 23-Fram,
ÍA 23-ÍA, Leiknir R.-ÍBV, Víðir-
Grindavík, ÍR-Keflavík, Þróttur
Nes.-Þróttur R. og Afturelding-
Þór.
Leikir sem fram fara næsta
sunnudag:
HK-Leiftur, KS-KR, Sindri-
Breiðablik, Keflavík 23-Valur,
Völsungur-Fylkir, Fjölnir-KA,
Víkingur-Skallagrímur og Reyn-
ir Sandgerði-Stjarnan.
Verð frá kr. 34.100
KAUPLAND
KAU RANG ■
Sfmi 462 3565 • Fax 461 1829
Reykjavík
Stykkishólmur
Bolungarvík
Blönduós
Akureyri
Egilsstaðir
Kirkjubæjarklaustur
°c Mlð Fim Fös Lau mm
/\ /N;
Stórhöfði
HANDBOLTI
Hagnr-®mTÍmt
Veðrið
í dag
Þriðjudagur lO.júní 1997
Línuritin sýna fjögurra
daga veðurhorfur á
hverjum stað. Línan sýnir
hitastig, súluritið 12 tíma
úrkomu en vindáttir og
vindstig eru tilgreind fyr-
ir neðan.
Breytileg átt,
gola eða kaldi
og víða rigning
eða skúrir.
Hiti 6-12 stig.