Dagur - Tíminn Reykjavík - 20.06.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 20.06.1997, Blaðsíða 2
14 - Föstudagur 20. júní 1997 Framhald afforsíðu Peter Ross er sívinsæl Nokkrar flugur eru vinsælli eða frægari en aðrar og má þar fyrst telja Peter Ross. Hún brýt- ur allar reglur í flugugerð, er silfurlit og rauð og líkist þar af leiðandi engu þekktu skordýri og ætti ekki að freista nokkurs fisks. En und- antekningin sannar regluna og hún er með fisknari flug- um. Svo er það Taylor, brún fluga, sem er mjög góð og Peacock flugan, sem hefur ver- ið í gangi um 15 ára skeið. Hún stund og ekkert gerðist. Karl sagði fiskinn fara að taka um ki. 5, en það varð ekki. Svo varð Sigurdór var um 6 leytið, en karl hafði alltaf öðru hvoru á orði að hann þyrfti að fara að drífa sig. Vildi samt ekki fara, úr því að Sigur- dór hafði fengið fisk. Um kl. 7.30 hafði hann enn ekki fengið fisk, en hélt áfram að segj- ast þurfa að fara. Að lokum spurði Sigurdór hann hvers vegna hann tönnlaðist sí- fellt á þessu, hvað þetta væri eiginlega með hann? „Jú,“ sagði karlinn, „sko konan er Fiskar eru hreint ekki lit- hlindir eins og margir vilja telja. Grillaður silungur Sigurdór gerir nokkuð af því að grilla fiskinn. Þá gerir hann að honum, stráir salti, pipar og kryddi sem heitir Eftirlœti hafmeyjunnar, innan í fiskinn og utan á hann og vefur hann inn í ál- pappír. Stöku sinnum leggur hann smjörklípu með fiskinum og þá hefur hann tilbúið krydd- smjör þegar fiskurinn er soðinn. Hann grillar fiskinn í um 7-8 mín. á hvorri hlið, ber hann svo fram með soðnum kartöflum og grœnmetissalati lflcist lirfu sem er þakin smámöl og sandi, en það eru þær einatt þegar þær fljóta upp og oft er gott að skoða magainnihald ný- veiddra flska til að komast að því hvað þeir hafa verið að eta. Svo er bara að búa til flugu sem sé líkust því sem fiskurinn var að borða. Blaðamaður hefur alla tíð haldið að flskar séu litblindir, en sú kenning fellur um sjálfa sig, þegar það kemur í ljós að fískum er hreint ekki sama hvernig flugan er á litinn. Sigurdór segist veiða mikið á grænleitar flugur og brúnleitar, þær séu líkastar lirfunum og þegar sumri hallar, þá sé um að gera að vængirnir séu sem lík- astir fluguvængjum. „Hún er með bók“ Karl einn, sem er haldinn mik- illi veiðidellu, kom að Elliða- vatni um kl. 4 dag einn. Þá var Sigurdór þar staddur og hafði ekki orðið var. Þeir stóðu góða Elliðavatn er háskóli flugu- veiðimannsins, sannir meistar- ar veiða þar. uppi í bfl og bíður eftir mér“ en svo bætti hann fljótt við „en það er allt í lagi, hún er með bók.“ Bölvuð flækja Dóttir Sigurdórs og tengdason- ur fóru með hon- um að veiða einu sinni sem oftar. Dóttirin var þá rétt að byrja að prófa silunga- veiði og þegar þeir voru búnir að kasta, þá var hún við bakkann og búin að flækja línuna. Þarna stóð hún og kall- aði á hjálp og fannst þetta ekki mjög skemmtilegt tómstundagaman. Það stóð svo á endum, að þegar þau höfðu leyst úr flækjunni, þá var hún búin að fá vænan fisk á önguhnn sem hafði verið í vatn- inu allan tímann, rétt við flæð- armálið. Þetta var eini fiskurinn sem fékkst þetta sinni. vs Dásamlegt líf Eitt sinn voru þeir Sigurdór og Jón Pedersen, mikill snillingur í því að veiða í vötnum, við Elliðavatn. Það var blankalogn og allt var kyrrt. Vatnið spegil- slétt og þeir sátu þarna í rólegheitum, þurftu ekki einu sinni að tala saman. Þá sagði Jón allt í einw „Er þetta ekki dásamlegt líf?“ sagði svo ekki meira, en það var líka nóg. LIFIÐ I LANDINU Góðar í EUiðavatni Þessar flugur voru fengnar hjá veiðimanni sem ekki vill láta nafns síns getið, en hann veiðir mikið í Elliða- vatni og hefur fengið um 200 fiska frá 1. maí í vatninu. Hann segir galdurinn við að veiða í því vera helst þann, að hafa tauminn langan, um 2 1/2 fet og nota mjög fína lxnu, fiskur- inn sé svo línufælinn. Hann not- ar mikið öngla nr. 12 og hnýtir sínar flugur eða pöddur sjálfur. 1. Taylor, brún 2. Taylor, svört 3. Litla græn með gulum haus 4. Grána 6. Plastvafinn Rússi, mjög fisk 7. Afbrigði af Rússa og Taylo 8. Móbótó 9. Gulur Killer 10. Margrét, góð í sól 11. Watson fancy með þynging 12. Winston extra long 13. Rykmý, önguU nr. 20

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.