Dagur - Tíminn Reykjavík - 20.06.1997, Síða 5
^Dagur-'SImritm
Föstudagur 20. júní 1997 -17
VIÐTAL DAGSINS
Hákon Sigurðsson
er 8 ára snáði sem
býr í Mosfellsbœ.
Hann hefur gengið
þrisvar sinnum á
Esjuna, alveg upp á
topp og mœttu
margir eldri íslend-
ingar taka hann sér
til fyrirmyndar í
þeim efnum.
Hákon er duglegur strák-
ur, gefinn fyrir útivist og
fer oft með pabba sínum
í gönguferðir, en
pabbi hans er
mikill göngu-
maður og það
líður varla sú
vika yfir sumar-
ið að hann
gangi ekki á
Esjuna.
Hákon fór
fyrst upp Esjuna
1993, þá 4 ára
gamall og gekk
alla leið upp á eigin fótum.
Hann segist hafa verið dálítið
þreyttur, en á leiðinni var víða
er
boðið upp á hressingu, því þetta
var á Esjudegi Hjálparsveitar
skáta, sem haldinn er árlega.
Svo þegar nið-
ur kom, fékk
hann merki og
orkudrykk.
Hann tekur
það sérstak-
lega fram að
fólk verði að
vera á góðum
skóm til að
ganga á fjöll,
annars komist
það ekki upp.
Árið 1995, fór litli bróðir hans,
Álfgrímur, þá 2ja ára, með og
gekk nánast alla leið sjálfur.
Finnst best að
borða soðinn fisk og
rauðmaga, en verst
aðfá heimatilbún-
ar franskar
kartöflur.
Með Álfgrími litla bróður, sem líka hefur gengið Esjuna.
Hákon og Álfgrímur með pabba sínum við Rauðfelldargjá út undir Stapa á
Snæfellsnesi.
Hákon segist hafa gaman af
hafnabolta og golfi en honum
finnst ekkert sérstaklega gam-
an í fótbolta eða handbolta.
Hann er mikið úti við og þá
mest með besta vini sínum,
honum Gísla sem býr í ná-
grenninu. Hann fer mikið á
skíði og dálítið í sund, en er að
bíða eftir því að fá 4. stig í
sundi svo hann fái að fara einn
í Varmárlaugina. Hann reiknar
með því að það náist næsta vet-
ur. Hann er fluglæs, varð læs 6
ára og hefur gaman af því að
lesa, sérstaklega Andrés Önd.
Honum finnst einna leiðinlegast
að hanga inni ef hann hefur
engan til að leika sér við.
Uppáhaldsmaturinn hans
Hákonar er soðinn fiskur,
stappaður með tómatsósu og
rauðmagi, en honum finnst
verst að fá heimatilbúnar
franskar kartöflur, en getur
borðað þær ef hann fær kokteil-
sósu með. vs
BREF FRA VOPNAFIRÐI
Óábyrg útboðsstefna
Kristján
Magnússon
skrifar
Aundanförnum árum hafa
opinberar framkvæmdir
ríkis og sveitarfélaga
yfirleitt verið boðnar út, hvort
sem um smá eða stór verk hef-
ur verið að ræða. í flestum til-
fellum er slíkt skynsamlegt og
æskilegt, til að verkin séu að
jafnaði unnin á sem hagkvæm-
astan hátt. Opinberum aðilum
ber að sjálfsögðu skylda til, að
sjá til þess að ekki sé bruðlað
með opinbera íjármuni. Að-
stæður á verktakamarkaði hafa
hins vegar verið þannig, að
verkefnaskortur hefur almennt
verið ríkjandi, sérstaklega í
vegagerð og skyldum verkefn-
um og mörg lág tilboð hafa því
borist í hinar opinberu fram-
kvæmdir.
í fyrstu voru tilboðin þó á
nokkuð eðlilegum nótum, það
er að segja þannig, að ef vel
tókst til með framkvæmdir, gat
verktakinn komist frá þeim, án
þess að lenda í verulegum fjár-
hagslegum áföllum. Opinberir
framkvæmdaaðilar höfðu hins
vegar þá einu stefnu í þessum
málum, að taka alltaf lægstu til-
boðum, hvort sem þau virtust
raunhæf eða ekki. Við þessar
aðstæður á verktakamarkaði,
leiddi þessi stefna til sífellt
óraunhæfari tilboða, þar sem
þeir sem buðu í verk á eðlileg-
um verðgrunni
áttu enga
möguleika á að
fá þau. Því
leiddust verk-
takar í það að
færa sig neðar
og neðar í verð-
um, enda engir
kostir góðir í
stöðunni. Mark-
aður fyrir tæki
og bifreiðar
mjög lélegur og
fátt um fína drætti í öðru vinnu-
framboði.
Verktakar settu í mörgum til-
fellum traust sitt á að fá ein-
hver sæmilega borguð auka-
verk í tengslum við framkvæmd
þá sem boðin hafði verið út, svo
komast mætti áfallalaust frá
verkefninu. Því miður eru dæm-
in mörg um það, að svo vel
tókst ekki til. Umsamin greiðsla
fyrir viðkomandi framkvæmd í
sumum tilfellum augljóslega
svo lág, að fyrirfram var vitað,
að viðkomandi verktaki yrði í
besta falli að kosta hluta hinnar
opinberu framkvæmdar sjálfur,
annað hvort með því að ganga
á eigur sínar, eða með því að
safna auknum
skuldmn, sem
oft voru þó
nægilegar fyrir.
Ef hins vegar
viðkomandi
verktaki lenti í
áföllum, gat
það leitt til
gjaldþrots og
þá fóru við-
skiptaaðilar
verktakans,
sem ekki fengu
sína þjónustu greidda, að
standa undir hluta fram-
kvæmdakostnaðarins. Er þar
skemmst að minnast gjaldþrots
hjá stóru verktakafyrirtæki,
sem hafði með höndum mikið
vegagerðarverkefni hér í ná-
grenninu, og skyldi eftir skulda-
slóð í næstu byggðarlögum, hjá
undirverktökum og öðrum við-
skiptavinum sínum á svæðinu.
Það getur ekki verið ætlun
íjárveitingavaldsins, hvorki hjá
ríki eða sveitarfélögum, að op-
inberar framkvæmdir séu kost-
aðar af aðilum úti í bæ, hvorki
af verktökum sem þær annast,
né af viðskiptamönnum þeirra.
Framkvæmdin á undanförnum
árum hefur hins vegar bent til
þess, að embættismenn þeir
sem með yfirstjórn þessara
mála hafa farið, hafi annað
hvort ekki haft trú á eigin
kostnaðaráætlunum, ellegar þá
að þeim hefur verið skítsama
um það, þótt óviðkomandi bæru
hluta framkvæmdakostnaðar-
ins. Það hlýtur hins vegar
hverjum heilvita manni að vera
ljóst, að þegar frávik tilboðs frá
kostnaðaráætlun er orðið 40-
50% eða meir, hlýtur annað
hvort að vera langt út úr korti
og snargalið, áætlunin eða til-
boðið. Samt má nefna ótal
dæmi um, að slfkum tilboðum
hefur verið tekið. Vissulega er
ábyrgð tilboðsgjafanna sjálfra
mikil. Að taka að sér verk á
slíkum kostnaðargrunni getur
ekki leitt til farsællar niður-
stöðu. Hins vegar er ábyrgð
fulltrúa verkkaupans að mínum
dómi ekki minni, þar sem hann
er að nota sér bága verkefna-
stöðu til að ná kostnaði niður
fyrir það sem eðlilegt getur tal-
ist.
Sem betur fer hyllir nú á síð-
ustu misserum undir sinna-
skipti hjá opinberum aðilum í
þessum málum. Minna er um
það en áður, að óraunhæfum
tilboðum sé tekið. Sannast
sagna hefur það heldur ekki í
öllum tilfellum reynst happa-
sælt fyrir verkkaupann þegar
upp er staðið. í sumum tilfell-
um hefur verktakinn gefist upp
í miðju verki og þá hefur verkið
í heild orðið mun dýrara en
áætlað var. Við gjaldþrot hefur
hið opinbera orðið af tekjum
þar sem skatttekjur hafa tap-
ast. Því er það mikið fagnaðar-
efni ef um varanlega hugarfars-
breytingu er að ræða varðandi
verkkaupin.
Opinberum aðilum
ber að sjálfsógðu
skylda til, að sjá til
þess að ekki sé
bruðlað með opin-
bera fjármuni.