Dagur - Tíminn Reykjavík - 20.06.1997, Blaðsíða 9
Föstudagm £Q> Jún(Jl 987,.^ 21
LÍFIÐ í LANDINU
Esjuganga
Ferðafélag íslands hefur á
að skipa sérstakri Esju-
nefnd og er formaður
hennar Páll Steinþórsson. Hann
hefur verið formaður síðan
1994 en verið í Ferðafélaginu
síðan 1966.
Páll er mikill ferðamaður og
á sér ýmis önnur áhugamál að
auki. Hann var í Flugbjörgun-
arsveitinni í yfir 20 ár, er félagi
í Lionshreyfingunni og hefur
gaman af veiðum. Aðspurður
segir hann að siík áhugamál sé
ekki hægt að stunda nema ijöi-
skyldan sé með og þau hjón fari
alltaf saman í ferðir.
Esjunefndin hefur það m.a. á
verkefnaskrá að hirða um
gestabókina, sjá um göngu-
stígagerð í samvinnu við skóg-
ræktina og hafa umsjón með
Esjuferðum Ferðafélagsins.
Á hverju ári ganga þúsundir
manna á Esjuna sér til ánægju
og yndisauka. Hægt er að fara
langar og stuttar ferðir og fólk
á öllum aldri getur gengið eða
látið bera sig upp. Páll segir
yngsta göngumanninn sem
hann hefur hitt vera 7 mánaða,
reyndar var sá borinn á baki
föðurs síns og þann elsta rúm-
lega 80 ára, en sá gekk á eigin
fótum.
1994 var sett upp ný útsýnis-
skífa á Esjuna að tilhlutan
Höskuldar Jónssonar, þáver-
andi forseta FÍ, sem vildi með
þvx heiðra minningu Jóns G.
Viðars, landmælingamanns. Jón
hafði til skamms tíma teiknað
allar skífur fyrir FÍ. Steinninn,
sem vóg 800 kg., var tekinn
sunnan við Hafnaríjörð og flutt-
Horft yfir Mógilsá á haustdegi.
ur með þyrlu upp á Esju. Áður
höfðu verið steyptar undirstöð-
ur fyrir hann. Jakob Hálfdánar-
son, ættingi Jóns, gerði skífuna
og það þurfti að bíða lags í
margar vikur áður en hægt var
að flytja hana upp. Gestabók FÍ
er í stöplinum, vel varin.
Á hverju ári stendur FÍ fyrir
svokallaðri sólstöðugöngu á
Esjuna og er hún farin á
sumarsólstöðum, 21. júní. Þá er
lagt af stað um kl. 20.00 og tek-
ur gangan um 4 klst., þannig að
komið er niður um miðnætti.
Mjög margir taka þátt í þessum
göngum, sem hafa verið farnar
síðustu 30 árin a.m.k. Fyrsta
skráða Esjuganga FÍ var hins
vegar 1929, þá fóru 18 manns
og hefur gestabókin verið færð
síðan. Hún var kölluð Tindabók
til að byrja með.
Páll segist vonast til þess að
verði af sameiningu Kjalarness
og Reykjavíkur, beri Rvk. gæfa
til þess að fela ferðafélögunum
umsjón Esjunnar, líkt og
íþróttafélögin sinna Laugar-
dalnum nú. Þau sinni nú þegar
veigamiklu starfi í umsjón
íjallsins og það kosti sitt, en
mörg þessara starfa eru unnin í
sjálfboðavinnu nú. vs
Aðstæður við Mógilsá hafa verið stórbættar upp á síðkastið, góð bíla-
stæði, bekkir og kort.
Brosmildir ferðalangar í Esjuhlíðum á 17. júní.
Nýja útsýnisskífan í Esjunni stendur á fallegum útsýnisstað,
Útsýnið yfir Reykjavík er alveg stórkostlegt á fallegum degi.
Gangvissir, öruggir
og endingargóðir
Yamaha
utanborðsmótorar
2ja ára ábyrgð
| HRÍSALUNDUR
- fyrir þig!
77Iboð:
Rauðvínslegnar lærissneiðar
kr. 1 .094,- kg
Rauðvínslegnar framhryggjarsneiðar
KEA 3ja kornabrauð kr.
129
stk.
Lambalærissneiðar 1. fl. kr.
Lambalærissneiðar 2. fl. kr.
698,
498
kg
Svínakótilettur kr.
798
»- kg
Vínber blá kr.
379
,- kg
Vínber græn kr.
Vínber rauð kr.
379,
379
,- kg
Hrísalundur - ódýrari en þig grunar