Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.06.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.06.1997, Blaðsíða 3
3Dagur-3Immm Föstudagur 27. júní 1997 - 3 A-Húnavatnssýsla Lömbin þagna Margt bendir til að á annað hundrað lömb hafi drepist vegna gallaðs bóluefnis frá Keldum. Höfum ekki viðurkennt bóta- skyldu, segir forstjóri Keidna. að veiktust kindur í stór- um stíl á þeim bæjum sem þetta gallaða bóluefni fór á. Þeir á Keldum eru búnir að viðurkenna að það haíi verið afhent gallað bóluefni," segir Ólafur Vagnsson, sauðíjárrækt- arráðunautur hjá búnaðarsam- bandi Kyjafjaröar. Hann sagðist hafa frétt af mistökum við eina lögun af bóluefni hjá Keldum. í blaðinu í gær var sagt frá því að á annað hundrað lömb hefðu drepist á bænum Holti í Svína- dal. Ábúendur að Holti sögðu að skömmu eftir að kindur hefðu verið bólusettar gegn lambablóðsótt hefðu þær byrjað að láta. Ólafur Vagnsson segir svipaða sögu: „Ég þekki einmitt nálægt dæmi af þessu. Það varð alveg heiftarlegur gröftur sem kom undan þessari sprautu. Þar dóu nokkrar kindur og ég er ekki frá því að einhverjar kindur hafi látið lömbunum. Sjálfsagt hefur þessi lögun dreifst víða um en ég hélt að þeir ætluðu að hafa samband við þá sem hefðu keypt þetta. Eftir minni bestu vitund hafa þeir viðurkennt bótaskyldu sína gagnvart tjóni sem orðið hefur af þessu.“ Keldur af fjöllum Guðmundur Georgsson, for- stjóri rannsóknastofunnar að Keldum, kom af fjöllum þegar þetta var borið undir hann. Hann kannaðist við að á einhverjum stöðum hefðu kind- ur veikst eftir bólusetningu en í þeim tilfellum hefðu þeir kallað inn efnið og rannsakað. Hann kannaðist ennfremur ekki við veruleg afföll og vildi alls ekki meina að Keldur hefðu viður- kennt bótaskyldu. „Það hefur einfaldlega ekki komið til þess,“ sagði Guðmundur. Sigurður H. Pétursson, hér- aðsdýralæknir, sagði í blaðinu í gær að það sem hér væri á ferðinni væri annars vegar lambalát og hins vegar lamba- sjúkdómur og sagði hann að það væri einhver ókunn bakter- íusýking sem ylli látinu. Þetta hafði hann eftir rannsóknastof- unni að Keldum en þangað hafa fóstur verið send til greiningar. Björg Helgadóttir, húsfreyja að Holti, sagði í samtali við Dag- Tímann að hún vissi til þess að grafið hefði í kindum á bæjum í kring eftir bólusetninguna. rm Sjúkrahús Þingeyinga Verklalli aflýst í gær Ofaglært starfsfók Sjúkra- húss Þingeyinga, sem verið hefur í verkfalli frá því á mánu- dag, hóf störf um hádegi í gær en þá var verkfalli aflýst. Dag- inn áður höfðu samninganefnd ríkisins og Verkalýðsfélag Húsavíkur skrifað undir innan- hússtillögu sáttasemjara í deil- unni og lauk atkvæðagreiðslu starfsfólks um tillöguna og nýj- an kjarasamning í gærmorgun. 66 voru á kjörskrá og greiddu 57 atkvæði eða 86,4%. Já sögðu 42 eða rúm 73%, nei sögðu 15 eða rúm 26%. Ekki virðist óblandin ánægja með samninginn meðal starfs- fólks. Fyrst og fremst virðist eima eftir af óánægju með vaktafyrirkomulag sem komið var á um áramót sem skerti laun t.d. ræstingakvenna veru- lega. Menn virðast því óánægðir með innanhússmál á Sjúkra- húsinu, fremur en samninginn sjálfan. í samningnum er þó bókun þar sem deiluaðilum er falið að skipa aðila í nefnd sem á að yfirfara núgildandi vakta- kerfi og skila áliti fyrir 1. okt nk. Að sögn Friðfinns Her- mannssonar, framkvæmda- stjóra sjúkrahússins, er starf- semin að færast í eðlilegt horf og í gær var verið að kalla inn þá sjúklinga sem sendir voru heim í upphafi verkfalls. js Akureyri Mynd: GS Iistaverk afhjúpað á vinabæjamóti Ni Iorrænu vinabæja- móti á Akureyri lauk í gær. Forsetahjón- in, Ólafur Ragnar og Guð- rún Katrín, heimsóttu Ak- ureyri síðasta dag mótsins og voru m.a. viðstödd af- hjúpun á útilistaverki. Listaverkið, sem er stað- sett í göngugötunni, er sett saman úr fimm súlum og í miðjunni er tjörn. Efst á hverri súlu er skúlptúr sem ungir listamenn frá vina- bæjunum fimm hafa unnið, einn frá hverju landi, og eiga verkin að túlka fram- tíðarsýn unga fólksins. Hug- myndin að listaverkinu er frá Sólveigu Baldursdóttur, högglistakonu á Akureyri, og var hún jafnframt verk- stjóri. Lokahóf vinabæjamótsins var síðan í gærkvöld í íþróttahöllinni. Þar voru mættir þátttakendur í vina- bæjavikunni og gistifjöl- skyldur en auk þess var for- setanum og konu hans boð- ið, sendiherrum Norður- landanna, bæjarstjórum og öðrum pólitískum fulltrúum vinabæjanna. AI Innanlandsflug Fargjaldastríð! íslandsflug skorar Flugfélagið á hólm og sendir neytendum ákall! íslandsflug skorar Flugfélag íslands á hólm með 6.900 kr. hverf á land sem er. „Ákall til neytenda,“ segir Ómar Bene- diktsson. „Bíðum og sjáum,“ segir keppi- nauturinn. Ef neytandinn vill áfram 40 ár á háum flugfargjöldum þá getur hann vahð keppinautinn," segir Ómar Benediktsson, forstöðumaður íslandsflugs. Hann á von á að Flugfélag íslands muni reyna að kaffæra nýjan keppinaut í innanlandsflugi. Hann heitir á neytendur að láta það ekki tak- ast. íslandsflug býður nú far- gjöld til allra áfangastaða sinna á 6.900 krónur, sem í mörgum tilfellum er helmingi lægra verð en Flugleiðir, og nú Flugfélag íslands, bjóða. Ómar segir að þetta tilboð sé ákall til neyt- enda. Aðspurður viðurkennir hann að tregari þátttaka neyt- enda í lágu tilboði FÍB á bfla- tryggingamarkaði en búast hafi mátt við sé ákveðin viðvörun. „Við hugsuðum oft um FÍB,“ segir Ómar og biður neytendur að koma til Uðs við íslandsflug og taka tilboði um lágt verð. Stenst þetta? íslandsflugsmenn reikna sér háa sætanýtingu til að þetta verð fái staðist. Ómar segist reikna með að Flugfélag íslands sé að reikna sér 60-65% sæta- nýtingu, en íslandsflug ætli sér 70-80%, misjafnt eftir leiðum. „Þá erum við að tala um eðlileg gjöld á flugtíma,“ segir hann, 6.900 króna fargjald muni standa undir rekstri með eðU- legum hagnaði miðað við þessa nýtingu. Flugfélagið bíður „Við bíðum og sjáum til,“ segir Páll Halldórsson, forstöðumað- ur Flugfélags íslands. Hann hafði ekkert frekar um málið að segja í gærkvöld enda fréttin af fargjaldastríðinu ný.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.