Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.06.1997, Blaðsíða 11
T—
iDagur-Œmmm
GOLFSIÐAN
Föstudagur 27. júní 1997 -11
Umsjón: Frosti Eiósson
Hitt. & þetta
30 gripnir á
Korpunni
Hinn nýi Korpúlfsstaðavöllur
hefur notið mikilla vinsælda
í sumar og á það jafnt við
um félaga í Golfklúbbi
Reykjavíkur og utan hans.
Margir þeirra sem spila völl-
inn hafa þó haft þann vana á
að byrja að spila þegar eftir-
litsmenn vallarins eru farnir
til síns heima, til að sleppa
við borgun. Á einu síðkvöldi
í vikunni voru 30 kylfingar
sem ekki höfðu greitt vallar-
gjaldið stöðvaðir við leik.
Pað mun hins vegar ekki
óalgengt að um það bil tíu
kylfingar sóu stöðvaðir á
dag, að sögn eftirlitsmanns
hjá GR.
Þess má geta að flestir
þeirra sem stundað hafa
„næturgolf' að undanförnu
eru ekki í klúbbum og eru
að kynnast íþróttinni. Hægt
er að benda þeim og öðrum
sem hafa áhuga á að að-
gangur er ókeypis á par-3
völlinn á Korpunni, sem ætl-
aður er fyrir byrjendur og
þá sem vilja æfa sig í styttri
höggunum.
Þrír nýir klúbbar á
leið í GSÍ
Þrír nýir klúbbar á Suður-
landi hafa sótt um inngöngu
í GSÍ og eru þeir allir á Suð-
urlandi. Þetta eru Golfklúbb-
ur Þorlákshafnar og Golf-
klúbbur Kiðjabergs og Önd-
verðaness sem báðir eru í
Grímsnesinu. Umsókn
klúbbanna verður samþykkt
innan GSÍ, þaðan fer hún til
héraðssambands og síðan til
ÍSÍ. Með því að gerast með-
limir í GSÍ, þá fá kylfíngar í
klúbbunum kost á því að
skrá forgjöf sína og taka þátt
í opnum mótum.
Sjöþúsund
kylfíngar
Mikil aukning hefur orðið í
klúbbum á suð-vesturhorn-
inu í sumar og að sögn
framkvæmdastjóra GSÍ, Frí-
manns Gunnlaugssonar,
munu kylfingar sem skráðir
eru í klúbba, innan vébanda
GSÍ vera orðnir um eða yfír
sjö þúsund talsins. Þess má
geta að fyrir áratug voru
iðkendur aðeins 2300.
„Ég gæti trúað að kylfing-
ar hér á landi séu orðnir um
eða yfír sjö þúsund talsins
og ólíkt öðrum íþróttagrein-
um hefur aukning orðið á
hverju ári. Hún hefur yfir-
leitt verið um 12-15% á ári
og þessar tölur sýna að golf-
íþróttin er á réttri leið hér á
landi,“ sagði Frímann.
Listi frá ÍSÍ yfir iðkendur í
íþróttagreinum fyrir árið
1996 liggur ekki fyrir, en á
árinu 1995 var golf í 5. sæti
með 5692 iðkendur, um 80
færri en eru í frjálsum
íþróttum. Knattspyrnan er
hins vegar langvinsælust,
með 15090 iðkendur, körfu-
knattleikur með 6512 og
hestamenn voru 6185. Ef
miðað er við stöðuga fjölgun
í golfiþróttinni má búast við
því að golf verði orðið næst
vinsælasta íþróttagrein
landsins, þegar á næsta ári.
Sérstök stemmning
Margir keppendanna tóku forskot á sæluna í fyrrinótt, þegar leikið var 9 holu mót með „texas scamble" fyrir-
komulagi. A myndinni sést Ólafur Búi Gunnlaugsson, varaformaður GA, munda trékylfu sína eftir upphafshögg á
1. holunni. Mynd. te
Það ríkir alltaf sérstök stemmning á Arctic-open
mótunum sem haldin eru á Jaðarsvelli í kringum
Jónsmessuna á ári hverju. Ellefta mótið var sett við
hátíðlega athöfn i fyrrakvöld, þegar keppendur, sem
eru 138 talsins, þar af um fjörtíu erlendis frá,
gæddu sér á veitingum í golfskálanum. Mótið hófst
síðan um klukkan 18 í gærdag og kylfingar munu
ieika 18 holur bæði kvöidin. GOLFSÍÐAN tók nokkra
keppendur tali í fyrrakvöld.
Elsti keppendinn
Robert Little
frá New
Jersey sagð-
ist hafa
heillast af
landi og
þjóð fyrir
tveimur ár-
um þegar
hann kom
hingað.
„Mér finnst
skrýtið að Robert Little.
sjá þessa
birtu, í Reykjavík dimmir að
minnsta kosti í nokkrar stund-
ir,“ sagði Little á sínu fyrsta
kvöldi norðan heiða. Ég spila
yfirleitt þrisvar í viku heimafyr-
ir, en þetta eru nokkuð öðru vísi
aðstæður, öðruvísi gras og tré
eru mun fyrirferðarmeiri á völl-
um í Bandaríkjunum," sagði
Little, sem er elsti keppandi
mótsins, 77 ára að aldri. „Ég
flýg samt minni eigin vél,“ sagði
Little kankvís, þegar aldur hans
barst í tal.
Keppendur í Arctic-open
greiða tólf þúsund krónur fyrir
að keppa á mótinu, en Bjarni
sagði að hann setti verðið ekki
fyrir sig. „Mér finnst þetta til-
tölulega vel sloppið, þar sem
menn fá fatnað, tvær veislur og
tvo hringi á vellinum. Ég næ
líka yfirleitt takmarkinu sem ég
set, en það er að hafa gaman
að þessu,“ sagði Bjarni sem er
með 11 í forgjöf.
Eitthvað sem ég væri
til að reyna
Tom Betell, kenmr frá Vermont
í Bandaríkjunum og hefur skrif-
að fyrir hin ýmsu blöð og tíma-
rit. „Ég mun fjalla um þetta mót
fyrir tímarit sem heitir Diver-
sion og er einskonar ferða- og
frístundarit sem vinsælt er
meðal læknastéttarinnar, en
eins og þú veist þá hafa læknar
yfirleitt mjög gaman af því að
spila golf,“ sagði Betell, sem
gripinn varð golfbakteríunni
fyrir tveimur árum. „Ég frétti af
þessu móti þegar ég var á flæk-
ingi á alnetinu og hugsaði þá
með mér að þetta væri eitthvað
sem ég væri til í að reyna. Ég
hafði síðan samband við ýmis
tímarit, en það tók mig ár að fá
þetta verkefni. Ég hef mjög
gaman að því að leika á mis-
munandi völlum, en verð þó að
játa, að þetta er í fyrsta skipti
sem ég spila utan Bandaríkj-
anna.“
Alvöru sportvöruverslun
með golfdeild
Golfsett
Golfskór
Golffatnaður
Golfkerrur
Golfpokar
Golf gjafavara
5% staðgreiðsluafsláttur
Takmarkið er að hafa
gaman að þessu
„Ég er orð-
inn sextug-
ur, börnin
eru upp-
kominn og
þá getur
maður leyft
sér að spila
meira,“
sagði Bjarni
Gíslason, úr
spurður um Biarni Gíslason-
það hvort hann spilaði mikið.
„Þetta er í sjötta skiptið sem ég
kem hingað og ég væri ekki að
koma hingað ár eftir ár, nema
vegna þess að mér líkar vel að
spila á þessu móti. Ég bjó á Ak-
ureyri í fimm ár og nota því
límann til að hitta gömlu félag-
ana, jafnt sem ég drekk í mig
andrúmsloftið," sagði Bjarni.
Mót á Króknum
Opna Golfhandbókarmótið
verður haldið á Hlíðarenda-
velli á Sauðárkróki á morgun,
laugardag og hefst kl. 10. Um
er að ræða 18 holu höggleik í
karla-, kvenna- og ung-
lingaflokki og eru verðlaun veitt
fyrir besta skor, með og án for-
gjafar í hverjum flokki. Skrán-
ing er í golfskálanum í síma
453-5075 á milli 18- 21.
Unglingasett meí poko kr. 14.900,-
Fullorðinssett 1/2 m/pútter kr. 11.900,-
Ein slærsln sportvöruverslun lundsins
Ármúlo 40, simor 553 5320 og 568 8860
l/erslunin
Björgvin ver
ekki tHHinn
Björgvin Þorsteinsson úr
GA sigraði á Arctic-
mótinu í fyrra, án forgjafar,
en hann er nú við keppni á
írlandi, á Evrópumótinu og
ljóst er að hann ver ekki
titil sinn. Heimamennirnir
Sigurpáll Geir Sveinsson og
Birgir Haraldsson eru lík-
lega þeir sem flestir tippa á
sem sigurvegara. Rick
Reimers, sem sigraði á
mótinu fyrir tveimur árum,
er einnig líklegur til að
blanda sér í baráttuna, en
flest allir aðrir erlendu
keppendurnir eru spurn-
ingamerki. Egill Orri Hólm-
steinsson úr GA hefur titil
að verja með forgjöf, en
þar er ómögulegt að spá
fyrir um úrslit.
Bíll í verðlaun
Ef einhver keppandi fer
holu í höggi á 18. holunni,
þá eignast hinn sami bif-
reið af gerðinni VW Polo,
sem Hekla hefur umboð
fyrir. Þess má geta að þeir
sem gáfu bifreiðina eru
tryggðir fyrir því „óhappi“
og mun tryggingin hafa
kostað 70 þúsund krónur.
Allir velkomnir!
Mótsstjórn Arctic Open
vildi koma því á framfæri
að allir bæjarbúar eru vel-
komnir til að fylgjast með
mótinu. Ræst verður út í
kvöld frá klukkan 18, en
síðasti hópurinn mun
væntanlega hefja leik
klukkan 11:30. Búast má
við því að síðasti hópurinn
Ijúki leik um klukkan 5 um
morguninn.
Opin mót
Arctíc Open