Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.07.1997, Qupperneq 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.07.1997, Qupperneq 2
Laugardagur 5. júlí 1997 - II Jlagur-®mtirm H U S I N B Æ N U M Freyja Jónsdóttir skrifar 1888, Árni Jakobsson, fæddur 20. mars 1891, Aðalsteinn Jónsson, fæddur 1891 og Ágúst Sigurgeirsson, fæddur 4. apríl 1882, allir fæddir í Skútustaðasókn. í nokkur ár átti Benedikt Þórarinsson Fensali og rak þar verslun. Árið 1924 flutti Júlíus Hav- steen sýsluntaður með fjöl- skyldu sína í húsið, eftir að hafa keypt það af dánarbúi Benedikts Þórarinssonar. Eftir það var húsið kallað Sýslu- mannshús. Þar var síðan aðsetur sýslu- mannsembættisins á meðan Júlíus Havsteen gegndi því og um leið embætti bæjarfógetans eftir að það kom til sögunnar 1949. Jóhannes Júlíus Havsteen fæddist á Akureyri 13. júlí 1886, sonur Jakobs Valdimars, etazráðs og kaupmanns Hav- steen og Thoru Emilíu Maríu, dóttur Jóhannesar stórkaup- manns Schwenn í Kaup- mannahöfn. Hann varð cand. juris frá Kaupmannahafnarhá- skóla 18. júní 1912. Mánuði síðar var hann orðinn bæjarfó- getafulltrúi á Akureyri. Þar næst settur sýslumaður Eyflrð- inga og bæjarfógeti á Akureyri 1913 til 1914. Síðan yfirdóms- lögmaður á Akureyri til 1920 og jafnframt lögregfustjóri á Siglufirði. Frá 27. desember 1919 var hann settur sýslu- maður í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti á Akureyri til 1. janúar 1920. Skipaður sýslu- maður í Þingeyjarsýslum 27. september 1920. Tók við emb- ættinu 1. aprfl 1921 og gegndi því til 1. júní 1956. Jafnframt bæjarfógeti frá 13. desember 1949. Hann andaðist í Reykja- vík 1960. Kona Júlíusar var Þórunn Jónsdóttir, fædd 10. ágúst 1888, í Hafnarflrði, Þórarins- sonar, skólastjóra í Flensborg og síðar fræðslumálastjóra og fyrri konu hans Guðrúnar Jó- hönnur Láru, Pétursdóttur Havsteens, amtmanns á Möðruvöllum. Hún þótti ein- stök kona, hjálpsöm og skiln- ingsrík. Til hennar leitaði fólk gjarnan með vandamál sín og sagt er að hún hafl kunnað ráð við öllu. Hún lést fyrir ald- ur fram 28. mars 1939 og var þeim sem til hennar þekktu harmdauði. Samkvæmt manntali 1930 búa í húsinu: Jóhannes Júlíus Havsteen sýslumaður, Þórunn Havsteen kona hans, og börn þeirra: Ragnheiður Lára, Jak- ob Valdimar, Jóhann Henning, Jón Kristinn, Þóra Emilía Mar- ía, Soffía Guðrún, Þórunn Kristjana og Hannes Þórður. Þegar þetta manntal var tekið búa einnig í húsinu: Jóhann Ilenning Havsteen, skrifari og matsmaður, bróðir sýslu- mannsins, fæddur 10. mars 1888 á Akureyri, Sigríður Pálína Jónsdóttir þerna, fædd 24. mars 1913 á Húsavík og Svava Halldórsdóttir þerna, fædd 23. ágúst á Húsavík. Þá Ieigðu einnig í húsinu Jóhann ísfeld Ólason, móðir hans Guðrún og systir hennar Sigurlaug, en heimilisfaðirinn Óli var þá látinn. Síðan stækk- aði sú fjölskylda því Jóhann tók saman við Ólínu Sigtryggs- dóttur og eignuðust þau dótt- urina Guðrúnu Karólínu. Fjöl- skyldan leigði í sýslumanns- húsinu allt fram á vordaga 1940 að Jóhann keypti húsið Hjarðarholt syðst í bænum. Júlíus Havsteen beitti sér fyrir framfaramálum í héraði sínu, meðal annars uppsetningu vatnsveitu og hafnargerð á Húsavík. Einnig var hann lengst af formaður hafnar- nefndar Húsavíkur og stóð fyr- ir byggingu sfldarverksmiðju þar á staðnum. Var kjörinn af alþingi í stjórn Sfldarverk- smiðja ríkisins. Hann vann mikið að ritstörfum og eftir hann eru til bækur og greinar um landhelgismál Islands, einnig leikrit, ævintýrabækur og þýðingar eins og Mobý Dick eftir Herman Melville. Mjög gestkvæmt var á heimili sýslumannshjónanna og segir Hannes Þ. Hafstein svo frá í bók sinni “Á vaktinni” (birt með leyfi hans). “Áður en pabbi og mamma fluttu í Fensali, árið áður en ég fæddist, var Hótel Húsavík rekið í húsinu. Má segja að það hafi áfram gegnt hálf- gerðu hótelhlutverki eftir að fjölskyldan flutti þangað og víst er að mörg hótelin hefðu verið fullsæmd af þeirri að- sókn og gestagangi sem var hjá okkur. En ekki var fólki seldur beini eða gisting heldur tekið á móti því með opnum örmum og jafnan dregið fram það besta til var”. Húsið var stórt og sem fyrr greinir kjallari, tvær hæðir og ris. Sum herbergi hússins höfðu nafn eins og Tryggva- skáli, þar hafði leigt maður að nafni Tryggvi, Bláaherbergi sem var blámálað, og Landa- kot en það herbergi fékk nafn- giftina eftir að landi var geymdur þar. Landi sem fund- ist hafði var gerður upptækur og geymdur sem sönnunar- gagn bak við innsiglaðar dyr Landakots. Aðalinngangur hússins vissi að höfninni og var pallur fyrir framan hann. Þegar gengið var inn var fyrst komið í litla forstofu og úr henni var geng- ið inn á skrifstofu sýslumanns- ins, “suðurkontórinn”. Hinumegin við ganginn var sýsluskrifstofan, “norður- kontórinn”. Tvær aðrar stórar stofur voru á hæðinni: setu- stofa, “dagligestuen” og borð- stofa í austurenda hússins. Eldhúsið var í norðurhlutan- um og einnig Tryggvaskáli, herbergi sem var notað fyrir geymslu. Á milli Tryggvaskála og eldhússins var rými eða “skúrinn”; þar var bakdyra- inngangur. Úr eldhúsinu lá stigi niður í kjallara og einnig stigi upp á efri hæðina. Annar stigi úr forstofu við aðalinn- gang lá einnig upp á efri hæð- ina. Á annarri hæð voru þrjú stór svefnherbergi sunnan- megin í húsinu. Eitt var hjóna- herbergið með útsýni yfir höfnina. Hin tvö herbergin höfðu börnin. f norður og austurendanum var svefnher- bergi Jóhanns, sýsluskrifara, bróður sýslumans. Þeim megin var einnig íbúð Jóhanns Ólasonar og fjölskyldu. Á efsta lofti í Bláaherberg- inu sváfu systkinin þegar gestagangur var sem mestur, því ekkert þótti sjálfsagðara en ganga úr rúmi fyrir nætur- gestum og sennilega spenn- andi að fá að sofa uppi í ris- inu. Á miðju háaloftinu var þurrkloft og stæðileg taurulla sem þvotturinn var sléttaður í. Þessi rulla er enn á sínum stað. í austurenda rissins var Landakot. í bók Hannesar Þ. Hafstein “Á vaktinni”, segir frá því að í norðausturhorni kjallara húss- ins hafi verið fjós þar sem tvær kýr voru á básum. Önnur þeirra var Skjalda sem sýslu- mannshjónin áttu og höfðu komið með frá Akureyri. Hin kýrin var Rauðka sem Jóhann Óla og fjölskylda áttu. Við hlið- ina á fjósinu var h'til hænsna- stía. Dyr fyrir kýr og fiðurfé voru á austurhlið kjallarans og þar var einnig gæsakofinn. Að norðanverðu fyrir miðju húsi var kolageymsla og á henni lúga þar sem kolunum var mokað inn, en þau voru borin í fötum að ofnunum. í afstúk- uðu rými í norðvesturhorni kjallarans var heyið fyrir kýrn- ar geymt. í kjallaranum var einnig svarðargeymsla, þvotta- hús með stórum steyptum þvottapotti, vinnurými og tvö búr þar sem matarforði heim- ilanna var geymdur. Fyrst var aðeins eitt klósett í húsinu í kjallaranum, en fljótlega var útbúin hreinlætisaðstaða á annari hæðinni. Hannes Þ. Hafstein segir svo frá í bók sinni (birt með leyfi hans). “Pabbi og mamma lögðu mikið upp úr snyrti- mennsku og góðri umgengni, jafnt innanhúss sem utan. Sunnanvert við húsið, í aflíð- andi hallanum að Búðaránni var garðurinn okkar. Vestast í honum var létt grasflöt en blómagarður upp við húsið með skeljasandi og stígum og grasivöxnum könt- um á beðum sem snyrta þurfti reglulega. Síðan tók við lítill matjurtagarður og rabarbara- beð á lóðarmörkunum, en rabarbari var mikð notaður í grauta og sultur. Austast í blómagarðinum var sólbaðs- krókur vegna veikinda minna. Garðurinn var rfld mömmu og hún sinnti honum af mikilli natni og fylgdist ég oft með því þegar hún var að vinna í hon- um.” Þá má ekki heldur gleyma Sýslumannslautinni sem var vestan við húsið og var leikvangur systkinanna og vina þeirra og Hannes greinir frá í bók sinni. Umdæmi sýslumanns Þing- eyinga var stórt, náði frá Eyja- firði austur á Langanes. Á hverju ári fór sýslumaðurinn þingferðir um aht embættið og ferðaðist á hestum og voru þessar ferðir bæði langar og erfiðar. Eftir að vegir komu til sög- unnar ók Jóhann Óla sýslu- manninum í glæsivagni sínum, í embættisferðum hans á þá staði í umdæminu sem vegir voru að. Júlíus Havsteen var sýsl- ungum sínum ástkært yfirvald og var kvaddur með söknuði þegar hann hætti störfum eftir giftusamlegan embættisferil. Hann seldi ríkinu húsið sem embættisbústað. Hjónin Þuríður Sigurjóns- dóttir og Þormóður Jónsson kaupa efri hæðina 1959, og Margrét Schiöth og Árni Sig- fússon neðri hæðina 1969. Ekki er vitað með vissu af hverju húsið fékk nafnið Fensahr og af sumum tahð að það hafi verið fyrsta nafn hússins. í fyrstu íbúaskrám er það nefnt Hótel Húsavík. En árið 1920 er húsið nefnt Fensalir. Núna eiga Sýslumannshúsið hjónin Páll Þór Jónsson og Dóra Vilhelmsdóttir og reka þar myndarlegt gistiheimili. Þau hafa sýnt húsinu mikla virðingu og ræktarsemi og segja að í húsinu sé góður andi. í tímans rás hefur margt breyst og ekki eru lengur kýr á básum né fiðurfénaður í kjall- ara hússins enda allur bú- skapur aflagður löngu áður en Júlíus Ilavsteen fór þaðan. En Búðaráin sem rennur meðfram garði Sýslumanns- hússins heldur sínu striki og við mjúkan nið hennar sofna gestir Gistiheimisins Árbóls. Heimildir Skjalasafn Húsavíkur, I’jóð- skjalasafn og Á vaktinni, bók Hannes- ar Þ. Hafstein. Sýslumannshjónin á Húsavík með börnum sínum. Myndin var tekin á silfurbrúðkaupsdegi þeirra 12. júlí 1937. F.v.: Þóra, Hannes, Jóhann, Þórunn Jónsdóttir Havsteen, Jón Kristinn, Júlíus Havsteen, Ragnheiður, Þórunn, Soffía og Jakob.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.