Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.07.1997, Page 3
Jlagur-®tmntn
Laugardagur 5. júlí 1997 - III
Ekki leiðinlegt að hitta
svona ærlegar stúlkur
Margar voru þær furður
sem Eiríkur frá Brúnum
sá í henni kóngsins
Kaupmannahöfn þegar hann
kom þar fyrst og dvaidi um skeið
í góðu yfirlæti. Fyrir utan heim-
boðin til kóngafólksins fór hann í
leikhús, Tívoh' og sirkus og heim-
stótti Jón Sigurðsson og aðra
mæta menn. Hann skoðaði söfn
og verksmiðjur, rakti slóð
gasleiðslna og komst að því að
menn notuðu pisserí, svokölluð,
til að svína ekki út göturnar.
Eftirtektarsemi Eiríks er við-
brugðið og ekkert, var honum
óviðkomandi af því sem hann
fékk tækifæri til að kynnast af
borgarlífinu. I fyrstu útgáfu af
ferðasögu hans var einum kafla
sleppt og hefur Birni í ísafold lík-
ast til þótt óþarfi að bóndinn
þyrfti að lýsa öllu eins vandlega
og heiðarlega og Eiríki sjálfum
þótti sjálfsagt. íslendingum í
Kaupmannahöfn hefur vafalítið
þótt gaman að sýna bóndanum
eftirtektarsama alla dýrð heims-
borgarinnar.
Kaflinn sem sleppt var í fyrstu
útgáfunni er um gleðihverfi borg-
arinnar. Leikur grunur á að Gísli
Brynjúlfsson hafi opnað Eiríki frá
Brúnum þá dýrðárheima. Kafl-
ann kallaði höfundurinn:
Um kvennabúr-
in í Kaupinhöfn
Út úr Austurgötu er ein lítil
gata, er nefnist Hólmsins gata.
Þegar hún er gengin, eru á báða
hendur hús, sem kölluð eru
kvennabúr. Á kvöldin, þegar gott
er veður, standa stúlkurnar úti
við dyrnar, glaðar og kátar og vel
búnar, og gefa þeim auga sem
um götuna ganga, og ef þær sjá
einhvern ganga þar um, sem
þeim geðjast að, kalla þær til
hans og segja: “Komdu hér inn
minn kæri, þú skalt hafa það
gott.” Og sumar gjöra sér lítið
fyrir og ganga út á götuna og
taka með þægilegheitum í hand-
legginn á honum, og ef hann þá
slítur sig af þeim, sem oft kemur
fyrir, senda þær honum nokkur
bleyðiyrði á bak aftur. Svo kemur
annar maður beinlínis til stúlkn-
anna að dyrunum og þar inn og
kaupir þar kaffi eða te og öl
(þetta er allt til sölu í þessum
húsum og yfirmaður, sem tekur á
móti peningunum fyrir allt, sem
keypt er þar inni). Svo segir hann
við yfirmanninn: “Mig langar að
spila tveggja manna alkort.” Þá
er svarið: “Velkomið; en það
kostar eina krónu og máttu þá fá
hverja af stúlkunum þú vilt að
spila við.” Og eftir að hann hefur
valið sér einhverja brosleita,
blíða og skemmtilega stúlku, fara
þau úr þeim sal og hún á undan,
þar til þau koma í fallegt kames
og er þar uppbúið rúm og ljós á
borði, og enginn umgangur eða
skarkali, og er ekki meira um
það samsæti.
Svo kemur þar máske annar
maður inn til þeirra í kvennasal-
inn, og eftir að hann hefur keypt
sér hressingu, biður hann um
næturgistingu. Yfirmaður segir
brosandi: “Já, en þú verður að
borga mér tvær krónur út í hönd,
og einhver af stúlkunum, sem þér
sýnist, vísar þér til sængur.” Svo
gefur hann blessuðum stúlkunum
auga og bendir svo einhverri
blómarósinni að vísa sór til sæng-
ur, og kemur hún þá strax, hýrleg
og brosandi, til hans og gengur á
undan honum þar til þau koma í
fallegt kamers, og er þar ljós á
borði og uppbúið rúm með
dúnsængum og koddum, og þeg-
ar hann er háttaður, segir hún
honum, að þetta sé rúmið sitt, og
þykir hún honum gjöra vel að ljá
sér rúmið, tekur budduna sína og
gefur henni 1 eða 2 krónur, sem
hún á að eiga sjálf og máske hún
hafi þá hugsun á að klappa hon-
um og kyssa hann fyrir gjöfina,
og er hann þá ekkert að hrinda
henni frá rúminu, en hvar hún
lúrði um nóttina spurði ég ekkert
um, og er ekki meira um það. í
þessum húsum er sagt að stúlk-
urýurnar séu 3-5 í hverju húsi.
Dýrara spil
Á öðrum stað í borginni þar
langt frá sá ég inni í einu húsi 5
stúlkur dægilega fallegar og fín-
ar, frá 18 til 25 ára gamlar, og
munu fáar á íslandi jafnfallegar
sem þær. Þær voru með fínu silki
klæddar yfir um miðjuna, en í
engum fötum öðrum. Það var
sagt, að í því húsið kostaði eitt
spil 5 kr., en næturgistingin 10 kr.
Ég heyrði suma segja, að það
væri ekki áhorfsmál að kaupa
þar heldur ýmislegt, heldur en á
hinum stöðunum, ef budda og
ástæður leyfðu það. Og er svo út-
talað um þetta.
Notalegt samtal
í svefnsa!
Líka má geta þess, að það
kemur stundum fyrir, að ógiftar
ríkismannadætur ganga út á
kvöldin að spássera á miðri vöku
eða seint á kvöldin, og ef hún er
ein á ferð og hittir einhvern, sem
ekki er lörfum búinn, þá slær
hún upp á í gamni, að hann
gangi með, og er hann til með
það, og er þau hafa gengið litla
stund, slær hún upp á því við
hann, hvort hann vilji ekki koma
og sjá svefnsalinn sinn, hvað
hann sé ljómandi fallegur, og er
hann ekkert mótfallinn því, og
halda þau svo þangað og hún á
undan, og eftir nokkra viðstöðu
þar og notalegt samtal, þá kveð-
ur hann hana og um leið fær hún
honum 50 krónur, sem hann á að
eiga fyrir þægilega samveru. Og
svo er úttalað um þetta atriði. En
það er ekkert leiðinlegt að hitta
fyrir svona ærlegar stúlkur.
Mikið um dýrðír
í sal og á leik-
svæði
Næst á eftir frásögnum af
gleðihúsum og ærlegum stúlkum
eru nákvæmar lýsingar á leikhús-
ferðum og flest tínt til sem þar
bar fyrir augu. Briði kaupmaður
bauð Eiríki í Konunglega leikhús-
ið og þar var mikið um dýrðir:
Húsið er mjög stórt og ljóm-
andi fallegt. Ég áleit að frá gólfi
og upp í mæni frá 16 til 20 mann-
hæðir. Það er hvert hálfhrings-
loftið upp af öðru, fullt af fólki, á
móti leiksvæðinu. Þar sátu um
kvöldið 1800 manns, og sáu allir
vel á leikina. Þar var Danakon-
ungur og drottning hans,
Grikkjakonungur og drottning
hans, krónprinsinn og lians kona,
Valdimar og Þyri. Þessi familía, 8,
var ein sér í fallegum sal, og sá
ég þá í annað sinn alllt þetta fólk,
því það var skammt frá okkur
Briða. Þetta hittist svona á.
Nú er að segja frá leikunum.
En það verður nú lítið því ég
mundi þá ekki vel og voru þeir
heldur ekki eins merkilegir og
næst á undan. (En þá fór Eiríkur
í leikhúsið Kasínó og sá þar stór-
kostlega leiksýningu, sem hann
lýsti af ekki síðri hrifningu en
kvennabúrunum) Á leiksvæðið
kom fjöldi af fólki, og er það sá
ólíkasti mannahópur, sem ég hefi
séð. Þar voru innanum villimenn
og mannætur frá Afríku og Ástr-
alíu, og eru það óskemmtilegir
menn og hræðilegir, sumir kol-
svartir og sumir bláir með hvít og
stór augu og livítar tennur, og var
þetta fólk að dansa á marga vegu
eftir þeirrar og þeirrar þjóðar
sið, og eitt sinn þegar opnað var,
komu um 20 hvítir menn á leik-
völlinn, vel búinir og dansaði allt
sundurlaust, og er hæst stóð leik-
urinn eða dansinn, kemur í hóp-
inn kerling, öskug og skítug, líkt
búin og að allri útsjón eins og í
verra meðallagi eldhússkerlingar
hér, og tekur upp fatið, svo skíta-
faldurinn er um hnén; fer hún nú
að dansa, og er nú svo lipur og
liðug og hnátt x' lofti á stundum,
að enginn kemst í hálfkvisti við
hana. Er nú farið að kíma og
brosa að henni dansfólkið og
taka í rassinn á henni og skekja
henni til. Hún lét eins og hún
fyndi það ekki. Nú gera þeir enn
frekar með hlátur og sköll, koppa,
í fatið hærra upp og þrengja svo
að henni, að hún gat varla dans-
að, hún gjörir sér þá lítið fyrir og
gefur þeim er næstir voru kjafts-
högg, hverjum af öðrum og svo ef
einhver ætlaði að gjöra henni
nokkuð, fékk hann roknakjafts-
högg. Enginn tók neitt á móti
henni, heldur flýðu frá, og fékk
hún nóg rúm að dansa á, og
brostu margir af áhorfendum að
sjá þetta spilirí, og fortjaldið fyrir
um leið og kerlingaruglan linað-
ist.
Þetta var nú aðeins lýsing á
fyrsta þætti sýiúngarinnar sem
allt kóngafólkið og Eiríkur frá
Brúnurn horfðu á og er ekki auð-
velt að geta sér til hvaða leikverk
þetta var.
En mörg voru þau skúespilin í
Kaupinhöfn á dögum Eiríks
Ólafssonar, eins og endranær.
Þeim varð
gott af töð-
unni
Liðin er sú tíð að fólk fellur
úr ófeiti, en aftur á móti
étur margur frá sér heils-
una með ofrausn í mat og
drykk. Heilbrigðisyfirvöld reka
nú áróður fyrir að fólk spilli
ekki heilbirgði sinni með óhollu
mataræði og kvað jurtafæða nú
vera annarri hollari að bestu
manna yfirsýn. Fæðan á að
vera sem næringarsnauðust em
mikið í henni af treijum. Til er
gömul sögn um matarræði sem
kannski fellur að nútímaheilsu-
fari. Sagan er höfð eftir Sigríði
frá Vogum:
Á harðindaárunum, þegar
fólk dó víða úr hungri og harð-
rétti, lifði bóndi nokkur sem átti
konu og sex börn. Hann leitaði
sér engrar mannahjálpar og
átti ekki nema eina kú til að
framfæra sig og sína á, og ekki
sá á neinum.
Þetta vakti grunsemi og ýms-
ir héldu, að þau lifðu af ófrjálsu
fé. Sveitamenn sendu mann til
að njósna hvers hann yrði
áskynja. Maðurinn kom þar um
kvöld, þegar konan fór að
mjólka kúna. Hann gerði ekki
vart við sig, en lagðist upp á
glugga til að sjá þegar þau færi
að matast. Þegar konan var far-
in ofan að mjólka, sá hann að
maður hennar kom með knippi
af ornaðri töðu og skál og kál-
járn. Hann skar nú töðuna
mjög smátt og þegar konan
kom með mjólkina, tók hann
ofan húfuna og gerði bæn sína
yfir töðusaxinu og blandaði því
svo saman við mjólkina. Eftir
það settust þau öll að þessari
máltíð glöð og ánægð. Sendi-
maðurinn fór sneyptur ofan af
glugganum og hafði þau enginn
grunuð um óráðvendni eftir
þetta.
Skyldi vera mikill munur á
svona máltíð og morgunkorninu
sem einvörðungur er samansett
úr hýði og þykir hollt?
Strýkt og
markað í
kóngsins
nafni
egar böðulsembætti voru
eftirsóknarverðar virðing-
arstöður völdust ekki
nema guðhræddir og samvisku-
samir menn til starfans og kon-
ungshollir urðu þeir að vera í
besta lagi.
Böðlar urðu að sverja emb-
ættiseið áður en þeir voru vald-
ir til starfans, eins og aðrir þén-
arar konungs og yfirvalda. Til
er böðiúseiður sem settur var á
blað 1666, og sýnir hann vel til
hvers var ætlast af embættinu:
Til þess legg ég N son hönd á
helga bók og svo skýt ég mínu
máli til guðs, að ég ljúflega
óneyddur játa og lofa, sakir
minna afbrota við guð og menn
til að þjóna nn'num náðuga
herra og kóngi og hans um-
boðsmanna N syni, í þann
máta, að strýkja og marka, og
ekki þyrma þeim sakamönnum,
sem sig í hans sýslu til refsinga
forbrotið hafa, með allri trú,
dyggð og hollustu, nær hann til
kallar, og ég skal ekki um
hlaupast. Og af svo stöfuðum
eiði sé mér guð hollur sem ég
satt segi, gramur ef ég lýg.
Gömul vísa er um starfssvið
böðulsins, þar sem upp eru tal-
in skylduverk hans í embætti:
Berja, gelda, bíta, slá,
blinda, klóra, flengja,
brenna, reka útlegð á,
aflífa og hengja.
Svona athafnasemi er ekki
iðkuð lengur af embættismönn-
um í nafni þjóðhöfðingja. Að
hinu leytinu eru aðfarirnar
svipaðar og einatt er verið að
skýra frá í ijölmiðlum, þegar
borgararnir eru að beita hver
annan Iíkamlegu ofbeldi.
Og svo herma eftirlæti barn-
anna okkar, Tommi og Jenni,
eftir hinum görnlu böðlum og
þykja afspyrnuskemmtilegir.