Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.07.1997, Síða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.07.1997, Síða 7
|Qagur-'(Emttmt Laugardagur 5. júlí 1997 - VII MINNINGARGREINAR Ragnheiður Gestsdóttir fæddist á Hæli í Gnúp- verjahreppi 7. febrúar 1918. Hún lést á Borgarspítal- anum 26. júní 1997. Foreldrar hennar voru Gestur einarsson f. 2. júní 1880, d. 23. nóvember 1918, bóndi á Hæli og kona hans Margrét Gísladóttir, f. 30. september 1885 á Urriðafossi í Villingaholtshreppi, d. 7. júní 1969. Systkini Ragnheiðar voru Gísli, f. 6. maí 1907, d. 4. októ- ber 1984, Einar f. 15. október 1908, d. 14. október 1984, Ragnheiður f. 23. maí 1910, d. 19. ágúst 1912, Steinþór f. 31. maí 1913, Þorgeir f. 3. nóvem- ber 1914 og Iljaiti fæddur 10. júní 1916. Ragnheiður stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykjavík og lauk þaðan prófi vorið 1937. Jafnframt því stundaði hún nám í píanóleik hjá frænku sinni, Önnu Pjéturs. Ragnheið- ur vann síðan í Laugavegsapó- teki þar til hún gifti sig. Hinn 9. júlí 1942 giftist Ragnheiður Asólfi Pálssyni frá Ásólfsstöðum, f. 10. júní 1915, d. 2. september 1996, syni Páls Stefánssonar, bónda þar, f. 16. desember 1976, d. 6. ágúst 1947, og konu hans Guðnýjar Jónsdóttur, f. 15. nóvember 1878 á Núpi í Berufirði, d. 15. janúar 1933. Hófu þau búskap á Ásólfsstöðum sama ár og ráku jafnframt gistihús á sumrin til ársins 1952. Börn Ragnheiðar og Ásólfs eru Margrét, f. 12.5. 1943, gift Þorsteini HaUgrímssyni, börn þeirra eru Gunnar Örn og Kristín Aranka, Guðný f. 2.1. 1945, gift Óttari Proppé d. 11.9. 1993, synir þeirra eru Hrafnkell Ásólfur og Kolbeinn, Sigurður PáU f. 14.10 1948, giftur Hrafnhildi Jóhannesdótt- ur, börn þeirra eru Jóhannes Hlynur og Raghneiður Björk og Gestur, f. 9.5. 1953 giftur Þór- unni Hjaltadóttur, börn þeirra eru Ragnheiður, Hjalti og Haukur Már. Útför Ragnheiðar fer fram frá Stóra-Núpskirkju í dag, laugardaginn 5. júlí, klukkan 14. Dagurinn 7. febrúar 1918 var mikill gleðidagur á Hæli í Hrepp- um. Þennan dag fæddist þar lítil stúlka, en fyrir voru þar fimm drengir á aldrinum eins til ellefu ára. Foreldrarnir höfðu í þetta sinn varla þorað að vona að þetta yrði stúlkubarn, en það gerðu þau þó alltaf eftir að þau misstu tveggja ára gamla telpu árið 1912. Litla telpan var skírð um vorið og hlaut nafnið Ragn- heiður eftir systur sinni, en hún var látin heita í höfuðið á langömmu sinni, Ragnheiði dótt- ur Páls Melsteðs amtmanns og ekkju eftir Vigfús Thorarensen sýslumann, en hún bjó síðustu tuttugu ár ævinnar á Hæli hjá dóttur sinni Steinunni og dó þar 98 ára gömul árið 1914. Ragnheiður litla, kölluð Ranka, varð fljótt allra yndi á heimilinu og varð hún til þess að bægja nokkru frá hinni þung- bæru sorg, sem grúfði yfir heim- ilinu frá því að heimilisfaðirinn dó um haustið úr spönsku veik- inni. Eiríki Einarssyni föðurbróð- ur hennar varð eitt sinn þegar hann var gestkomandi á Hæli eftirfarandi ljóð á munni: Ragnheiður Gestsdóttir Ég er hissa hvað hún Ranka getur hlýjað þeim sem Kaldadalinn fór; Yljar hún þó einhvern tíma betur ef hún lifir það að verða stór. Sjáðu hvað hún leikur léttum fœti, launar gleðin stundar vinnutap; ekki er svona einlœg blessuð kœti áþekk heimsins mikla þjösnaskap. Ranka litla er bœði í orði og æði ímynd vorsins fyrsta gróðurdags; gefi efnið góðu og löngu kvœði gœfu œfi fram til sólarlags. Gangi þetta allt að óskum mínum, ömmu nafnið kœra til þess vann; hljóttu í arf frá honum pabba þínum huga þann er gerði hann afreks- mann. Ég sem var yngstur bræðr- anna fann fijótt að með Rönku eignaðist ég góðan leikfélaga og þegar ég þreyttist á að elta bræður mína og standa mig í erfiðum leikjum með þeim þá var hvíld í að leika sér með litlu systur, sem varð fljótt jafnoki okkar á sumum sviðum en þó sérstaklega á músíksviðinu. Þannig var hún fljótt dugleg að syngja og læra lög og að ná tök- um á að spila á orgelið, en hún gat þegar hún var sex til sjö ára spilað lög eftir eyranu á orgelið, sérstaklega ef einhver okkar strákanna stigum það fyrir hana. Hún fékk svo þegar hún var innan við fermingu leyfi til að læra að spila eftir nótum á orgel hjá Kjartani Jóhannessyni og náði hún fljótt góðum tökum á að spila og notfærðum við okk- ur það fljótt á ýmsa vegu. Þannig var Ranka ekki gömul þegar við fengum hana til þess að spila undir fjórrödduðum söng okkar íjögurra yngstu barnanna á Ilæli og síðan varð hún fljótt leikin í því að spila undir í tvísöngslögum og einnig einsöng, sem ég fór að stunda sautján ára, en þá var Ranka aðeins 15 ára. Þetta gekk nokk- uð vel og spilaði Ranka undir hjá mér á nokkrum skemmtun- um sumarið 1933. Á þessum árum einkenndist heimilislífið á Hæli af gleði og söng og við systkinin vorum öll heima við, en sóttum þó í nokkrum mæli ýmsa framhalds- skóla, en til viðbótar lásum við mörg einn og einn bekk heima. Ranka stundaði nám í kvenna- skólanum í tvo vetur, en auk þess hélt hún nokkuð áfram í spilatímum á orgel og píanó og líklega hefði hún helst kosið að halda áfram á þeirri braut, en það þótti nú ekki vænlegur kost- ur á þeim árum. Ranka hafði starfað í apóteki í Reykjavík um tveggja ára skeið en árið 1942 tók hún afdrifaríka ákvörðun, en það var að halda austur í átthagana og setjast þar að. Þau Ásólfur Pálsson á Ásólfs- stöðum sem hafði verið góðvinur Rönku frá æskuárum, ákváðu að gifta sig og taka við búi á Ásólfs- stöðum, en föður hans fannst þá að tími væri til kominn til að hann drægi sig í hlé og fengi syni sínum jörð og bú til nytja. Þau ungu hjónin tóku því við búi á Ásólfsstöðum vorið 1942, en Páll rak áfram gistihúsið, sem þar hafði verið starfrækt frá því árið 1928, og gegndi áfram oddvitastörfum til 1946, en þá fiuttu gömlu hjónin til Reykja- víkur en þau Ásólfur og Ragn- heiður yfirtóku rekstur gisti- hússins, en lögðu rekstur þess niður árið 1948, enda ekki jafn brýn þörf fyrir gistihúsið eftir að samgöngur fóru að batna að sumarlagi. Ásólfsstaðir voru ágæt bú- jörð, sæmilegar slægjur, ágæt beit fyrir sauðfé og mjög gott fyrir kýr á sumrin, hagar góðir og veðursæld í skógarjöðrum. En Ásólfsstaðir voru frekar erfið jörð, smalamennskur tíma- frekar, langt til aðdrátta og mjólkurflutningur erfiður að vetrarlagi. Það þurfti því tals- verðan vinnukraft til þess að nytja jörðina og auk þess var bærinn þannig í sveit settur, að þar var ætíð mjög gestkvæmt. Ég var erlendis þegar systir mín giftist og fór að búa, og vissi ég að hún myndi ekki hafa valið sér neitt auðvelt hlutskipti að gerast húsfreyja á Ásólfsstöðum, með þeim umsvifum sem því fylgdi. Þegar ég átti þess kost að heimsækja þau að Ásólfsstöðum árið 1945 sá ég, að ég hafði get- ið mér rétt til um þetta. En mér varð jafnframt ljóst, að hún var hamingjusöm og henni hafði tekisl að skapa sér traust og gott heimili og með börnunum, sem voru þá orðin tvö og síðan komu tvö til viðbótar, skapaðist sam- hentur hópur, sem lærði að vinna saman af óeigingirni við að bæta hag íjölskyldunnar og lærði að deila kjörum hvert með öðru af sanngirni. Árið 1958, eftir 16 ára bú- skap, neyddust þau Ranka og Ásólfur til að bregða búi vegna heilsubilunar Ásólfs og urðu þau að flytja til Reykjavíkur, þar sem hann gat fengið létta vinnu, sem hann þoldi að vinna og hún vann þá einnig úti í hlutastarfi, en börnin voru þá ennþá ung. Þetta gekk sæmilega, efnahag- urinn fór batnandi, en þau gátu ekki gleymt búskapnum á fyrstu búskaparárunum í dalnum fagra og öllu sem þeim fannst þau eiga eftir að koma þar í framkvæmd. Sjö árum eftir að þau fiuttu til Reykjavíkur ákváðu þau að ílytja til baka að Ásólfsstöðum x Þjórsárdal og koma sér þar upp aðstöðu að nýju. Sennilega hefði enginn hagfræðingur lagt til við þau að fara þessa leið, og ég man að ég spurði systur mína hvort hún héldi að þetta væri skynsamlegt. Hún svaraði því til þá, að Ásólf- ur gæti ekki lifað án Ásólfsstaða og Þjórsárdalsins og hún gæti ekki hugsað sér að búa með honum óánægðum, og því ætti hún ekkert val og færi með hon- um með glöðu geði. Síðan eru nú liðin 32 ár og sem betur fer þá hafa þetta ver- ið góð ár hjá þeim og þeim hefur hlotnast flest það sem þau sótt- ust eftir, sæmilegur efnahagur, hamingjusamt einkalíf í hjóna- bandi og með börnum og skyld- mennum og sæmileg heilsa fram undir það síðasta. Þau byggðu gott íbúðarhús og gerðu fallegan trjá- og blóma- garð í kringum húsið, sonur þeirra Sigurður Páll tók við jörð- irrni og hefur búið með konu sinni og börnum í endurbættu gamla íbúðarhúsinu og nú er sonarsonurinn Jóhannes að setj- ast að með unga konu í húsi Ás- ólfs og Ragnheiðar. Það mun hafa verið mikil hamingja að taka þátt í uppeldi barna og barnabarna og sjá þau síðan færa sér í nyt þeirra verk og framkvæmdir og bæta við það sem þau voru að skapa. Örugglega hefði Ragnheiður systir getað orðið góður eða ágætur hljómlistarmaður, hefði hún átt kost á að nema á því sviði þar sem hún hafði svo mikla hæfileika til að byggja á. En hún varð í þess stað sveita- kona langt frá þéttbýlinu og eignaðist þar heimili sem ein- kenndist af glaðværð, gestrisni og samheldni, sannkallað menn- ingarheimili, sem hxin missti fyr- ir tæpu ári síðan eftir 55 ára farsælt hjónaband, og hún eign- aðist íjögur börn sem öll eru gott og traust fólk, sem halda vel saman og hafa haft mikið og gott samband við foreldra sína alla tíð. Við eftirlifandi bræður henn- ar þökkum henni svo ótal marg- ar ánægjustundir á okkar langa lífshlaupi saman og gleðjumst við að hugsa til hennar og hinn- ar ánægjulegu samveru með henni allt frá því við vorum að stíga fótaíjölina á orgelinu hjá henni, þegar hún var að spila og við að syngja, og til þess er við hittum hana fyrir fáum dögum í fallegu stofunni hennar og horfðum út um gluggann út yfir Dalinn góða allt til Heklu og Búrfells, sem halda þar ætíð vörð. Hún átti ekki auðvelt með að fara frá Ásólfsstöðum. Þar átti hún svo góðar minningar frá hamingjusömu lífi með sinni góðu flölskyldu, og þar fannst henni Ásólfur alltaf vera hjá sér enda minnti ailt á hann þar. Kannski fá þau nú að vaka sam- an yfir velferð Ásólfsstaða, sem standa þar svo óhaggaðir undir brattri skógarhlíðinni. Ég sendi börnum hennar, tengdabörnum og barnabörn- um, ásamt frændfólki og vinum innilegar samúðarkveðjur með þökk fyrir h'f hennar og störf. Hjalti Gestsson Vináttan er eins og hlýr, sólríkur dagur. Hún vek- ur og hvetur, gleður og andar öryggi í athafnirnar. Ás- gerður var yndislegur vinur. Nærvera hennar breytti and- rúmsloftinu. Þýður rómurinn, yfirvegaður og róandi, fasið virðulegt og stundum fann ég allt að því til lotningar í nær- veru hennar. Ásgerður vann í Útvegsbank- anum gamla og síðar í Islands- banka. Óneitanlega var upplitið ekki alltaf djarft á undirrituð- um við inngöngu í musterið. Þá var gott að vita af Ásgerði. Bankanum var stjórnað af öðlingum og á þessum vett- vangi getur sannarlega eitt orð dimmu í dagsljós breytt. Kona á borð við Ásgerði hef- ur mikil áhrif hvar sem hún er. Bara persónuleiki hennar sá til þess. Hún var líka fædd inn í stjórnmálabaráttu þjóðarinnar og náskyld því fólki, sem hvað mest hefur brunnið á í íslensk- um stjórnmálum. Viðhorf henn- ar í ýmsum málum báru þess glögg merki. Aldrei rasaði hún að afstöðu, orð hennar voru yf- irveguð og þegar hún mælti skoðun sína af mimni fram, var allt að því leikræn tjáning í augnaráðinu, sem gaf orðunum ennþá meira vægi. Ýmislegt bar á góma í sam- ræðum okkar Ásgerðar í gegn- um tíðina. Uppruni og ísafjarð- arárin voru henni mikilvæg. Setti hún stundum mælistiku útvegsbæjarins á atburði líð- andi stundar, menn og málefni. Yndislegt var að eiga hana að í ílokksstarfi Alþýðuflokksins. Gagnvart hinum voldugu Vest- firðingum voru orð hennar lög. Góðgjörðirnar í kratakaffinu voru hka einstakar. Þegar súkkulaðiterturnar smullu al- veg inn í andagift málefnisins, þá tókst mér stundum að gauka að henni sameiginlegum upp- runa okkar í fögrum Skaga- ijarðardölum eða Mývatnssveit. Þá horfði hún á mig með kankvísu brosi og sagðist vona að ég væri ekki á “fittinu” hjá henni daginn eftir. Andlát hennar kom sem reiðarslag. Fæstir vissu um veikindi hennar og enginn ætl- aði henni að kvarta, þótt hún finndi til. Ég votta Þorsteini vim im'n- um, börnunum, ættingjum og vinum öllum mína dýpstu sam- úð. Elskuleg vinkona, frænka og félagi hvfli rótt í náðarfaðmi drottins. Guðlaugur Tryggvi Karlsson

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.