Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.07.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.07.1997, Blaðsíða 8
 8 - Föstudagur 18. júlí 1997 Jlixgur-SIínnnn PJÓÐMÁL 3Dcrgur-(Etmtrat Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aöstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./lsafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 460 6161 - Fax ritstjórnar: 460 6171 Drottinn gaf, Davíð dreifir í fyrsta lagi Svo uppsker maðurinn sem hann sáir, en vandséð er að það eigi við um góðærið íslenska um þessar mundir; það lítur frekar út eins og happdrættis- vinningur, guðsmildi eða gjöf frá fjarskyldri frænku. Davíð Oddsson forsætisráðherra hefiu- orðað það mjög svo lauslega að vel kunni að vera tímabært að dreifa hluta góðærisins aftur að hluta inn í velferðarkerfið, og nefnt heilbrigðis- og menntamál í því sambandi. í fyrsta lagi á að taka rækilega til hliðar til að borga niður erlendar skuldir og minnka vaxtabyrði þjóðarinnar. í öðru lagi það sem forsætisráðherra nefndi. Og gera það skynsamlega. Nú reynir á góða ríkisstjórn. í öðru lagi Freisting stjórnmálamannanna verður sú að dreifa smásporslum hingað og þangað eftir kjördæma-, flokka-, persónuhagsmxma- og þeim-sem-hæst- láta sjónarmiðum, sem beintengd verða Alþingis- kosningum. Það væri sorglegt. Ríkisstjórn með jafn styrka stöðu og góðan meirihluta og sú sem nú ræður ríkjum á að geta tekið forystu og sett mikil- væg framtíðarmál á oddinn - nú þegar vel árar. Tækifærið er sjaldgæft - og einstaklega gott. í þriðja lagi Tökum menntamálin og heilbrigðismálin. Allar oh'ulindir, gullnámur og loðnugöngur veraldar duga ekki til að friða þá sem nú bera „skarðan hlut frá borði“. Allt bendir til að hér á landi sé hægt að byggja upp blómlegt, þrifalegt og arðvæn- legt tölvubúnaðarríki. Þar þarf að stilla saman þarfir menntakerfis og atvinnufyrirtækja, setja ný- sköpunarverkefni í gang - ákveða að þessi grein verði ein meginstoða íslensks atvinnuh'fs. Setja jafn stórhuga verkefni í gang og nú einkennir virkjarnir og stóriðju. Þorum við að virkja hugvit- ið? Þótt ljósin kvikni ekki fyrr en eftir kosningar? Stefán Jón Hafstein. _______________________J Sfj tnqi utó Er rétt að banna börnum, yngri en sextán ára, að fara eftirlitslaus á útihátíðir? Tæknilega er þetta rétt, skv. lögum. Hins vegar er misjafnt hvaö hægt er að treysta krökkum. Það verða for- eldrar að finna út sjálfir. Sjálfum finnst mér í lagi að krakkar, ekki fullra sextán, ára fari á útihátíðir. Hér leik ég kannski tveimur sköldum, því ég veit ekki hvort ég myndi leyfa syni mínum fara í svona reisur þegar hann er kominn á þennan aldur. ívar Sigmundsson forstööumaður tjaldsvæðisins á Akureyri Miðað við reynslu mína á Halló Ak- ureyri í fyrra finnst mér það rétt. En kannski var það mjög sér- stök reynsla. Ef ég á að lýsa henni í einni setningu þá var alltof mikið fyllerí á unglingum á tjaldsvæðinu - og þvi tel ég rétt að reyna það að foreldrarnir hafi eftirlit með börnum sxnum þegar og ef þau koma norður þessa verslunar- mannahelgi. ♦ ♦ Sigríður Stefánsdóttir bœjarfulltrúi á Akureyri Að sjálfsögðu. í raun er fólk undir sextán ára aldri bara börn og eiga að vera á ábyrgð foreldra. Það er löngu kom- inn tími til að fólk taka höndum saman gegn þess- um þjóðarósið; að börn og unglingar safnist saman á hátíðum þar sem áfengis- drykkja og í seinni tíð stundum notkun sterkari efna virðist því miður oft vera aðalatriði. S Eg segi bæði já og nei. Þeir sem eiga að setja bönn eða leyfi í svona málum eru foreldrar - en ekki stjórnvöld. Mér finnst þetta vera spurning um það hver samskipti foreldra og barna þeirra eru, og hvaða traust og samningar eru þarna á milli. Stjórnvöld eiga alls ekki að setja svona „stjúpid“ reglur, - heldur eiga þau með almennum hætti að benda foreldrum á að taka ábyrgð á sér og sínum. s Wffi tákíJkt Hreinasta snilld „Þetta miðaldra fólk sem átti ekki orð yfir óreglu unga fólksins var al- deilis tekið að þjóra. Um leið og tjald var risið var bjórinn opnaður. ...Það var undrun að sjá hversu lagið fólk er orðið að drekka af stút á göngu eftir ósléttu grasinu án þess að dropi fari til spillist. Nánast snilld.“ - Alþýðublaðið um helgarvist á tjald- stæðinu á Akureyri. / öðru landi „Ef ég væri staddur í réttarríkislandi þá myndi ég skrifa hálfa blaðsíðu og væri þá búinn að leysa verkefnið." - Ragnar Aðalsteinsson um Geirfmns- mál í Degi Tímanum í gær Eignir Jóns „Það er síðan ekkert leyndarmál að þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Össur Skarphéðinsson eru mér mjög reiðir þessa dagana. Ástæðan er sú að ég hef þorað að minnast á það opinberlega, sem margir vita, að Jón Ólafsson í Skífunni hefur keypt þá og nokkra aðra vinstri menn, að því er virðist með húð og hári.“ - Hannes Hólmsteinn Gissurarson í Al- þýðublaðinu x' gær. Blekkingarleikur Norðmanna „Þetta eyðisker hefur enga fiskilög- sögu og allt tal hér um að þetta sker sé nýlenda Norðmanna er aðeins rugl. Jan Mayen er íslenskt hags- munasvæði og Norðmenn eiga þar engan sjálfstæðan rétt. Norðmenn hafa 14 manns á Jan Mayen í því skyni að blekkja íslendinga og engin skyldi draga þá ályktun að þetta sé til annars, þótt þeir segi þetta fólk vera að starfrækja þar veðurathug- unarstöð." - Önundur Ásgeirsson í Morgunblaðinu. Stórfurðulega og undraverða ísland Iensk-íslenskri orðabók er þýðingin á lýsingarorðinu amazing stór- furðulegur, undraverður, ótrxílegur. Okkar stórfurðulega Ferðamannaráð verðlaunaði nýverið hina ótrúlegu upp- hrópun Amazing Iceland!, sem slagorð til að lokka ferðamenn til landsins. Valið á slagorðinu og verðlaunaveitingin hef- ur verið gagnrýnd af ábyrgu fólki hér í blaðinu með þeim rökum að landið stæði ekki undir þeim fyrirheitum sem „amazing" gefur. íslensk náttúra og þjóðin hafi einfaldlega ekki þá rómuðu sérstöðu sem af er látið á Fróni. En um þetta má deila, því margt hlýt- ur að koma erlendum ferðamönnum skringilega fyrir sjónir. Það hlýtur til að mynda að vera stórfurðulegt fyrir sívax- andi hóp útlendinga sem gista um stund um borð í skipum sínum í miðborg Reykjavíkur, að leggast upp að breskum sveitasirkus, sem dælir ærandi síbylju út í lognkyrra sumarnóttina. Hátterni innfæddra Útlendu ferðamennirnir sjá á svipstundu að hér búa skrælingjar á menningarstigi sem er frásagnarvert þegar heim kemur. Ekki er svo að skilja að ekki séu skrölt- andi skemmtitæki og síbylja í heimalönd- um ferðamanna. En þau eru ekki höfð í miðjum höfuðborgunum og við landgang glæsilegra skemmtiferðaskipa. Ráðamenn Reykjavíkur þverskallast ár eftir ár við þeim óskum íbúa nærliggj- andi hverfa að slökkt verði á þessum undraverðu miðsumarkonsertum. En það gæti skaðað þá ímynd að höfuðborg- in sé ósnert af siðmenningu og því for- vitnilegt fyrir að- komufólk að fylgjast með háttarlagi inn- fæddra. Að sama leytinu eru hinar dýrlegu miðborgarnætur, þar sem ungmennin veltast um með öskrum og áfengisþambi fram á morgna á góðri leið með að verða heimsfrægar, eins og umfjöllun í útlendum íjölmiðlum sannar. Allt hlýtur þetta að vera mjög „amaz- ing“ í augum og eyrum erlendra gesta og er vel borgandi fyrir að fá að verða vitni að svo rosalegum skemmtunum. Ekki versnar það þegar farið er í kynnisferðir um landið. Stórbilaeigendur hafa lag á að smala unglingum saman og stefna þeim í miklar drykkjuorgíur, sem ekki eiga sína fika í öðrum heimshornum. Þórsmörkin um næstliðna helgi var t.d. afar „amazing". Ungmennafélagsfylliríin í Borgarnesi voru það ekki síður. Halló - halló! Á Akureyri segja þeir halló! og haldin verður mikil hátíð, sem verður bönnuð innan 16, nema í fylgd með fullorðnum, eins og ofbeldis- og klámbíóin. Um sama leyti sýna Eyjamenn hvers þeir eru megn- ugir og halda sína sérlega „amazing" þjóðhátíð, með góð- um liðsauka drykkjusvola frá fastaland- inu. Á Siglufirði upplifa þeir gamla daga með síldarsöltun á plönum og drífur fólk hvaðanæva að til að sjá. Allt er það sett á svið, nema að nú er komin ósvikin pen- ingalykt í plássið, eins og var áður en nokkur skildi hvað orðið mengun þýðir. En af því að fnykurinn er ekta, verður að útrýma honum, því hann er hvorki heimamönnum né túristum bjóðandi. Svona er margt stórfurðulegt á íslandi. Ein er sú sérstaða íslands sem sann- arlega má kalla undraverða. Það er lítt snortin náttúra af mannavöldum, kyrrð og misjafnlega víðlend svæði þar sem aðgengi er örðugt og fólk þarf að hafa nokkuð fyrir að komast á. Það er kannski fyrsta og fremst þetta sem gerir ísland „amazing", fyrir utan bersýnilega siði og háttu skrælingja. En þá bregður svo við að stórbílaeig- endur og aðrir gróðapungar túrismans, svo ekki sé talað um skaðræðisgripina á jeppunum, heimta í síbylju að ruddar séu nýjar brautir, samgöngukerfin verði eins og í manngrúanum í öðrum Evrópu- löndum og að settar verði upp þjónustu- stöðavar í stórbrotinni auðninni við hæfi níræðra kerlinga eins og dæmin sanna. í anda skammtíma gróðahyggju á að eyðilegga allt það sem gerir ísland stór- furðulegt og ótrúlegt í augum erlendra þröngbýlisbúa og eftirsóknarvert að sækja heim. Eitt bregst þó ekki. Skríl- menningin er og verður „amazing". Borgar- og bæjarstjórnir sjá fyrir því. OÓ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.