Dagur - Tíminn Reykjavík - 18.07.1997, Blaðsíða 9
®agur-'2j«tröm
ÞJÓÐMÁL
Föstudagur 18. júlí 1997 - 9
Magnús M. Norðdahl
formaður framkvæmda-
stjórnar Alþýðuflokksins-
Jafnaðarmannaflokks
íslands, skrifar
S
Adögunum birtist í þessu
ágæta blaði viðtal við
Hrafn Jökulsson, rit-
stjóra Mannlífs. Þar er forystu-
sveit Alþýðuflokksins ekki
sparaðar kveðjurnar. Sum um-
mæla hans, m.a. um undirrit-
aðan, eru þess kyns, að ekki
eru svaraverð. Hins vegar
myndast ritstjórinn við að
fjalla um pólitík jafnaðar-
manna og blandar þar inn
hugleiðingum um sigur Verka-
mannaflokksins á Bretlandi.
Hann gagnrýnir Sighvat Björg-
vinsson ótæpilega. Ber hann
saman við Tony Blair og kemst
að þeirri niðurstöðu að Sig-
hvatur sé fulltrúi þeirrar for-
tíðar sem Blair hafi ekið á
haugana. Hvílík endaleysa.
Halda mætti að ritstjórinn
hefði dundað sér við eitthvað
annað en að fylgjast með
stjórnmálum síðustu árin. Þar
sem ég veit, að stór hópur les-
enda Dags-Tímans er einlægt
jafnaðar-og samvinnufólk,
verður í nokkru að veita sum-
um ummælum ritstjórans and-
svar og leiðrétta annað. Skoð-
um brot af þeirri fortíð, sem
breski Verkamannaflokkurinn
hefur farið með á haugana að
undanförnu.
Kreppu-
kommúnisminn
Það sem Blair afrekaði var að
losa Verkamannaflokkinn end-
anlega úr þeim fjötrum, sem
Alþýðuflokkurinn losaði sig úr
fyrir löngu og Alþýðubandalag-
ið er komið vel á veg með að
gera. Eftir mikif átök innan
Verkamannaflokksins hafði
tekist að fjarlægja úr stefnu-
skrá hans hefðbundnar yfirlýs-
ingar um þjóðnýtingu í fram-
leiðslu og þjónustu. Með því
varðaði flokkurinn sér leið út
úr hugmyndafræði kreppu-
kommúnismans, sem fyrir
löngu hafði gengið sér til húð-
ar og átti ekkert erindi við
breskan almenning. Fyrstu
fjárlög Blairs sýna svo ekki
verður um villst, að flokkurinn
er kominn í hóp frjálslyndra og
umbótasinnaðra systurflokka
sinna í Evrópu. Þar er því trú-
að, að langtíma velferð al-
mennings verði best tryggð í
opnu og umbótasinnuðu sam-
félagi, sem hugsar jafnt um
velferð almennings og hag at-
vinnuveganna.
íhaldssöm
Evrópustefna
Samhliða mótaði Verkamanna-
flokkurinn sér nýja og jákvæð-
ari stefnu gagnvart Evrópu-
sambandinu. í því fólst viður-
kenning á þeirri staðreynd, að
Evrópusambandið hefur á síð-
asta áratug þróast frá því að
vera efnahagslegur hagsmuna-
klúbbur yfir í það, sem upphaf-
lega var áætlað þ.e. sam-
band ríkja, sem tryggja
frið og félagslega vel-
ferð. Breskur almenn-
ingur áttaði sig nefnilega
á því undir stjórn íhalds-
flokksins, sem á tæpum
tveimur áratugum hefur
rústað breskt velferðar-
kerfi, að löggjöf Evrópu-
sambandsins var bresk-
um almenningi skjól með
framsýnni og víðtækri fé-
lagsmálalöggjöf sinni.
Flokkurinn hefur því lát-
ið af íhaldssamri and-
stöðu sinni og íhalds-
flokkurinn tekið við því
hlutverki. Breskur al-
menningur treystir nú
forystu Verkamanna-
flokksins til þess, að
samræma íhaldssöm við-
horf Breta gagnvart of
nánum samruna Evr-
ópuríkjanna við þá stað-
reynd, að Evrópusam-
bandið hefur fært og
mun halda áfram að
færa breskum almenn-
Þeir sem ekki vilja með, hoppa sjálfviljugir af eins og
nýleg dæmi sanna. Það ber að virða en hefur lítil
áhrif ef menn reyna í leiðinni að vekja athygli á sjálf-
um sér með sleggjudómum, ósannindum og hnífil-
yrðum.
ingi og breskum at-
vinnuvogum ótvírætt
hagræði á flestum svið-
um.
Úrelt flokks-
skipulag
Einnig og ef til vill ekki
síður má þakka kosn-
ingasigurinn umfangs-
miklum og á stundum
umdeildum skipulags-
breytingum. Verka-
mannaflokkurinn ein-
setti sér fyrir nokkrum
árum, að endur-
skipuleggja sig. Losað
var um bein tengsl
flokks og verkalýðs-
hreyfingar þó ekki
væru þau tengsl rofin.
Skipulag flokksins á
landsvísu var stokkað
upp þ.e. að aðalskrif-
stofa flokksins fékk
aukið vægi og festu var
komið á fjármál hans.
Það gekk ekki sárs-
aukalaust fyrir sig. Á
þeim árum, sem liðið hafa hef-
ur starf flokksins blómstrað.
Meira samræmi hefur verið í
starfi og málflutningi en lengst
af áður og nýir félagar gengið
til liðs við flokkinn. M.a. vegna
þessa, og þrátt fyrir umtalsvert
minni fjárráð til auglýsinga og
sérfræðiaðstoðar, tókst flokkn-
um að hafa þann mikla sigur,
sem raun varð á.
Hér hefur einungis verið
stiklað á stóru. Fleiri þættir
réðu því, að Verkamannaflokk-
urinn vann þann stóra sigur,
sem raun varð á. Miklu skipti,
að þrautpíndur breskur al-
menningur var búinn að fá nóg
af stjórn íhaldsflokksins og
þeirri andfélagslegu og kær-
leikslausu stefnu, sem hann
hafði hrint í framkvæmd.
Það sem ritstjórinn
misskilur
Eins og ljóst er af framan-
sögðu, er nokkuð til í því þegar
ritstjórinn segir Blair hafa ekið
einhverri fortíð á haugana. Rit-
stjórinn virðist bara ekki vita
eða skilja hvaða fortíð það var
og enn síður, að svipaðri fortíð
ók Alþýðuflokkurinn á haug-
ana fyrir löngu síðan. Það
sama hafa jafnaðarmanna-
flokkarnir víðast hvar í Evrópu
gert. Blair hefur ekki fundið
upp neina nýja jafnaðarstefnu.
Hjóhð og jafnaðarstefnuna þarf
nefninlega ekki að finna upp á
nýtt, eins og sá góði krati Birg-
ir Dýrfjörð segir stundum. Hún
er pólitísk hugsjón og stjórn-
tæki, sem meitlað hefur verið
um aldur og æfi í stefnu jafn-
aðarmanna með orðunum
Frelsi, Jafnrétti og Bræðralag
og mun leiða Evrópu inn í
næstu öld. Með kosningasigri
sínum sveiflaði Blair breska
Verkamannallokknum inn í
nútíðina og vaxandi hóp nú-
tímalegra jafnaðarmanna í
Evrópu. Þar hittir hann fyrir
samherja sína og skoðana-
bræður. í þeim hópi er Sighvat-
ur Björgvinsson og ekki síður
þeir Guðmundur Árni Stefáns-
son og Össur Skarphéðinsson,
sem verið hafa í framvarða-
sveit Alþýðuflokksins um ára-
bil.
Sighvatur Björgvinsson og
formenn hinna stjórnarand-
stöðuflokkanna, leitast við að
leiða saman fólk og samræma
markmið fyrir næstu Alþingis-
kosningar. Það starf gengur vel
og sameiginlegu framboði er
spáð meirihlutafylgi. Sú lest, ef
svo má að orði komast, er farin
af stað og býður allt félags-
hyggjufólk velkomið. Þeir sem
ekki vilja með hoppa sjálfvilj-
ugir af eins og nýleg dæmi
sanna. Það ber að virða en hef-
ur lítil áhrif ef menn reyna í
leiðinni að vekja athygli á sjálf-
um sér með sleggjudómum,
ósannindum og hnífilyrðum
eins og raun varð á í því við-
tali, sem vitnað er til í upphafi
þessarar greinar. Slíkt ekur sér
sjálft á haugana og er hluti
þeirrar fortíðar sem þangað er
löngu komin.