Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.08.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.08.1997, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. ágúst 1997 - 5 F R É T T I R Lífeyrsréttindi Sveitarfélögm stefna á séreignarsjóði Sveitarfélögin undir- búa breytt lífeyris- sjóðakerfi. lífeyrisnefnd Sambands sveitarfélaga er til umræðu að sveitarfélög stofni eigin Karl Björnsson bæjarstjórí „ Við viljum alveg eins sjá nýjan lífeyrissjóð sem rúmar alla starfs- menn sveitarfélag- anna“ lífeyrissjóð, þar sem lífeyrisrétt- indi yrðu sniðin eftir grunn- reglugerð SAL-sjóðanna. Ið- gjöld yrðu samtals 10% af heildarlaunum (6% + 4%) og sveitarfélögin greiddu síðan 5,5% til viðbótar í séreignadeild LS, eða tryggðu séreignafyrir- komulag þessa hluta lífeyris- sparnaðarins með einhverjum öðrum hætti. Einnig er inni í myndinni að sveitarfélög semji við SAL-sjóði í viðkomandi landshlutum um áþekkt fyrir- komulag. Að sögn Karls Björnssonar, bæjarstjóra á Selfossi og for- manns nefndarinnar, er nú unnið að því að út- færa jafnvel enn frekari valmögu- leika. Auk starfs- manna í opinber- um stéttarfélögum hafa sveitarfélögin þúsundir ASÍ-fé- laga í þjónustu sinni. „Við vildum alveg eins geta séð lífeyrissjóð sem rúmaði alla þessa einstaklinga," sagði Karl. Af níu stórum sveitarfélögum sem rekið hafa sérstaka lífeyr- issjóði er Reykjavíkurborg það eina sem gæti haldið áfram að reka sinn sjóð, með stofnun A- deildar. Hjá hinum átta eru starfsmenn of fáir fyrir sérstaka Sveitarstjórnarmenn eru farnir að ræða um verulegar breytingar á lífeyrissjóðum starfsmanna sveitarfélaganna. Myndin var tekin af Jakobi Björnssyni, bæjarstjóra á Akureyri og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir, borgarstjóra, á ráðstefnu á Akureyri nýlega. Sveitarfélög sem nú eiga að- ild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins gætu hins vegar áfram átt aðild að sjóðnum. hau gætu einnig samið um að hafa fram- vegis annan hátt þar á sínum lífeyrismálum. Viðbótariðgjaldi (5,5%) verður ekki ráðstafað án samþykkis viðkomandi launa- manns. - HEI sjóði, samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi um starfsemi lífeyr- issjóða, þar sem gert er ráð fyr- ir a.m.k. 800 starfandi sjóðfé- lögum í hverjum sjóði. Þessi átta sveitarfélög verða því að semja við starfsmenn sína um breytingar, aðild að starfandi sjóði, nýjum lífeyrissjóði eða á annan hátt. Ríkisreikningur Lögbrot dýrari en landbúnaður Dómgæsla og löggæsla kostuðu ríkissjóð held- ur meira en búvöru- framleiðslan í fyrra. Dómgæsla og löggæsla kost- uðu ríkissjóð samtals um 5,7 milljarða króna á síðasta ári, samkvæmt ríkisreikningi, eða 4,2% ríkisútgjaldanna (um 21.200 kr., á hvern íslending). Með löghlýðni gætu landsmenn því líklega sparað sér hátt í þá upphæð sem ríkissjóður greiddi í fyrra vegna búvörufram- leiðslu, um 5,4 milljarða króna - kostnað sem af mörgum hefur verið talinn einn helsti þrándur í götu bættra lífskjara í landinu. Meira en 1.000 milljóna kostnaður Lögreglustjórans í Reykjavík er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn. Rannsókn- arlögreglan kostaði rúmlega 200 milljónir. Landhelgisgæslan 750 milljónir. Útgjöld sýslu- mannsembættanna voru sam- tals 2,2 milljarðar króna. Hátt í 900 milljónir fóru út vegna Rík- issaksóknara og dómsstólanna. Og fangelsin kostuðu lands- menn kringum hálfan milljarð. HEI Eldsvoðar Utanríkisráðuneyti Halldór selur Ginseng og hugbúnað Stórtjón varð þegar kviknaði i þessu húsi í Breiðholti í Reykjavík i vikunni, en brunar út frá heimilistækjum hafa verið tíðir undanfarið. Heimilistækin varasöm Rafmagnstæki eru varasöm og full ástæða til að umgangast þau með varúð. Fimm sinnum hefur kviknað í út frá sjónvarpstækjum það sem af er þessu ári og rafmagnstæki í eldhúsi hafa jafnoft valdið íkveikju á árinu. Á síðasta ári kviknaði 14 sinnum í út frá þvottavélum og 2 út frá ís- skáp eða frystikistu. Að sögn Guðmundar Gunnarssonar yfir- verkfræðings hjá Brunamála- stofnun kviknar jafnt í útfrá dýr- um og vönduðum tækjum og þeim ódýrari. í seinni tíð sé óhætt að segja að eingöngu kvikni í sjónvarpstækjum sem slökkt hefur verið á með fjar- stýringu, en ekki rofa. Vilji menn hins vegar auka öryggið enn meira er rétt að rjúfa straum inn á tæki, einnig er mikilvægt að láta hreinsa tækin. Guðmundur segir að það geti kviknað í útfrá öllum rafmagns- tækjum allt frá ljósaperu upp í þvottavélar og þurrkara. Það er því full ástæða fyrir fólk að taka tækin úr sambandi þegar þau eru yfírgefm og sinna öðrum brunavörnum heimilisins. HH Fyrirtæki sem farið hafa í ferðir sambæri- legar þeirri sem utan- ríkisráðherra er í núna verða vör við mikinn árangur í kjölfarið. Góður árangur mun vera af viðskiptaferðum utan- ríkisráðuneytisins með sendinefndir en um þessar mundir er Halldór Ásgrímsson á ferð um Argentínu og Chile með 27 manna sendinefnd frá íslandi með í för. Á síðasta ári fór utanríkisráðherra ásamt fríðu föruneyti til S-Kóreu og segja þeir sem fóru í þá ferð og Dagur-Tíminn ræddi við að hún hafi skilað góðum árangri. Þannig segir Sigurður Þórðar- son hjá Eðalvörum hf. að hann hafi fengið umboð fyrir alla Skandínavíu fyrir rautt Ginseng sem hann hafi verið búin að selja á íslandi í nokkur ár. „Ég varð mér að vísu ekki út um sambönd enda hafði ég skipt við Kóreu í nokkur ár þegar ég fór í þessa ferð með Halldóri en það hefur auðvitað þyngri vigt að koma með utanríkisráðherr- anum.“ Sigurður segist vera að afgreiða fyrstu pöntun til Dan- Umboðsmaður Ginseng hér á landi lastur afar vel af viðskiptaferðum með utanríkisráðherra til útlanda. Hann hefur t.d. náð sér í umboð annars staðar á Norðurlöndum og þakkar það m.a ráðherranum. merkur eftir hálfan mánuð og til Svíþjóðar eftir 3 vikur. „Ferð- in ein og sér skilar engu en er mjög góð með öðru. Maður fer ekki upp í flugvél með utanrík- isráðherranum og er búin að gera feitan bissnes sama dag. Þetta gerist á mjög löngum tíma. Það er líka mjög gott að fara með embættismönnum sem geta upplýst um viðskipta- reglur í landinu." Sigrún Þorleifsdóttir, mark- aðsstjóri hjá Netverki, tekur í sama streng en tveir fulltrúar frá þeim voru í sendinefnd Hall- dórs á síðasta ári. Netverk selur samskiptahug- búnað. „Það hefur heilmikið komið út úr ferðinni hjá okkur og að það hefur orðið aukning í sölu á þetta svæði.“ Hún segir að menn hafi þó verið byrjaðir að beina augum sínum að þessu svæði áður en til ferðar- innar kom en hún þó greinilega hjálpað til. rm

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.