Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.08.1997, Side 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.08.1997, Side 6
6 - Laugardagur 16. ágúst 1997 |Dagur-'3Iírmmt F R É T T I R Stutt og laggott Minna málað Þeir hjá Sjöfn þurfa að mála eins og aðrir og reyndar fannst mörg- um sem úr hömlu hefðí dregist að bæta útlit verksmiðjunnar. En það stendur til betri vegar og er málningarvinna nú hafin. Það kemur ekki á óvart að Sjöfn notar vörur frá Sjöfn fyrir eigið hús- næði. Mynd: brínk Að sögn Sigurðar Jóhannessonar, skrifstofustjóra Efnaverk- smiðjunnar Sjafnar, er minni sala á málningu í ár en í fyrra þannig að góðærið margumtalaða virðist ekki hafa skilað sór í þessum geira þjóðarmenningar. „Þetta hefur ekki verið neitt sérstakt sumar, heldur rólegra en við áttum von á. Manni skilst að það sé engin uppsveifla á hinum almenna markaði heldur fyrst og fremst í verktöku," segir Sigurður. Auðvitað hélt maður að góðærið myndi skila sér í þessu en sameiginlegt mat fagaðila er að uppsveiflan hafi ekki orðið. Einfalda skýringin er sú að almenningur sé ekki jafn málningarglaður og áður. Fólk noti fríið frekar í ferðalög og afþreyingu frekar en að vinna að málun. Þetta er bara svona tilgáta,“ sagði Sigurður. BÞ Flinkur flugmaður „Ég hef ekki lent í neinu sambærilegu áður og auðvitað varð maður pínulítið stressaður. En ílugmenn mega ekkert láta það trufla sig, þeir verða að klára sitt dæmi og þetta gekk allt að óskum,“ segir Ásgeir Þórarinsson, flugmaðurinn sem nauðlenti á Akureyrarflugvelli í vikunni á flugvél Mýflugs sem var í áætlunarflugi til Hornafjarðar. Þegar vélin tók á loft frá flugvellinum í Mývatnssveit sprakk framhjól vélarinnar og var því áklveðið að nauð- lenda á Akureyri. Þar var nokkur viðbúnaður en allt gekk að óskum og þykir Ásgeir hafa sýnt mikla færni. Hann vill þó sem minnst úr því gera. „Galdurinn er fólginn x að láta neflijólið koma sem síðast niður og það tókst mjög vel. Flug- menn eru þjálfaðir fyrir ýmis atriði sem geta komið upp,“ segir Ásgeir. Ef sprungna neflijólið hefði komi rnður á með- an vélin var á mikilli ferð, hefði verið hætta á stefnubreyt- ingu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Tveir farþegar voru um borð í véliniú. „Þeir voru tiltölu- lega rólegir en auðvitað líður engum vel þegar skýrt er frá því að eitthvað sé að. Þeir fengu svo bónus eftir lendinguna, útsýnisflug yfir Kverkíjöll," segir Ásgeir. BÞ Bara sjónmengun Reykurinn frá malbikunarstöðinni á Akureyri er kannski ekki fal- legur, en hann er ekki hættulegur. Eins og fram kom í Degi-Tímanum í gær hefur mikiim reyk lagt upp úr Malbikunarstöðinni á Akureyri að undanförnu. Margir bæjarbúar hafa óttast þessa mengun og haft sam- band við heilbrigðisyfirvöld en Sigurður Bjarklind, heil- brigðisfulltrúi segir þetta skaðlaust: „Það er gríðarleg sjón- mengun að þessu en það er rétt að upplýsa að mengunin er fyrst og fremst vatnsgufa og fínt moldarryk. Þannig er þetta ekki hættuleg mengun." Nýr mengunarvarnabúnaður verður settur upp fyrir næsta tímabil. BÞ Árétting Vegna fréttar í miðvikudagsblaði, „brjálað að gera hjá ráðn- ingarskrifstofum" vill Torfi Markússon hjá Ráðgarði taka fram að það sem sagt var um snjóflóðahættu á Vestíjörðum var ekki frá honum komið. Umrædd athugasemd var frá blaðamanni, og vill Dagur-Tíminn árétta það hér með. Konur Vinna í fiski hefur dregist saman og sama má segja um aðrar hefðbundnar kvennagreinar og hefur atvinnuleysi meðal kvenna aldrei verið meira en í júlí. Aldrei fleiri konur án vinnu Um 3.500 konur voru atvinnulausar í júlí og hafa aldrei verið fleiri í þeim mánuði en nú. ótt körlum án vinnu hafi fækkað í 2% er allt annað uppi á teningnum hjá kvenþjóðinni, þar sem hlutfallið er nær þrefalt hærra, eða 5,6%, samkvæmt yfirliti Vinnumála- stofnunar. Konum án vinnu fjölgaði um 130 í júh', þegar at- vinnulausar konur voru að jafn- aði um 3.500 konur. Atvinnu- leysi meðal kvenna hefur aldrei mælst meira í júlímánuði. Mikill meirihluti þessa hóps, eða um 2.400 konur, eru á höfuðborg- arsvæðinu þar sem 6,2% eða 16. hverja konu á vinnumark- aði vantar starf. Hlutfallið er jafn hátt á Suðurnesjum, enn hærra á Nl.-vestra (6,9%) og um 5% Nl.-eystra og Suður- landi. En hvernig má það vera að góðærið sneiðir svona fram hjá konunum? „Eftirspurn eftir starfsfólki virðist mun meiri í þeim geirum þar sem karlar eru dóminer- andi. Konur verða kannski að leita sér menntunar í þau störf þar sem eftirspurnaraukningin er,“ sagði Gunnar Sigurðsson, forstöðumaður Vinnumálastofn- unar. Hann segir átaksverkefnin nú færri. Fólki hafi fækkað í fiskvinnslunni, bæði vegna auk- innar tæknivæðingar og minni fisks, sem bitni meira á konum. Hagræðing í verslun, skrifstof- unum og bönkunum og niður- skurður hjá heilbrigðisstofnun- um geti haft áhrif. Með auknu skólastarfi stækki sá hópur kvenna sem vinnur við ræsting- ar og mötuneyti og verða tíma- bundið atvinnulausar yfir sum- artímann. E.t.v. hangi þetta hka eitthvað saman við fæðingaror- lofið, þar sem konur geti nú geymt sér bótarétt ef þær hafa t.d. sagt upp eða þeim verið sagt upp vegna þungunar. „Eft- irspurnaraukningin er hins vegar fyrst og fremst í fram- kvæmdageiranum, bæði meðal iðnaðarmanna og á stórum vinnuvélum, sem konur koma lítið nærri og síðan í tölvugeir- anum. Fólki virðist þannig hafa íjölgað mun meira í geirum vinnumarkaðarins þar sem karlar eru dóm- inerandi. En það má síðan vel vera að þensla í þjónustustarf- semi aukist í kjölfar þessara miklu fram- kvæmda, sem skapar störf fyrir konur", sagði Gunnar. Um 2,6% karla á höfuðborgarsvæðinu voru án vinnu en að- eins 1,2% á landsbyggðinni, þar sem hlutfallið var víða undir 1%. Atvinnulausar konur voru liðlega 200 fleiri í júlflok en að meðaltali í mánuðinum. Vinnu- málastofnun býst ekki við mik- illi fækkun á atvinnuleysisskrá í ágústmánuði. - HEI Gunnar Sigurðsson forstöðumaður Vinnumálastofnunar „Konurnar verða kannski að leita sér meiri menntunar í þau störf sem eftirspurn er eftir. “ Náttúruvernd Orð ráðherra út í hött Arnþór Karlsson, fyrrver- andi formaður Náttúru- verndarráðs og fræði- maður, sem hefur rannsakað lífríki Mývatns, er hissa á orð- um iðnaðarráðherra í blaðinu í gær, þar sem Finnur Ingólfsson sagði í umræðu um Kísiliðjuna við Mývatn: „Ætli það sé ekki þannig að Ytri-Flóinn væri hreinlega ekki til ef kísilgúr- námið hefði ekki farið fram. Sennlega væri þarna bara þurrt land.“ „Þetta er algjörlega út í hött og ekki í samræmi við raun- veruleikann," segir Arnþór. „Þótt vötn grynnist á löngum tíma er þetta bara gömul tugga sem kemur upp í hvert skipti sem efast er um áframhald Kís- fliðjunnar. Iðnaðarráðherra er enginn fagmaður á þessu sviði og ekki kosinn til að hafa betri þekkingu á lífríkinu þarna en sérfræðingar. Það er alvarlegt að ráðherra skuli hafa svona illa undirbyggðar skoðanir, ef rétt er eftir haft.“ BÞ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.