Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.08.1997, Side 10

Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.08.1997, Side 10
10 - Laugardagur 16. ágúst 1997 AKUREYRARBÆR Útboð Akureyrarbær óskar eftir tilboðum í frágang 1. hluta lóðar Giljaskóla við Kiðagil. Helstu magntölur eru malbik ca. 1500 fm., hellu- lögn ca. 1250 fm., gras og gróður ca. 1000 fm. Verkið skal hafið strax í ágúst 1997 og vera að fullu lokið 1. júlí 1998. Útboðsgögn voru afhent á Arkitekta- og verkfræði- stofu Hauks, Kaupangi við Mýrarveg, föstudaginn 15. ágúst nk. Tilboð verða opnuð á byggingadeild Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 4. hæð, föstudag- inn 22. ágúst nk. kl. 11 að viðstöddum þeim bjóð- endum sem þess óska. Minjasafnið á Akureyri Safnstjóri Staða safnstjóra við Minjasafnið á Akureyri er laus til umsóknar. Safnstjóri ber ábyrgð á stjórnun og rekstri safns- ins, fjármálum þess og safngripum; söfnum, varðveislu og skráningu, sýningum safnsins, og rannsóknum. Krafist er háskólamenntunar á sviði þjóðhátta- fræði, fornleifafræði eða öðrum sviðum menning- arsögu. Reynsla af safnstörfum og stjórnun æskileg. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veita Guðný Gerður Gunnars- dóttir, safnstjóri, sími 462 4162, Valgerður Jóns- dóttir, formaður stjórnar, 461 2718 (eftir kl. 19), og Ingólfur Ármannsson, sviðsstjóri hjá Akureyr- arbæ, sími 460 1461. Umsóknir skulu berast Minjasafninu á Akureyri, pósthólf 341, 602 Akureyri, fyrir 1. september nk. Jtioúadagivt útðöiu í OfOÍa af, oUum umiun (9piÖ ptd ki. 11-17 ÞJOÐMAL Heilindi eða hom í síðu bama og feðra - kveðja til Kvennaathvarfs kjölfar tveggja veraldarstyrj- alda fylgdi síkvikt umrót í mannlífinu. Naprir vindar hörmunganna viku þó smám saman fyrir þey vonar og nýrra viðhorfa. Kvenfrelsisskútan fékk öflugan byr í seglin og klauf öldu og báru. Áhöfnin var úrvalslið hugsandi kvenna hins vestræma menningarheims, þar á meðal Margaret Mead, Ruth Benedict, Juliet Mitchel, Shu- lamith Firestone og höfuðsnill- ingarnir Simone de Beauvoir og Betty Friedan, sem enn vísar okkur til vegar og eys úr nægta- brunni þekkingar og visku. í humátt fylgdi jafnréttisfley karlanna. Stefna var tekin í fjarlægt ævintýraland. Land jafnréttis, systra- og bræðlags. Eftir áratugasigiingu er Útópía fjarri sjónmáli. En eftir á að hyggja; mestu varðar að vera þó á leiðinni og leiðrétta stefn- una, þegar okkur ber af leið. Og líklega er svo um okkur farið nú. Konur í röðum fræðimanna hafa átt ríkan þátt í að benda okkur á eitt og annað í þekking- arleitinni, sem karlmannsaugað ekki greindi sökum kynblindu. Þær hafa auðgað fræðin. Þær hafa stiklað með okkur millum sjónarhóla, þannig að berja mætti skýrar augum það lands- lag, sem samskipti kynjanna hafa verið frá alda öðli. Manndómsvígslan Þegar grannt er skoðað um þann vettvang, sem er fjöl- skrúðugur heimur hinna ýmsu mannfélaga ár og síð, kemur í ljós, að hlutverk karla og kvenna eru harla keimlik, þótt tilbrigði séu augljós og vita- skuld beri að túlka sérhvert hátterni samkvæmt táknkerfi viðeigandi menningar. Körlum er kennd sú færni að afla, skapa og vernda. í allflestum tilvikum krefst sú færni skólun- ar, sem ævinlega felur í sér andlega og líkamlega atgervis- þjálfun, ögun og hermennsku af einhverju tagi. Sú sérstaka skylda hvflir á herðum hins unga sveins að tryggja viðgang og vöxt ættarinnar, útvega fæðu, finna sæði sínu frjósaman farveg og verjast árásum. Ýmis konar þraut og pína er óhjá- kvæmileg í þessari skólun. Ung- ir drengir skulu þola harðræði og sársauka. Og kynfæri þeirra eru iðulega skotspónn í því til- hti. Skólunin verður eins konar vígsla til manndóms. Hver einn ungur sveinn er mótaður og þjálfaður til karlmennsku og manndóms. Piltar, sem ekki hljóta vegsemd vígslunnar sök- um vangetu, sæta háði og spotti. Þeir verða trauðla menn. Almennt eru viðlíka kröfm- ekki gerðar til stúlkna. Þær læra hlutverk sitt með öðrum hætti og kynferðislegur hrottaskapur tengdur tileinkun kynhlutverks þeirra er miklu sjaldgæfari. Til að mynda telur tiltekinn hópur kvenna, að karlar séu upp til hópa undirrót hins illa í flestu tilliti. Jafnvel freistarar í Paradís. Meira að segja Kölski gamli er gæddur nýju lífi. Hann geysist ólmur allt umkring og sit- ur um vammlausar maríur til að nauðga, kúga og svívirða. Freistarar í paradís Samkvæmt þessari skoðun skil- yrðir hlutverk karls og konu hvort annað og ljóst má vera, að hlutverkin setja báðum kynj- um verulegar skorður og hindra mannlega blómgun. Til dæmis losnar síður úr læðingi sköpunargáfa kvenna og tilfinn- ingalegri grósku karla eru sköpuð óhagstæð skilyrði. Við þessa hlutverkaskiptingu er því miklum mannauði kastað á glæ. Það væru einber undur og stórmerki lykju menn upp ein- um rómi um þennan skilning. Til að mynda telur tiltekinn hópur kvenna, að karlar séu upp til hópa undirrót hins illa í flestu tilliti. Jafnvel freistarar í Paradís. Meira að segja Kölski gamli er gæddur nýju lífi. Hann geysist ólmur allt umkring og situr um vammlausar maríur til að nauðga, kúga og svívirða. í nýlegu kvenfrelsunarriti, bandarísku að uppruna, hljóm- ar fagnaðarerindið einhvern veginn svona: Karlmenn eru til þess eins nýtir að útvega okkur sæði. í annan tíma dreymdi öfgahópa um hina ergu para- dís. Vel má vera, að sá draumur rætist. Öfgafullt kvenfrelsi Hin öfgafullu kvenfrelsunar- sjónarmið hafa fest rætur í ís- lenskum jafnréttisjarðvegi. Einkum eru þau áberandi inn- an Kvennalista, samtaka um Kvennaathvarf og Stígamóta. En ákveðin huggun er það harmi gegn, að oft bylur hæst í tómri tunnu. En hlymur hinnar holu timnu er að verða með öllu óbærilegur. Hvar eru ís- lenskar atgerviskonur hinnar skynsömu og hófstilltu kvenna- hreyfingar? Hvar er Kvenrétt- indafélagið? Hvar eru Sjálf- stæðar konur? Nú er þörf að brýna busana. Eins og nærri má geta hefur umræðan um jafnrétti kynjanna stuðlað að nýjum lausnum á úr- lausnarefnum tengdum börnum og foreldrum. Umræðan hefur einxúg orðið hvati skynsamlegra lögsmíða og samþykkta mikil- vægra alþjóðasaminga um mál- efni karla, kvenna og barna. Á íslandi sér þess þó síður stað í opinberri þjónustu, en víða um- hverfis okkur. Lætur nærri, að á sumum sviðum þjónustu við íjölskyldur og börn sóum við nærri hálfri öld aftar á merinni en grannþjóðirnar. Þegar Kvennaathvarfið var stofnað 1982 höfðu íjölskyldur í vanda í fá hús að venda (og hafa raun- ar enn). Fórnarlömb og kúgarar Samtök um kvennaathvarf beittu sér fyrir stofnun athvarfs handa konum og börnum þeirra eins og gefur um að lesa í bæklingum þeirra og auglýs- ingum, sem dreift er víða um land. Konur eru hvattar til að leita ásjár og forðast þannig ill- víga karla sína. Samkvæmt skýrslu athvarfsins höfðu nokk- uð á þriðja þúsund kvenna leit- að ásjár og fulltingis í þeim ranni frá upphafi til ársloka 1993. Tæpt hálft annað þúsund kvenna hafði dvalið þar um lengri eða skemmri tíma ásamt svipuðum íjölda barna. Rekstur Kvennaathvarfsins er ijármagn- aður að mestu leyti af opinber- um aðiljum, sveitarfélögum og rflci. Hugmyndafræði sína sækja samtökin í hin ölgafullu kven- frelsunarfræði. í hnotskurn segja þau (dulítið stflfært); Kon- ur eru fórnarlömb, en karlar kúgarar. í því ljósi er auðskilin

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.