Dagur - Tíminn Reykjavík - 16.08.1997, Qupperneq 11
JDagur-®tmmn
Laugardagur 16. ágúst 1997 -11
PJÓÐMÁL
Á sumum sviðum þjónustu við fjölskyldur og börn eru íslendingar nærri hálfri öld aftar á merinni en grannþjóð-
irnar, segir Arnar Sverrisson í grein sinni. Honum þykir öfgqlull kvenfrelsissjónarmið einnig ráða full miklu í jafn-
réttisumræðunni hér á landi. ' Myn&.Gs
hvöt samtakanna til að bjarga
konum undan körlum. í sömu
fræðum eru konur verndarar
barna, sem feður sækjast einnig
eftir að kúga. Því skal bjarga
mæðrunum og börnum þeirra.
Um aðferðina gildir: Konum
skal alltaf trúa. Á þessum
grundveUi er konum gefnar
leiðbeiningar um það, hvernig
þær geti betur hagað b'íi sínu og
sumum vísað til atvinnumanna.
Hópsefjun
Mér er ánægjuefni að geta skýrt
frá því, að á mínar fjörur hafa
rekið konur eftir ábendingu frá
Kvennathvarfinu, sem lært hafa
af þeirri viðkynningu. En því
miður er hið gagnstæða algeng-
ara frá mínum sjónarhóli séð.
(Eftir því sem ég best veit hefur
ekki komið fyrir almennings
sjónir fræðileg úttekt á gagn-
semi Kvennaathvarfsins.) Illu
heilli er mér kunnugt um feður,
sem beygðir og brotnir sjá á
eftir mæðrunum með börn sín á
vit Kvennaathvarfs. Stundum er
engu líkara en um hópsefjun sé
að ræða, þegar mæður taka sig
upp í hópum og stefna suður
um heiðar.
Sé tilgangur Kvennaathvarfs
einangraður við það eitt að
skapa lúbörðum konum skjól,
væri í sjálfu sér ekkert við það
að athuga, nema ef vera skyldi
sanngirni þess að mismuna
kynjunum. Því gnægð er af lú-
börðum körlum (ef að líkum
lætur), sem þora ekki út úr
skápnum.
En öðru máh gegnir um þá
yfirlýstu stefnu Kvennaathvarfs
að hamla feðrum samneyti við
börn sín. Hafi ég skilið íslenska
löggjöf rétt, er það einvörðungu
í valdi þar til bærra yfirvalda og
þarf býsna þungir sakir til. Mér
er ekki kunnungt um lagalegt
umboð Kvennaathvarfs til að
dæma í meintri sök fóður um
oíbeldi í garð barna eða barns-
mæðra með áðurgreindum við-
urlögum. Aukin heldur er rétt-
ur feðra og barna til samvista
skýlaus að lögum og alþjóða-
samningum.
Ég vil trúa því, að stofnað
lllu heilli er mér
kunnugt um feður,
sem beygðir og
brotnir sjá á eftir
mæðrunum með
börn sín á vit
Kvennaathvarfs.
Stundum er engu
líkara en um hóp-
sefjun sé að ræða,
þegar mæður taka
sig upp í hópum og
stefna suður um
heiðar.
hafi verið til Kvennaathvarfs af
þeirri göfugu hugsjón að draga
úr ofbeldi fólks í hvors annars
garð. En eins og greinarkornið
ber með sér, velkist ég í rök-
studdum vafa rnn gildi aðferð-
arinnar og lögmæti starfsem-
innar.
Upplognar sakir
Að leiðarlokum þakka ég þau
hlýlegu orð, sem látin voru falla
í grein framkvæmdastjóra
Kvennathvarfsins nýlega í Degi-
Tímanum. Þau eru hér með
endurgoldin. Jafnframt leyfi ég
mér að beina tveim spurning-
um til Kvennaathvarfs, sem ég
veit að brenna á vörum margra
feðra jafnt sem fagmanna: Hef-
ur Kvennaathvarfið tölu á þeim
skjólstæðingum sínum, sem í
forsjárdeilum bera barnsfeður
sína upplognum sökum um
allra handa misþyrmingar?
(Rannsóknir og reynsla hafa
endurtekið gefið skýrar vís-
bendingar um þennan hóp
kvenna.) Hefur Kvennaathvarf-
ið vitneskju um og yfirlit yfir
skjólstæðinga, sem grunaðir
eru imi kynferðisleg afbrot
gegn börnum sínum?
HAFIVASAIVILAEÍ
Útboð
Hafnasamlag Norðurlands óskar eftir tilboðum í
smíði á hafnarhúsi ásamt frágangi á lóð og undir-
stöðum undir hafnarvog á lóð sinni við Fiskitanga
á Akureyri.
Stærð hússins er 430 fm. á tveimur hæðum, lóð
er 2670 fm.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hafnasam-
lags Norðurlands, Oddeyrarskála við Strandgötu,
frá kl. 13 miðvikudaginn 20. ágúst, og eru seld á
kr. 10.000,-
Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 8.
september kl. 11.
Hafnastjórinn.
Einstakt tækifæri -
ferð til Bandaríkjanna
Reykjavíkurlistinn býður stuðningsfólki
sínu upp á 7 daga ferð til Bandaríkjanna.
Flogið er til Baltimore 27. september til sunnudagsins 5.
október næstkomandi. Gist verður á glæsihótelinu Hotel
Sheraton Baltimore North. Farið verður í skoðunarférðir til
Washington, í Hvíta húsið og ýmsar stjórnsýslustofnanir
Bandaríkjanna heimsóttar. Hótelið er staðsett við eina stærstu
verslunarmiðstöð á austurströnd Bandaríkjanna, Towson Town
Mall. Verð á mann í tvíbýli í sjö nætur er kr. 44.000 ásamt flug-
vallarskatti. Fyrir þá sem vilja framlengja ferðina um viku og
njóta sólarinnar í Florida er boðið upp á vikuferð til Fort Lau-
derdale með gistingu á ferðamannahótelinu Bahia Cabana
Resort. Viðbótarverð vegna þessa er kr. 27.000 á mann í tví-
býli.
Fararstjóri verður Guðlaugur Tryggvi Karlsson sem
veitir nánari upplýsingar.
---------------------------------------------------------------------'Á
Utboö
Óskað er eftir tilboðum í eftirtalin tæki í eigu Bæj-
arsjóðs Akureyrar.
Jeppabifreið Mitsubishi Pajero árgerð 1983.
Jarðýta Caterpillar D3 62 hö. árgerð 1978.
Sorpbifreið Ford B 1411 árgerð 1979.
Tæki þessi eru til sýnis við Áhaldahús Akureyrar-
bæjar, Tryggvabraut 9, og eru þar veittar upplýs-
ingar um ofangreind tæki.
Tilþoðum skal skila á skrifstofu bæjarverkfræðings
fyrir kl. 11 þriðjudaginn 26. ágúst 1997 og þá
verða þau opnuð að viðstöddum þeim aðilum sem
þess óska.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða
hafna öllum.
Bæjarverkfræðingur.
J
THE BODY SHOP
Skin & H a i r C a r e Products
Verslunarstjóri
á Akureyri
The Body Shop á íslandi óskar eftir að ráða verslunarstjóra, ekki
yngri en 25 ára, í verslun okkar, sem við munum opna á Akureyri
um mánaðamótin sept./okt. ’97.
Um framtíðarstarf er að ræða.
Við leitum að einstaklingi sem hefur:
• Áhuga á umhverfis- og velferðarmálum.
• Þekkingu og áhuga á snyrtivörum.
• Þjónustulund og reynslu af sölustörfum.
• Frumkvæði og getur starfað sjálfstætt.
• Enskukunnáttu.
• Skipulögð vinnubrögð.
• Er jákvæður og getur komið í starfsþjálfun í Reykjavík,
lágmark 2-3 vikur, fyrir opnun verslunarinnar.
Auk þess óskum við eftir:
Starfsmanni til afgreiðslustarfa f hlutastarf e.h., ca. 50%-60%.
Við leitum að jákvæðum einstaklingi sem hefur:
• Reynslu af sölustörfum og þjónustulund.
• Frumkvæði og getur starfað sjálfstætt.
• Áhuga á umhverfis- og velferðarmálum.
• Áhuga á snyrtivörum.
Umsóknir eru trúnaðarmál og þeim verður öllum svarað. Vinsamleg-
ast sendið ítarlegar skriflegar umsóknir, ásamt mynd og meðmæl-
um fyrir 23. ágúst nk. til:
The Body Shop á íslandi,
Laugavegi 51, pósthólf 1742, Rvk.