Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.08.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.08.1997, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 26. ágúst 1997 - 5 Reykjavík Flestir byggingaverk- takar eru orðnir von- biðlar Húsnæðis- nefndar Reykjavíkur, svo flestar blokkir eru nú hannaðar inn í hennar staðla. Vérulegar breytingar hafa verið að gerast í bygging- um íbúðablokka, eigin- lega án þess að nokkur taki eftir því. Þar er allt skorið niður í dag,“ sagði Magnús Sædal, byggingafulltrúi í Reykjavík, sem lýsir athygliveröri þróun í íbúðabyggingum í borginni. „Sjálfar íbúðirnar hafa verið klipptar niður alveg miskunar- laust, og stigahúsunum síðan ýtt útfyrir húsin, sem hafa því smám saman verið að dragast saman. Teppa- eða dúklagðir, upphitaðir stigagangar eru þannig ekki lengur til í íbúða- blokkum." I yfirliti frá byggingafulltrúa kemur fram að þær 519 íbúðir sem fullgerðar voru í Reykjavík í fyrra voru 21 m3 minni en árið áður. Aðalskýringuna á þessu segir Magnús felast í því að Hús- næðisnefnd Reykjavíkur sé nú farin að kaupa íbúðir á frjálsum markaði. Hún hafi því eignast marga vonbiðla, sem reyni að teikna sig inn í þá staðla og stærðarviðmiðanir sem nefndin notar, í von um að geta selt henni húsin sem þeir eru að byggja. „Þetta þýðir, að í raun- inni er verið að troða því hús- næði, sem við getum kallað fé- lagslegt, upp á alla. Því það er lítið sem ekkert annað á mark- aðnum.“ Magnús segir þá sem skoða nýbyggingahverfin í dag komast að því að hinar hefðbundnu íbúðablokkir séu ekki lengur hefðbundnar. „Heldur er raun- verulega búið að „úrbeina“ þessi hús, t.d. með því að ýta öllum svalagöngum út fyrir þau, þar sem þeir liggja opnir gegn veðri og vindum. Sama er að segja um stigahúsin. Og þar sem gangar og stigar liggja utaná mælast þeir ekki lengur með í stærð hússins, sem einnig verð- ur þá ódýrara vegna þess að ekki þarf að borga gatnagerðar- gjöld af opnum rýmum.“ Magn- ús segist hafa ákveðnar áhyggj- ur af þessari þróun. „Því þegar allt er komið niður í minimal stærðirnar fer þetta að verða svolítið krítiskt. Maður sér t.d. hjónaherbergi þar sem varla er hægt að koma inn barnarúmi nema með herkjum. Og ég hef Magnús Sædal, byggingafulltrúi í Reykjavík, segir byggingaverktaka nú vera vonbiðla Húsnæðisnefndar og hanna hús samkvæmt staðli félagslegs íbúðarhúsnæðis. Því hafi byggingastíllinn verið að breytast án þess að menn hafi tekið eftir því. orðið þess var að ungt fólk sem fengið hefur reynslu af þessu er jafnvel að reyna að kaupa í eldri húsum þar sem það veit að rými er meira. „Ég hef líka áhyggjur af því að við, hér á norðurhjara, skul- um byggja okkur hús sem eru svona mikið opin. Því það koma hér vetur sem valda miklum vandræðum út af snjó og hálku á svona svalagöngum. Og á sama tíma og við erum að opna þetta er síðan fólk í gamla bæn- um að sækjast eftir að fá að byggja yfir útitröppurnar hjá sér. Ég hef ekkert á móti þessum húsum í heild sinni, en vil að menn geri eitthvað til að draga úr þessum neikvæðu áhrifum,“ segir Magnús. - HEI Breyttur byggingastíll Loðna um 20 prósent Heildarloðnuaflinn frá 1. júlí sl. var kominn í 419 þúsund tonn í gær. Þar af nemur afli erlendra skipa um 50 þúsund tonnum. Þetta er 20% meiri heildar- afii en á sama tíma í fyrra. Mestur aíli hefur borist á land hjá SR-mjöli á Siglu- firði, eða tæp 60 þúsund tonn. Að sögn Teits Stefánsson- ar, framkvæmdastjóra Fé- lags ísl. fiskmjölsframleið- enda, var heildaraíli loðnu á sama tíma í fyrra 351 þúsund tonn. Þar af nam afli erlendra skipa um 40 þúsund tonnum. Hann segir menn vera mjög ánægða með vertíðina í sumar, en töluvert hefur dregið úr veiðinni að undanförnu. Þar ræðiu- mestu lokun veiði- svæða úti fyrir Norðurlandi vegna smáloðnu. Af þeim sökum m.a. hafa mörg skip hætt loðnuveið- um í bili og snúið sér að öðrum veiðum. Vegna góðr- ar veiði í sumar eru margar útgerðir komnar langt með kvóta sína og vilja bíða með frekari veiði þangað til loðnan verður hæf til fryst- ingar. Bræla var á loðnum- iðunum í gær. -grh Listafólk Ekki verið að nöldra yfír neinum smámunum „Það sem sást á myndinni ykkar var aðeins lítið brot af mununum. Sýningin var gereyðilögð," segir Eyrún Sigurðardóttir. etta voru engir smámunir sem þarna áttu sér stað og viljum við koma því á framfæri, þetta má ekki hta út eins og við sóum eldri dömur nöldrandi yfir einhverjum smá- munum,“ sagði Eyrún Sigurðar- dóttir, myndlistarkona í Gjörn- ingaklúbbnum, í samtah við Dag-Tímann. „Á myndinni ykkar sem birt- ist á föstudaginn sést aðeins lít- ill hluti af sýningunni, aðeins tæpur fjórðungur hennar, en af því sem sést á henni má nefna að uppblásnu konunni á mynd- inni var stolið, og karlinn henn- ar var sprengdur. Við erum að tala um að sýningin var eyði- lögð gjörsamlega með skemmd- arverkum og þjófnaði. Þetta var orðin dapurleg útilegustemmn- ing, vægast sagt,“ sagði Eyrún. Á öðrum stöðum í sýning- unni var Uka stoUð og skemmt, meðal annars risastórri útstill- ingarkrukku, auglýsingu fyrir ilmvatn, auk ýmissa smærri muna. „Við í Gjörningaklúbbnum höfum fengið góðar móttökur almennt séð og fólk hefur skemmt sér vel,“ sagði Eyrún. Framundan hjá klúbbnum eru ýmis verkefni á erlendri grundu, nám og sýningar. Næsta sumar tekur hópurinn þátt í Íslandshátíð í þjóðleikhúsi Þjóðverja. -JBP Eidri borgarar Geysileg viðbrögð Við höfum fengið geysilega mikil viðbrögð eftir að ijölmiðlar skýrðu frá þessu. Það er mikið hringt í Val- höll og það verður gaman að sjá viðbrögð formanna annarra stjórnmálaílokka. Þetta hefur oft verið rætt þar... Nei, enn hefur engin umræða komið upp að stofna nýtt þverpólitískt afl, enda held ég að menn sjái reynsluna af því að hlaupa upp og stofna ný stjórnmálasamtök hér,“ segir Guðmundur Hallvarðsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins. í byrjun október er stefnt að undirbúningsfundi fyrir hreyf- ingu eldri borgara innan flokks- ins. Guðmundur segir t.d. mjög gott fyrir forystu Sjálfstæðis- flokksins að ná beintengingu með stofnun samtakanna við þennan stækkandi hóp í þjóðfé- laginu. BÞ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.