Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.08.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 26.08.1997, Blaðsíða 9
^Oagur-'CEíímmrt PJÓÐMÁL Þriðjudagur 26. ágúst 1997 - 9 Atkvæðagreiðsla um álver Greiöa á atkvæði um álver á Dysnesi við Eyjafjörð. Bjarni E. Guðleifsson náttúrufrœðingur skrifar Enn er uppvakin umræðan um álver við Eyjaijörð og það þrátt fyrir að iðnað- arráðherra hafi lýst því yfir að Eyjafjörður væri ekki lengur valkostur fyrir álver, vegna þess að þar ætti að efla mat- vælaframleiðslu. Honum var þá Ijóst að matvælaframleiðsla og mengandi stóriðja eiga ekki samleið. Þessi skynsama yfir- lýsing var áfall fyrir stóriðju- postulana og þeir hafa reynt að koma álveri við EyjaQörð enn á dagskrá. Nú er búið að klæða úlfinn í sauðagæruna og heitir hann stóriðjulóð á Dysnesi. Þetta er gert undir merkjum aðalskipulags Arnarneshrepps og er sagt að þar sé ekki verið að kjósa um álver, heldur stór- iðjulóð. Snemma í júh' var íbúum Arnarneshrepps kynnt aðal- skipulagið og augljóslega var álver þar í öndvegi. Þarna voru alls konar stórmenni með er- indi svo sem fulltrúar aðal- skipulagsins, Markaðsskrifstofu Iðnaðarráðuneytisins og Lands- virkjunar, Héraðsnefndar Eyja- fjarðar, Byggðastofnunar, Verk- fræðistofunnar Vatnaskila, Mengunarvarnadeildar Holl- ustuverndar rfkisins og Skipu- lags ríkisins. Eini stóriðjukost- urinn sem var kynntur var ál- ver. Á þessum fundi kom tvennt fram sem staðfestir að einung- is er nú verið að greiða atkvæði um álver en ekki stóriðju al- mennt: 1) Markaðsskrifstofan býður ekki upp á neinn annan valkost en álver vegna þess að ekkert annað rekur á fjörur þeirra. 2) Mengunarspáin frá Dysnesi, sem kynnt var á fund- inum, miðaðist við lítið álver (200 þúsund tonn) staðsett norðan við Pálmholtslæk. Þetta er lóð sem mundi nægja fyrir alla venjulega stóriðju fyrir ís- lenskar aðstæðm-. Hins vegar er talið að ekki þýði að bjóða er- lendum aðilum upp á annað en lóð fyrir tvöfalt stærra álver (400 þúsund tonn) og þá nær lóðin langt suður fyrir Pálm- holtslæk og það mun vera sú lóð sem á að greiða atkvæði um. Mér þykja það léleg vinnu- brögð að kynna dreifingarspá Öðru áfalli urðu stór- iðjupostularnir fyrir þegar Héraðsnefnd fékk niðurstöðu skoðanakönnunar um afstöðu Eyfirðinga til álvers í firðinum. Þar kom fram að um helmingur íbúanna er andvígur byggingu ál- vers. fyrir helmingi minna álver en það sem greidd verða atkvæði um. Þetta er slæm kynning og raunar blekking. Öðru áfalli urðu stóriðju- postularnir fyrir þegar Héraðs- nefnd fékk niðurstöðu skoð- anakönnunar um afstöðu Ey- firðinga til álvers í firðinum. Þar kom fram að um helming- ur íbúanna er andvígur bygg- ingu álvers. Þetta var ánægju- leg niðurstaða og sýnir að Ey- firðingar eru þátttakendur í þeirri hugarfarsbreytingu sem er að verða um víða veröld, breytingu til umhverfisvænnar hugsunar, langtímahugsunar í stað skammtíma gróðahyggju. f umhverfisstefnu Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar segir „að búvöruframleiðsla í héraðinu fari fram í óspilltu umhverfi." Eflaust er hugmyndin að full- vinnsla sjávarafurðanna verði einnig undir umhverfisvænum merkjum. Er álverslóðin á Dys- nesi skref í þá átt? í skýrslu Héraðsnefndar um atvinnuupp- byggingu á Eyjafjarðarsvæðinu segir: „Stefna ber að því að Eyjafjarðarsvæðinu verði sköp- uð ímynd sem vistvænt svæði Beri Arnarneshrepps- búar ekki gæfu til að hafna álverslóðinni er von til þess að í framtíðinni muni skynsamir Eyfirðingar gera það fyrir þá. matvælaiðnaðar og ferða- ntennsku". Orðið álver felur í sér neikvæða ímynd og það kann að vera að það versta við álver á Dysnesi sé ekki meng- unin, heldur sú ímynd sem það skapar svæðinu. Atkvæða- greiðslan um álverslóðina á Dysnesi er ekki bara mál eins sveitarfélags, þetta er mál okk- ar allra. Beri Arnarneshrepps- búar ekki gæfu til að hafna ál- verslóðinni er von til þess að í framtíðinni muni skynsamir Ey- firðingar gera það fyrir þá. Minnumst þess að Kjósverjar og Kjalnesingar vöknuðu upp við vondan draum og of seint varðandi Grundartangaálverið. Hvers vegna vinstra blað? Guðmundur Helgi Þórðarson fyrrv. heilsugœslulœknir skrifar egar Dagur-Tíminn gerði samning við vinstri flokk- ana um að blöð þeirra hættu að koma út, en Dagur- Tíminn yfirtæki með einhverjum hætti hlutverk þeirra, hljótum við að áh'ta að Dagur-Tíminn hafi undirgengist að túlka vinstri sjónarmið í landsmálum, t.d. með hliðstæð- um hætti og Morgunblaðið túlk- ar sjónarmið hægri armsins. Þetta voru jú vinstri flokkarnir sem samið var við. Sighvatur sagði líka að blaðið ætti að vera með hjartað vinstra megin. Því er haldið fram að ekki sé lengur hægt að halda úti flokks- blöðum, dagar þeirra séu liðnir. Því til sönnunar er bent á örlög vinstri blaðanna, sem nú eru hætt að koma út, svo og erfið- leika Tímans og Dags, eftir að SÍS hrundi. Mönnum sést þá yf- ir það að útbreiddasta blað landsins er flokksblað og það virðist síður en svo draga úr því þróttinn. Morgunblaðið er mál- gagn Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki talið gefið út af Sjálf- stæðisflokknum en það er gefið út af sjálfstæðismönnum og hagar vinnubrögðum sínum í samræmi við hagsmuni flokks- ins. Fullyrðingin um að dagar fiokksblaðanna sé liðnir er því röng. Það er tugga sem menn japla á hugsunarlaust og án þess að kafa dýpra í málið. Hins Þessi blöð urðu því að treysta eingöngu á áskrifendur sína, stuðningsmenn og starfsmenn, sem allt var eignalítið fólk með lágar tekjur. vegar má halda því fram að tími vinstri flokksblaðanna sé liðinn x' bili og það á sér sínar orsakir. Morgunblaðið hefur alla sína tíð stuðst við eignastéttirnar í landinu og hefur túlkað sjónar- mið þeirra og gætt hagsmxma þeirra. Eignastéttirnar hafa svo verið í aðstöðu til að styðja blað sitt dyggilega án þess að greiða það úr eigin vasa. Þær ráða yfir obbanum af fjámagni þjóðar- innar og ílestum stærstu fyrir- tækjunum og eru þanrng drottnandi á auglýsingamark- aðinum, en mér er sagt að aug- lýsingatekjur skipti sköpum um afkomu dagblaða. Þannig láta eignastéttirnar almenning greiða útgáfukostnað blaðs síns eftir krókaleiðum. Vinstri blöðin höfðu aldrei aðgang að neinum peningalind- um af þessu tagi. Þau voru mál- gögn lágtekjufólksins, sem átti engin fyrirtæki og hafði ekkert að auglýsa og varð því að greiða úr eigin vasa ef það vildi styrkja málgögn sín. Þessi blöð urðu því að treysta eingöngu á áskrifendur sína, stuðnings- menn og starfsmenn, sem allt var eignalítið fólk með lágar tekjur. Þetta gekk á meðan trúnaður ríkti milli vinstri blað- anna annars vegar og áskrif- endanna hins vegar. Lesendur keyptu blaðið á meðan það hélt trúnað við málstað þeii’ra og beitti sér fyrir jöfnuði í samfé- laginu. Starfsmenn blaðanna unnu svo störf sín af fórnfýsi hugsjónamannsins og voru lengst af jafn fátækir og það fólk sem þeir unnu fyrir. Utgáfa vinstri blaðanna hefur þannig lengst af byggst á því að bæði útgefendur og áskrifendur væru Það er full þörf á að skerpa baráttuna fýrir jöfnuði. Stærsti flokk- ur landsins og flokks- blað hans, útbreidd- asta blað landsins, hafa þjóðfélagslega mismunun beinlínis á stefnuskrá sinni. hugsjónamenn, og svo mun verða áfram meðan þjóðin skiptist í fátæka og ríka. Samkvæmt míniun skilningi heitir það vinstri stefna að beita sér fyrir jöfnuðl í þjóðfélaginu. Það hefur alla tíð verið megin- inntak vinstri stefnu. Þegar vinstri flokkarnir lögðu niður málgögn sín og afhentu Degi- Tímanum áskrifendalista sína, hlýtur það að hafa verið í trausti þess að Dagur-Tíminn setti það ofarlega á sína stefnu- skrá að beita sér fyrir þjóðfé- lagslegxim jöfnuði. Án þess væri þessi aðgerð út í hött. Því miður eru svör ritstjóranna mestan part í axarskaft þegar þeir eru spurðir um þetta. Það er full þörf á að skerpa baráttuna fyrir jöfnuði. Stærsti flokkur landsins og flokksblað hans, útbreiddasta blað lands- ins, hafa þjóðfélagslega mis- munun beinlínis á stefnuskrá sinni. Má þar nefna launakerfið, skólakerfið, heilbrigðiskerfið og íleira. Þessi barátta fyrir auknu misrétti hefur borið árangur. Jöfnuði hefur hrakað, og það er von á meiru af því tagi. Mismun- un þegnanna er talinn einn helsti aflvaki athafnalífsins, eílir samkeppnina. Ef Dagur-Tíminn tekur hlutverk sitt alvarlega og berst af heiðarleik og einurð fyr- ir jöfnuði á íslandi þá óttast ég ekki um framtíð hans. En til þess dugar ekki fagmennskan ein og sér. Hjartað þarf að vera á réttum stað. Það þarf hugsjón. Um leið og blaðið tekur við af vinstri blöðunum, tekur það að sér ákveðið hlutverk í þjóðmála- baráttunni. Ef því hlutverki verður ekki sinnt á viðunandi hátt, er verið að plata.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.