Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.09.1997, Page 1
1
1
1
LIFIÐ I LANDINU
FÖStudagur 5. september 1997 - 80. og 81. árgangur -166. tölublað
Margír íslendingar
í Búddistafélagínu
Ragnar Francis við Búddaiíkneskið, sem bíður þess að komast úr geymsluhúsnæði í einbýlishús og síðar í Búddahof þegar það rís af grunni.
A Islandi þurfa
Búddamunkar að
semja sig að breytt-
um aðstœðum eins
og aðrir innflytj-
endur, til að mynda
fá sér skó.
Aðstæður hér eru ekki þær
sömu og í fátæku löndun-
um þar sem búddistar
eru þölmennastir. Það væri til
dæmis erfitt fyrir Búddamunka
að ferðast hér fáklæddir og ber-
fættir, eins og þeir eru vanir
annars staðar,“ sagði Ragnar
Francis Munasinghe, sem svar-
ar þeim sem bregðast við aug-
lýsingu í DV: „2 Búddamunkar
óska eftir 4-5 herbergja íbúð í
Reykjavík eða nágrenni." í ljósi
þess að Búddamunkum ber að
lifa afar fábrotnu lífi, m.a.s.
borða ekki nema það sem þeim
er gefið, þótti auglýsingin at-
hygliverð.
Vilja búa vel að
munkunum
„Petta húsnæði er ekki krafa
búddamunkanna, heldur er það
Búddistafélag fslands sem vill
búa vel að þeim og skaffa þeim
frið og næði til hugleiðslu og til
að taka á móti fólki. Á hinn
bóginn eru búddamusteri og
dvalarhús munnkanna í Aust-
urlöndum eins og hallir, þótt
þeir séu ekki sjálfir að sækjast
eftir íburði.“ Ragnar segir þann
munkanna sem hér hefur verið
frá upphafi hafa búið í litlum
bflskúr, sem félagið innréttaði
fyrir hann. „En nú þurfum við
að hýsa tvo og stórt Búddalík-
neski. Þess vegna leitum við að
viðeigandi húsnæði - svona 3
herbergjum handa munkimum
sjálfum og auk þess stóra stofu
eða sal - þangað til við höfum
sjálfir byggt Búddamusteri og
dvalarhús." Ragnar segist hafa
fengið þó nokkur og vinsamleg
viðbrögð við auglýsingunni.
„Hugsunin hjá okkur, þegar
við stofnuðum félagið, var að
byggja upp lítið musteri og hús.
En síðan kom prinsessan af Tæ-
landi alveg óvænt og henni datt
í hug að gefa Búddistafélaginu
musteri."
íslendingar þriðji
stærsti hópurinn
í Búddistafélaginu eru nú hátt á
þriðja hundrað félagsmenn.
Stærstu hópana, segir Ragnar,
Tælendinga (aðallega konur
sem íslenskir karlmenn hafi
flutt til landsins og börn
þeirra), Víetnama og í þriðja
lagi íslendinga. „Já, það eru
nokkuð margir íslendingar í fé-
laginu," sagði Ragnar. Sumir
hafi komið með tælenskum
konum sínum. „En þetta eru
ekki síður fræðimenn og fleiri
sem hafa áhuga á þessu."
Sjálfur er Ragnar frá Sri
Lanka. Upphaflega nafnið hans
sagði hann að þýddi Óskar Að-
alsteinn viturt Ijón, sem hann
breytti á íslandi í Ragnar
Francis. „Móðir mín kenndi
mér búddisma þegar ég var
barn, en ég hef aldrei lært hann
af bókum. Þetta eru ekki trúar-
brögð, heldur opin lífspeki, sem
öllum er heimilt að kynna sér.“
Ragnar segist lærður rafmagns-
verkfræðingur með áhuga á
tölvum, rafmagni, heimspeki og
stjórnmálum og fleiru.
Tungumálið lykillinn
Þótt nokkur erlendur hreimur
sé en á íslenskunni hjá honum
dáðist blaðamaður að því hvað
hann hafi náð ílóknum beyging-
um málsins vel og sömuleiðis
miklum orðaforða.
„Ég vildi samt tala máhð
miklu betur en ég geri núna -
langar að læra það almenni-
lega. Ákveði maður að vera á
íslandi þá þarf maður að verða
einn af íslendingum, annars
gengur þetta ekki. Ég er þess
vegna alltaf að
ávíta Tælend-
ingana. Þeir
vilja ekki læra
íslensku, og ekki
tala málið.
Réykj avíkurborg
er búin að bjóða
þeim ókeypis
fræðslu, en þeir
mæta ekki. Aft-
ur á móti eru
Víetnamar dug-
legir að læra
málið, agaðir og
góðir í þessum efnum. Enda
þarf maður að lifa lífinu þar
sem maður býr.
Læri fólk ekki málið getur
það ekki haft samskipti við ís-
lendinga, ekki horft á sjón-
varpsfréttirnar, ekki lesið blöð-
in eða á annan hátt aflað sér
nauðsynlegs fróðleiks um um-
hverfi sitt, rétt-
indi og skyldur
sem Islending-
ar,“ sagði
Ragnar Franc-
is. Hann sagðist
lesa öll blöð
sem hann
kæmist yfir - er
meira að segja
áskrifandi að
öllum íslensku
dagblöðunum -
þar sem áhugi
hans beinist
einkum að fréttum og greinum
um pólitík, tækni og vísindi.
- HEI
„Nú þurfum
við að hýsa tvo
munka og stórt
Búdda-
líkneski. “