Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.09.1997, Qupperneq 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.09.1997, Qupperneq 2
14 - Föstudagur 5. september 1997 jDagur-ÍCmnmt LIFBÐ I LANDINU Háskólinn á Akureyri Sigrún Magnúsdóttir, forstöðumaður bókasafnsins. virkilega aðlaðandi fyrir nem- endur sem vilja hafa haldgóða þekkingu í upplýsingatækni í öllum þeim greinum sem há- skólinn kennir." Þorsteinn segir að það sem einkenni skólann öðru fremur er að hann nýtir þá þekkingu seri fyrir er á öðrum stofnun- um í þjóðfélaginu. „Við höfum ekki bolmagn til að byggja alla þessa þekkingu upp hjá okkur sjálfum en nálgumst hana með því að vera með samstarf á jafnréttisgrundvelli við stofnan- ir á skildum sviðum. Þar má nefna sem dæmi rannsókna- stofnanir atvinnuveganna, Haf- rannsóknastofnun, Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins og Iðntæknistofnun og svo auð- vitað Háskóla íslands og aðra skóla á háskólastigi." Afmælið Hápimktin- 10 ára afmælisins er opnun bókasafnsins en þar er forstöðumaður Sigrún Magn- úsdóttir. Hún byrjaði í tómu herbergi með nokkra bóka- kassa fyrir 10 árum en nú á safnið yfir 25000 bindi, þar af helming sem telst virkur safn- kostur. „Bókasafnið er í örum vexti enda streyma nú gjafir til safns- ins í tengslum við afmælið, bæði frá einstaklingum og stofnun- um. Við byrjuðum á núlli en þetta hefur byggst upp jöfnum höndum með kennslugreinun- um. Það sem við höfum þurft að gera er að hagnýta okkur tölvu- tæknina og með þeim hætti höf- um við getað útvegað okkur efni með miliisafnaláni." Sigrún segir nýja bókasafnið sem er til húsa í Sólborg algjöra byltingu á starfsaðstöðu nem- enda, kennara og allra við skól- ann. Þá hvetur hún almenning til að nota safnið enda sé það öllum opið. í tenglsum við af- mælið verður hstaverkasýning á safninu og verður Sigrún Eld- járn fyrst til að skreyta veggina. Greinar sem fest hafa í sessi „Við erum með eina B.S.-námið í sjávarútvegsfræði sem kennt er á háskólastigi og vorum fyrstir til að bjóða upp á nám fyrir leikskólakennara á há- skólastigi og nám í gæðastjórn- un og iðjuþjálfun á því stigi.“ Hver er kosturinn við að vera nýr háskóli á íslandi? „Æth hann haldist ekki í hendur við það að við ætluðum okkur ahtaf að hafa þennan skóla öðruvísi en Háskóla ís- lands. Hér hefur ahtaf verið lögð áhersla á aðrar og nýjar greinar og þær greinar sem vöntxm er á landsbyggðinni, eins og t.d. hef- ur verið með kennara og hjúkr- unarfræðinga.“ Er eitthvað í burðarliðnum með kennslu í hefðbundnum greinum? „Nei, ég sé ekki fram á það. Háskóhnn á Akureyri vhl vera atvinnulífsháskóli sem útskrifar hæft fagfólk sem er tilbúið að taka að sér leiðandi störf í fyrir- tækjum og stofnunum. Þessar hefðbundu fræðigreinar eru að vísu kenndar hér í háskólanum en þá sem tæki til að öðlast þá hæfni sem þarf til að ná árangri íh'fi og starfi." Framtíð skólans „Framtíðin byggist að miklu leyti á umgjörð háskólasvæðis- ins og á auknu samstarfi mhli deUda háskólans. Síðan þarf að gera námsframboð innan hverrar deildar fjölbreyttara og styrkja þátt tölvu- og upplýs- ingatækni þannig að hann verði I dag á Háskólinn á Akureyri afmœli en hátíðarhöld fara að mestum hluta fram á morgun. Menn munu þá fagna vel- gengni skólans en nýjungar sem skól- inn hefur fitjað upp á hafa allar fest sig í sessi. Háskóhnn á Akureyri hóf starfsemi með kennslu á tveim- ur brautum, iðnrekstrar- og hjúkrunarbraut, 5. september 1987 en var þó ekki stofnaður með lögum frá Alþingi fyrr en vorið eftir. „í höfuðatriðum hefur starfið gengið mjög vel,“ segir Þor- steinn Gunnarsson, sem verið hefur rektor skólans frá árinu 1994. „Það sem einkennir starf- ið hérna er ör þróun og hæfi- leikaríkir kennarar. Útskrifaðir nemendur okkar eru því eftir- sóttir af fyrirtækjum og stofn- unum og vonandi helst það áfram.“ Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri. er 10 ara Hlaupið yíir brúna Hlaupið fyrir vímiUausan bæ, eru einkunnarorð Brúarhlaups Selfoss, sem fram fer næstkomandi laugar- dag, 6. september. Búist er við allt að 1.200 þátttakendum en þátttaka í hlaupinu hefur vaxið stöðugt - ár frá ári - frá því það var fyrst háð 1991. Að sögn Sig- urðar Jónssonar, framkvæmda- stjóra hlaupsins, er merkjan- legur mikill áhugi fyrir hlaup- inu að þessu sinni, og margir hafa nú þegar tUkynnt um þátt- töku sína. Hjólað og hlaupið í Brúarhlaupi Selfoss geta þátt- takendur hlaupið 2,5 km skemmtiskokk, 10 km hlaup og 21 km hálfmaraþon. Einnig eru í boði 12 og 5 km leiðir fyrir reiðhjólafólk. Skráning í hlaup- ið stendur alveg fram á morgun keppnisdags, og fer skráning fram í verslunarmiðstöðinni Kjarnanum á Selfossi og í Reykjavík á skrifstofu Ung- mennafélags íslands að FeUs- múla 26. Skráningargjald er 800 kr. fyrir tólf ára og eldri og 400 kr. fyrir þá sem yngri eru. Greiðist gjaldið við skráningu. Hjólareiða- menn sem taka þátt í Brúar- hlaupinu verða ræstir kl. 13 og þátttakendur í hálfmaraþoni hálfri klukku- stund síðar. Þeir hlauparar sem taka þátt í 10 km. hlaupi og 2,5 km. skemmtiskokki eru ræstir út hálfri klukkustund síð- ar. - Að hlaupi loknu fá þátttak- endur svalaþrykk og geta farið í frítt í sund á eftir. AJlir sem taka þátt í Brúarhlaupinu fá verðlaunapening en auk þess fá karl og kona sem eru fyrst í mark í hverri vegalengd kjúkl- ingapakka í verðlaun og í hálf- maraþoni fá sigurvegararnir fría gistingu í Gesthúsum á Sel- fossi eða á Hótel Vík í Mýrdal. Hlaupið fyrir vímu- lausan bæ Sigurður Jóns- son segir að einkunnarorð hlaupsins nú, Hlaupið fyrir vímulausan bæ, sé meðal ann- ars tilkomið vegna þess að fyrr í sumar markaði bæjarstjórn Selfoss sórstaka áætlun í vímuefnamál- um í tilefni af 50 ára afmæli Selfoss sem sérstaks sveitarfé- lags. Áður hefur meðal annars verið hlaupið fyrir atvinnulífið í bænum og líflegan miðbæ, svo nokkur þemaefm fyrri ára séu nefnd. -sbs. Keppendur í Brúarhlaupi Selfoss taka á rás yfir Ölfusárbrú. Dagskráin Afmælishátíðin hefst klukkan 13:50 á laugardaginn með harmonikuleik í hátíðartjaldi á háskólasvæðinu. Síðan taka við ávörp formanns afmælisnefnd- ar Sigrúnar Magnúsdóttur, Þor- steins Gunnarssonar rektors, Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra, Þórarins E. Sveinssonar forseta bæjarstjórnar, Guðna Gunnarssonar fulltrúa stúd- enta, Árna Laugdal stjórnfræð- ings og gefenda. Bókasafnið verður formlega opnað klukkan 15:40 og hátíðagrill verður á milli 18:00 og 22:00. Þá segir Þorsteinn afmælið kærkomið tækifæri til að minna á hið glæsilega háskólasvæði sem er í miðri íbúðabyggð Ak- ureyrar og þær áætlanir sem háskólinn hefur gert um upp- byggingu á því svæði. „Nú er háskólinn til húsa að Sólborg, að Þingvallastræti 23, Glerár- götu 36 og í Oddfellowhúsinu auk þess sem kennt er á Fjórð- ungssjúkrahúsinu. Það er óhentugt að vera svona dreifð um bæinn, sérstaklega fyrir svona litla stofnun en áætlunin um framtíðaruppbyggingu er sú að öll starfsemin verði á Sól- borg. Við erum þá að tala um byggingar sem eru um 5000 fermetrar í viðbót." -mar Brúarhlaup Selfoss verður hdð nœst- komandi laugar- dag og er húist við allt að 1.200 þátt- takendum.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.