Dagur - Tíminn Reykjavík - 05.09.1997, Side 3
ÍDaSur-®únmn
Föstudagur 5. september 1997 - 15
LÍFIÐ í LANDINU
Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur með sprengigíginn Hverfjall í baksýn. Á hægri hönd er klettur frá Mývatnseldum sem áttu sér stað á fyrri hluta 18. aldar.
Um 60 jarðvísinda-
menn luku í gœr 8
daga sumarskóla
sem fram fór í Mý-
vatnssveit. Þar af
eru um 50 erlendir,
flestir frá Banda-
ríkjunum. Dagur-
Tíminn leit við í
sumarskólanum á
síðasta degi og
komst að því að er-
lendu jarðvísinda-
mönnum þótti mikið
til koma.
Freysteinn Sigmundsson,
jarðeðlisfræðingur hjá
Norrænu eldijallastöðinni,
er einn helsti skipuleggjandi
sumarskólans. Hann segir ís-
land einstakt landsvæði í jarð-
fræðilegu tilliti. „ísland er eini
hluti Mið-Atlantshafshryggjar-
ins sem stendur upp úr sjónum
og eina jarðsvæðið sem stendur
upp úr úthafshrygg. AIls staðar
annars staðar eru þessir hrygg-
ir langt undir sjávarmáli. ísland
er mekka jarðvísindanna. Er-
lendu vísindamennirnir sem
hér eru saman komnir sjá nú
allt á yfirborðinu sem þeir geta
bara séð annars staðar út um
pínulítinn glugga í kafbátum, 2-
2,5 km undir yfirborði sjávar."
Margir af þeim sem sátu
sumarskólann í Mývatnssveit
hafa einmitt ferðast í kafbátum
og gert rannsóknir sínar neðan-
jarðar.
Kröflurannsóknir
mikilvægar
Dagskráin í Mývatnssveit mið-
aðist að hálfu leyti við fyrir-
lestra og skoðanaskipti en ekki
var síður lagt upp úr skoðunar-
ferðum þar sem útlendingarnir
gátu kynnst jarðfræðinni á eigin
spýtur án þess að blotna í fæt-
urna. Athygli jarðvísindamann-
anna beindist einkum að
Kröflusvæðinu og Öskju.
„Við erum að vakta úthafs-
hryggina og reyna að skilja
virkni þeirra, hvernig ný jarð-
skorpa verður til. Jarðskjálfta-
mælingar eru mjög nytsamleg-
ar og við þekkjum landið mjög
vel. Besta dæmið er Kröflueldar
sem voru gliðnunarhrina. Menn
búast við að úthafshryggirnir
hegði sér svipað, það komi ein-
staka hrinur og hlé á milli. Við
Kröílu varð
landris þegar
kvika streymdi
inn í kvikuhólf
og síðan varð
gliðnun. Eftir
okkar reynslu
úr Kröflu búast
menn við sam-
konar umbrot-
um á hafsbotni.
Menn eru nú að finna mæliað-
ferðir sem eru hentugastar til
mæhnga á hafsbotni og reyna
að athuga hvernig ný jarð-
skorpa verður til,“ segir Frey-
steinn.
Sömu aðstæður
Af hverju eru líkur á að umbrot
á hafsbotni fylgi mynstri Kröflu-
elda?
„Ysti hluti jarðarinnar er
brotinn upp í plötur. Á íslandi
eru plötuskil og plöturnar fær-
ast í sundur. Við vitum að þessi
skil liggja eftir svokölluðum út-
hafshryggjum, m.a. Mið-Atl-
antshafshryggnum sem liggur
eftir miðju Atlantshafinu. Þar
sem skil eru hljóta að vera
gliðnun og ef menn gera kort af
hafsbotninum sjá menn að
landslagið er mjög svipað og á
íslandi. Þar virðast vera eld-
Islenskur almenn-
ingur sýnir jarð-
frœði óvenju mik-
inn áhuga.
stöðvakerfi alveg eins og hér,“
segir Freysteinn.
Spurður um umhverfisáhrif
samfara neðansjávareldgosum
segir Freysteinn að þau séu lítt
merkjanleg og þess vegna sé
erfitt að að finna út hvenær gýs.
Jarðskjálftar fylgja og það
verða hitabreytingar á afmörk-
uðum svæðum. Litlar þó á yfir-
borði. „Vandamálið er hve langt
þessi hryggir eru undir sjávar-
máli. En það er nauðsynlegt að
þekkja þá til að vita hvernig ný
jarðskorpa verður til,“ segir
Freysteinn.
Krafla sofnuð
Kröílueldar hófust 1975 en síð-
ustu goshrinunni lauk 1987.
Eldsumbrotin
höfðu mikil
áhrif á heima-
menn sem biðu
jafnvel í við-
bragðsstöðu
eftir að yfirgefa
heimili sín. Þá
höfðu umbrotin
áhrif í atvinnu-
legu tilliti. En
geta heimamenn sofið rótt eftir-
leiðis? „Það er ekkert sem
bendir til annars en að Kröílu-
umbrotum sé lokið. Besta sam-
svörunin sem við þekkjum er
Mývatnseldar á 18. öld. Þá kom
reyndar eitt eldgos nokkru eftir
að meginumbrotunum lauk en
það er ekkert sem bendir til
slíkra umbrota á ný,“ segir
Freysteinn Sigmundsson jarð-
eðlisfræðingur.
Ein risastór
rannsóknastofa
Erlendu gestirnir voru mjög
áhugasamir en gáfu sér þó tíma
til að spjalla við Dag-Tímann.
Doug Toomey er jarðskjálfta-
fræðingur og bandarískur pró-
fessor við Iláskólann í Oregon.
„Það sem kom mér mest á
Frá sumarskólanum sem fram fór í Grunnskólanum í Reykjahlíð, þar sem
um 50 erlendir vísindamenn hittu íslenska kollega sína og báru saman
bækur sinar.
óvart hér er hve íslenskar
rannsóknir gætu nýst vel í al-
þjóðlegu tiliti. Reynslan af ís-
lenskum jarðfræðirannsóknum
og hvernig þið vaktið jörðina
með jarðskjálftamælum og
mælingum á jarðskorpuhreyf-
ingum," sagði Toomey.
Ótal mörg tilbrigði
Hann sagði að það hefði einnig
komið sér ánægjulega á óvart
hve íslenskur almenningur
sýndi jarðfræði mikinn áhuga.
„Ég var svo lánsamur að koma
hér fyrir 15 árum. Það var hluti
af náminu og nú vonast ég til
að geta komið aftur í kjölfar
stefnunnar hér. ísland er al-
gjörlega einstætt svæði jarð-
fræðilega. Maður sér fleiri til-
brigði hér á örfáum dögum en
annars staðar á löngum tíma.
ísland er í raun ein risastór
rannsóknastofa og það er frá-
bært að geta fylgst með því sem
íslensku vísindamennirnir eru
að gera. Þeir eru nú orðið mjög
virtir erlendis," sagði Toomey.
Eins og menn þekkja er víða
jarðskjálftaógnun í heimsálfu
Toomeys. Er eitthvað líkt með
San Fransisco misgenginu og
íslenskum aðstæðum?
„Bæði já og nei. Þið búið á
svæði þar sem gliðnun á sér
stað en á San Fransisco svæð-
inu renna plölurnar til. Það
sem er svipað er að mjög stórir
skjálftar geta komið á báðum
svæðum en að öðru leyti er
margt ólíkt,“ sagði Doug Too-
mey. BÞ
Prófessor Doug Toomey: „Einstætt
land jarðfræðilega."