Dagur - Tíminn Reykjavík - 06.09.1997, Page 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 06.09.1997, Page 6
18 - Laugardagur 6. september 1997 ÍDitgur-ÍCírnmrt LIFIÐ I LANDINU Miklar breytingar eru í gangi í Vaxtarræktinni. Verið er að koma upp bættri búningsaðstöðu, sér spinningsal, setustofu og nýjum tækjum. Vaxtarræktin mun verða ein best búna líkamsræktarstöð á landinu. Myn&. as Þekkíngin þarf nýtast fjöldanum að Sigurður Gestsson á og rekur Vaxtar- rœktina á Akureyri ásamt eiginkonu sinni, Höllu Stefáns- dóttur. Hann er bú- inn að vera lengi í bransanum og er hvergi banginn við aukna samkeppni sem blasir við í vetur. að er rosalega langt síðan hann fékk áhuga á vaxtar- rækt. Hann var keppnis- maður á skíðum en ákvað að snúa sér að vaxtarræktinni þeg- ar hann fann að hann var ekki nógu góður. Metnaðurinn var til staðar og þá var ekkert til fyrir- stöðu. Vaxtarræktin hentaði vel Hvers vegna vaxtarrœkt? „Hún heillaði mig. Ég var bú- inn að kynna mér hana í erlend- um blöðum og stúdera í bak og fyrir. Ég hafði verið að lyfta á sumrin í tengslum við skíðin svo ég kom ekki alveg hrár inn í þetta þegar ég byrjaði." Varstu alltaf ákveðinn í því að keppa í greininni? „Það kom af sjálfu sér. Menn eru náttúrulega misvel gerðir til að stunda vaxtarrækt en hún hentaði mér. Ég er líka þannig að þegar tek mér eitthvað fyrir hendur þá geri ég það með því- líkum látum að ekki þýðir annað en að fara alla leið. Ég vann all- ar keppnir í mínum ílokki frá fyrsta móti, átta sinnum í röð, og fjórum sinnum heildarkeppn- ina.“ Hvenœr hœttirðu keppni? „Ég er ekki hættur. Ég er bara ekki að keppa núna. Viður- kenni ekki að ég sé hættur. Þoli ekki þá tilfmningu. Það er bara þannig að ég hef ekki tíma til að æfa eins og ég þyrfti ætlaði ég mér að keppa. Vinnudagurinn er langur hjá mér og við það fer þessi neisti sem ég þarf á að halda til að geta æft af krafti. Ég þyrfti sex til tólf mánuði til að verða bestur aftur. Veit nám- kvæmlega hvað ég þyrfti að ganga í gegnum og væri til í það. Ég lifx alltaf í voninni um meiri tíma fyrir sjálfan mig og betri tíð.“ Hvað fœrðu út úr því að standa á sviði og hnikla vöðv- ana? „Ekkert annað en það að uppskera fyrir erfiðar æfingar og fá sönnun á því að ég væri ermþá í fremstu röð.“ Me'r líst ágœtlega á aukna samkeppni en við munum halda okkar sér- stóðu. Við höldum áfram að sinna þeim sem við höf- um gert. Var þörf á líkamsræktarstöð Hvernig datt þér í hug að stofna líkamsrœktarstöð? „Það var óvart. Á Akureyri var engin stöð en mikil þörf fyrir eina slíka. Mér fannst því eina ráðið að setja hana upp. Ég er lærður rennismiður og gat snu'ð- að mörg tækjanna sjálfur en þetta þróaðist í atvirmurekstur fyrir sex árum síðan. Ég er þó ennþá í smíðinni því ég á lítið verkstæði þar sem ég smíða lík- amsræktartæki fyrir sjálfan mig og aðra. Ég hef bara svo h'tinn tíma til þess. Það fer mikill tími í að hanna tækin og teikna og þess vegna er oft ódýrara fyrir mig að kaupa þau, ef þau eru til það er að segja. Það er nefnilega svo mikið af tækjum á markaðn- um sem hafa ekki nógu góða virkni og eru ekki með góða hreyfiferla. Ég get lagað það ef ég geri þetta sjálfur.“ Alltaf verið á undan Líkamsrœkt hefur alltaf verið vinsœl á Akureyri, hvernig stendur á því? „Nú verð ég að vera ánægður með mig og xm'na félaga eins og Einar Guðmann og Gísla Rafns- son, svo og Eddu Hermannsdótt- ur og Helgu Alice heitina. Það hafa margir unnið hér góða hluti og komið þeim í gang. Standardinn hér varð strax mjög góður og í sambandi við alla tækjaþjálfun þá vorum við einfaldlega á undan því mörg okkar komu úr keppnisgeiran- um. Þar þurftum við að fylgjast mjög vel með til að ná árangri og þeirri þekkingu beittum við þegar við byrjuðum." Hefurðu fundið fyrir saman- burði við stóru stöðvarnar í Reykjavík? „Já, það er alltaf eitthvað um hann. Við erum ekkert að hugsa um það því við höfum ekki átt í samkeppni við þær fyrr en nú. Við fórum ekki út í þennan rekstur í upphafi til þess að græða sem mesta peninga. Það var hugsjónin ein sem réði. Það eru aðrir tímar í dag og við verðum að reka okkar fyrirtæki vel og gerum það. En hugsjónin lifir enn. Við viljum sinna öllum og erum með nánast allt íþrótta- fólk í bænum. Einfaldlega því við getum boðið þeim þessa aðstöðu og mikla þekkingu fyrir lág gjöld.“ Að mínu mati munum við koma til með að standa framar en aðrir. Höldum okkar sérstöðu Hvernig lýst þér á aukna sam- keppni frá nýjum stöðvum sem eru að skjóta upp kollinum? „Mér líst ágætlega á hana en við munum halda okkar sér- stöðu. Við höldum áfram að sinna þeim sem við höfum gert eingöngu vegna áhugans, þ.e. keppnisfólkinu, en við þurfum líka að standa okkur á sama vettvangi og aðrar stöðvar. Að mínu mati munum við koma til með að standa framar en aðrir.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.