Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.10.1997, Side 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.10.1997, Side 2
14 - Miðvikudagur 1. október 1997 jDagnr-Œhtrám Vigdís Stefánsdóttir skrifar Viltu spyrja um eitthvað? Vantar þig eitthvað?Viltu skipta eða gefa? Flóamarkaðurinn erfyrir þigl Vigdís svarar í símann þriðjucL-fimmtud. kl. 9-10 f.h. Sími: 563 1629, Símbréfanr.: 551 6270, Tölvupóstur: vigdis@itn.is Frábær Svona eiga eiginkonur að vera! gulrótar- kaka essi gulrótarkaka er mjög bragðgóð en hitaeininga- lítil. 225 g hveili 175g sykur 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. malarsódi 1 tsk. kanill ’Á tsk. salt 175 g ananaskurl úr dós, látið renna af því 3 tsk. olía 2 þeytt egg 350 g rifnar gulrœtur 2 appelsínur, rífið hýðið af og kreistið safann 50 g riísínu Krem 255 g rjómaostur 4 matsk. flórsykur Blandið þurrefnum saman í skál. Setjið allt annað en eggin og appelsínuhýðið saman við og hrærið. Blandið þeyttu eggjun- um varlega samanvið. Setjið í vel smurt mót og bakið við 180°Cí 40-60 mín. Kæhð. Þeytið saman rjómaostinn og flórsykurinn. Setjið ofan á kök- una. Setjið smávegis sykur á pönnu og hitið að bræðslu- marki, bætið ofurlitlu vatni samanvið og setjið þar útí app- elsínuhýðið sem hefur verið skorið í smátt. Hrærið vel í þessu og látið kólna. Skreytið kökuna með þessu. Til að búa ungar konur undir lífið sem eiginkonur, þurftu að vera til ákveðnar siðaregl- ur og hugmyndir um það hvernig eig- inmanninum gœti liðið sem best í hjónabandinu. Eft- irfarandi er tekið upp úr bók um heimilisfrœði, sem gefin var út árið 1950 íBandaríkj- unum. að er ekkert minnst á það hvernig eiginmenn áttu að gera konum sínum lífið léttara ... 1. Hafðu kvöldmatinn tilbúinn á réttum tíma. Það veitir honum þá tilfinningu að þú hafir verið að hugsa um hann og að þér sé annt um þarfir hans. Flestir karl- menn eru svangir þegar þeir koma heim og tilbúinn matur er hluti af því að láta hann finna fyrir þvf hvað hann er velkominn heim, en það er karlmönnum nauðsynlegt. 2. Notaðu 15 mín. til að snyrta þig og skipta um föt áður en hann kemur. Hann er að koma heim úr leiðin- legri og þungri vinnu er þreyttur. Vertu svolítið hress og skemmtileg til að hressa hann við. 3. Taktu upp allt rusl og dót. Farðu eina umferð í gegn um húsið og safnaðu saman. skólabókum, leikföngum, pappír og blöðum. Renndu svo tusku yfir borðin tfl að þurrka af og þrífa þau svolítið. Eiginmanni þínum mun finnast hann kominn í friðarparadís og það hefur mikið að segja fyrir hann. 4. Snyrtu börnin til. Það tekur aðeins nokkrar mínútur að þrífa hendur og andlit þeirra og greiða þeim. Ef þarf, skaltu láta þau skipta um föt. Þau eru ljársjóður og hann vill sjá þau þannig. 5. Sjáðu til þess að húsið sé hljóðlátt. Slökktu á öllum vélum s.s. uppþvottavél, þvottavél, þurrkara og ryksugu. Reyndu að sjá til þess að börnin hafi hljótt. Taktu á móti honum með glöðu brosi. 6. Gættu þess að hella ekki yfir hann kvörtunum þegar hann kemur. Ekki heldur kvarta þó hann komi of seint í mat. Vertu viss um að þínar kvartanir eru minniháttar í samanburði við það sem hann hefur þurft að ganga í gegnum yfir daginn. Frá lesendum.. Heimtlisfangtð er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31» pósthólf 58, 602 Akureyri eða Fverolti 14 Reykjavík. Netfang: mstjori@4lagur.is, Fax: 460 6171 Tvær saman „Láttu draumana rætast“, „Tvær saman“ „Nýj ar stelpur í hverjum mánuði" og áiíka upphróp anir dynja á mér og minni fjölskyldu á Stöð 2 og DV. Ég er eflaust gamaldags fyrst þetta gengur svona fram af mér, en sú lítilsvirðing sem mér finnst konum sýnd, er algjör. Eða finnst okkur karlmönnum það yfir höfuð sjálfsagt að kaupa konur í gegnum síma? Og láta draumana rætast? Eflaust mörg- um okkar, því að velta þessara símavændisþjónusta skiptir tugi milljóna, en það finnst þeim ekk'i nóg og auglýsa nú eftir karl- mönnum til að lesa fyrir aðra karlmenn með svipaða óra og kannski fáum við áskrifcnclVir Stöðvar 2 von bráðar að sjá skjá- auglýsingu af lóttklæddum körl- um „Tveir saman“ og eflaust geta þeir látið drauma einhverra rætast, tala nú ur eiga því nóg virðist vera af „perrunum“ og ég ekki um barnaníðingana, má sá stóri hóp- von á „línu“ við sitt hæfi? Eflaust, því allt snýst þetta um peninga og aug- lýsingatekjur fyrir Stöð 2 og DV og þegar þetta tvennt fer saman er allt í „orden“ því siðferði og auglýsingatekjur eru öndverðir pólar og Jónas Kristjánsson, einn af siðapostulum þjóðarinn- ar, talar trúlega ekki yfir hausa- mótunum á auglýsingadeild- inni. Því hann munar jú um blessað kaupið. En hvað er þá til ráða? Hvað getur ein ljölskylda gert? Það er bara eitt. Hætt að borga áskrift þessara Qölmiðla, því það eina sem þeir skilja er peningar. Með þökk Ríkharður Harðarson 7. Sjáðu til þess að hann hafi það þægilegt. Láttu hann halla sér aftur á bak í hæg- indastól eða stingdu upp á því að hann halli sór smá- stund í rúmið. Vertu tilbú- inn með kaldan eða heitan drykk handa honum. Bjóddu honum að klæða hann úr skónum og hag- ræddu púðunum undir hon- um. Ræddu við hann með rólegri, mjúkri röddu. Leyfðu honum að slaka á. 8. Hlustaðu á hann. Þú hefur áreiðanlega margt að segja honum, en þegar hann kemur heim, þá á það að vera hans stund. Leyfðu honum að tala fyrst. 9. Láttu hann ráða kvöldinu. Ekki kvarta þó hann fari ekki með þig út að borða eða á aðrar skemmtanir, reyndu í stað þess að skilja að hann hefur fengið sinn skerf af streitu og látum yfir daginn og þarfnast hvfldar heima. 10. Markmiðið er að gera heimilið að stað, þar sem eiginmaður þinn gelur fundið frið og reglu og get- ur slakað á. Svona er lífið Síminn hringir alltaf þegar maður er í baði, að mála loftið eða baða barnið. En hann hringir aldrei þegar mað- ur er virkilega einmana og þarf á því að halda að heyra í ein- hverjum. Þegar þú hefur gefið dóttur þinni síðasta smápeninginn úr buddunni, kemur blaðberinn að rukka. Börnin þín hafa aldrei jafn hátt og þegar hringt er í þig frá útvarpsstöð til að leyfa þér að svara nokkrum einföldum spurningum og vinna þér inn ferð til sólarlanda. Hafir þú geymt eitthvert pappírssnifsi í 5-6 ár, aldrei þurft á því að halda og hendir því, þá eru yfirgnæfandi líkur á því að þetta sé einmitt blaðið sem þú þarft mest af öllu að nota næstu vikuna. Krukkan með tómatmaukinu sem þér var ómögulegt að opna, opnast sjálfkrafa þegar þú gengur yfir nýskúrað (helst nýbónað) eldhúsgólfið með hana. Daginn eftir að þú hendir öll- um gulu, röndóttu fötunum þín- um, vegna þess að þau hafa ekki verð í tísku árum saman, koma gul, röndótt föt í tísku. Þú hittir aldrei neinn þegar þú kemur nýsnyrt og klippt af hárgreiðslustofunni, en farir þú út með hárið allt í kleprum og í druslulegustu fötunum þínum, þá má bóka það að þú hittir draumaprinsinn. Um leið og þú finnur hinn fullkomna varalit, er fram- leiðslu á þeim lit hætt. Þegar þú vilt sanna það fyrir vinkonu þinni að sápuóperan sem henni leiðist sé skemmti- leg, hittir svo á að verið er að sýna þann þáttinn sem hún þol- ir síst. Börn gera aldrei neitt skemmtilegt eða fyndið þegar gestir eru og foreldrarnir vilja sýna þau. Tengdamamma kemur í óvænta heimsókn (hún hefur ekki sést í 5 mánuði) þegar húsið er í rúst og öll börnin í hávaðarifrildi. Þeir sem hringja í þig og fá skakkt númer, hringja yfirleitt tvisvar og eru alveg steinhissa á því að þú skulir svara aftur. Það skiptir engu máli hvað þú átt margar tegundir af raf- hlöðum, nýja tækið þitt gengur alveg örugglega fyrir einhverri tegund sem þú hefur aldrei séð. Um leið og þú hefur saumað merki í föt barnanna þinna, vaxa þau upp úr þeim. Börnin þín leggja ekki sama skilning og þú í orð eins og taka tfl, loka, ljúka við og pakka nið- ur. Rétt fyrir fjölskyldumynda- tökuna fær unglingurinn bólur, miðbarnið missir tönn og smá- barnið fær rauða hunda. Fólk sem kemur í heimsókn og segist hafa farið í það fyrsta sem það greip, en lítur samt glæsilega út, skrökvar.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.