Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.10.1997, Side 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 01.10.1997, Side 5
Jktgur-®mthtn Miðvikudagur 1. október 1997 -17 MENNING OG LISTIR Gunnar Stefánsson skrifar Loftkastalinn: BEIN ÚTSENDING eftir Þorvald Þorsteinsson. Leikstjóri: Þór Tulinius. Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson. Hljóðmyndir: Máni Svavarsson. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Tœknihönnuður: Hjörtur Grétarsson. Frumsýnt íLoftkastalan- um, Héðinshúsinu 14. sept. Sjónhverfingar að fórst fyrir að ég sæi Beina útsendingu á frum- sýningunni og hafði ég því séð og heyrt umsagnir um sýninguna áður en ég sá aðra sýningu á sunnudagskvöldið. Og best að segja það strax að ég skemmti mér ágætlega á sýningunni. Þetta er mér sér- stök ánægja að taka fram eftir að hafa horft upp á vandræða- leg viðbrögð ýmissa í fjölmiðl- um, leikdómenda og annarra. En kannski á þetta þá skýringu að menn eiga erfitt með að taka gríni á þann sýndarheim sem þeir lifa sjálfir í, efnið er þá hreiniega of nærri áhorfandan- um? Þorvaldur nær því Eftir að hafa horft á Maríusög- ur Þorvalds Þorsteinssonar í Nemendaleikhúsinu um árið hef ég beðið eftir nýju verki frá honum. Ég get skilið að Baltasar Kormákur leikhús- stjóri Loftkastalans skyldi hætta að leita höfundar að samtíma- verki handa leikhúsi sínu þegar hann sá Maríusögurnar, að því er hann skýrir frá í leikskrá. Styrkur Þorvalds felst í því, eins og þar mátti sjá, að hann skrif- ar lipran texta og er býsna góð- ur að afhjúpa hversdagslegar klisjur. Og svo hefur hann, eins og sást í Maríusögum, dáh'tið gróteskt element sem setur hinn nauðsynlega hroll í sýn- inguna. Það brást ekki í Beinni útsendingu. Eftir að hafa velt sér upp úr khsjum spjallþátt- anna allt kvöldið, að ógleymdu jargoni gagnrýnenda, snýr höf- undur við blaðinu, aflijúpar grínið, sýnir okkur framan í veslings þáttarstjórnandann og sjónvarpsstjörnxma sem venju- lega manneskju svolitla stund, - tfi þess að strá loks salti í sárið. En auðvitað segi ég ekki meira um það, þetta eiga menn að upplifa í Loftkastalanum. Leikhús og sjónvarp Sem sagt: Leikurinn er „bein útsending" frá sjónvarpsstöð sem gæti hvort sem væri verið Sjónvarpið eða Stöð tvö. Þar er að hefjast þáttur hjá Jóni Loga sem ætlar að taka afhjúpandi viðtal við listahjón sem búa í Berlín. Það er leikskáldið Krist- inn Freyr og leikkonan Anna Ólsen. Nú eru þau komin heim og ætla að sýna nýjasta snilld- arverk skáldisns, Galdur, um konurnar Maríu (sem Anna leikur) og Mörtu sem Freyja Magnúsdóttir, ung leikkona sem orðið hefur hjónunum hand- gengin, fer með, en leikur þessi snýst mn flókið samband kvennanna við skáldmenni nokkurt. í sjónvarpsþættinum eru leikin atriði úr Galdri milli þess sem Jón Logi ræðir við þessi þrjú, skáldið og leikkon- urnar, og leitast við að grafa upp viðkvæma hluti um þau. Umhverfis eru sjónvarpsstarfs- menn og kveður þar mest að Didda og upp úr honum renna án afláts vitlausir klisjubrand- arar um leið og hann farðar þátttakendur. Mig brestur að vísu þekk- ingu á vinnu á sjónvarpsstöð til að dæma um hversu trúverðug- ur sá þáttur er, en ég get svo sem trúað þessu öllu eins og nýju neti. Sú tækni að hafa leik- ara í senn á sviðinu og á sjón- varpsskjá, bæði yfir sviði og til hliðar, var svolítið truflandi í fyrstu en vandist fljótt og þegar leikurinn tók að æsast skipti það engu máli hvort maður var að horfa á leiksvið eða sjón- varp. Alveg þess virði Leikhús er leikarinn, segir gott orð. Sá leikari sem ber uppi sýninguna er Eggert Þorleifsson í hlutverki Jóns Loga. Eggert er hörkugóður í hlutverkinu, allar tuggur hinna innilegu og nær- göngulu sjónvarpsspyrla renna upp úr honum eins og ekkert væri og hann nær hka að nota sér þá möguleika sem gefast á að sýna bak við yfirborð Jóns Loga, - að svo miklu leyti sem þar er eitthvað. Það merkilega við þennan ýkta ærslaleik sem svo má kalla er það, að hann hefur nægilegt jarðsamband við þekktar aðstæður í Qölmiðla- heiminum til að maður taki hann gildan. Textinn er kannski ekki mjög beittur eða stórlega fyndinn en hann rennur vel og heldur áhorfandanum við efnið allan tímann. Mótleikarar Eggerts eru ekki allir jafn góðir. Einn ber af, María Ellingsen í hlutverki Önnu Olsen. Alltaf tekst Maríu að gefa karakterum sínu sterkt svipmót, einnig hér, ekki síst í leikatriðunum í leikniun. Sveinn Geirsson er nokkru sxðri í hlutverki Kristins Freys og ræður varla við sveiflxma miklu í lokin, þá er dáh'tið eins og vindurinn fari úr persónugerð- inni. Þrúður Vilhjálmsdóttir kemur einkar vel fyrir í hlut- verki Freyju Magnúsdóttur, hef- ur furðu skýran svip. Þrúður er nýbrautskráð úr Leiklistarskól- anum og „stígur hér sín fyrstu skref í atvinnuleikhúsi," að sögn leikskrár. Er ástæða til að binda vonir við hana. - Veikasti hlekkurinn, líka frá hendi höf- undar, er Diddi sviðsstjóri sem aldrei verður með verulegu mannsmóti í meðförum Ólafs Guðmundssonar. En kannski er ekki ætlast til þess, maðurinn lifir náttúrlega í gerviheimi! - Þór Tuhnius leikstjóri virðist hafa leyst ýmis tækniatriði vel, mun hafa hagrætt ýmsu frá frumsýningu, og hann leggur verkið upp með hðlegum og sannfærandi hætti, slíkt sem það er. Efnið í Beiniú útsendingu, sýndarheimur sjónvarpsins, ætti að höfða til margra, eins og sagt er í markaðssetningunni. Ég varð ekki var við annað en áhorfendur á annarri sýningu skemmtu sér býsna vel og get með góðri samvisku hnykkt á orðum ritstjóra þessa blaðs í grein um verkið á dögunum, að Bein útsending sé alveg þess virði að fara á hana.“ Leikfélag Akureyrar 4 TROMPÁ HENDI Hart / eftir Jökul Jakobsson. Frumsýning á Renniverkstæðinu föstudaginn 10. október kl. 20.30 UPPSELT 2. Sýning laugardaginn 11. október kl. 20.30 UPPSELT 3. Sýning Föstudaginn 17. október 4. Sýning Laugardaginn 18. oktober Leikritið sem skipaði Jökli á bekk með fremstu leikskáldum okkar. Hnyttinn texti - hjartnæm saga. Leikarar: Sigurður Haiimarsson, Guðbjörg Thoroddsen, Halldór Gylfason Marta Nordai Hákon Waage Þráinn Karlsson Aðalsteinn Bergdal Marinó Þorsteinsson Agnes Þorleifsdóttir Eva Signý Berger Ólafúr Sveinsson Lýsing: Jóhann Bjami Pálmason Leikmynd: Halimundur Kristinsson og Eyvindur Ericndsson Lcikstjóm: Eyvindur Eriendsson ♦ Á ferð með frú Daisy eftir Alfred Uhry Kynni auðugrar ekkju og óbmtins alþýðumanns. Hjörtum mannanna svipar saman í Atlanta og á Akureyri. Frumsýningá Remiiverkstœðitiu 27. des Títilhlutverk: Sigurveig Jónsdóttir ^ Söngvaseiður eftir Rodgers og Hammerstein annan Astin og tóniistin takast á við ofurvald nasismans. Hrífandi tónlist - heiliandi frásögn. Vrutnsýning iSamkrmiultúsinu 6. mars Aðalhlutverk: Þóra Einarsdóttir 4 Markúsarguðspjall Víðkunnasta saga hins vestræna heims. Frumflutningur á íslensku leiksviði. Frumsýningá RenniverksUsiiiiu 5. aþrí! Leikari: Aðalsteinn Bergdal Leikfélag Akureyrar Ljúfar stundir! ieikhúsinu Korta og miöasala í fullum gangi s.462-1400 JDagur-'ðltmhm ti ityritaiaöiU LeiUáUgs Ar arryrat

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.