Dagur - Tíminn - 03.09.1996, Side 2

Dagur - Tíminn - 03.09.1996, Side 2
(®agur-'®ímtmt - Þriðjudagur 3. september 1996 F R É T T I R UmferðartögregSan 1 Strætó keyrir of hratt Nokkrar mannabreyting- ar eru í uppsiglingu á fréttastofu útvarpsins, að því er fróðir menn í pottinum segja. Sem kunnugt er þá er Valgerður Jóhannsdóttir þingfréttamaður á útleið og hefur verið ráðin fréttastjóri Dags-Tímans í Reykjavík. Óðinn Jónsson fer í þingið í hennar stað, en hann hefur síðustu árin verið fréttamað- ur RÚV í Kaupmannahöfn. Það starf verður lagt niður sem slíkt og í staðinn verður fréttaritari, en ekki frétta- maður, sem þjónar Köben og nærsveitum og verður það Ari Sigvaldason, sem verið hefur sumarmaður á fréttastofunni. pottinum í morgun var einnig á orði haft að Hrafn Jökulsson, ritstjóri Alþýðu- blaðsins, hyggðist ganga í björg með Steingrími St. Th. Sigurðssyni og í sameiningu ætla þeir að skrifa ævisögu listmálarans. Sagan sú á að skrifast í einum rykk á mán- aðartíma og á að koma út fýrir jólin. í bókinni verða 32 litmyndir eftir Steingrím. Þá sögðu menn að í haust yrði á veggjum uppi 81. mál- verkasýning Steingríms og hún verður í Reykjavík og það kallar Steingrímur „inn- rás óvinahers á hersvæði R- listans." Tímaáætlanir SVR eiga að vera þannig úr garði gerðar að vagnarnir komist á milli bið- stöðva á lögiegum hraða. Þor- grímur Guðmundsson aðal- varðstjóri umferðardeildar lög- reglunnar í Reykjavík. Umferðardeild lögreglunn- ar f Reykjavík hafa borist nokkrar kvartanir vegna hraðaksturs SVR eftir að nýja leiðakerfið var tekið í notkun um miðjan síðasta mánuð. Þor- grímm- Guðmundsson aðalvarð- stjóri í umferðardeild lögregl- unnar segir að sínir menn hafi það einnig á tilfinningunni að strætó keyri eitthvað hraðar eftir breytinguna en áður. Hann segir þetta áhyggjuefni og einn- Lífiegur prúttmarkaður á bílum við Professor Molchanov. Stöðugur markaður virðist vera fyrir rússnesku bif- reiðina Lödu þegar rúss- neskir sjómenn eru annars veg- ar. Þegar rússneska rannsókn- ar- og farþegaskipið „Professor Molchanov" kom til Akureyrar um helgina leið ekki á löngu þar til þreyttar og jafnvel aflóga bifreiðar fóru að sjást kringum skipið. Umboðsmaður skipsins tók að sér að auglýsa eftir bif- reiðum fyrir áhöfnina í Degi- Tímanum si. Bílarnir fara í land í Hoilandi og þaðan með öðru skipi til ig það að sumstaðar sé búið að færa biðstöðvar SVR þannig að fólk þarf að fara yfir götu til að ná vagni sem það þurfti ekki áður. Eins og kunnugt er þá hefur trúnaðarmaður vagnstjóra hjá SVR staðhæft að biðtími vagna í nýja leiðakerfinu sé of knappur og það hafi leitt til þess að vagnstjórar keyra hraðar á miiii stöðva en eðlilegt er til þess eins að geta haldið áætlun. Nokkur ólga er meðal vagn- stjóra vegna þessa og m.a. höfðu þeir boðað til félagsfimd- ar í höfuðstöðvum sínum við Grettisgötu í gærkvöld. Aðalvarðstjórinn segir að tímaáætlanir SVR eigi að vera þannig úr garði gerðar að vagnarnir geti komist greiðlega Rússlands þeir eru fyrst og fremst keyptir til fá úr þeim varahlutina, sem þörf er á í Rússlandi þar sem oft er mikill skortur á þeim. Margir keyptu bfla, aðalfega Lödur en einnig mátti m.a. sjá Escort á bryggj- unni. Skipstjóriim keypti ekki á milli stoppistöðva á iögiegum hraða. Hann segir það áhyggju- efni ef leiðakerfið býður uppá annað. Þorgrímur teiur það einnig gagnrýnivert og raunar óeðlilega þróun að færa t.d. biðstöð SVR við Vesturhóla þannig að fólk þarf orðið að fara yfir götu til að ná vagnin- um og svo mun vera víðar. Töluverður viðbúnaður var af hálfu lögreglu í gær þegar þúsundir nemenda streymdu í skóla borgarinnar og sumir í fyrsta sinn. Þorgrímur segir að það verði aldrei of brýnt fyrir ökumönnum að taka sérstakt tillit til aðstæðna og þá ekki síst á þessum árstíma þegar birtu er farið að bregða og ökuskil- yrði oft ekki uppá það besta. bfl, taldi það óþarfa þar sem hann væri mestan hluta ársins um borð í „Professor Mol- chanov“. Mikill „prúttmarkað- ur“ fer yfirleitt fram á bryggj- unni, en ekki er óeðlilegt að samið sé um 20 til 30 þúsund krónur, allt eftir „gæðum“. GG -grh Akureyri Rússar hriíiiir af „íslenskum“ Lödum Skyldi hann fara í gang þessi? M,n±gs Reykjavík Björgunar- sveitarfólk sakað um ofbeldi Rannsóknardeild lög- reglunnar í Reykja- vík hefur til meðferð- ar kæru á hendur tveimur meðlimum Björgunarsveit- ar Ingólfs, karli og konu, fyrir að ganga í skrokk á tveimur ungum bræðrum. Atburðurinn átti sér stað í ferð upp í Þórsmörk á veg- um björgunarsveitarinnar snemma í sumar. Samkvæmt framburði drengjanna, sem eru 10 og 12 ára, réðist fólkið á þá með höggum og spörkum, fyrst á leiðinni upp í Þórs- mörk og síðan aftur á heimleiðinni. Drengirnir höfðu unnið til ferðarinnar vegna góðs árangurs í merkjasölu fyrir björgun- arsveitina. Árni Birgisson, upplýs- ingafulltriíi Björgunarsveit- ar Ingólfs sagði að þegar málið kom upp hafi sveitin haft frumkvæði að því að leiða hið sanna í ljós í sam- ráði við foreldra drengj- anna og lögreglu. „Við telj- um að rannsóknin eigi að geta gengið greiðlega fyrir sig þar sem að þessu var fjöldi vitna og við gerum allt til þess að rannsókn verði hraðað. Það er okkar hagur að þetta mál komist á hreint sem allra fyrst og ég treysti því að hið sanna komi í Ijós,“ sagði Árni Birgisson, upplýsingafull- trúi Björgunarsveitar Ing- ólfs í samtali við Dag-Tím- ann. Umræddu fólki hefur verið vikið úr sveitinni meðan rannsókn stendur yfir. HA FRETTAVIÐTALIÐ Sjúklingar á taflborði peninganna Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags íslands Kristín Á. Guðmundsdóttir vill að leitað verði nýrra leiða sem skili ár- angri í heilbrigðisþjónustunni en hœtt verði smáskítlegu krukki hér og þar sem engu skili... Mér finnst sorglegt til þess að vita að það eru vissir hópar sjúklinga, aldraðir, fatlaðir og geðveikir, sem hreint og klárt eru notaðir eins og peð á taflborðinu um peningana. Þetta er fólk sem er hvað viðkvæmast fyrir,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliða- félags íslands. „Til þess að ná frekari árangri verður annað tveggja að leggja niður, einhverja þjónustu, sem er pólitísk ákvörðun, eða grípa til einhverra nýrra leiða sem sennilegt er að muni skila árangri umfram smáskítlegt markmiðslaust krukk hér og þar. Það hefur ýmislegt gengið á í hagræðingar- málunum sem ekki hefur neitt sparað. Skrítið var það þegar Landakot og Borgarspítali sameinuðust. Einmitt sú sameining var vitað að mundi vera sísta aðferðin ef það átti að spara. Samt var sú leið farin.“ Kristín segir að það hafi verið að koma æ betur í ljós á síðustu árum hver óhreinu börnin hennar Evu eru. Árlega leggi stjórn- endur sjúkrahúsanna til endurteknar sparnaðartillögur vegna krafna ljár- veitingavaldsins um niðurskurð á heil- brigðiskerfinu. Tillögur stjórnendanna séu sífelld endurtekning um að dregið skuli úr þjónustu við aldraða, fatlaða og geðsjúka. Kristin, þú fullyrðir að með ýmsu móti megi spara hundruð milljóna króna. En hvernig? „Það má gera með samstjórn, sam- eiginlegum innkaupum, einföldun fjölþætts hátæknibúnaðar og með betri og markvissari nýtingu mannafla, búnaðar og tækja. Ég horfi til þess sem fram hefur komið hjá erlendum aðilum sem farið hafa í gegnum þessi mál. Enda þótt þeir hafi ekki lagt fram neinar tölulegar upplýsingar þá hafa þeir þó bent á það á sannfærandi hátt að spara má mikið fé.“ En hver á að taka ákvörðun um svo umfangsmiklar breytingar? „Stjórnmálamenn. Það er beinlínis ólíðandi að til séu pólitíkusar sem taka ekki á málinu. Sameining sjúkrahús- anna, Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítalans, er pólitísk ákvörðun, hana taka ekki stjórnendur sjúkrahús- anna sín á milli, það væri líka fullkom- lega óeðlilegt. Þessi samningur Qár- málaráðherra, heilbrigðisráðherra og borgarstjóra um aukið samstarf sjúkrahúsanna kann að vera f réttu áttina og ekkert nema gott um það að segja. En ég vil bæta því við að ógnar- hröð viðbrögð í aðgerðum í heilbrigðis- kerfinu undanfarin ár eru um margt varhugaverð og hafa ekki allar leitt gott af sér. Oft er það svo að mál hafa ekki verið skoðuð nægilega ofan í kjöl- inn, dæmin hafa ekki verið reiknuð til enda.“ Nú blasir við ein uppsagnahrinan enn, núna í öldrunardeildinni í Há- túni þar sem fjölmargir sjúkraliðar vinna. Hvemig snýrþetta að ykkur? „Maður hefur horft upp á þessar pín- ingar undanfarin ár. Uppsagnirnar eru óskaplega erfiðar fólkinu hvar sem það starfar og maður óskar ekki nokkrum manni slíks. Ég hefði viljað sjá samn- inginn unninn á rólegri og yfirvegaðri hátt, og vissulega hefði mátt ræða bet- ur við starfsfólkið og stéttarfélög þess.“ Hvert stefnir í þjónustunni við aldraða sjúklinga? „Mér sýnist í viðtali við Bergdísi Krist- jánsdóttur hjá Ríkisspítölunum að hún virðist óttast að öldrunarþjónustan sé farin frá Ríkisspítölunum. Þegar að því kemur að deildir eins og lyflæknis- deildir og fleiri shkar þar sem krónísk- ir aldraðir sjúklingar liggja, þá vaknar spurningin um hversu langt þetta sam- starf við Borgarspítalann og Landakot nær. Það hefur sýnt sig gegnum árin að Ríkisspítalar hafa átt í miklum erfiðleikum með allt sem heitir endur- hæfing sjúklinga, þeir hafa ekki haft aðgang að Grensásdeildinni. Eru þeir kannski að koma að sama vandamáli gagnvart öldruðum? Ég er ekkert að fortaka þennan samning, en kannski hefði verið vitlegra og heilladrýgra að vinna rækilegar að þessum samningi og hnýta alla hnúta strax í byrjun.“ -JBP

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.