Dagur - Tíminn - 11.09.1996, Side 1

Dagur - Tíminn - 11.09.1996, Side 1
Lffið í landinu/15 Fullt af og allir á lánum Lífið í landinu Skandia Lifandi samkeppni W - lœgri iðgjöld Geislagötu 12 • Sími 461 2222 Miðvikudagur 11. september 1996 79. og 80. árgangur 172. töiublað Verð í lausasölu 150 kr. Sveitarfélög Helgidagafriður Breytingar í vændum Þorsteinn Pálsson dóms- málaráðherra mun í haust leggja fram á Al- þingi frumvarp til laga um breytingar á reglum um helgi- dagafrið. Gert er ráð fyrir veru- legum breytingum á fyrri lög- gjöf um þetta efni. „Frumvarpið miðar að því að setja fastari ramma utan um þetta efni, en um Ieið að rýmka þær reglur sem gilt hafa í þess- um efnum,“ sagði Þórhallur Ól- afsson, aðstoðarmaður dóms- málaráðherra í samtali við Dag-Tímann. Almennt verður vikið frá reglum sem hafa kveð- ið á um að til dæmis verslanir, hótel og greiðasölustaðir skuli vera lokaðir á hátíðisdögum. Er frumvarp þetta að nokkru leyti sniðið að kröfum manna í ferðaþjónustu sem segja að óbreytt fyrirkomulag í þessum efnum skaði hagsmuni atvinnu- greinarinnar. Þórhallur segir engan ágreining vera um málið og það ætti að renna smurt í gegnum Alþingi. -sbs. Reykjavík Fimm lentu á slysadeild Fimm voru fluttir á Slysa- deild Sjúkrahúss Reykja- víkur um miðjan dag í gær eftir árekstur á Rauðarárstíg í Reykjavík. Þar laust saman tveim bílum, litlum Daihatsubfl á leið norður Rauðarárstíg og strætisvagni á suðurleið. Við gatnamót Rauðarárstígs og Stórholts „svínaði“ ökumaður í veg fyrir fólksbílinn, en öku- maðurinn sveigði þá yfir götuna og lenti á strætisvagnintun. Ökumaðurinn í litla bflnum slasaðist á höfði, en eldri kona í strætisvagninum féll illa á gólfið og slasaðist. Þau voru flutt á brott í sjúkrabflum. Þrír aðrir urðu fyrir minniháttar meiðsl- um og flutti lögreglan fólkið til aðhlynningar á slysadeild. Öku- maður Daihatsubflsins var grunaður um ölvun við akstur- inn. Sá sem svínaði inn á aðal- brautina, valdur að slysinu, slapp hins vegar af vettvangi. -JBP Verkamannasambandið Jeppaliðið hótar átökum að fá kennara til starfa á með- an þeir voru ríkisstarfsmenn. í haust hefur borið töluvert á vandræðum einstakra sveitar- félaga að fá grunnskólakennara til starfa og hefur þetta vanda- mál einkum verið meðal sveit- arfélaga úti á landi. Sveitarfé- lög mörg hver hafa brugðist við þessu ástandi með því að bjóða kennurum ýmis fríðindi eins og t.d. staðaruppbætur, flutnings- styrki, lága húsaleigu eða jafn- vel frítt húsnæði. Þessi fríðindi má t.d. sjá í bókunum frá fund- um einstakra bæjarstjórna og m.a. í fundargerð bæjarstjórnar Ólafsfjarðar. Framkvæmdastjóri SÍS hafn- ar því alfarið að kennaraskort- urinn sé vegna yfirtöku sveitar- félaga á grunnskólanum og tel- ur það vera algjöra undantekn- ingu ef kennarar vilja ekki vera starfsmenn sveitarfélaga. Hann minnir á að sveitarfélögin hefðu þurft að grípa til svipaðra ráð- stafana til að fá kennara á meðan þeir voru ríkisstarfs- menn. -grh Þoka lá yfir höfuðborginni og suðvesturhorninu í gær og truflaði flug til og frá landinu. Þotur urðu að snúa til Akureyrar og lenda þar enda var þar sól og blíða. Dagurinn var þó hefðbundinn hjá verkamönnum við Hallgríms- kírkju. Mynd: GVA Kennarar á upp- boðsmarkaði Þórður Skúlason, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að þótt skortur á grunn- skólakennurum sé vissulega áhyggjuefni meðal margra sveitarstjórnarmanna, þá telur hann að staðan væri ekkert öðruvísi í þeim efnum ef grunn- skólinn væri hjá ríkinu. Hann minnir á að sveitarstjórnar- menn hafa iðulega þurft að grípa til sértækra ráðstafana til verið greitt út til þeirra sem vinna á stjórnunarsviði fyrir- tækja, þótt almennt verkafólk finni ekki góðærið í eigin buddu. Formaður VMSÍ undrast einnig að ráðamenn þjóðarinn- ar skuli sífellt verið að klifa á nauðsyn þess að vernda ein- hverja ákveðna launastefnu þegar starfsmenn hins opinbera og verkafólk sækir á um betri kjör. „Hvað hét það þá sem gerð- ist þegar þessir hinir sömu, þ.e. ráðamenn þjóðarinnar, fengu um og yfír 60 þúsund króna hækkun mánaðarlauna sl. haust. Var það ekkert brot á markaðri stefnu eða er sú launastefna óháð öðrum“? spyr Björn Grétar. Hann leggur jafn- framt áherslu á að fólk verði að hta á þessi mál í samhengi vegna þess að það sé ekkert mál fyrir hagfræðinga heimsins að reikna landsmenn inn í „hagfræði eymdarinnar," eins og hann orðar það. -grh Björn Grétar Sveinsson for- maður Verkamannasam- bands íslands, segir að þegar farið er að hóta verka- fólki átökum vegna kröfunnar um hækkun launa, þá sé ljóst að gerð næstu kjarasamninga verður mun erfiðari en haldið hefur verið í ljósi hins margum- talaða góðæris. Hann vekur at- hygli á því að þeir sem ýjað hafa að átökum á vinnumark- aði vegna þess sem nefnt hefur verið „óábyrgar væntingar" sé ekki að finna innan raða launa- fólks heldur meðal atvinnurek- enda. í gær var haft eftir Sveini Hann- essyni, fram- kvæmdastjóra Samtaka iðnaðar- ins hér í blaðinu að iðnrekendur sæju ekki fram á annað en að átök verði á vinnumarkaði í vetur, vegna þeirra óábyrgu væntinga sem menn hafa verið að gefa um stórkostlegar launahækkanir í komandi kjarasamningum. „Það segja og sögðu okkur allar tölur að við værum á fljúg- andi ferð inn í góðærið og því hafa einnig haldið fram hinir svokölluðu ábyrgu aðilar, ráð- herrar og fleiri," segir Björn Grétar. í haust hafa hinsvegar aðilar innan atvinnulífsins verið iðnir við að draga úr hinu meinta góðæri og fullyrt fullum fetum að engin innistæða sé til í fyrirtækjunum til að koma til móts við réttmætar kröfur launafólks um verulegar kjara- bætur. Á sama tíma herma fregnir að það sé ótrúlega mikil sala á dýrum jeppategundum. Björn Grétar segir að það sé vísbending um að góðærið hafi Björn Grétar Sveinsson formaður VMSÍ Hvaða launastefha var að verki sL haust þegar menn þjóðarinnar fengu um og gfir 60 þús. kr. hœkkun mánaðarlauna. Varþað ekkert brot á markaðari stefnu eða er sú launastefna óháð öðrum?

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.