Dagur - Tíminn - 11.09.1996, Page 2

Dagur - Tíminn - 11.09.1996, Page 2
2 - Miðvikudagur 11. september 1996 ÍDagur-®tnrám F R E T T I R Súðavíkursnjóflóðið Hafa óskað rannsóknar á þætti Almannavama Heiti Potturinn Þingmenn eru nú sem óðast að koma til starfa í þinghús- inu eftir sumarleyfi. Þar bíða menn spenntir eftir þingsetning- ardeginum því boðað hefur verið að þá megi vænta breytinga. Sem kunnugt er stendur jafnvel til að Davíð Oddson flytju stefnuræðu sína strax við þingsetninguna og að umræður um stefnuræðuna fari svo fram daginn eftir. Þing- menn telja einsýnt að með breyt- ingu af þessu tagi hafi Davíð náð að koma í veg fyrir að Ólafur Ragnar einn geti baðað sig í sviðsljósinu því nú þarf hann að deila athyglinni með bæði Ólafi G. þingforseta og forsætisráðherran- um. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að nú sé ekki leng- ur þörf á yfirlýsingum forsætisráð- herra um greinarmerkið „Punkt“ þegar hann segir heill forseta vor- um - punktur - og fósturjörð... Og þeir voru að koma margir úr þinghúsinu í pottinum í gær og nokkrir höfðu fréttir að færa af þingflokki framsóknar- manna. Þar á bæ voru menn gap- andi af undrun vegna fréttaflutn- ings á Stöð 2 í gær um Ingibjörgu Pálmadóttur þar sem nánast var fullyrt að þingflokkurinn hefði ver- ið mjög ósáttur við hennar frammistöðu, enda mun engin slík umræða hafa farið fram. Óformlega töldu menn sig þó vita að einhver í þingflokknum hefði talað frjálslega um þetta mál við blaðamann - enda hefði viðkom- andi ekki haft á móti því að eitt- hvað losnaði um í toppstöðunum hjá flokknum....Kalinn á hjarta" er ennífullu gildi.... að sem við viljum er einfaldlega það að sannleikurinn í þessu máli komi í Ijós, þannig að ábyrgð almannavarna sé skýr og svona harmleikir eigi sér ekki aftur stað,“ segir María Sveinsdóttir. Hún er ein sjö Súðvíkinga sem ritað hafa ríkissaksóknara bréf þar sem óskað er eftir opinberri rann- sókn á aðdraganda og afieið- ingum snjóflóðsins í Súðavík þann 16. janúar á síðasta ári. Þeir Súðvíkingar sem óskað hafa eftir rannsókninni segja að fálmkennd vinnubrögð hafl ein- kennt allt starf almannavarna í Súðavík í aðdraganda snjóflóðs- ins, sem hafði þær afleiðingar að Qórtán manns létust. Sór- staklega nefnir María að ákveð- in hús á skilgreindu hættusvæði hail ekki verið rýmd aðfaranótt 16. janúar þegar hættuástand vofði yfir. Hún nefnir húsið að Nesvegi 7, þar sem foreldrar hennar bjuggu. Þau létust bæði í snjóflóðinu og barnabarn þeirra. Leikskóli Súðavíkur var hinsvegar skammt frá - og var hann rýmdur. Allt þetta segir María bera afskaplega ómark- vissum vinnubrögðum vitni, en ef betur hefði verið að málum staðið hefði það ef til vill getað afstýrt því mikla manntjóni sem varð. María Sveinsdóttir segir að fólk geri sér auðvitað fullkom- lega ljóst að orðinn hlutur verði ekki til baka dreginn. Hinsvegar sé nauðsynlegt að draga fram í dagsljósið þau vinnubrögð sem í Súðavíkurmálinu voru viðhöfð, ef það geti komið í veg fyrir að sami leikurinn endutaki sig. „Það er kominn tími til að fólk trúi okkur. Þetta mál er búið að vera að velkjast milli manna í eitt og hálft ár og enginn vill gera neitt,“ segir María. Hún segir Súðvíkingana sjö hafa leit- að með sitt mál til Þorsteins Pálssonar, dómsmálaráðherra, sem vísaði því frá sér og benti á embætti ríkissaksóknara. Til hans er nú leitað með þetta mál. - Ekki náðist í Hallvarð Einvarðsson, ríkissaksóknara, vegna þessa máls í gær. -sbs. Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, boðaði niðurskurð á framlögum til framhaldsskóla landsins í sjónvarps- viðtali á dögunum. Samkvæmt heimildum Dags-Tímans felur fjárlagafrumvarp næsta árs það í sér að skorið verði niður í framhaldsskólakerfinu um 200 milljónir króna. í tengslum við það verða boðaðar róttækar skipu- lagsbreytingar á ýmsum sviðum, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Skólameistarar sem haft var samband við í gær vildu ekki tjá sig um málið fyrr en fyrir liggur hvar og hversu mikið á að spara, en eins og einn meistarinn sagði: „Það er auðvitað samkomulagsatriði hvaða þjónustu við veitum og það verður ekki sparað nema dregið verði úr þjónustunni við nemendur." Þrátt fyrir allar sparnaðarhugmyndir ráðamanna þjóðarinnar gekk lífið sinn vanagang í Verkmenntaskólanum á Akureyri í gær þar sem þessi mynd var tekin. Mynd gs FRÉTTAVIÐTALIÐ Bjó á átta stöðum í borgiiini á örfáum mánuðum Hrafnhildur Jónsdóttir frá Grundarfirði Barnaheill ætla að safna fé til kaupa á íbúð fyrir foreldra sem dvelja langdvölum í Reykjavík vegna sjúkra barna sinna. Foreldrar barna sem þurfa að dvelja langdvölum í höfuðborg- inni vegna veikinda barnanna geta lent í ótrúlegum vandamálum. Kostnaðurinn getur numið tugþúsund- um jafnvel hundruðum þúsunda. En öryggisieysið, það er verst. Einmitt þegar fólkið þarf á ölium sínum styrk að halda. Hrafnhildur Jónasdóttir, ung kona frá Grundarfirði, hefur sögu að segja af því. Hún og maður hennar, Gunnar Elísson, sjómaður á Klakki, unnu af alefli að því að sækja lækningu fyrir litlu dóttur sína, Ragnhildi Rún, og unnu að því með ráðum og dáð. Fórnuðu í raun öllu. Gunnar hætti á sjónum um hríð til að sinna málum Ragnhildar litlu ásamt konu sinni. En í höfuðborginni beið þeirra vist á átta stöðum við mismunandi góðar aðstæð- ur. Stundum þurfti að tjalda til einnar eða tveggja nátta. Hrafnhiidur hefur verið á ferðinni milli Grundaríjarðar og Reykjavíkur níu sinnum á þessu ári og verið vikutíma í senn. Barnaheill hafa tilkynnt um lands- söfnun Barnaheillavina og er tilgang- urinn sá að létta undir með íjölskyld- um utan af landi sem sækja til Reykja- víkur vegna veikra barna sinna sem njóta sérfræðiaðstoðar á hátækni- sjúkrahúsum borgarinnar. Kristín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Barna- heilla, sagði í samtali við Dag-Tímann í gær að ætlunin væri að kaupa íbúð eða íbúðir þar sem fjölskyldurnar gætu bú- ið meðan á sjúkrahúsdvöl barna þeirra stendur. Með gat á höfuðkúpubotni Hún Ragnhildur litla Rún er að verða tveggja ára og hefur verið undir lækn- ishendi allt frá fæðingu. Telpan fæddist með gat í höfuðkúpubotninum, tilfelli sem er einstakt hér á landí og ekki vit- að um viðgerðir á slíkum ágöllum áð- ur, hvorki hér á landi né erlendis. „Bjarni Ilannesson, sérfræðingur á Borgarsjúkrahúsinu, tauga- og heila- skurðlæknir, sem er mjög fær læknir, tók að sér að gera við gatið. Það var alþjóðlegt þing heilaskurðlækna sem Bjarni sótti um þetta leyti og þar könn- uðust menn ekki við þetta sjúkdómstil- felli, svo sjaldgæft er það. Við nutum þess því ekki að geta stuðst við reynslu lækna annars staðar frá,“ sagði Hrafn- hildur Jónasdóttir. Hrafnhildur segir að aðgerðin, flutningur beins efst í höfði ásamt ígræðslu, hafi heppnast vel, en annað verra fylgdi. Ragnhildur litla fékk heilahimnubólgu fyrir aðgerðina, og aftur meðan að sárin greru, sem gerð- ist hægar en vonast var eftir. Ekki er vitað hvernig Ragnhildur litla kemur frá sjúkdómi sínum. Móðir hennar seg- ir ljóst að henni seinki í líkamlegum þroska, en ekki vitað hvernig þróunin verður. Barnið er nú í greiningu í Greiningarstöð ríkisins í Kópavoginum og hefur fleygt fram eftir að hún komst þangað í rétta meðhöndlun, geysilega stíft sjúkraþjálfunarprógramm. Á næstunni þurfa þær mæðgur að sækja áframhaldandi sjúkraþjálfun til ná- grannabæjarins, Ölafsvíkur. Þau hjónin eru ákveðin í að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að dóttir þeirra fái góða heilsu. Átta íverustaðir í borginni Húsnæðiserfiðleikar þeirra hjónanna í Reykjavík eru sláandi. Átta íverustaðir á nokkrum mánuðum. Fyrst hjá föður Hrafnhildar þar sem reka þurfti fólk úr rúmum, síðan í orlofsíbúð verslunar- fólks á Húsavík, við Freyjugötu í Reykjavík, en Hrafnhiidur er Húsvík- ingur, þar sem þau voru yfir jólin og fram í febrúar. Þá tók við ferðatösku- búskapur, sem Hrafnhildur segir að hafi verið hreinn hryllingur. Á tíma fengu þau inni í íbúð samtaka foreldra krabbameinssjúkra barna sem var laus, en þurftu að sjálfsögðu að rýma hana þegar félagið þurfti á henni að halda. Þau hjónin hafi ekki haft neinar tekjur og ekki haft efni á að taka á leigu íbúð í borginni. Síðar fengu þau húsnæðisbætur frá Grundarfirði þegar þau voru að þrotum komin peninga- lega og fengu íbúð leigða í þrjá mán- uði. „En í tvo mánuði vorum við kannski fimm daga þarna, og tvo daga þarna. Maður var aldrei öruggur um húsa- skjól. Okkur hjónunum leið best þegar við gátum lifað eðlilegu lífi, farið í mat- vörubúðina, eldað handa okkur og þess háttar," sagði Ilrafnhildur.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.