Dagur - Tíminn - 11.09.1996, Qupperneq 8

Dagur - Tíminn - 11.09.1996, Qupperneq 8
8 - Miðvikudagur 11. september 1996 íDagur-ŒTOTmn PJÓÐMÁL IDagur-©mmn Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Sími: Áskriftargjald m. vsk. Lausasöluverð Prentun: Dagsprent hf. Eyjólfur Sveinsson Stefán Jón Hafstein Birgir Guðmundsson Hörður Blöndal Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Brautarholti 1, Reykjavik 800 70 80 1.600 kr. á mánuði kr. 150 og 200 kr. helgarblað Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Frá Kýpur til Kópaskers í fyrsta lagi ímyndað símtal: „Sæll Halldór, Ingibjörg Pálma hér, heyrðu, ég er að hugsa um að skreppa í frí til Kýpur áður en atið byrjar í þinginu - gætir þú nokkuð vökvað blómin, gefið kettinum og tekið heilbrigðismálin? “ Halldór: Ekkert mál, skildu bara lykilin að ráðu- neytinu eftir undir mottunni. Og GSM númerið hjá Davíð. Kópasker: Guðrún G. Eggertsdóttir hjúkrunarfor- stjóri skrifar í Dag-Tímann: „Síðustu sex vikur hefur heilbrigðisþjónustan verið í upplausn. í mínu héraði hefur ástand ekki verið svona slæmt í marga áratugi." “N ímyndað samtal á þingflokksfundi framsóknar- manna, fyrirspurn: „Er búið að vökva fyrir Ingi- björgu og gefa kettinum?" Halldór: „Það er góður maður í málinu". Ekki fleira á dagskrá. Guðni Ágústsson kemur í sjónvarpið og segir að það sé læknislaust frá Selfossi til Hornafjarðar. Og í Vest- mannaeyjum. Halldór er með GSM númerið hjá Ingibjörgu. í þriðja lagi Guðrún hjúkrunarforstjóri á Kópaskeri skrifar í Dag-Tímann: „Vinnu við svona aðstæður er erfitt að lýsa með orðum, en ábyrgðin er mikil, binding algjör við síma þar sem símboðar og GSM símar virka ekki alls staðar." Við svona kringumstæður á hjara veraldar er þjóðin einhuga um eitt: maður afpantar ekki sólarlandaferð. Síminn hringir á Kópaskeri. ímyndað símtal: „Sæl Guðrún, Ingi- björg Pálma hér, heyrðu, ég frétti að þú værir al- veg bundin við símann. Datt bara í hug að spjalla - það hringir enginn í mig. Hvernig hafið þið það annars?“ Stefán Jón Hafstein. daxteUiö 7 Er Rafveitu Akureyrar skylt að lýsa upp hesthúsahverfin á Akureyri? Sigurður J. Sigurðssson bœjarfulltrúi Sjálfstœðisflokks Akureyrarbær skipuleggur lóðir og ieggur götur f þessi hverfi. Þessa dagana er verið að skoða stöðu- réttindi þessara húsa en með það að leiðarljósi að menn eru að byggja var- anlegar byggingar finnst mér eðlilegt að hús í slík- um hverfum fái sambæri- lega þjónustu og aðrar umferðargötur, þ.e. þetta verði upplýst gatnakerfi. Sigfús Helgason formaður Hestamannafélagsins Léttis Auðvitað eiga hesta- menn að fá sömu þjónustu og aðrir bæjarbúar og ég skora á menn að b'ta í eigin barm áður en þeir svara þessari spurningu. Annars hef ég átt mjög vinsamlegar við- ræður við bæjarstjóra Ak- ureyrar um þetta mál og það er ákveðið að þetta mál verður skoðað og tek- ið upp í stjórn veitustofn- ana. ♦ ♦ Svanbjörn Sigurðsson rafveitustjóri Okkur ber að lýsa all- ar umferðar- og íbúðahúsagötur í bænum, fjölfarna göngu- stíga í íbúðahverfum og fleira. En ég tel ekki að Rafveitan sé skyldug til að lýsa eitthvert svæði fyrir afmarkaðan hóp áhuga- manna. En að sjálfsögðu þarf að meta það hverju sinni hversu hóparnir eru stórir, hversu nauðsynin er orðin mikil og síðast en ekki sísl hvað þetta kostar bæjarbúa í heild. Þórarinn E. Sveinsson forseti bœjarstjórnar Auðvitað er verulegt öryggisatriði að þarna sé gott ljós og vert að leita allra leiða til þess að svo megi vera. Spurning er kannski hvort líta megi á þetta sem hluta af gatnakerfi bæjarins. I 1 s WWi — ; ; Góður á grasflötina „Tyson er óhugnanlega sterkur, ég gef í sjálfu sér ekki mikið fyrir boxið hans, kalla það ekki hnefaleika. Hann er „sláttuvél“ sem veður í andstæðingana og lemur þá sundur og saman.“ Sveinn Tómasson í Degi-Tímanum um hnefaleikakappann Mike Tyson. Alveg útilokað „...kemur auðvitað ekki til greina að samþykkja svona hugmyndir, sem mótast bara af því að koma ákveðnum manni frá og setja annan á „toppinn“.“ Jón Ármann Héðinsson í Mogganum um sameiningu Ólympíunefndar lslands og íþróttasambands islands. Of mjóar „Það sem háir stelpunum fyrst og fremst er lítil breidd.“ Úlfar Jónsson, margfaldur íslandsmeist- ari í golli, um kynsystur sínar í íþrótt- inni, í viðtali við Iþróttablaðið. Góður að reikna „Strákarnir fengu góða eldskírn í fyrra. Núna eru þeir árinu eldri.“ Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV í handbolta, um lærisveina sína f viðtaii við DV. Vaðið ífœrum „Peir fá eitt færi í seinni hálfleik og skora eitt mark, við fáum 300 færi en nýtum bara eitt.“ Hermann Hreiðarsson, leikmaður ÍBV í knattspyrnu í viðtali við DV, eftir að hafa tapað fyrir Stjörnunni. Mun landkynningiii gera yður frjálsa? Hugtakið „að koma út úr skápnum" er eins og svo margt annað í dag- legu tali íslendinga bein þýðing úr ensku, „coming out of the closet“. Orðalag- ið er svo sem ekkert verra fyrir það, en kannski orðið pínulítið þreytt, enda nú notað í tíma og ótfma um flestar kenndir, áhugamál og skoðanir, sem fólk var til skamms tíma að burðast með í misjafnlega vellæstum skúmaskotum sálarinnar. Sama hvort um er að ræða samkyn- hneigð eða sérstakan áhuga á suður- sænskum þjóðdönsum, þá er í flestum til- vikum ekki nema gott eitt um það að segja að fólk fái að lifa lífinu á eigin forsendum og sinna sínum hjartans málum, án ótta við aðkast skilningslítilla samborgara. Oftast er það einhver hugrakkur ein- staklingur sem stígur fyrsta skrefið út úr skápnum og frelsar þannig óbeint alla hina. Stundum er eins og stífla hafi brostið þegar fyrsta skreflð hefur verið stigið. Stundum þarf dropinn að hola steininn. Stíflan brestur Þegar Þorvarður Helgason, gamall kennari minn úr menntaskóla, lýsti því yfir í sjón- varpssal fyrir nokkrum árum að ef hann mætti láta afnema eitt orð í íslensku máli, þá væri það orðið landkynning, brast ein- hver stífla í minni sál og ég hugsaði loks- ins, loksins. Það var ótrúlegur léttir að komast að því að maður var ekki einn f heiminum að burðast með þessa óútskýranlegu andúð á lausnarorðinu mikla, sjálfri landkynning- unni. Þetta djarfa andóf gegn landkynningunni, sem á að fleyta okkur öllum heimsfrægum inn í tuttugustu og fyrstu öldina og hrein- lega leysa tilvistar- vanda þjóðarinnar á öllum sviðum, átti sér stað í þætti um íslenska kvikmyndagerð. Ekki man ég annað sem þar fór á milli manna, enda gnæfði yfirlýsing Þorvarðar eins og Herðubreið yfir annars heldur til- þrifalitlum endurteknum orðum um ís- lenska kvikmyndavorið, haustið, veturinn eða hvaða árstíma sem þar ríkti þá stund- ina. Væntanlega hefur þó einhver í um- ræddum þætti sóð ástæðu til að taka það fram hvað bíóið okkar gæti orðið góð land- kynning -og kannski það hafi verið sú full- yrðing sem varð til þess að stíflan brast hjá Þorvarði. Þarna erum við líka komin að kjarna málsins. (Og ég veit að ég var lengi að koma mér að honum, enda ekkert grín að koma út úr skápnum í jafn við- kvæmu máli). Hvað er góð landkynning ? Hver á að skera úr um það hvað sé góð landkynning ? Á til dæmis bara að styrkja þær kvikmyndir sem yfirvöldum finnst vera „góð“ landkynn- ing, þ.e. draga upp „rétta“ mynd af landi og þjóð? Rétta mynd frá sjónarhóli hverra? Svona mætti halda áfram endalaust, en í sinni verstu mynd getur landkynn- ingarhugtakið orðið að stórhættulegu kúg- unartækitæki. Og í sinni sauðmeinlausustu mynd er það orðið álíka þreytt og þvælt og íslands- vinirnir ofnotuðu. ímyndinni allt Samkvæmt frelsunarboðskap landkynning- arinnar þarf að „hanna“ staðlaða „ímynd“ fyrir ísland og selja grimmt til útlanda svo allur heimurinn sjái hvað við erum sniðug og skemmtileg og eftirsóknarverð og komi æðandi hingað uppeftir í heimsókn. Á sama tíma og við auglýsum okkur sem lág- launasvæði þar sem mengunarvarnir eru í lágmarki og leggjum drög að því að skreyta hálendið ofanjarðar með há- spennulínum þvers og kruss, á að „mark- aðsfæra" landið á þeim forsendum hvað við séum hrein og fín og vistvæn -en samt með þetta rosalega fjöruga næturlíf. Sam- kvæmt þessu er ímyndin allt, en kannski er það ósamræmið milli hennar og raun- veruleikans sem veldur því hvað land- kynningin stendur eitthvað þversum í mér. Sko, þar dreif ég mig loksins út úr skápnum og líður bara mun skár. Hrædd er ég þó um að fáir þori að samsinna mér opinberlega, enda jaðrar víst andúð á lausnarorðinu landkynningu við landráð sem stendur. Það getur þó átt eftir að breytast þegar fram líða stundir. Og brosi einhver laumu- lega til mín í strætó á næstunni mun ég sannfæra sjálfa mig um að þar fari skoð- anasystir, eða -bróðir, sem eru bara ekki ennþá komin út úr skápnum. II.H.S. Síitdwt Melgu

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.