Dagur - Tíminn - 20.09.1996, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn - 20.09.1996, Blaðsíða 1
LÍFIÐ í LANDINU FÖStudagur 20. september 1996 - 79. og 80. árgangur - 179. tölublað GAMAN AÐ VERATIL! Myndir: GS Kristín Ólafsdóttir er 95 ára Akur- eyrarmær. Hún er kvik í hreyfingum og létt í lund - og segir að lífið sé yndislegt. Og Guðstrúin er henni mikilvæg í lífinu, því þaðan kemur allt hið góða. Mér finnst lífið yndislegt og nýt þess að vera heilbrigð og hraust. Að vera manneskja og lifa með reisn. Ég trúi á minn Guð - og veit að allt hið góða í lífinu kemur frá Guði. Við sjáum nú hvernig Guðleysingjum farn- ast,“ segir Kristín Ólafsdóttir, 95 ára Akureyrardama, í sam- tah við Dag-Tímann. Glaðlyndi og góður hugur Það kann að virðast undarlegt að kalla 95 ára gamla konu dömu. En ekki er annað eðlilegt þegar Kristín Ólafsdóttir á í hlut. Ilún er kvik í hreyfingum og létt í lund, enda fer það oft saman, að því er virðist, að þeir sem eldast vel hafa glaðlyndi og góðan hug sem forgangsatriði í sínu lífi. „Það er mikilvægt að geta lagað sig að því sem for- sjónin færir okkur uppí hendur. Eftir því eigum við að lifa. Það er mikilvægt að hafa góða lund og sætta sig við hlutina - þó ég viti vel að það er ekki öllum gefið,“ segir Kristín. Kristín Ólafsdóttir er fædd á Nefsstaðakoti í Fljótum 6. júlí 1901. Þar ólst hún upp til 12 ára aldurs, þegar hún flutti með foreldrum sínum til Sigluíjarðar. Árið 1919 lá leið hennar til Ak- ureyrar. Hún og eiginmaður hennar, Jón Pálsson trésmiður, bjuggu um nokkurra ára skeið í Arnarnesi í Möðruvallasókn, en 1929 lá leið þeirra til Akureyr- ar. Þau settust að í húsinu að Aðalstræti 32 og ætluðu að vera þar um skamman tíma. En dvöl- in hefur lengst í hinn endann því þarna hefur Kristín verið æ síðan - og að manni sínum látn- um - sem lést 1972. - Þeim hjónum varð tveggja barnað auðið. Þau eru Arngrímur, sem lengi var prestur og þjónaði í Odda á Rangárvöllum og síðar í Háteigssókn í Reykjavík og Bergþóra sem býr á Akureyri og starfar á skattstofu Norðurlands eystra. Barnabörnin eru fimm, barnabarnabörn eru tólf og einn afkomanda á Kristín í fimmta lið. Skammdegið er ósköp gott „Mér líður hvergi betur en heima hjá mér, enda er frið- samt hér og gott að vera. Allir sem hér hafa verið segja sömu söguna. Ég hef lítið viljað fara út af heimilinu, því hér hefur mér liðið svo vel,“ segir Kristín. Ekki er hægt að geta Kristín- ar nema nefna einnig til sög- unnar Jóhönnu Jónsdóttur, sem hefur leigt hjá henni síðastliðin 62 ár. Kristín segir sambýlið alla tíð hafa verið afar gott „... og það er munur að vera ekki ein í húsinu, fyrir utan hvað Jó- hanna er þægileg í umgengni," segir hún. „Nei, Jóhanna er ekki til viðtals," sagði Kristín, þegar blaðamaður leitaði eftir því að ræða við hana líka um hið langa sambýli þeirra. „Mér finnst skammdegið allt- af vera ósköp gott. Það hefur róandi áhrif. En auðvitað finnst manni afar vænt um þegar sól- in fer að hækka á lofti. Dagur- inn finnst mér aldrei hafa verið nógu langur því ég hef alltaf mikið að gera, svo sem við saumaskap og handavinnu. Síð- an les ég svolítið og nú liggja á borðinu hjá mér bækur um SigluQörð og HéðinsQörð, en það eru slóðir sem ég þekki frá mínum bernskuárum,“ segir Akureyrarmærin Kristín Ólafs- dóttir. -sbs.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.