Dagur - Tíminn - 25.09.1996, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn - 25.09.1996, Blaðsíða 3
JDagur-®ítntrat HAUST O G HEILSA Hefur haustið og veturinn einhver þau áhrifá manninn og heilsu hans að það sé ástæða til að bregðast sérstaklega við. Er haustið manni tilefni til að rækta líkama og e.tv. sál afmeiri elju en annars? Með þessar spurningar og fleiri er leitað í smiðju þriggja einstaklinga sem öll eru vel lesin og hafa mikinn áhuga á heilbrigði og hollum lífsháttum. Miðvikudagur 25. september 1996 -15 Ekki gleyma sjálfum sér Haustið er upplagð- ur tími til að end- urskoða hlutina, þ.e. huga að heilsunni, um leið og allt annað í þjóðfélaginu fer í gang.“ Laufey bendir á að nú sé hvað mest úrval af ný- meti, þ.e. grænmeti, ávöxtum og bráðum ný- slátruðu lambakjöti. Þetta sé sá árstími sem fæðan er hvað næringarríkust. - Ætti maður samt ekki að taka inn lýsi? „Pað er ágæt regla að taka lýsi að staðaldri en þegar myrkr- ið hellist yílr þá þurfum við þess enn frekar með. Líkaminn verður að fá D- vítamín úr fæðunni á vet- urna vegna þess að þá er sólin svo stutt á lofti að Laufey Steingrímsdóttir er doktor í nœringar- og lífeðlisfrœðt Hún hefur starfað hjá heilbrigðisráðuneytinu og setið í Manneldisráði í rúm 15 ár. líkaminn nær ekki að framleiða vítamínið. D-vítamín er forsenda þess að líkaminn geti nýtt kalkið sem er m.a. nauðsynlegt fyrir bein- in.“ Önnur bætiefni segir Laufey ágætt að taka, þó hún taki undir að um einhverja oftrú kunni að vera á þeim. Þetta sé eitthvað sál- fræðilegt, fólk telji sig vera að kaupa heilsuna í pilluglasi. Hún vill hins vegar ekki gera lítið úr bætiefnunum. „Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hvað bætiefnin eru merkileg. Þau gera meira en að koma í veg fyrir hörg- ulsjúkdóma, s.s. skyrbjúg við C- vítamínskorti. T.d. hefur komið í ljós að fólinsýra sem er eitt af mörgum B- vítamínum minnkar lík- urnar á fósturgöllum hjá ófrfskum konum, sömu- leiðis minnka líkurnar á hjartasjúkdómum en hörguleinkenni af fólinsýruskorti eru ákveðin tegund af blóðleysi.“ Laufey bendir einnig á svokallaða andoxunareiginleika sem komið hefur í ljós hjá C-vítamíni, E-víta- míni og beta karótfni sem breytis í A-vítamín. Þessi vítamín og stein- efnið selen hægja á öldrun frumna, þ.e. hindra að þau oxist við óæski- leg efni. Laufey segir það staðreynd að fólk, a.rn.k. í hinum vestræna heimi, litni almennt á veturna. I>á hreyfl það sig minna og er meira inni við. Maður er það sem maður borðar Elfride Kjartansson hefur œtíð, allt frá barnœsku, verið mikil áhugamann- eskja um náttúruna og meðul hennar en bœði móðir hennar og amma not- uðu grös í lœkningaskyni. Elfride segir mjög mikilvægt að byggja upp mót- stöðuafl líkamanns áður en vetur konungur geng- ur í garð. Líkaminn verð- ur að vera sterkur fyrir þegar smitsjúkdómar, s.s. kvef og flensa, fara að ganga fyrir alvöru.“ Líkamann byggir maður upp með útveru og hollu fæði, ásamt viðbótarskammt af bætiefn- um.“ Hún segir að fólk eigi að fara út og hreyfa sig, anda að sér hreinu lofti og sleikja sólargeislana þegar þeirra nýtur við. Það eigi að neyta næringarríkrar fæðu, helst lífrænt ræktaðrar. „Tilbúinn áburð- ur drepur gerlana sem rætur plantnanna þurfa til að taka upp næringarefni. Plöntur sem ræktað- ar eru með tilbúnum áburði eru þess vegna ekki eins hollar og þær sem eru ræktaðar með lífrænum hætti. í tilraun sem gerð var með ræktun á karsa reyndust þær jurtir sem fengu engan tilbúinn áburð innihalda tíu sinnum meira af C- vítamíni heldur en þær sem fengu tilbúin áburð, hinar síðarnefndu voru hins vegar stærri.“ - Ilvað á maður að gera ef maður snapar sér samt einhvern óþvera? „Þá er best að fara strax í heitt bað, hita það upp fyrir líkamshit- ann og liggja með allan líkamann undir vatns- borðinu. Að því loknu á ekki að þurrka sór heldur veíja sig inn í baðslopp eða handklæði og fara undir sæng. Þannig svitn- ar maður eiturefnum og hjálpar líkamanum við að hreinsa þau út.“ Elfride segir að með inntöku á „gerfief'num", þó ekki sé annað en vægt efni eins og magnyl, sé lfkamanum gert enn erfiðara fyrir þar sem slík efni auka álagið á lifur og nýru. Hún segir pensilín ofnotað lyf, það sé t.d. vitagagnslaust á flensur og kvef sem rekja rná til vírussjúk- dóma. Hins vegar drepi það allt í þörmunum, þ. á m. gerla sem eru líkamanum nauðsynlegir til að vinna úr fæðunni. „Að gefa pensi- lín gegn minniháttar bólgum, s.s. unglingabólum, er líkt og að skjóta með fallbyssu á spörvar.“ „Haustið er upp- lagður tími til að endurskoða hlutina, huga að heilsunni.“ „Það er ágæt regla að taka lýsi að stað- aldri.“ „Líkaminn verður að vera sterkur þegar smitsjúkdóm- ar fara að ganga fyrir alvöru.“ „Það er örugglega eitthvað inn í lík- amsklukku okkar sem býr okkur undir árstíðirnar. „Æ fleiri og sterkari vísbendingar koma fram um samspil sálar og líkama.“ „Fólk ber ábyrgð á sjálfu sér og sinni heilsu.“ Samspil sálar og líkama Það er örugglega eltthvað inn í lík- amsklukku okkar sem býr okkur undir árstíðirnar. Það er t.d. staðreynd að þeiri sem eiga við þunglyndis- og oflætissveiflur að etja sveiflast oft lengra niður á haustin. Þetta á reyndar líka við um vor- ið en á þessum árstím- um eru umskipti í birtu og dimmu hröðust.“ - Er hægt að benda á ein- hverjar ákveðnar líkam- legar breytingar sem ÓlafurF. Mixa er sérfrœðingur í heimil- islækningum. Hann hefur átt þátt í skipulagningu nokkurra heilsugœslu- stövða, hér heima og erlendis. Síðustu 25 ár hefur hann starfað sem heimilis- lœknir í Reykjavík. eiga sér stað hjá mannskepnunni á haustin? „Ég hugsa að það verði einhverjar breytingar, þó að ekki sé hægt að benda á eitl- hvað ákveðið fyrir utan geðslagið sem aftur getur haft keðjuverk- andi áhrif á líkamann.“ Ólafur segir æ fleiri og sterkari vísbendingar koma fram um samspil sálar og ltkama. Samspil sem komi fyrst og fremst fram í mótstöðu líkam- ans og ónæmiskerfinu - mótstaðan minnki ef andlega hliðin er ekki í lagi. Hann finnur greinilega að fólk leitar í meira mæli til hans með haustinu. Þá er álagið mikið, hin líffræðilega klukka segir til sín og gangverk þjóðfélagsins fer á fullt, kennar- ar byrja að messa yfir nemend- um, þingmenn fara að þinga og fyrirtækin á fulla fart o.s.frv. - Hvernig eflir maður eða byggir upp mótstöðu líkamans? „Fyrst og fremst með því að sinna streituvörnum, þ.e. hreyfa sig reglulega, þreyta sig líkam- lega, og gefa sér tóm til að slappa af, finna ró í beinum. Fólk ber ábyrgð á sjálfu sér og sinni heilsu. Það verður að huga að heilsunni, vera meðvitað um sjálft sig, líkamann og sálina. Það uppsker hver eins og hann sáir.“

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.