Dagur - Tíminn - 27.09.1996, Page 11

Dagur - Tíminn - 27.09.1996, Page 11
I)agur-®mttmt Föstudagur 27. september 1996 - 23 FÍNA FRÆGA FÓLKIÐ Dóp eða magakveisa? Harðjaxlinn Mickey Ro- urke hefur fengið á sig slæmt orðspor og nýlega birtust fréttir um að leikarinn hafi verið innritaður í afvötnun á heilsuhæli í Róm en hann er á ítah'u við tökur á myndirmi The Colony, þar sem hann leik- ur á móti Jean-Claude Van Damme. í fréttinni sagði að Ro- urke þjáðist af þunglyndi, stressi og allt of miklu viskí. Læknir leikarans síðustu 13 ár, Luigi Lomonaco, segir þessar fréttir stórlega ýktar því Rourke hafi einfaldlega fengið matar- eitrun og þurfti þess vegna að heimsækja spítala í nokkra daga. Rómarbúar eru ekki mjög ánægðir með Van Damme, Rourke og félaga og lögreglu- yfirvöld rannsaka nú ásakanir um að gestirnir hafi skemmt fornan marmarabekk á Piazza Navona, einu elsta og falleg- asta torgi borgarinnar eilífu. Mickey Rourke hefur háð baráttu við eiturefnin undanfarin ár og nú eru á sveimi sögur um að hann hafi fallið aftur í sama farið. / /éftiií //<<>« U' mi Woody Allen er enn að og nú hefur hann lokkað Demi Moore til að leika á móti sér. Sparibaukurinn hennar Demi Moore verður ekki mik- ið þyngri við að leika í myndinni hans Woody Allen. Spéfuglinn og sérvitringurinn Woody Allen er með nýja mynd í burðarliðnum og sem fyrr þá hópast stjörnulið í kringum snilhnginn. Demi Moore fær feitasta launaumslag allra kvenna í Hollywood en hún hefur samþykkt að leika í nýju myndinni hans Woody fyrir smá- aura. Tökur á myndinni heíjast í október og Moore verður á sömu launum og aðrir Ieikarar í myndinni en þegar hafa Elizabeth Shue, Robin Williams og Julia Louis-Dreyfuss, sem leikur í Seinfeld, verið ráðin í stór hlutverk. Woody reyndi einnig að fá Elliott Gould og Richard Dreyfuss en þeir þeir höfnuðu báðir og líklega verður Woody sjálfur í einu aðalhlutverkinu. Sú sem fékk þó stærstu rulluna er alls óþekkt. Hún heitir Hazelle Goodman og er spáð bjartri fram- tíð í Hollywood ef myndin verður vinsæl. Teitur Þorkelsson skrifar Kynórar Allt of margir virðast halda að hver sá sem eigi sér kynóra sé annað- hvort kynóður eða veikur á geði - eða bæði. Sérstaklega á þetta við ef kynórarnir snúast um eitthvað sem almennt gæti talist skammarlegt. Og þótt flestir deili aðeins þeim allra venjuleg- ustu með öðrum hef ég aldrei hitt þá manneskju sem neitar því að eiga einhverja kynóra. Þó það sé nokkuð víst að kynór- ar endurspegli að einhverju leyti huldar langanir fólks í kynlífi er ekki þar með sagt að maður eigi að taka þá alla bók- staflega. Margir þeirra snúast um hluti sem fólk myndi aldrei vilja eða fræðilega geta gert í raun heldur notar fólk þá sem einskonar æsandi lyf í kynlífi og sjálfsfróun. Og þú þekkir elsk- huga þinn ekki í raun fyrr en þú hefur grafið upp þessar leyndu þrár. Algjört traust og nánd myndast ekki fyrr en þið hafið deilt kynórum ykkar með hvoru öðru og viðurkennt þá. En svo hugsið þið: Hvernig getur einhver ímyndun verið meira fullnægjandi en ég? Karl- mönnunum líst ekki á að kom- ast að því að konur þeirra ímyndi sér stundum að þeir séu aðrir menn, kvikmynda- og íþróttastjörnur, í hita leiksins. Jafnvel þótt þeir hugsi sjálfir um þær sem Pamelu Anderson eða stelpuna x sjoppunrú öðru hvoru. Tvöfalt siðgæði. T1E Hestamenn x7 athuglð! Kaupangsbakkar (Almenningur) verða smalaðir laugardaginn 28. sept. nk. kl. 13. Eigendur hrossa á Kaupangsbökkum vitji hrossa sinna, að öðrum kosti verða hrossin tekin sem óskilahross. Greiðsla hagagjalda fari fram á staðnum. Haganefnd. Stefnumál á landsfundi Sjálfstæðisfólk á Norðurlandi eystra athugið! Ráðstefna verður haldin laugardaginn 28. septem- ber nk. klukkan 14:00 á skrifstofu Sjálfstæðis- flokksins, Kaupangi við Mýrarveg, Akureyri. Dagskrá fundarins: 1. Halldór Blöndal, landbúnaðar- og samgöngumál 14:00-14:20. 2. Soffía Gísladóttir, sveitarstjórnarmál 14:20-14:35. 3. Björgólfur Jóhannsson, sjávarútvegsmál 14:35-14:50. 4. Kaffihlé 14:50-15:10. 5. Helga Kristjánsdóttir, jafnréttismál 15:10-15:25. 6. Hermína Gunnþórsdóttir, skólamál 15:25-15:40. 7. Pallborðsumræður 15:40-17:00. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri, Vörður, F.U.S. Akureyri. Sjálfstæðar konur. Sýslumaðurinn á Akureyri, Hafnarstræti 107, 600 Akureyri, sími 462 6900 Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Brimnesbraut 1, eignarhl. Dalvík, þingl. eig. Magnús I. Guðmunds- son, gerðarbeiðandi Vátryggingafé- lag íslands f.h., 2. október 1996 kl. 15:45. Flaga, Skriðuhreppi, þingl. eig. Björn Pálsson og Svavar H. Aðal- steinsson, gerðarbeiðendur Stofn- lánadeild landbúnaðarins og ís- landsbanki h.f., 2. október 1996 kl. 14:00. Hafnarstræti 97, hl. 3A, Akureyri, þingl. eig. Byggingarfélagið Lind h.f., gerðarbeiðandi Akureyrarbær, 2. október 1996 kl. 10:00. Hafnarstræti 97, hl. 4a, Akureyri, þingl. eig. Byggingarfélagið Lind h.f., gerðarbeiðandi Akureyrarbær, 2. október 1996 kl. 10:15.________ Hafnarstrtæti 97, hl. 5a, Akureyri, þingl. eig. Byggingarfélagið Lind h.f., gerðarbeiðandi Akureyrarbær, 2. október 1996 kl. 10:30. Hafnarstæti 97, hl. 6a, Akureyri, þingl. eig. Byggingarfélagið Lind h.f., gerðarbeiðandi Akureyrarbær, 2. október 1996 kl. 10:45. Móasíða 4a, Akureyri, þingl. eig. Gunnlaugur Höskuldsson, gerðar- beiðandi Akureyrarbær, 2. október 1996 kl. 11:45. Múlasíða 4, eignarhl. Akureyri, þingl. eig. Hermann Skírnir Daða- son, gerðarbeiðandi Sýslumaður- inn á Akureyri, 2. október 1996 kl. 09:30. Sýslumaðurinn á Akureyri, 26. september 1996. Sýslumaðurinn á Akureyri, Hafnarstræti 107, 600 Akureyri, sími 462 6900 Uppboð Framhald uppboðs á eftirtalinni eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Fiskverkunarhús í landi Efri Sand- víkur, Grímsey, ásamt öllum vélum og tækjum, þingl. eig. Haraldur Jó- hannsson, gerðarbeiðandi Fisk- veiðasjóður íslands, 3. október 1996 kl. 11:45. Sýslumaðurinn á Akureyri, 26. september 1996. JDctgur-^tmmn - besti tími dagsins! Faxnúmer auglýsingadeildar Akureyri 462 20 87 Reykjavík 563 16 40

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.