Dagur - Tíminn - 15.10.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 15.10.1996, Blaðsíða 5
Uctgur-míurám Þriðjudagur 15. október 1996 -17 VIÐTAL DAGSINS Refsað fyrir að bjarga sér Það eru engir dýragrafreitir á íslandi en hjá Reykjavíkurborg og Reykjanesbæ eru menn að skoða hugmynd Kristins Rúnars Hartmannssonar í þeim efnum. Kr. Rúnar býr í Höfnum í Reykjanesbæ. Hann seg- ir dýragrafreiti algenga erlendis enda „vill fólk gjarnan fá að jarðsetja gæludýr sín á huggulegan hátt“. Hann bendir á að dýragrafreitur gæti verið upplagt útivistarsvæði fyrir fólk með gæludýr, einskonar lysti- garður, og hann segir hug- myndina vera atvinnuskapandi. Sjálfur er Kr. Rúnar nýbú- inn, ásamt eiginkonu sinni og bróður, að stofna fyrirtækið Okkar markmið ehf. Þau hyggj- ast fara út í framleiðslu á leg- steinum og bjóða upp á graf- skreytingar, s.s. ljósmyndir. - Þola ljósmyndir íslenska veðráttu? „Með þeirri aðferð sem ég nota þá er hægt að vernda ljós- myndir og ritaðan texta fyrir vatni, vindum og sólarljósi. Ég er búinn að vinna að þessari hugmynd í 3 ár og hef sótt um einkaleyfi á henni, á meðan umsóknin hefur ekki verið afgreidd þá hef ég einkaleyfið nema annað komi í ljós. En ég hef verið að bjóða erlendum að- ilum, t.d. í Danmörku og Kan- ada, hana til kaups.“ - Eru ljósmyndir ekki notað- ar á legsteina víða erlendis? „Jú, einkum þar sem veður- far er mildara en sambærileg aðferð við að varðveita myndir gegn veðrun hefur ekki komið fram. Fólk hefur þurft að end- urnýja myndirnar reglulega. Þjóðverjar hafa að vísu verið að vinna Ijósmyndir á postuh'ni en þær koma ekki alveg eins út, þar sem ilöturinn er kúptur." - Verða ykkar legsteinar öðruvísi en annarra? „Já, þeir verða steyptir úr marmarasandi en ekki til- höggnir. Ég hef smíðað mörg ólík mót, t.d. tárlaga, sólarlaga og hörpulaga, að legsteinum. Steinarnir koma sennilega til með að verða steyptir á Litla Hrauni.“ - Er þér fleira til lista lagt? >.Ég er í myndlist, tónlist, leiklist og jafnvel ljóðlistinni. Kristinn Rúnar Hartmannsson ásamt konu sinni, en þau hafa nýlega stofnað fyrirtækið Okkar markmið ehf. Ekki svo að skilja að ég hafi haft lifibrauð mitt alfarið af sköpun en ég er einn af þessum furðufuglum sem bjóða sig fram til ýmissa hluta er öðrum dytti ekki í hug.“ - Hvernig mótttökur hafa hugmyndir þínar fengið? „Uppi á Iðntæknistofnun leist mönnum vel á hugmyndir mín- ar og ég fékk styrk frá iðnaðar- ráðuneytinu í gegnum Iðn- tæknistofnun til að vinna að hugmyndinni. Seinna fór ég á atvinnuleysisbætm eftir að hafa misst vinnuna, þáði svo styrk frá Atvinnuleysistryggingarsjóði til að vinna sérstaklega að hug- Dýragrafreitir eru algengir erlendis, en á íslandi eru nú hugmyndir um að hefja framleiðslu á legsteinum fyrir gæludýr. myndinni. Styrkurinn var til sex mánaða og var í rauninni jafn- hár atvinnuleysisbótunum. Núna þegar þessi tími er liðinn þá er ég búinn að glata réttin- um til atvinnuleysisbóta.“ - Það borgaði sig sem sagt ekki að taka styrkinn? „Nei, með því að þiggja hann þá datt ég út úr kerfinu. Fyrir- tækið mitt, Okkar markmið, í Hveragerði er nefnilega ekki enn farið að velta neinu fjár- magni þannig að við höfum ekki greitt neitt í atvinnuleysis- tryggingarsjóð." - Þetta er ekki hvetjandi? „Nei, það er í rauninni verið að refsa fólki fyrir að reyna að bjarga sér og koma hlutunum í gang. Svo eru atvinnuráðgjafar víðsvegar um landið sem eru sagðir hafa það hlutverk að stuðla að uppbyggingu smáfyr- irtækja. Það virðist hins vegar vera landlægt að menn eru ekki tilbúnir til að skoða neitt nema það kosti einhverja tugi millj- óna og helst að það sé ýldulykt af því og búið að fara á hausinn tvisvar, þrisvar." -gos Kjaransbraut í vestfirsku Ölpunum HHallgrímur Sveinsson Nú er liðið á þriðja áratug síðan Elís Kjaran Frið- finnsson, ýtustjóri frá Kjaransstöðum í Dýrafirði, tók sér fyrir hendur að brjótast með veg út úr svokölluðum Hrafnholum í Ófæruvík í Helga- felli, fyrir utan Keldudal þar í firðinum, en vegagerðarmenn lentu í svaðilförum nokkrum all mörgum árum fyrr, þegar leggja átti akfæran veg út í Svalvoga. Urðu þeir frá að hverfa vegna margvíslegra erf- iðleika. En Elís Kjaran tók upp þráðinn á lílilli jarðýtu sem hann átti og nagaði veg utan í lóðrétt bergið í áðurnefndum Hrafnholum, þar sem 14 millj- ón ára gamall surtarbrandur mætir vegfarendum á vegstæð- inu, og hætti ekki fyrr en hann nokkrum árum síðar, með góðri aðstoð valinkunnra manna, var búinn að leggja akfæran veg í Svalvoga, fyrir Sléttanes og inn með Arnarfirði í hinn fornfræga Lokinhamradal og þaðan síðar í Stapadal. Þar með var kominn hringvegur um vestfirsku Alp- ana, en því nafni kalla sumir skagann milli Arnarljarðar og Dýrafjarðar, en þess skal getið, að nú tilheyrir landssvæði þetta Ísaíjarðarbæ. Með þessari vegagerð bóndans frá Kjarans- stöðum voru bæirnir Svalvogar, Lokinhamrar og Hrafnabjörg komnir í samband við vegakerfi landsins, en slíkt höfðu kunn- ugir ekki látið sér detta í hug að væri framkvæmanlegt, nema með gífurlegum kostnaði og sérstökum verkfræðilegum ráð- stöfunum. Fyrstu árin var talað mjög á þeim nótum, að vegur þessi væri ekki nema fyrir hugrökk- ustu ökumenn á vel útbúnum bflum, en smám saman hefur þetta lagast. Elís Kjaran hefur á hverju ári síðan hann ruddi veginn upphaflega, breikkað hann og lagfært, svo telja má, að nú sé hann fær öllum íjór- hjóladrifsbifreiðum undir ilest- um kringumstæðum á sumrin. En áfram verður þó að sæta sjávarföllum á einum stað, und- ir svokölluðum Skútabjörgum. Eins og gerist hjá mörgum brautryðjendum, hefur það frá upphafi verið stanslaus barátta hjá ýtustjóranum frá Kjarans- stöðum að útvega nokkrar krónur á hverju ári í þennan veg, sem vel má segja að sé ein- stæður á sinn hátt. En ráða- menn hafa sýnt misjafnan skilning á málinu, enda kannski í mörg horn að líta. Ef til er ævintýraheimur landslags, þá er hann einmitt á þessum slóðum. Og landið vitn- ar um harða og óvægna lífsbar- áttu genginna kynslóða bænda og sægarpa. Skáldið Guðmund- ur G. Hagahn var alinn upp í Lokinhamradal og þarna drakk hann í sig efnivið í margar sög- ur sínar, sem gjarnan má fara að taka fram úr hillunum á nýj- an leik, til lesturs. í sumar var meiri umferð um veginn hans Ella, eins og sumir kalla hann, en nokkurntíma áð- ur. Allt stefnir í að þarna verði íjölfarin ferðamannaleið innan skamms tíma. Til þess að svo geti orðið, þarf að rétta braut- ryðjandanum örvandi hönd og styðja hann í baráttunni við að koma vegarslóðanum í betra horf. Og svo mætti gjarnan kalla þennan veg Kjaransbraut, eins og Matthías Bjarnason, fyrrum þingmaður Vestfirðinga og samgönguráðherra, hefur haft á orði.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.