Dagur - Tíminn - 15.10.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 15.10.1996, Blaðsíða 4
16- Þriðjudagur 15. október 1996 ^Dagur-Címtmt Unráudaiauót Opið bréf til dópinnflytjanda egar þú telur hagnaðinn af sölu mánaðarins, sem hlýtur að vera álitleg upp- hæð, hvernig líður þér þá? Finnst þér þú vera verðugur launanna? Veltir þú aldrei fyrir þér örlögum þeirra sem versl- uðu af þér efnin? Ertu kannski að segja sjálfum þér að ef þú værir ekki að flytja inn og selja efni, þá væri einhver annar að gera það? Nú skal ég segja þér nokkuð sniðugt: Ef þú værir ekki að gera það, þá væri ein- um barnamorðingjanum færra á íslandi. Svo einfalt er það. Ég veit að þér hlýtur að þykja vænt um aurana sem þú hefur uppúr krafsinu, en þú mátt ekki gleyma hvaðan þeir eru komnir. Peir eru komnir frá börnum sem mörg hver liggja núna uppi í Grafarvogi, í nýja kirkjugarð- inum. Hin eru öryrkjar til hk- ama og sálar ævilangt. Þetta eru seðlar frá fermingarstúlk- um sem leyfa barnaníðingum að fara höndum um líkama sinn, svo þær geti borgað fjæir efnið sem þú flytur inn. En þú ert ekki maður sem kippir þér upp við smáræði. Þú ert svona maður sem ert hafinn yfir sóðaskap, ekki satt? Þú ert svona maður sem rekur þitt blómlega fyrirtæki, kannski virtur maður í einhverjum kreðsum, kannski er stundum mynd af þér í blöðunum, kannski í umræðuþáttum í sjón- varpinu eða í fréttatímum? Þú hefur þitt örugga skjól, þitt neð- anjarðarbyrgi þar sem enginn nær til þín. Þú ert ósnertanleg- ur. Þú smýgur inn á milli regn- dropanna. Maður eins og þú lendir ekki í klandri. Kannski tókstu þróunarkenn- ingu Darwins aðeins of bókstaf- lega, þegar þú varst í gaggó. Þú hefur ákveðið að verða sá sem lifði af. Þú ætlaðir þér ekki að deyja út. Og sjá, þér hefur tekist það sem þú ætlaðir þér. Þú lifir, en hinir veiku deyja. Til ham- ingju. Þú ert svona maður sem trúir fullyrðingu eins og þessari hérna: „Það er ekki byssan sem drepur, það er maðurinn sem heldur á henni.“ Og þar af leið- andi er það ekki efnið sem þú flytur inn sem drepur, heldur eru það asnarnir sem kaupa það sem eru að drepa sig. Þeir ættu jú að vita hvað þeir eru að gera, ekki satt? Og þér finnst örugglega ekkert athugavert við seðlaveski fullt af blóðpening- um. Hverjum er ekki sama svo lengi sem veskið er fullt af seðl- um? Því miður, fyrir börnin í þessu landi, verður þess líklega of langt að bíða að þú verðir handtekinn. Því miður er dóms- kerfið eins og það er. Það er svo undarlegt að allir eru alltaf að tala um dópið og fórnarlömbin, en menn eins og þú falla í skuggann. Mennirnir sem eiga alla þessa umfjöllun skilið. Mennirnir sem standa á bakvið þetta allt. Þú ert í hópi hinna ósýnilegu, alveg eins og vopna- framleiðendur heimsins. Eng- inn spyr hvers vegna styrjöld brýst skyndilega út einhvers staðar í heiminum. Þeir, sem ekki spyrja, vita að það er vegna þess að vopnaframleið- endur þurfa að rýma lagerinn. Það hefúr ekkert með pólitík að gera. Hún kemur eftirá. Eins er það með þig. Allir tala um fórnarlömbin, meðferð- ir, vímuefnavanda osfrv. osfrv., og það er gott og nauðsynlegt, en það leysir ekki vandann. Enginn spyr: Hver flytur eitur- lyfin inn? Hver selur þau? Hver dreifir þeim? Starfsemi þinni má líkja við sprungið rör í húsi þar sem vatnið fossar inn. Eigendur hússins hafa mestar áhyggjur af nýja teppinu á stofugólfinu og í viðleitni sinni til að vernda það fyrir vatnselgnum hlaða þeir 'BOGGl' pz/o r/?o /ið /nr/? /j£> asogo z/r/o /zos/v/fð/ r// prss /jpr/? /ZÓSPy/Z/ /J FONDJAfAZ/ sandpokum upp í stofudyrnar. Á meðan fyllast hin herbergi hússins af vatni og loks brestur sandpokavirkið einnig. Þannig mun þetta halda áfram, hús úr húsi, þangað til einhverjum dettur í hug að loka fyrir inn- takið. Þú ert inntakið og dagar þínir munu brátt taldir. Einhverntímann varst þú lít- ill drengur eða lítil stúlka, ein- hverntímann varst þú líka barn. Einhverntímann áttir þú stóra drauma, vonir um bjarta fram- tíð. En núna ertu barnamorð- ingi. Svona er nú komið fyrir þér. En hversvegna skyldi ég nú vera að eiga við þig einræðu í fjölmiðli? Ástæðan er einföld: mig langar að sjá andlitið sem fylgir nafninu þínu. Mig langar að sjá þig stíga útúr skuggan- um. Mig langar að sjá þig koma fram opinberlega og útskýra lögmál dópmarkaðarins fyrir þeim sem hafa þurft að þola svo mikið vegna græðgi þinnar. Hefurðu hugrekki til þess að létta martröðinni af börnum og foreldrum? Eða hefurðu aðeins kjarkinn til að vega úr laun- sátri, að myrða börn fyrir pen- inga? Þegar þú tekur upp næstu sendingu langar mig að biðja þig að hugsa, í eitt einasta augnablik, um þjáninguna sem þú ert að græða á. Og þegar þú vigtar grömmin, hvert á fætur öðru, þá skaltu spyrja sjálfan þig: Hef ég ekkert betra að gera við h'f mitt? Gagnlegur mislestur Landsfundur Sjálfstæð- isflokksins endaði, hélt sig í eigin garði og bryddaði ekki upp á neinum nýjungum. Flokkur- inn staðfesti á fundinum sömu almennu stefnuna og verið hefur um langt skeið og umfram allt þá fór fram hin mikilvæga foringjahyll- ing, þar sem Davíð Oddsson var settur á stall og Friðrik fékk að sitja á gólfinu fyrir neðan. Það var semsé ekki farið í miklar póli- tískar reisur þrátt fyrir til- komumikla leiksýningu. Leiksýningin fór fram og var ræktuð í garðinum heima, enda er þetta jú hinn allra besti hugsanlegi heimur og allra besta hugsanlega ástand á íslandi - flokkurinn í stjórn og flokksgæðingar fá sína mola af allsnægtarborðum foringjanna. Birtingur í Hafnarfirði Það kann að hafa verið til- viljun að þessa landsfundar- helgi var frumsýnd í Hafn- arfirði leikgerð af Birtingi Voltaires og þegar Garri var að lesa leikdóm Auðar Ey- dal í DV í gær undir fyrir- sögninni „Allt er gott“, mis- las hann og hélt að hann væri að lesa um landsfund- inn í Laugardalshöll. Mis- lesturinn var eitthvað á þessa leið: Allt yfirbragð sýningarinnar er gleði fyrir augað og ber keim af anda sögunnar. Leikmátanum má kannski lýsa svo að hann sé í aðra röndina bernskur. Ól- afur G. Einarsson fundar- stjóri lætur liðið bregða á leik í ýmsum uppákomum og notar óspart útfærslur og uppstillingar sem vekja hlátur áhorfenda. Lands- fundargestir eru samstilltir og allir gíra sig inn á þessa bylgjulengd, þó að stöku sinnum væri skautað á mörkum ofleiks. Davíð Oddsson er bjartsýnin upp- máluð á hverju sem gengur og nær glimrandi vel utan um hlutverk Birtings. Allir hinir leikararnir bregða sér í fjölda hlutverka og margt af því er mjög skemmtilega gert. Ég nefni Kjartan Gunn- arsson sem meðal annars leikur doktor Altúngu eftir- minnilega, Sjálfstæðar konur x hlut- verki hinnar fögru (og seinna ekki svo fögru) Kún- ígúndar, Markús Möller í hlutverki kellingar, Friðrik Sópphusson sem var skemmtilegur Kakammbus, Sólveigu Pétursdóttur í hlut- verki vandlátu konunnar í París og síðast en ekki síst Einar Odd kristjánsson sem brá sér í margra líki eins og hin... Leikdómur - fréttaskýring En þó svo að Garri hafi fljót- lega rankað við sér og áttað sig á hann var að mislesa rækilega pistil Auðar, þá fór það nú einhvern veginn svo að þessi mislestur hefur reynst besta fréttaskýringin af fundinum sem fram hefur komið, ennþá í það núnnsta. Kjarni málsins er einfaldlega að íhaldinu finnst allt gott og allt miði að því besta. Það varðar ekkert um heimsins prjál, strauma og stefnur en ein- beitir sér að því að rækta sinn garð - og sinn foringja. Garri.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.