Dagur - Tíminn - 16.10.1996, Blaðsíða 5
?DagmÆmnrtn
Miðvikudagur 16. október 1996 - 5
1 F R E T T I R
Fjölmiðlar
Vaskur af erlendum tímarit-
u m í áskrlft skilar sér iUa
Samkeppnisráð hefur tekið
fyrir kvörtun Fróða hf. yfir
þeim ójöfnuði sem útgef-
endur íslenskra tímarita telja
sig búa við í samanburði við er-
lend gagnvart innheimtu virðis-
aukaskatts — sem eigi sinn þátt
í því að hlutdeild íslenskra
tímarita hafi minnkað úr 2/3
niður í 1/3 á fáum árum.
Reyndin hafl nefnilega orðið sú,
að virðisaukaskattur innheimt-
ist ekki af áskriftum erlendra
tímarita, enda sé innheimta
nánast óframkvæmanleg. Sam-
keppnisráð komst að þeirri nið-
urstöðu að misbrestur hafi ver-
ið á innheimtunni til þessa.
Fjármálaráðuneytið mót-
mælir því að innheimta sé
óframkvæmanleg og víst megi
herða eftirlit með framkvæmd
hennar og færar leiðir til þess
séu í skoðun.
Samkvæmt lögum um virðis-
aukaskattinn ber viðtakendum
blaða og tímarita „ótilkvöddum
að greiða innheimtuaðila, póst-
stjórninni, 14% virðisaukaskatt
af áskriftargjaldi hverju sinni,
innan mánaðar frá því áskrift-
argjald hefur verið greitt". í
lögunum er hins vegar tekið
fram að póstinum er heimilt að
bera blöðin út til áskrifenda án
þess að kreíja þá fyrst um að
greiða skattinn.
Samkeppnisráð bendir á að
engin frekari ákvæði séu um
framkvæmd innheimtunnar né
viðurlög við brotum á greiðslu
skattsins önnur en þau, að
greiði áskrifandi ekki skattinn
ótilkvaddur skuli póststjórnin
synja viðkomandi um afhend-
ingu nefndra tímarita og blaða
þar til skil hafi verið gerð.
„Af gögnum málsins má ráða
að misbrestur hefur verið á
innheimtu virðisaukaskatts af
erlendum tímaritum og blöðum
sem send eru í áskrift í pósti til
viðtakenda hér á landi“, segir
Samkeppnisráð í áliti sínu til
ijármálaráðherra. Slíkt mis-
ræmi skekki samkeppnisskil-
yrðin á markaðnum. Þess
vegna sé nauðsynlegt að tryggja
það eftir föngum að virðisauka-
skattur leggist með jöfnum
hætti á bæði innlend og erlend
tímarit seld í áskrift.
Húsavík
Ekiðum
á ónýtum
bflum
Hjá lögreglunni á Húsavík
er nóg að gera þessa
dagana við að klippa
númer af bifreiðum í bænum og
nærliggjandi sveitum. Hér er
um að ræða bifreiðar sem ekki
hafa verið færðar til skoðunar
eða af þeim ekki greidd bif-
reiðagjöld. í gær höfðu númerin
verið tekin af átta bifreiðum og
að sögn lögreglunnar verður
aðgerðum haldið áfram næstu
daga. Á ferð sinni um sveitir
Þingeyjarsýslu rakst lögreglan
á tvo ökumenn á númerslaus-
um, óskráðum bifreiðum og
höfðu þeir látið skrá bifreiðar
sínar ónýtar en brunuðu síðan
á þeim um sveitina. GKJ
Nemendagarðar á Hvanneyri stækka
Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra tekur fyrstu skóflustunguna
að nýju húsi Nemendagarða Búvísindadeildar Bændaskólans á Hvanneyri.
Mynd: ohr
Nýtt hús
Nemendagarðar búvís-
indadeildar Bændaskól-
ans á Hvanneyri taka
nýtt hús í notkun í janúar næst-
komandi. Fyrsta skóflustungan
var tekin að húsinu nú á dög-
unum og var það landbúnaðar-
ráðherra, Guðmundur Bjarna-
son sem gerði það.
Tíu ár eru síðan fyrsta
skóflustungan var tekin að
fyrstu nemendagörðunum við
Bændaskólann á Hvanneyri en
fyrsta Qárframlag til þeirrar
byggingar koma annars vegar
frá happadrætti sem nemendur
búvísindadeildar stóðu fyrir og
hins vegar frá framlögum eldri
nemenda deildarinnar. í júní
árið eftir voru húsin afhent full-
búin án húsbúnaðar. Annað hús
nemendagarðanna var fullbúið
í lok árs 1993 en það var
þriggja íbúða raðhús. Húsið
í janúar
sem nú eru hafnar framkvæmd-
ir við er einnig þriggja íbúða
raðhús. Það er hannað af Hús
og ráðgjöf en byggingaraðili er
Loftorka hf. í Borgarnesi.
í frétt frá Bændaskólanum á
Hvanneyri segir Magnús B.
Jónsson skólastjóri m.a. að
nemendagarðarnir skipti sköp-
um um aðstöðu nemenda til
náms á Hvanneyri og geri hana
að mörgu leyti mjög aðlaðandi.
Það kemur einnig fram að hús-
næðismál nemenda búvísinda-
deildar hafi löngum verið mikið
vandamál og ekki í annað hús-
næði að vernda en heimavistina
sem ekki sé hentugt húsnæði
fyrir nemendur sem dvelja
langdvölum í skóla og er í sum-
um tilvikum fjölskyldufólk. Það
hafi upphaflega hrundið nem-
endagörðum búvísindadeildar
af stað. ohr
Utgerðarfélag ísafjarðar
Eignarhlutur ÍS
verður 4-5 prósent
Hagsmunir ísfirð-
inga eru miklu meiri
en hagsmunir ÍS en
til þess að ná góð-
um árangri í fram-
tíðinni er skynsam-
legt að selja gegn-
um ÍS, segir Her-
mann Hansson,
stjórnarformaður ÍS
átttaka íslenskra sjávaraf-
urða hf. (ÍS) í eignarhalds-
fyrirtækinu Mastri hf. sem
keypti hlutabréfin í Hraðfrysti-
húsinu Norðurtanga hf. á ísa-
firði var m.a. sá að tryggja sér
söluviðskipti nýja útgerðar- og
fiskvinnslufyrirtækisins sem
formlega tekur tii starfa um
næstu áramót. Það er einnig
talið mjög jákvætt innan ÍS að
eiga í þeim framleiðslufyrir-
tækjum sem félagið selur fyrir á
sama hátt og framleiðslufyrir-
tækin eiga í ÍS. Með þátttökunni
og hinu stóra útgerðarfyrirtæki
var verið að stofna rekstrarhæft
fyrirtæki með heimamönnum.
Hermann Hansson á Horna-
firði, stjórnarformaður ÍS, segir
vilja ítreka að aðild ÍS að félag-
inu sé mjög lítil og stofnun
Masturs hf. hafi verið millileik-
ur sem nauðsynlegt hafi verið
að leika vegna þess að ekki hafi
verið búið að sameina félögin
Qögur, Básafell, Ritur, Togara-
útgerð Ísaíjarðar og Sléttanes,
en hlutur ÍS í Mastri sé mjög lít-
ill, h'til fjárútlát, en eign Mast-
urs sé aðeins tímabundinn. ÚT-
SAM, þ.e. útgerð samvinnu-
manna, sem er dótturfyrirtæki
ÍS kemur til með að eiga h'tinn
hiut í hinu nýja fyrirtæki, en
hlutur ÍS verður á bilinu 4 - 5%.
„Básafell er nokkuð ráðandi í
þessari sameiningu fyrir vestan
og Olíufélagið á töluvert stóran
hlut í Togaraútgerð Ísaíjarðar,
m.a. stjórnarmaðurinn Bjarna
Bjarnason sem ásamt Gunnari
Birgissyni, sem er stjórnarfor-
maður Básafells og Sléttaness,
hafa unnið mesta vinnuna við
sameininguna. Tilboðið í bréfin
í Norðurtangann var gert til
þess að gera sameininguna öfl-
ugri og fyrirtækið sjálfstæðara,
lífvænlegra og arðbærara og til
þess að það ætti möguleika á
hlutabréfamarkaðnum, ekki til
þess að komast yfir viðskiptin
við Norðurtangann, heldur til
að tryggja áframhaldandi við-
skipti við Básafell og Sléttanes,
en auðvitað bætast þessi við-
skipti við, þ.e. hlutur Norður-
tangans, Riturs og Togaraút-
gerðar ísafjarðar. Hagsmunir
Isfirðinga eru miklu meiri en
hagsmunir ÍS í þessu dæmi, en
auðvitað liggur það ljóst fyrir að
viðskipti hins nýja, öfluga fyrir-
tækis, verða við ÍS. Það er skyn-
samlegt til að ná góðum árangri
í framtíðinni að selja gegnum
ÍS, líta má á það sem kafla nr. 2
í þessu dæmi, en með því er
verið að snúa vörn í sókn í ísa-
fjarðarbæ," sagði Hermann
Hansson. GG
Loðnan
Verksmiðjur SR-mjöls með
41% af heildaraflanum
Nokkur loðnuveiði hefur
verið við miðlínu milli ís-
lands og Grænlands,
norðvestur af Horni, og si'ðasta
sólarhring var aílinn 15.477
tonn og fóru flestir bátanna til
Siglufjarðar og Akraness.
Heildarafli íslenskra loðnubáta
er orðinn 403 þúsund tonn en
auk þess hafa hérlendar verk-
miðjur fengið 55 þúsund tonna
afla af erlendum veiðiskipum,
aðallega norskum. Af upphafs-
kvóta eru enn óveidd um 737
Enn eru óveidd
tæp 740 þúsund
tonn af loðnu og er
búist við 400 þús.
tonna viðbótarkvóta
þúsund tonn en búast má við að
sjávarútvegsráðuneytið bæti við
um 400 þúsund tonna kvóta
eftir áramótin þannig að heild-
arkvótinn verði a.m.k. 1.100
þúsund tonn.
Langmestur afli hefur borist
til SR-mjöls hf. á Siglufirði, eða
80 þúsund tonn, en alls hefur
loðnu verið landað á 16 stöðum
frá Fiskimjöli & Lýsi hf. í
Grindavík vestur um land til
Vinnslustöðvarinnar hf. í Vest-
mannaeyjum. Fjórar verksmiðj-
ur SR-mjöls hf. hafa fengið 167
þúsund tonn, eða 41% af heild-
araflanum. GG