Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Side 3

Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Side 3
Jktgur-®fattóm Fimmtudagur 24. október 1996 - 3 F R E T T I R Rækjan Unnið 120 tíma á viku hjá Þormóði ramma Hér er um hátekju- menn að ræða, mánaðarhluturinn frá 6 hundruð þús- und krónum til einnar milljónar króna fyrir utan or- lof, segir Róbert Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri. Niðurstaða leynilegrar at- kvæðagreiðslu sjómanna á togurunum Stálvík og Sigluvík um tilboð útgerðarinn- ar mn skiptarverð var afger- andi neitun. Róbert Guðfinns- son, framkvæmdastjóri Þor- móðs ramma hf., segir að höfn- un sjómannanna hafi ekki kom- ið sér á óvart. „Hér er um hátekjumenn að ræða, hluturinn á þessum skip- inn frá áramótnm þar til skipin stoppuðu um miðjan september var um 600 þúsund krónur, lægsti hluturinn, en um 1 millj- ón króna á mánuði, hæsti hlut- urinn, fyrir utan orlof. Rækju- verð hefur á þessu tímabih lækkað um 25% en farið er fram á það við þá að lækka hráefnisverð aðeins um 8% vegna fyrri samninga sem tóku mið af sveiflum í verði. Fyrir nokkrum árum starfaði Verð- jöfnunarsjóður sjávarútvegsins, en hann tók af kúfinn af rækju- verðinu þegar það fór hæst og tók til sín og borgaði það svo aftur út í niðursveiflunni. Síðan var sjóðurinn lagður niður og til þess ætlast að innan fyrir- tækjanna væri lagt til hliðar til mögru áranna með eigin verð- jöfnunarsjóði. Við fylgdum þessu á síðasta fiskveiðiári, sömdum um þetta verð, og því bjóðum við þeim aðeins 8% lækkun nú. Þessar fimm vikur sem skipin hafa legið í höfn hef- ur verksmiðjan verið keyrð með fullum afköstum, 20 tíma á sól- arhring, sex daga vikunnar, og þar er engin breyting á, því það er hægt að fá það hráefni sem nauðsynlegt er til að halda vinnslunni gangandi, og því er- um við ekki undir neinum þrýstingi að ganga að þeirra kostrnn. Við teljum betra að jafna verðið og borga ekki frá sér allt vit í uppsveiflunni og fara svo á hausinn í niðursveifl- unni,“ sagði Róbert Guðfinns- son. Er ástœða til þess að rœkju- verksmiðjur taki höndum sam- an að greiða ekki of hátt hrá- efhisverð? „Það er frjáls verðmyndum á hráefni og fyrst og fremst þurfa forráðamenn verksmiðjanna að vera ábyrgir gerða sinna. Aðil- ar málsins sömdu skynsamlega síðast, en rækjuveiðin hefur verið mjög góð og nægjanlegur kvóti til að halda skipum í góðri drift og allir aðilar málsins mátt vel við una.“ GG Siglufjörður Höfðum komið til móts við útgerðina Sjómenn hund- óánægðir með verð- myndunarkerfið Einar Karlsson formaður sjómannadeildar Vöku á Siglufirði segir að sjó- menn hafi þegar komið veru- lega til móts við útgerð og vinnslu vegna fallandi afurða- verðs á rækju. „Við erum þrátt fyrir allt tilbúnir að taka á okk- ur niðursveiflu, enda buðum við á móti 73,50 krónur og var það sameiginleg ákvörðun áhafna beggja togaranna,“ segir Einar. Hann segir sjómenn hund- óánægða með verðmyndunar- kerfið eins og það er í dag, þeir vilji markaðstengja verðið en ekki binda verðið í samningum. Vestmannaeyjar Vinnslustöðin rekin með 83 milljóna króna hagnaði Rekstrartekjur jukust um 20%, eignir um 897 milljónir króna og eiginfjárhlutfall fjórfaldaðist. Rekstrartekjur Vinnslu- stöðvarinnar hf. í Vest- mannaeyjum námu 3.158.8 mifijónum króna á tímabilinu 1. september 1995 til 31. ágúst 1996, sem er rekstrarár fyrirtæksins sem fylgir dagatali fiskveiðiársins. Á síðasta rekstrarári námu rekstrartekjurnar 2.643.3 millj- ónum króna. Niðurstaða rekstrarreiknings af reglulegri starfsemi varð já- kvæð um 83,3 milljónir króna en að teknu tilliti til annarra tekna og gjalda nam hagnaður- inn alls 597,7 milljónum króna. Óreglulegu tekjur Vinnslustöðv- arinnar hf. eru hlutdeild í hagnaði sölusamtaka, hagnað- ur af sölu fiskiskips, fasteigna, hlutabréfa í öðrum félögum og af sölu aflaheimilda, en félagið breytti samsetningu aflaheim- ilda sinna nokkuð á tímabilinu, án þess að aflahlutdeild fyrir- tækisins rýrnaði. Eigið fé nem- ur nær 1.288,7 miUjónum króna, eiginfjárhlutfall er 27,4% og hefur nær íjórfaldast milli ára. Hlutafé félagsins er nú 794,2 milljónir króna, veltu- hlutfall 1,05 og bókfært verð- mæti heildareigna félagsins 4.703,6 milljónir króna og hef- ur aukist um 896,6 milljónir króna. GG DNA-málið Breskum sjómanni dæmdar bætur I reskum sjómanni |Voru í gær dæmdar 'bætur í Héraðsdómi Reykjavíkur að upphæð 1.950.000 eftir að hann var látinn sæta liðlega 100 daga fangelsisvist vegna gruns um nauðgun. Þar af voru 1,6 milljónir fyrir útlagðan kostnað og tekjutap, en aðeins 300 þúsund krónur fyrir miska. Kona ákærði sjómanninn fyrir nauðgun um borð í togara við Reykjavíkurhöfn í fyrra og varð innlend DNA- greining á smokki öðru fremur til þess að maðurinn var úrskurðaður sekur í Héraðsdómi. Eftir niður- stöðu norskra vísinda- manna kom annað í ljós og endanleg greining FBI studdi þá norsku að maður- inn væri saklaus. í kjölfarið var maðurinn sýknaður í Hæstarétti og fór þá í mál við ríkið og krafðist 3,7 millj. kr. íbætur. BÞ Reykjavík Siglufjörður Hætta á flölgun glæpa MUljónatjón er snjógrindur fuku Hluti snjógrinda og girðinga sem hindra eiga snjóflóð, og settar voru upp í sumar fyrir ofan Siglufjarðarbæ með aðstoð þyrlu, gáfu sig í roki sl. sunnudag og er tjónið talið nema milljónum króna. Sérfræðingar koma til landsins til að lagfæra skemmdirnar. Myndin er tekin í lok ágústmánaðar. GG/Myn&.KLM Gamli miðbærinn í Reykja- vík, einkum Kvosin, á við tilvistarvanda að stríða. Verslunum heldur áfram að fækka samkvæmt upplýsingum Péturs Sveinbjarnarsonar hjá Þróunarfélagi Reykjavíkur. Bankarekstur og opinber þjón- usta eykst, - og rekstur veit- ingahúsa og kráa á kvöldum og um nætur, auk örfárra 2. og 3. flokks verslana, eins og Pétm- segir. „Þessi þróun mun endur- speglast í verðfalli fasteigna, ló- legra viðhaldi húsnæðis, íjölgun glæpa og óþrifum á almanna- færi,“ segir Pétur. Hann bendir á erlend dæmi í sömu veruna, sem hafi kostað borgaryfirvöld háar Qárhæðir til endurreisnar. Heildarmat fasteigna í Kvosinni er 8,5 milljarðar króna. Pétur bendir á að 10% verðfall fasteigna og fasteigna- mats næmi því 850 milljónum króna. Hér sé því um mikla peningalega hagsmuni að tefla. Kvenfataverslanir eru mest áberandi í miðborg Reykjavík- ur, þ.e. Kvosinni, Bankastræti, Laugavegi, Skólavörðustíg, Ilverfisgötu og hliðargötunum. Þær eru 46 talsins af alls 372 verslunum. Auk þess er að finna 23 aðrar fataverslanir og 11 herrafatabúðir á svæðinu, alls 80 fataverslanir. Þarna eru líka 23 gullsmíðabúðir, 17 gjafavörubúðir, 17 listmuna- verslanir, 11 gleraugnaverslan- ir, 12 snyrtivörubúðir, 16 sæl- gætisverslanir og 9 hljómplötu- verslanir. -JBP Rifsnes SH-44 Viðgerð kostar allt að 15 milljónum króna Hraðfrystihús Hellissands hf., eigandi rækjubátsins Rifsness SH-44, hefur samið við Slippstöðina hf. um viðgerð á þeim skemmdum á bátnum sem urðu þegar hann strandaði á Grenivíkurfjöru við Grímsey aðfararnótt mánu- dagsins. Ólafur Rögnvaldsson, fram- kvæmdastjóri, segir að lauslega áætlað mxmi viðgerðin kosta 12 til 15 milljónir króna og taka a.m.k. 5 vikur. Engin sjópróf hafa enn farið fram vegna strandsins og taldi fram- kvæmdastjórinn allt eins víst að þau færu fram í Snæfellsbæ, heimabæ bátsins. GG

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.