Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Qupperneq 5

Dagur - Tíminn - 24.10.1996, Qupperneq 5
Jktgur-®ínróm Fimmtudagur 24. október 1996 - 5 Kópavogur Ungt fólk í Kópavogi knýr á um Kópavogsiista Guðmundur Oddsson oddviti Alþýðuflokksins í Kópavogi Ég hef engum vöngum velt fyrir einhverjum K-lista, en sjálfsagt eru einhvetjir að spekúlera, “ Rætt um sameigin- legt framboð til að steypa stjórn sjáif- stæðismanna í Kópa- vogi vorið 1998, A- flokkarnir biðla til ungra framsóknar- manna - Talað er um kærleika milli ungs fólks í A-flokkunum Undirbúningur og þreif- ingar fyrir bæjarstjórnar- kosningar virðist hafinn í Kópavogi, hálfu öðru ári fyrir kosningar. Þar í bæ er unnið fullum fetum að sameiginlegu framboði Kópavogslistans, sem meiningin er að stillt verði upp gegn núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks. Ungt fólk með stjórn- málaskoðanir í bænum vinnur fullum fetum að tilurð Kópa- vogslistans. Guðmundur Oddsson, oddviti Alþýðuflokksins, kom af fjöll- um, þegar hann var inntur eftir þessari sameiningarhugmynd. Á honum er reyndar að skiljast að hann verði naumast í fram- boði til bæjarstjórnar vorið 1998, - tuttugu ár í bæjarstjórn séu nóg. „Ég er ekki inni í þessu máli, ég hef sagt mínum mönnum að fara að leita að nýjum manni í framboð. Mér finnst tími til kominn að skoða hvort maður á að vera í þessu um aldur og ævi. Ég hef engum vöngum velt fyrir einhverjum K-lista, en sjálfsagt eru einhverjir að spek- úlera,“ sagði Guðmundur Odds- son oddviti krata í Kópavogi. Hins vegar kannaðist félagi Guðmundar, Kristján Guð-. mundsson bæjarfulltrúi við hugmyndina. Sjálfur lagði hann til sameiginiegt framboð vinstri flokkanna fyrir síðustu kosning- ar, en hugmyndin átti ekki fylgi að fagna þá, einkum ekki hjá Guðmundi Oddssyni. „Ég finn að það er verulega gott á milli unga fólksins í Al- þýðuflokknum og Al- þýðubandalaginu og með því eru kærleikar. Hér er um að ræða ungt fólk sem alist hefur upp í bænum og hefur hugsanlega ver- ið saman í skólum, fólk sem þekkist og getur unnið saman," sagði Kristján Guðmundsson bæjarfulltrúi. Hann tók fram að sjálfur hefði hann ekki tekið þátt í þreifingum í þessu máli. Athygli vakti á dögunum að Alþýðubandalagsmaðurinn Flosi Eiríksson ritaði grein í Al- þýðublað Kópavogs, málgagn Alþýðuflokksins, - og ungur maður úr Alþýðubandalaginu var veislustjóri eftir þing Sam- bands ungra jafnaðarmanna. Sigurður Geirdal bæjarstjóri sagði í gær að hann hefði enga trú á framboði sem þessu, það mundi ekki ná nokkrum ár- angri og skipti engu. „Það er nú svo að annað hvort er ég í framboði fyrir minn flokk eða ekki. Ég fer að- eins fram undir merkjum Framsóknarflokksins,“ sagði Sigurður Geirdal, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og bæjar- stjóri í Kópavogi í gær. Sigurður hafði ekki heyrt af Kópavogs- listanum fyrr en á mánudags- kvöldið að eitthvað kvisaðist til hans. En Páll Magnússon varabæj- arfulltrúi flokksins mun vera meira inni í myndinni og hann sagður veikur fyrir því að láta reyna á sameiginlegt framboði Kópavogslistans, A-flokkanna og Framsóknarflokksins. -JBP Sjávarútvegurinn Meðallauii í útgerð lækka Þau 25 fyrirtæki sem greiddu hæstu launin í fyrra eru öll í sjávar- útvegi, með 6.400 til 3.770 þús. kr. meðal- laun á ársverk. Tæplega 50 fyrirtæki eru með meira en 3ja millj- óna kr. meðallaun á árs- verk í fyrra, á lista Frjálsrar verslunar (FV) yfir fyrirtæki sem greiða hæstu launin. í toppsætum listans eru, eins og árið áður, Gunnvör hf. á fsafirði (6,4 m.kr.) og Ilúnaröst hf. í Reykjavík (6,2 m.kr.). FV sakn- ar þess að hafa ekki að þessu Þorlákshöfn Hagsmunir Meitilsins og íbúa verði tryggðir Félagsfrndur í Framsóknar- félagi Ölfushrepps, sem haldinn var nýlega, hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á forráðamenn Meitils- ins hf. í Þorlákshöfn að bera hagsmuni fyrirtækisins og íbúa í .kauptúninu ekki fyrir borð í væntanlegum viðræðum um sameiningu þess við Vinnslustöð- ina hf. í Eyjum. Samkvæmt upplýsingum Dags-Tímans bera íbúar í Þor- lákshöfn verulegan kvíðboga gagnvart því að Meitilinn beri skarðan hlut frá borði í hugsan- legri sameiningu við Vinnslu- stöðina hf. Þess til vitnis er þessi ályktun. Forsvarsmenn tveggja nefndra fyrirtækja hafa skrifað undir yfirlýsingu um vilja til sameiningar og eru viðræður að fara af stað. Framsóknarmenn í Ölfusi vilja að aðrir möguleikar til eflingar rekstri Meitilsins en sameining við Vinnslustöðina verði einnig skoðaðir. -sbs. Akureyri Einar Már a Unglist Skáldið og rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson mun messa yfir mennt- skælingum á Akureyri og halda fyrirlestur í Menntaskólanum í dag, fimmtudaginn 24. október kl. 17. Fyrirlestur þessi er liður í Unglist og eru allir hvattir til að mæta. Um kvöldið verða svo rokktónleikar í Sjallanum með hljómsveitunum Botnleðju og Kolrössu krókríðandi. Miðaverð er kr. 700- og byrja tónleikarnir kl. 21. Einnig er minnt á tónleika sem verða í Menntaskólanum föstudaginn 25. október með ak- ureyskum iújómsveitum og byrja þeir kl. 20. Aðgangur er ókeypis. sinni fengið upplýsingar frá Hrönn hf. á ísafirði sem gerir út hið þekkta aflaskip Guðbjörg- ina. Hjá 6 af 10 efstu fyrirtækj- unum á listanum hafa meðal- laun lækkað milli ára. Á efri helming þessa lista eru 25 fyrirtæki sem öll eru í útgerð og fískvinnslu. Eftir það koma nokkur íjármálafyritæki, verk- fræðistofur og tölvufyrirtæki inn á milli. FV áréttar það að með- allaun í sjávarútvegsfyrirtækj- um endurspegli ekki að fullu laun hvers skipverja þar, þar sem þeir hvíli oft inn á milli og séu því fleiri en ársverkin. Með meðallaun á bilinu 5 og 6 milljónir voru; Vonin ehf. Hvammstanga, Skálar ehf. á Þórshöfn, Gunnar Ilafsteinsson í Reykjavík, Útgerðarfélag Dal- víkinga hf. og Sigurberg hf. í Grindavík. *«!**»> Oraupnisgötu 4a S BÍLASTILLINGAR JÓSEPS DRAUPNISGÖTU 4 A SÍMI461 3750 &GSM C96 4316 Alþýðuflokkurinn Jafnaðarmannaflokkur Íslands Norðurlandskjördæmi eystra KJORDÆMISÞING Verður haldið á Akureyri n.k. laugardag og hefst kl. 10 f.h. á veit- ingastaðnum Við Pollinn. Dagskrá: 1. Setning þingsins, Finnur Birgisson,form. kjördœmisráðs 2. Umrœður um heilbrigðismál, framsögumaður Friðfinnur Hermannsson. 3. Kosning 4-ra fulltrúa íflokksstjórn og 2-ja til vara. 4. Stjórnmálaályktun. 5. Onnur mál. Allir félagar í Alþýðuflokknum í kjördæminu eiga rétt til þátt- töku á kjördæmisþinginu. Stjórn kjördœmisráðs SKIPULAGSÞING Skipulagslög í 75 ár Skipulagsþing 1. nóvember 1996 á Hótel Loftleiðum. Dagskrá 9.15- 9.30 Ávarp Guðmundur Bjarnason, umhverfisráðherra 9.30-10.00 Skipulagslög í 75 ár Margrét Heinreksdóttir, formaður skipulagsstjórnar 10.00-10.30 Mat á umhverfisáhrifum og skipulag Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsfræðingur 10.30- 10.45 10.45- 11.30 11.30- 12.00 12.00-13.15 13.15- 14.00 14.00-14.45 14.45- 15.15 15.15- 16.00 Kaffihlé Vegasamgöngur og ferðamál Trausti Valsson, skipulagsfræðingur Svæðisskipulag miðhálendisins Gísli Gíslason, landslagsarkitekt Matarhlé Umhverfissiðfræði Páll Skúlason, prófessor Maðurinn í umhverfinu Guðbergur Bergsson, rithöfundur Kaffihlé ísland árið 2018 Niðurstöður úr hugmyndasamkeppni Arinbjörn Vilhjálmsson, arkitekt 16.00-17.00 Umræður Ráðstefnustjórar: Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri og Stefán Thors, skipulagsstjóri. Ráðstefnan er öllum opin. Ráðstefnugjald er kr. 3.500.- og er innifalið kaffi fyrir og eftir hádegi ásamt hádegisveröi. Þátttaka tilkynnist til Skipulags ríkisins fyrir 29. október 1996 í síma 562 4100 eða með símbréfi 562 4165.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.