Dagur - Tíminn - 05.11.1996, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn - 05.11.1996, Blaðsíða 10
22 - Þriðjudagur 5. nóvember 1996 íDitgur-Œtmuut R A E> D I R FOIKS Bréfleiðis... Heimilisfangið er: Dagur-Timinn, Strandgötu 31, pósthólf 58,602Akureyri Er hin íslenska þjóðkirkja kristinn eða heiðinn trúarsöfnuður? Nils Gíslason skrifar Orðið heiðni er ekki á nokkurn hátt neikvætt eða niðrandi í þessu sambandi, heldur lýsing á trú- arlegri stöðu, það að vera heið- inn er að vera ekki kristinn. Það að vera kristinn trúar- söfnuður byggist á því að gera þann trúarboðskap, kenningu og safnaðarform sem Kristur Jesús setur fram í Biblíunni, sem grundvöll fyrir öllu því sem boðað er og ástundað. Þegar kenningar og starf- semi þjóðkirkjunnar er skoðuð í þessu tilliti verður sú spurning áleitin hvort hún fari eftir þeim kenningum og boðskap sem Jesús kennir í Nýja Testament- inu. Mjög sjaldgæft er að tals- menn hennar, biskup eða prest- ar, vitni í Biblíuna þegar svara þarf spurningum, eða taka af- stöðu í einhverjum málum. Ég vil þó upplýsa, að í Biblíunni má finna svör og leiðbeiningar í flestum ef ekki öllum mannleg- um samskiptum, enda er hún gefln okkur af höfundi lífsins, til leiðsagnar. Þar sem ég veit að meðlimir þjókirkjunnar standa í þeirri meiningu að þeir séu meðlimir í Kristinni kirkju, fer ég hér með fram á að þjóðkirkjan lýsi því yfir hver kenning hennar og staða er. Það má ekki vera svo að safnaðarmeðlimir viti ekki nákvæmlega hvaða trúarboð- skap og kenningu sú kirkja hef- ur sem þeir voru skírðir til meðan þeir voru enn ómálga börn og gátu ekkert tekið per- sónulega afstöðu til málsins. Þau atriði sem fram þurfa að koma eru til dæmis eftirfarandi: 1. Á einum stað segir: „Því að baráttan sem vér eigum í er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrk- urs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum." Hver er kenning þjóðkirkjunnar varð- andi illa anda? 2. Kristin kirkja (söfnuður) samanstendur af þeim sem trúa á boðskap og kenningu Jesú Krists, og breyta eftir þeim boð- skap og kenningum. Hvernig getur þjóðkirkjan látið sér lynda að í söfnuði hannar séu meðlimir sem dýrka satan, stunda alskonar kukl, kyn- greina Guð sem konu og yfir- lýsa kynvillu sem eðlilegt sam- búðarform. 3. í tilefni af umræðu um málefni kynvilltra sem hæstvirt Alþingi hefur nýlega fjallað um, er nauðsynlegt að þjóðkirkjan upplýsi þjóðina um það hvernig Bibh'an lýsir þetta athæfi sem synd. Þeir sem finna hjá sér þessar annarlegu hvatir eiga hinsvegar rétt á að þjóðfélagið bjóði þeim meðferð til að losna frá þessari ónáttúru. Ég hef ekki heyrt minnst á þá lausn mála og kalla hér með eftir henni. Þjóðkirkja! Ef þetta lýsir van- þekkingu minni á Kristinni trú og boðskap, þá eru örugglega yfir hundrað þúsund mans hér á landi sem vita jafn fítið og ég. Þetta ætti því að vera kærkomið tilefni til að auka þekkingu safnaðrmeðlima til að enginn þurfi að vera í vafa um stöðu sína gagnvart Guði. Hvort hann sé staddur á mjóa eða breiða veginum, hvort hann stefni til glötunar eða eilífs lífs. Hvaða hluta af boðskap Jesú þjóð- kirkjan telur vera í gildi og hvaða orð hans eru fallin úr gildi. Það sem öllu máli skiptir er að þjóðin leitist eftir því að gera Guðs vilja. Það er ógerlegt nema að vita hver sá vilji er. Jesús Kristur birtir okkur þenn- an vilja og segir frá því í Nýja Testamentinu. Þegar þú ferð héðan og stendur frami fyrir skapara þínum spyr hann ekki í hvaða trúfélag þú varst skráður hér á jörðunni. Leitaðu sjálfur uppi þær spurningar sem þú munt þurfa að svara og gakktu úr skugga að þú hafir réttu Guð blessi þig. A lveg er það óþofandi þegar bakarar munda glassúrtúpuna meðan snúðarnir -L JL og vínarbrauðin eru enn volg. Glassúrinn ' bráðnar þá eilítið ofan í sykurbrauðsmassann og verður nánast ósýnilegur. Að vísu er meinhornið alls ekki mótfallið dísætu sykurósa yfirborði snúða. EN það er ekki nóg með að sætabrauðin skorti þannig rúsínuna í pylsuend- ann, svona sjónrænt séð, heldur eru þeir farnir að skera glassúrinn svo við nögl að maður verður hreinlega að fara að snúa sér að einhverju öðru til að seðja sykurþörfina. I rauðbyltingin er gengin yfir. íslenskir bak- arar baka frábær brauð og við vitum það. 7^ U En þegar meinhornið mismunar sér á sunnudagsmorgnum yfir Hringbrautina til að ná sér í gúmmulaði í mallann verður hann alltaf jafn súr yfir því að bakarinn skuli ekki hafa farið á námskeið í vikunni, eða í námsferð til útlanda, eða bara lesið Bakery Today og The Pastry Telegraph. Hvernig stendur á því að stétt sem stóð sig svo undravel í baráttunni við heilkornin, hýðis- grjónin og h'fræna gerið er blankó þegar kemur að nýjung- um í bakkelsi... vo líður meinhorni bölvanlega fyrir hönd ^^Blönduósbúa, ef rétt er sem fleygt hefur verið, að bakarinn hafi tapað sinni þjón- ustulund og sé hættur að senda volg og lunga- mjúk brauð í Vísi og Kaupfélagið á laugardagsmorgnum. Eftirlit á eftirlitið Eftirlitsiðnaður landsmanna er að verða sá stærsti - og líka sá langblómlegasti. Áð- ur en langt um líður verða eftirlitsmenn fjölmennasta stéttin í símaskránni. Eftirlit verður án efa háskólafag framtíðarinnar og eftirlits- fræðingar eftirsóttir til starfa. Við fslendingar erum eftirlitsglöð þjóð, og hjá okkur kemur eftirlit á eftir- lit ofan. Kannski er þörf á eftirliti með eftirfitinu? Mér dettur þetta svona í hug vegna nýjasta eftirlits- ins, eftirliti með húseignum manna. Eitt fallegt og frið- sælt kvöldið fyrir skemmstu hringdi síminn. í símanum var nágranni, og honum lá mikið á hjarta: Eignaskipta hvað..? „Nú verðum við að ganga frá eignaskiptayfirlýsing- unni...“ Ha, eignaskipta.. hvað..? „Nú, eignaskiptayfirlýs- ingunni maður. Heíúr blaðamaðurinn ekki heyrt um hana? Við erum búnir að fá tilboð fyrir alla götuna frá leyfishafa, lærðum eftir- litsmanni.“ Nei, blaðamaðurinn hafði ekki heyrt þetta langa orð. Ekki heldur nágrannarnir sem hann talaði við í kjöl- farið. Allir komu af fjöllum, en sáu þúsundkallana streyma úr vösum sínum. „Góð aðgerð“, en til hvers? f ljós kom að hin víðáttu- fræga Húsnæðisstofnun rík- isins (lögfræðideild) hafði hálfvegis láðst að kynna eignaskiptayfirlýsingamálið. Einhvers staðar fannst þurrlega orðuð, lítt skiljan- leg „kynning" á blaði frá þessari stofnun. Þessar yfirlýsingar á að gera um allt land þar sem fólk býr í því sem Kerfið kallar því hallærislega nafni „fjöleignarhús". Fundir hafa verið haldnir í hverfinu mínu æ ofan í æ um eigna- skipayfirlýsingar. Enginn fær botn í málið. Hver er til- gangurinn? spyrja menn. Én menn eiga ekki að spyrja Kerfið, menn eiga að hlýða boði ráðherra. Hjá sýslumanninum, fasteignamatinu, bygginga- fulltrúa og fleiri aðilum er sagt að þessi lítt kunna að- gerð hins opinbera sé ágæt, komi í veg fyrir deilur um kjallaraskonsur í fjöleignar- húsum. Ha!? Besta skýringin til þessa, og birt án ábyrgðar, er frá Guðmundi G. Þórarinssyni, fyrrum alþingismanni. Hann er sagður hafa orðað það svona: „Við Framsóknarmenn lofuðum 12 þúsund nýjum störfum fyrir aldamót. Þetta er liður í því að skapa ný störf.“ Gamansamur maður, Guðmundur! Umsjón Jón Birgir Pétursson

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.