Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Qupperneq 2

Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Qupperneq 2
Laugardagur 9. nóvember 1996 - II Freyja Jónsdóttir skrifar s Ijúlí 1838 fær Stefán Gunn- laugsson sýslumaður útmæl- ingu á lóð í Stöðlakotstúni, 108 x 45 álnir. Lóðin var sunnan við byggingar Bernhöftsbakarís og var númer 10 við Ingólfs- brekku. Sama sumar lét Stefán reisa þar hús og var komið með viðina í það frá Noregi, líklega tilsniðna. Geymsluhús fyrir eldsneyti (mó- hús), 10 x 5 álnir að grunnfleti, var byggt á lóðinni í ágúst 1846. Stefán Gunnlaugsson var fæddur 9. október 1802. Foreldr- ar hans voru Gunnlaugur Þórðar- son prestur, á Hallormsstöðum, og kona hans Ólöf Högnadóttir frá Stóra-Sandfelli. Stefán varð stúdent frá Bessastaðaskóla 1825. Hann tók próf í dönskum lögum 1826 og var sfðan á skrif- stofu Moltkes stiftamtmanns í Álaborg. Var settur sýsiumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1828- 9 og bjó í Bergsholti. Fékk Gull- bringu- og Kjósarsýslu í febrúar 1835, og varð landfógeti 1838 í skiptum við Morten Tvede, sem þótti sýslumannsembættið á- byrgðarminna en land- og bæjar- fógetaembættið. í apríl 1830 kvæntist Stefán Gunnlaugsson Ragnhildi, dóttur Benedikts Gröndals, yfírdómara og skálds. Þau hófu búskap í „Brúnsbæ", sem var timburhús númer 4 við Tjarnargötu og nefnt eftir torfbæ sem stóð þar áður. Um haustið 1838 fluttu þau í nýja húsið sem Stefán lét byggja að Amtmannsstíg 1. í Árbókum Reykjavfkur segir að það sumar hafl verið með afbrigðum gott og hefur það án efa haft sín áhrif á hvað bygging hússins gekk fljótt fyrir sig. En um miðjan septem- ber brá til annarrar veðráttu og var haustið hretviðrasamt. Ragnhildur Benediktsdóttir lést 15. október 1841 frá þremur börnum þeirra ungum. Seinni kona Stefáns Gunn- laugssonar var Jórunn Guð- mundsdóttir frá Króki í Flóa. í manntali frá 1850 búa á Amtmannstíg 1: Stefán Gunn- laugsson, land- og bæjarfógeti, 46 ára; Jórunn Guðmundsdóttir, kona hans, 36 ára; börn þeirra: Ragnhildur Guðrún 3 ára og Ó- lafur 1 árs. Á heimilinu voru einnig börn Stefáns af fyrra hjónabandi: Ólafur Bjarni Verner, Vilhelmína og Bertel. Stefán Gunnlaugsson lést 13. apríl 1883. Jórunn Guðmunds- dóttir lést 1871. í nóvember 1859 kaupir Mart- in Smith, konsúll og kaupmaður, eignina. Ári síðar fær hann leyfí til að setja miðjukvist vestan á húsið og lengja það til norðurs. Við austurhlið þess var gerð við- bygging og húsið allt klætt að utan, veggirnir með vatnsklæðn- ingu og hellur settar á þak. Um tíma þótti hús vera það skraut- legasta í bænum. Martin hafði, fyrst eftir að hann kom til lands- ins, búið í Vefnaðarhúsinu við Aðalstræti, eða þar til hann keypti Ingólfsbrekku 10 (Amt- mannsstíg 1). Martins Smiths er víða getið í frásögnum frá Reykjavík þess tíma og þá sérstaklega þar sem viðkemur verslun og viðskiptum. Hann virðist hafa verið fremur vinsæll maður. Um 1850 gerðist hann konsúll fyrir Holland á ís- landi og varð þar með annar konsúllinn á íslandi. Martin Smith seldi Stefáni Thorlacius húsið árið 1886, en Húsið við Amtmannsstíg 1 var byggt í mörgum áföngum og sér þess merki utan húss sem innan. Amtmannsstí (Landlæknishúsið gur Turnbygginguna teiknaði Rögn- valdur Ólafsson og er henni vel við haldið í upprunalegu formi, eins og vera ber, því þar er mið- stöð Torfusamtakanna. í turninum er merkilegt tréverk innan í strýtumynduðu þakinu. Hermt er að þarna hafi verið griðastaður Guðmundar landlæknis, sem ann- ars var önnum kafinn. hann selur Hannesi Hafstein 23. apríl 1893. Hannes Hafstein selur Landsbankanum eignina 10. apr- íl 1896. Árið 1897 kaupir Guðmundur Björnsson læknir húsið af Lands- bankanum. Eftir að hann varð landlæknir 1906 var húsið kallað Landlæknishús. Árið 1904 selur Guðmundur ræmu norðan af lóð- inni Knud Zimsen, sem reisti þar húsið Gimli. Fyrsta brunavirðingin á Amt- mannsstíg 1 er frá árinu 1874. Þá var húsið 23 3/4 alin á lengd og 10 1/2 alin á breidd, veggja- hæð 4 1/2 alin. Á húsinu er kvist- ur er nær í gegnum það, 8 álnir á lengd, og stendur hann að aust- anverðu 7 álnir út úr húsinu og vegghæð 8 álnir. Húsið er úr bindingi, múruðum með múr- steini og með helluþaki á súð. í húsinu eru átta herbergi og eld- hús. Þá er getið um tvö geymslu- hús á lóðinni og var annað þeirra 31 x 5 álnir og vegghæð 3 3/4 álnir. Minna húsið var 7 1/2x4 1/4 alin, vegghæö 3 álnir. Bæði húsin voru byggð af bindingi, klædd með borðum og með borðaþaki. Árið 1905 lét Guðmundur gera viðbyggingu sunnan við hús- ið með þrílyftum turni og topp- þaki. Rögnvaldur Ólafs- son arkitekt gerði teikninguna. í brunavirðingu sem gerð var í september 1905, eftir að búið var að byggja við húsið, er her- bergjaskipan þannig: í elsta hlutanum eru þrjú herbergi og tveir gangar niðri. Á veggjum er strigi og pappír á blindlistum og spjaldaloft, allt mál- að. Þar eru tveir ofnar. Uppi eru þrjú herbergi, gangur og uð. Þar eru tveir ofnar. Við austurhlið hússins er tvflyft útbygging með þriggja álna háu risi. Hún er byggð eins og hús- ið. í henni eru niðri eldhús, búr og gangur, allt þiljað og málað, og einn ofn og ein eldavél. Uppi er eitt herbergi þiljað og málað með einum ofni. Við norðurhhð nýrri hlutans er inngöngu- Guðmundur Björnsson s^r byggður af landlæknir. bindingi, klæddur að utan með 5/4” geymslu- borðum og járni þar yfir á þaki klefi, allt þiljað og herbergin mál- og veggjum. í honum er gangur Tvílyft útbygging með háu risi er við bakhlið hússins og er hluti af því. og salerni með steinsteypugólfi. Við suðurgafl hússins er nýbygg- ing, tvflyft með porti, turni og 2 1/4 risi, byggt af bindingi, klætt utan með 1” borðum, plönkum og járni þar yflr. Með járnþaki á plægðum 5/4” borða súð og með pappa í milli. f miðjum bindingi er pappi og innst í bindingi plægð 3/4” borð, listum og klæðningu yfir bæði á loftum og veggjum, allt málað með hrímfarfa. Niðri eru þrjú herbergi, gangur og baðklefi. Þar er einn ofn. Á öðru gólfi er gangur og tvö herbergi, þar er einn ofn. Á þriðja gólfi eru átta skápar og gangur, allt þiljað og málað. í turni er eitt herbergi, þiljað í miðjan binding og bind- ingur allur heflaður. Þar er einn ofn. Baðklefinn er marmaralagð- ur á gólf og postulínsplötur á veggjum. Guðmundur Björnsson var fæddur að Gröf í Víðidal 14. febr- úar 1864, sonur Björns Leví, síð- ar bónda að Marðarnúpi í Vatns- dal, og konu hans, Þorbjargar Helgadóttur frá Gröf í Víðidal. Hann varð stúdent í Reykjavík 1887 með fyrstu einkunn. Varð hámenntaður í lækningum. Fékk styrk úr landssjóði til Noregsfar- ar þar sem hann kynnti sér ráð- stafanir til varnar holdsveiki. Hann var forstöðumaður Lækna- skólans í Reykjavík og lét sig allt varða sem bæta mætti heilsufar landsmanna. Guðmundur skrifaði bækur og greinar um heilbrigðis- mál og meðal annars Sóttvarnar- bók, almennar reglur um varnir gegn útbreiðslu næmra sjúk- dóma. Var landskjörinn þingmað- ur 1916 til 1922; forseti efri deildar Alþingis 1916 til 1922. Var í stjórn Holdsveikraspítalans í Laugarnesi frá upphafi. Fátt eitt hefur hér verið talið upp sem þessi merki maður áorkaði lönd- um sínum til góðs. En um afrek hans má lesa í íslenskum ævi- skrám. Guðmundur Björnsson hafði læknastofu sína í húsinu og bjó þar til dauðadags 7. maí 1937. Samkvæmt manntali frá árinu 1901 búa í Landlæknishúsinu Guðmundur Björnsson landlækn- ir og Guðrún Sigurðardóttir, kona hans. Börn þeirra eru Sigfús 6 ára, Sólveig 5 ára, Björn Berg- mann 3 ára, Gunnlaugur Briem 2 ára og Jóhann Hendrik 1 árs. Einnig bjuggu í húsinu Marta Kristín Einarsdóttir 20 ára hjú, Gróa Bjarnadóttir 23 ára hjú, Hallfríður Bergþórsdóttir 20 ára hjú og Theodóra Kristjánsdóttir hjú. Fyrri konu sína, Guðrúnu Sig- urðardóttur, missti Guðmundur 29. janúar 1904. Hann kvæntist aftur 14. ágúst 1908, Margréti dóttur Magnúsar Stephensen landshöfðingja. Guðmundur Björnsson eignaðist ijórtán börn, sjö með hvorri konu, og eru af- komendur hans mannvænlegt fólk. í hlöðu bak við húsið var 1934 innréttaður vinnusalur fyrir myndlist og mun Marteinn Guð- mundsson myndlistarmaður hafa staðið fyrir þessari framkvæmd. Þar var síðan stofnaður kvöld- skóli, sem teikning var kennd í. Þar kenndi Björn Björnsson teiknikennari til ársins 1942. Árið 1939 keypti rfldð eignina og um tíma var nýbyggingin leigð út til íbúðar. Bókbandsstofa prentsmiðjunnar Gutenberg var til húsa í eldri hlutanum. Húsið stóð autt á árunum frá 1970 til 1979. Á því tímabili skemmdist það af eldi. Það var gert upp og tekið í notkun 1980. Um tíma var Gallerí Langbrók þar til húsa, en núna er þar veitingarekstur. Heimildir frá Þjóðskjalasafni og Borgarskjalasafni.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.