Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Síða 3

Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Síða 3
|Diigur-'2Imttrat ÍSLENDINGAÞÆTTIR Laugardagur 9. nóvember 1996 - III HAGYRÐINGAR Aðalbjörn Úlfarsson á Hornafirði hefur ekki áður sent Hag- yrðingaþættinum vísur, en nýlega sendi hann þættinum eftir- farandi bréf: Þegar ykkur vantaði vísur í hagyrðingaþáttinn og voruð að skora á alla að senda nú vísur, hlýddi ég ekki kallinu, en hér kemur smávegis: Ég hlýddi ekki kalli, þó hlunkaði undir, en hlœgilegt er kannski að segjafrá því. Ég lifði ekki í svalli, en langfleygar stundir liðu ekki áður en heyrðist mér í. En svo er það haustið og veturinn: Vindarnir hér vaða hjá, veðurhljóðin kyrja. Húmið sœkir heldur á, haustið er að byrja. Hvernig verða vetrarspor vert er að gefa gœtur. Aftur kemur eitthvert vor, ef að líkum lœtur. Mullað hefur mjöll á grund, mjallahvít er jörðin öll. Þykkt er loftið þessa stund, þoka hylur hœstu fjöll. Skaðrœðið hún Skeiðará skelfir marga enn um sinn. Ekkert hlaup er enn að sjá, ó, að það kæmi ei, Drottinn minn. Ég œtlaði mér ekki að verða of kíminn, en enda þetta í kvöldkyrrð sólarlagsins. Velkominn sértu, vinur minn Dagur-Tíminn, virkilega besti tími dagsins. U M HVERN ER SPURT? 1. Eins og margir stjórnmálamenn er maðurinn sem spurt er um fæddur á ísafirði. Sá atburður átti sér stað þegar kreppan stóð sem hæst og Hitler var orðinn æðsti valda- maður í Þýskalandi. Pilturinn nam iðn föður síns og er meistari í þeirri grein og starfaði sem iðnaðarmaður á yngri árum. 2. En hann lærði fleira, því hæfileikarnir voru á mörgum sviðum. Hann lauk prófum frá Tónlistarskólanum og spil- aði í hljómsveitum. Hann varð skólastjóri tónlistarskóla í grónum útgerðarbæ og lét ekki þar við sitja, því hann var bæði hafnarstjóri og framkvæmdastjóri sjúkrahúss. 3. Afskipti hans af stjórnmálum tengdust aðallega sveitar- stjórnarmálum, en um skeið var hann einnig varaþing- maður. Hann hefur gegnt og gegnir mörgum trúnaðar- störfum fyrir heimabyggð sína, landsfjórðung og lands- samtök. Maðurinn er notalegur viðræðu og viðfelldin rödd hans og skeggjað andlit eru öllum kunn. ■b6b|0jjbi!Sas -|sj spuequies ujoíjs ; jnjis Bo |iqeuij) -Jof>| su;s>p|0|js!eæisj|£rs jngeuiBu|c|ejeA jba uubh 'euioAiAq i ejjjocf ;unuisBeq gepujoA Bo quba Bo bBuuija -|og Jngeuisiet Bo uinieuueujofjsjepaAs j ;puejoqe qijoa jnjeq uubh ')|jAer)|Aou j uieuje;sj|up) igepunjs Bo uinujs jngoj jb uQjejeieui uieu uubh ')|!Aje6un|og j uofisjefæq ‘uossuef}su)| jnjeip jo ‘uin jo pinds uias uuunQe|/\| ifclVAS Kaffi og uppruni þess Kaífidrykkja er mikil og al- menn hér á landi og munu íslendingar vera meðal mestu kaffineysluþjóða veraldar. Þetta hefur þó ekki alltaf verið svo, því að vart munu nema tæp- lega 250 ár síðan kaffi barst fyrst til landsins með dönskum kaupmönnum og lengi vel var útbreiðsla þess afar hæg. f önd- verðu var þessi nýi drykkur síð- ur en svo vel séður af öllum, svo sem fram kemur glögglega í kvæði Eggerts Ólafssonar frá 1764. Þar fer hann næsta háðu- legum orðum um þennan nýja hressingardrykk, sem hann hkir við kolamylsnusaup. En erindi Eggerts um kaffið hljóðar á þessa leið: Ef austan að svokallað kafji, kolamylsnu þeir girnast saup; Þá segi ég komi af syndastraffi soddan prjálsemdar elkast kaup; Af einiberja betri drykk bý ég, sem hefur sama skikk. En þótt Eggert Ólafsson og margir aðrir mæltu gegn kaffi og töluðu um það með vandlætingu, þá breiddist samt kaffidrykkja út með tímanum og varð hér al- menn að kalla um og upp úr miðri 19. öld. Hefur kaffineysla síðan verið að aukast alla götu til þessa dags. Kaffið er upprunnið í hérað- inu Kaffa í Eþíópíu og þaðan er heiti þess komið. Er þar frjósamt og skógi vaxið fjalllendi, þar sem kaffirunninn eða kaffitréð vex villt frá fornu fari. Kaffibaunirn- ar eru fræ í aldini þessara trjáa og lærðist íbúunum á þessum slóðum að hagnýta þær á 14. öld. En til þess að geta notað baunirnar varð fyrst að hreinsa aldinkjötið vandlega burt og síð- an meðhöndla þær á ýmsan hátt, áður en þær gátu orðið mark- aðsvara. Svo varð að brenna þessar grágrænu baunir við allt að 200 gráðu hita þar til þær urðu dökkbrúnar á lit og síðan mala í duft og þá fyrst var hægt að hella á könnuna. í byrjun 15. aldar hafði kaffið borist til Arabíu, þar sem tekið var að rækta það í héruðunum kringum hafnarbæinn Mokka í Jemen. Þaðan breiddist kaffi- drykkja út um alla Arabíu og var, til dæmis, orðin alsiða í Mekku, borg spámannsins, um 1500. Leið þá ekki á löngu þar til flestar Múhameðstrúarþjóðir höfðu tileinkað sér að dreypa á kaffitári. Þannig var fyrsta kaffi- húsið opnað í Konstantínópel árið 1554 og leið þá ekki á löngu þangað til kristnar þjóðir í Evr- ópu komust í snertingu við þenn- an dökka drykk, þótt útbreiðslan væri hæg í fyrstu. Árið 1615 var byrjað að drekka kaffi í Feneyj- um, árið 1643 í París og 1651 í London. Upp úr 1670 tók kaffidrykkja stökk fram á við og breiddist líkt og flóðbylgja út um meginland Evrópu, svo að segja má að þá yrði kaffi nánast sem stöðutákn allra þeirra sem heita vildu menn með mönnum. Kaffihús spruttu upp eins og gorkúlur og þar sátu menn yfir kaffibolla og ræddu stjórnmál og vísindi, bók- menntir og skáldskap, sem og allt annað milli himins og jarðar. Eitt meðal fyrstu kaffihúsanna í París var Procope. Það hóf starf- semi árið 1686 og mun enn í gangi meira en þremur öldum síðar. Nokkuð samhliða kaffi breiddist tedrykkja út í Evrópu á 17. og 18. öld. Hneigðust sumar þjóðir meira að tei en kaffi og eru Englendingar gott dæmi um það. Teið er upprunnið í Kína og er þess fyrst getið þar í heimild- um frá 4. öld eftir Krist. Búdda- munkar fluttu það með sér til Japans og smám saman breidd- ist það út um Asíu. Teið barst til Evrópu á 16. öld og var í fyrstu helst notað til lækninga, en brátt var farið að nota það sem hress- ingardrykk bkt og kaffið. Kaffidrykkja var lítt þekkt á Norðurlöndum fyrr en eftir alda- mótin 1700, en breiddist hratt út upp úr því. Margir mæltu gegn notkun kaffis og vildu bægja því frá fólki með ýmsum ráðum, en aðrir töldu það skaðlaust og að það gerði fremur gagn en ógagn. Meðal annars skrifaði dansk- norska leikritaskáldið Lúðvík Holberg, sem lifði fram yfir miðja 18. öld, um kaffi og te eitt- hvað á þessa leið: „Þótt ekkert annað gagn væri að þessum nýju nautnadrykkj- um, kaffi og te, þá verður að segja þeim það til hróss, að þeir draga úr neyslu áfengis, sem var óskapleg hér áður fyrr, en er nú mikið til horfin. Nú geta eigin- konrn- okkar og dætur farið í síð- degisheimsóknir í hús og snúið aftur heim ódrukknar. Það hefði varla getað gerst í gamla daga, þegar gestum var hvergi boðið annað en brennivín eða vín að drekka. Af þeim veitingum varð hver kerling að súpa dálítið hvar sem hún kom og afleiðingarnar létu þá ekki á sér standa.“ Þannig sá Holberg ýmsa kosti við kaífi og te og það hafa síðan æ fleiri gert, því að sannarlega hefur kaffisopinn glatt marga um dagana. En þótt kaffi sé upp- runnið í Eþíópíu og bærist út í fyrstu frá Arabíu, þá er það á okkar tímum aðallega ræktað í Brasilíu og öðrum Iöndum Rómönsku Ameríku. Jón R. Hjálmarsson. ÚR HANDRAÐANUM Elsti íslendinguriim fyrr og síðar Hæsti aldur sem nokkur íslendingur hefur náð er 113 ár. Það var séra Jón Jónsson, kallaður gamli, prest- ur á Staðarhrauni, sem varð svona langlífur. Jón var fæddur árið 1540. Hann var prestur í 70 ár, en lést á Brúarfossi árið 1653. Brúarfoss er bær skammt frá Staðarhrauni og er nefndur eft- ir fossi sem þar er í Hítará. Brú er þarna yfir ána og við hana stendur veiðihúsið sem Jóhann- es Jósefsson á Borg byggði og þykir nú forláta íverustaður laxveiðimanna af efnaðri sort- inni. Það taldist til tíðinda og þætti enn, að séra Jón las og skrifaði síðasta árið sem hann lifði. Til er vísa sem öldungurinn orti, sem raunar er eignuð fleiri mönnum, en merkisklerkurinn séra Jón Halldórsson í Hítardal segir hana fortakslaust eftir séra Jón gamla, og hafði eftir mönnum sem þekktu þann full- orðna á sínum tíma. En vísan er svona: Níu á ég börn og nítján kýr, nœr fimm hundruð sauði, sjö og tuttugu söðladýr, svo er háttað auði. Þennan bústofn geta menn borið saman við kvóta- og vísi- tölubúin í dag, en Jón gamli var talinn efnaður maður. Og ekki vantaði börnin til að létta undir í elhnni.

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.