Dagur - Tíminn - 19.11.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 19.11.1996, Blaðsíða 4
16- Þriðjudagur 19. nóvember 1996 iOagur-'cEímimt Utn/híðaíauót Að láta að stjóm Erlingsson Allir vilja stjórna, en eng- inn viU láta að stjórn. Nú vilja hjúkrunarfræðingar fá að stjórna læknum og segja að þeir hafi enga menntun í stjórnun. En læknar vilja að sjálfsögðu ekki láta hjúkrunar- fræðinga stjórna sér. Skrýtið að læknar og hjúkrunarfræðingar virðast aldrei geta unnið sam- an. Það eru alltaf einhver ónot á milli þeirra, reiptog um stjórnun, reiptog um hvor aðil- inn er hærra settur eða merki- legri. Kannski ástæðan sé sú að flestir læknar eru karlar og flestir hjúkrunarfræðingar eru konur. Kannski er þetta bara enn ein birtingarmynd jafnrétt- isbaráttunnar svokölluðu. Slæmt ef það bitnar svo á sjúkl- ingunum líkt og jafnréttisbar- átta foreldra bitnar á börnun- um. Kannski er þetta bara reip- tog kynjanna, þegar upp er staðið. Merkilegt hvað kynfor- dómar eru orðnir algengir. Karlkyns forstjóri, sem klæðist jakkafötum og keyrir um á jeppa, er sjálfkrafa stimplaður karlremba. Móðir sem velur að vera heima hjá börnum sínum er dæmd af kynsystrum sínum. Og ennþá eru femínistar að troða dúkkudóti uppá litla stráka í þeirri von að þeir breytist í stelpur, eða öðlist í það minnsta betri skilning á kvenþjóðinni. Karlmaður, sem er yfirmaður kvenna, má hafa sig allan við að gæta orða sinna í hvívetna þegar hann skipar fyrir, svo hann verði ekki kærð- ur til Jafnréttisráðs. Kona, sem er yfirmaður karla, má hafa sig alla við að láta karlana taka mark á sér. Enginn vill lúta stjórn og alls ekki aðila af gagnstæðu kyni. Hversvegna ekki? Er jafnréttis- baráttan komin út í þann fárán- leika að „allir karlar eru vond- ir“ og „allar konur eru frekj- ur“? Um daginn auglýsti rit- stjóri kvennablaðsins Veru eftir ritstýru. Er jafnréttisbaráttan virkilega komin út í tittlinga- skít um það hvort nota beri karlkyns- eða kven- kynsnafn- orð, þegar auglýst er eftir starfs- kröftum? Er þetta orðin bar- átta um málfræði- reglur? Reyndar er það staðreynd, því miður, að sú barátta sem lengst af hefur verið kölluð jafnréttisbarátta, og rekin hefur verið af skelegg- um baráttukonum, hefur mið- ast fyrst og fremst að því að konur hætti að lúta stjórn karla. Einsog konur hér á landi hafi einhverntímann lotið stjórn karla. Konur hafa ævinlega gert nákvæmlega það sem þeim sýn- ist, líkt og karlar, og af því hljótast eðlilega nokkrir árekstrar. En það er athyglisvert hvað stjórnleysi, eða réttara sagt þrjóskan við að lúta stjórn, er algeng hér á landi. Þetta kemur meðal annars mjög skýrt fram í því hvernig íslendingar aka bíl- um. Níu af hverjum tíu bílstjór- um hér á landi virðast hafa sín- ar eigin umferðarreglur, og Guð hjálpi hinum sem ekki þekkir þær reglur og asnast til að vera að þvælast á sömu götu og við- komandi. Og nú vilja nokkrir jeppaeigendur á Alþingi auka hraðann pínulítið, svo þeir geti ekið löglega á ólöglegum hraða. Já, það er greinilega skortur á knýjandi málum á Alþingi ís- lendinga í dag, úrþví að menn hafa ekkert betra að gera en að auka hraðann á þjóðvegunum. Það hefur löngum verið sagt að íslend- ingum far- ist illa að láta að stjórn og að þeim farist sömuleiðis illa að þjóna öðr- um. Þjón- usta er hugtak sem ís- lendingar skilja ekki. Stundum mætir maður þjónustu- lund sem er með þvílíkum ósköpum að maður á fótum fjör að launa, en í öðrum tilfellum mætir maður manneskju í þjón- ustustarfi sem maður þarf nán- ast að grátbiðja um athygli. Pað er ábyggilega eitthvert dularfullt gen í Islendingum sem kemur í veg fyrir að við getum Iátið að stjórn annarra eða þjónað öðrum. En fjarveru þessara tveggja eiginleika má líka kalla skort á auðmýkt og undirgefni. Þessi tvö hugtök eru yfirleitt talin vera ákaflega nei- kvæðir eiginleikar, að minnsta kosti fyrir þá persónu sem býr yfir þessum eiginleikum. Auð- mýkt og undirgefni eru merki um uppgjöf, aumingjahátt, jafn- vel sjálfsniðurlægingu. Já, það er sannarlega ekkert slíkt í íslendingasögunum. En kannski er kominn tími til að endurskoða sjálfsmyndina pínulítið og athuga hvort ekki sé stundum æskilegt að beita þessum aðferðum, auðmýktinni og undirgefninni, þegar það á við. Hjúkrunarfræðingar gætu til dæmis tekið upp ákveðna undirgefni gagnvart læknum, vegna þess að hjúkrunarfræð- ingar eru stuðningsstétt við læknastéttina og það er sjúkl- ingnum fyrir bestu að þessar stéttir séu að vinna saman en ekki gegn hvor annarri. Læknar gætu á móti sýnt hjúkrunar- fræðingum ákveðna auðmýkt, vegna þess að án þeirra væri starf þeirra næsta vonlaust og miklum mun erfiðara en það er. Foreldrar mættu alveg axla uppeldishlutverk sitt af meiri auðmýkt og undirgefni og neita sér um þá hluti sem taka tíma þeirra og orku um of frá því að sinna barninu og þörfum þess, þessi fáu ár sem barnið er í foreldrahúsum. Femínistar mættu beygja höfuð sín ofurlítið í auðmýkt fyrir þeirri staðreynd að ein- kynja paradís á jörðu er ekki möguleiki hérna megin við heimsendi, og svona í leiðinni gætu þær sýnt skoðunum ann- arra ofurlitla undirgefni svona af og til. Ökumenn mættu gjarnan sýna auðmýkt í akstri og undirgefni gagnvart þeim umferðarreglum sem almennt gilda. Alþingismenn mættu líka gjarnan sýna þá auðmýkt í starfi sem gæfi til kynna að þeir væru meðvitaðir um að þeir eru ekki æviráðnir. Því kjósendur gætu átt það til að sýna alþing- ismönnum ekki þá undirgefni að kjósa þá aftur, ef þeir haga sér ævinlega einsog kjánar. 0 1 Sameinmgarbremsiir á er búið að sameina jafnaðarmenn. Unglið- ar stjórnarandstöðu- flokkanna munu hafa gert það á Bifröst í Borgarfirði um helgina. Garri heyrði ekki betur en að búið væri að útbúa stefnuskrá fyrir sameinaða jafnaðarmenn, nokkuð sem flestir héldu að væri nánast ógeringur að gera. Sam- kvæmt fréttum reyndist það ekki flókið mál að Ijúka verk- inu sem flokk- arnir hafa ver- ið að bjástra við undanfarin misseri án nokkurs sýnilegs árangurs. Ungliðarnir hafa hins vegar lítið viljað opinbera í hverju hinn sameiginlegi stefnugrundvöllur felst, og er helst að skilja að upp- skriftinni að sameiningunni verði vandalega gætt á næstu mánuðum og álíka erfitt að komast að henni og uppskriftinni að Coke. Hvort krakkarnir sæki um einka- leyfi fyrir sameiningunni hefur þó enn ekki komið fram. Sameiningarmál taka kipp Þessi tíðindi ofan frá Bifröst renna óneitanlega stoðum undir þá kenningu að það sé fyrst og fremst gamla flokkseigendagengið í öllum stjórnarandstöðuflokkunum sem staðið hefur í vegi sam- einingarinnar. í nýyrðasam- keppninni í Degi Tímanum á dögunum kom fram ný- yrðið „sukk-bremsa“ um passasamar eiginkonur. Ný- yrðið „sameiningarbremsa“ gæti því vel átt við um „eldri borgarana" í jafnaðar- mannahreyfingunni. Nú eru þeir báðir hættir Jón Baldvin og Ólafur Ragn- ar sem hvað mest hafa haft sig í frammi í sameiningar- málunum til þessa. Og það er eins og við manninn mælt, þeir eru ekki fyrr farnir en sameiningarmálin taka kipp. Nýir formenn krata og Allaballa eru báðir úr gömlu flokkseigendavél- inni þó þeir séu kannski ekki alveg jafn bjargfastar stofnanir eins og fyrirrennar- ar þeirra á for- mannsstóli voru. Engu að síður verður að gera ráð fyrir því að bæði Sighvatur Björgvinsson og Margrót Frímannsdóttir séu það miklar „sameiningarbrems- ur“ að það flýtti mjög fyrir sameiningarmálum að þau drægju sig líka í hlé. Lítil hreyfing í hreyfingum Það gildir hins vegar um þjóðmálahreyfingarnar sem svo voru kallaðar, Þjóðvaka og Kvennalista, að þar hef- ur verið afskaplega lítil hreyfing á forustumálum lengi. í forustu Kvennalista og Þjóðvaka eru pólitískar stofnanir sem flokkast undir sömu lögmál og þeir fóst- bræður rauðu ljósanna og arftakar þeirra í flokkunum. Eflaust ylli það því áframhaldandi skriðu í sameiningarmálum ef þess- ir foringja drægju sig í hlé. Það er því greinilegt af viðburðum helgarinnar á Bifröst að forkólfar jafnað- armennsku á íslandi sem hafa um langt skeið látið sig dreyma um sameiningu jafnaðarmanna geta látið draum sinn rætast með ein- földum hætti. Þeir eiga ein- faldlega að hætta í pólitík og þá sameinast jafnaðarmenn af sjálfu sér! Garri.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.