Dagur - Tíminn - 22.11.1996, Side 2

Dagur - Tíminn - 22.11.1996, Side 2
 T 2 - Föstudagur 22. nóvember 1996 íDagur-^mtmrt f F R E T T I R Heiti Potturinn Sviptingar í sjávarútvegi á Akureyri voru til umræðu i heita pottinum í gær. Þar voru menn á því að hug- myndir sem heyrst hafa í röðum KEA manna um að sameina á ný útgerð og vinnslu - en þessi svið voru aðskilin fyrir tveimur árum - væri ótvíræð vísbending um að frekari sameiningarmál væru í deiglunni milli KEA og ÚA...... w Ipottinum heyrist að útflutningsráð sé í sjöunda himni með forsetaheimsókn- ina, ekki síst þar sem forsetinn sé til í að fara í nánast öll fyrirtæki til að efla íslenska útrás erlendis, meira að segja að fara í opinbera heimsókn á pizzastað... Flokksþingið hjá framókn var til umræðu í heita pottinum eins og við er að búast en bein útsending verður á Stöð 2 frá ræðu Halldórs. Þar var upplýst að samkvæmt jafnréttisáætlun flokksins sem lögð verður fram á þinginu ættu um 40% trúnaðarembætta á vegum flokksins að vera skipuð öðru hvoru kyninu um aldamót. Hlutföll karla og kvenna yrðu þá ávallt 40:60 eða enn jafn- ari. Þessu tóku karlar í flokknum ágætlega þar til nokkrir reykvískir flokkshest- ar áttuðu sig á því að þetta gæti kostað stórvandræði við uppstillingu á framboðslista fyrir þingkosningarnar næstu. Áætlunin fæli nefni- lega í sér að minnst 40% þingmanna yrðu konur, sem aftur kallaði á talsverðar breytingar í þingliðinu. ígulkeraveiðar Aðeins hafnar í Eyjafírði s gulkeraveiðar hafa byrjað fremur rólega í haust og telja margir að gengið hafi verið of nærri ígulkerastofnin- um á mörgum svæðum á land- inu síðan veiðarnar hófust að einhverju marki fyrir þremur árum síðan. Veiðarnar drógust verulega saman sl. vor og í haust hafa tiltölulega fáir hafið veiðar, aðallega í Eyjafirði. Sól- mundur Einarsson, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsóknastofn- un, segir að um marga sam- virkandi þætti sé að ræða en stofnunin geti ekki merkt að um ofveiði sé að ræða og sums staðar hafi afli jafnvei aukist á sóknareiningu, eins og t.d. á Breiðafirði og austur á Beru- firði en á Húnaflóa hafi veiði verið mjög jöfn allan tímann. Hastarleg matareitrun sem kom upp í Japan fyrr á þessu ári tók nánast fyrir allt hrá- metisát í landinu og það kom mjög niður á sölu á ígulkera- hrognum til Japan og Kóreu. Bandarískir neytendur af as- ísku bergi brotnir hafa þó nokkuð haldið sinni markaðs- hlutdeild og eins hefur verið þokkalegur markaður í Frakk- Björn Bjarnason mennta- málaráðherra er sagður blekkja illilega þegar hann segir vaxtakostnað náms- manna til banka óverulegan. Námsmannahreyfingin hefur reiknað út að yfirdráttarlán í banka geti kostað námsmenn í eðlilegu námi 10-18 þúsund krónur á námsári. Einstakling- ur í leiguhúsnæði sem tekur yfirdráttarlán til framfærslu geti reiknað með rúmlega 10 Hastarleg matar- eitrun í Japan hefur dregið verulega úr sölu ígulkerahrogna til Japan. landi fyrir heil ígulker. Vinnsla á ígulkerum er aðeins hafin á Akureyri, hjá Gunnari Blöndal þúsundum, en sambærileg tala fyrir einstæðan föður með tvö börn sé 18.800 kr. Mennta- málaráðherra gerði grein fyrir því áliti sínu á dögunum að ein- staklingur á fjórða námsári með 400 þúsund krónur að láni greiddi einungis 1500 kr. í vexti. „Það er útilokað að átta sig á því hvaðan ráðherra sækir þessar tölur,“ segir Þorleifur Kristleifsson, formaður Banda- lags íslenskra sérskólanema hjá ígulkerinu, og segir hann að þokkalega hafi fiskast, en bæði norðanbræla og of mikið frost hafa truflað veiðarnar veru- lega. 6 bátar eru á veiðum á Eyjafirði, þar af einn kafari en hinir með plóg, og landa þeir aðallega á Dalvík og á Hjalteyri og er ígulkerunum ekið þaðan til Akureyrar. Hrognafylling er nú um 10%, getur mest orðið um 30% en vertíðin stendur yfirleitt frá september fram í aprílmánuð. GG (BÍSN). Samkvæmt töflum sem BÍSN hefur látið taka saman er í öllum tilvikum um miklu hærri kostnað að ræða en ráðherra skýrði frá. Námsmenn rökstyðja kröfur sínar um samtímanáms- lán með því að vaxtakostnaður þeirra til banka leggi á þá óþarfar byrðar. Lánasjóður bætir að hluta upp þennan kostnað með aukalánum, en ekki fyllilega segja námsmenn. Sauðárkrókur Hitaveita í hesthúsa- hverfi Hestamenn höfðu í mörg ár sótt á um að fá hitaveitu í hest- húsahverfið að Flæði- gerði. Kostnaðurinn nemur um 4 milljónum króna. Hitaveita Sauðárkróks hef- ur verið að leggja hita- veitu í hesthúsahverfi í nágrenni flugvallarins, Flæði- gerði, sem telur um 17 hesthús. Páll Pálsson, veitustjóri, segir að til hafi staðið að ljúka fram- kvæmdum fyrir veturinn og hleypa heita vatninu á, en framkvæmdir hafi tafist vegna frosta. Ef veðurfar mildast ekki kann að þurfa að bíða vorsins með að ljúka framkvæmdunum. Veitustjóri segir að lagning hitaveitu í hesthúsahverfi eigi sér enga forsendu á lands- byggðinni að hann best viti, en eitthvað sé um hesthús tengd hitaveitu á höfuðborgarsvæð- inu. Þessar framkvæmdir kosta Sauðárkróksbæ um 4 milljónir króna en veitan fær til baka um 2 milljónir króna í tengigjöld. Lögnin er um einn km að lengd. Hestamenn hafa í mörg ár þrýst á um að fá að tengjast hitaveit- unni, en til þessa hefur málið ekki verið á forgangslista. Flug- málastjórn fór hins vegar fyrr á þessú ári fram á að fá að tengja aðstöðu á Alexandersflugvelli hitaveitunni, en afturkölluðu svo beiðnina skömmu áður en framkvæmdir hófust. Ástæða afturköllunar mun vera sú að mat umdæmisstjóra var það að framkvæmdirnar væru á þessu stigi of dýrar. Byggingar á flug- vellinum geta síðar tengst hita- veitunni með framhaldsteng- ingu frá Flæðigerði. GG Námslán Bjöm er sagður blekkja FRÉTTAVIÐTALIÐ Kjöt og grænmeti selt á tölvuuppboðsmarkaði Olafur Björnsson hjá Afurðamarkaði Suðurlands Afurðamarkaður Suðurlands tók til starfa fyrir skömmu og hafa nú þegar verið haldin tvö uppboð. Þar gefst mönnum um allt land tœkifœri til að bjóða upp land- búnaðarvörur og ýmsar afurðir á opnum markaðl Ólafur Björns- son, lögmaður á Selfossi, er einn forsvarsmanna markaðarins. „Síðasta þriðjudag var selt hér kjöt og fiskur og fékkst bara viðunandi verð fyrir það. Hins vegar gengur ekki eins vel að selja grænmeti, einhverra hluta vegna, kannski vegna þess að seljend- ur setja upp ákveðið lágmarksverð sem þykir kannski of hátt eða að menn eru í föstum viðskiptasamböndum annarsstaðar. En það er ekki komin mikil reynsla á uppboðin ennþá svo það getur breyst", segir Ólafur. „Það sem við erum að vonast til að gerist er að bændur fari að bjóða gripi á fæti. Það hafa borist fyrirspurnir um það nú þegar og menn hafa almennt sýnt þessari nýjung mikinn áhuga.“ Hvernig gerast menn þátttakendur í þessu uppboðskerfi? „Til að taka þátt í uppboðinu þurfa menn að tengjast uppboðskerfinu Boða sem er í umsjón íslandsmarkað- ar sem hefur 14 útstöðvar vítt og breitt um landið. Til að fá lykil að kerfinu og þar með að vera þátttak- endur í markaðnum verður viðkom- andi að leggja fram bankatryggingu eða aðra ábyrgð fyrir greiðslu. Upp- boðsmarkaðurinn sér síðan um að innheimta greiðslur hjá kaupendum og seljendur fá þær í hendur innan fárra daga. Seljendur setja upp ákveðið lág- marksverð þannig að ekki er um und- irboð að ræða. Seljendur tryggja þar með sína hagsmuni. Kaupendur hagn- ast einnig, kaupa afurðir beint af framleiðendum, án milliliða og fá ná- kvæmlega það sem þá vantar, rétta magnið og fá vöruna afhenta á ákveðnum tímum, oftast strax að loknu uppboðinu." „Það sem mér finnst einna áhuga- verðast í þessu er að fá inn kaupendur sem vilja flytja út vörur, unnar eða óunnar. Þetta er einmitt rétti vettvang- urinn fyrir það.“ Á markaðnum síðasta þriðjudag voru seldir 30 grísir, 400 kíló af nautahakki, 600 kíló af lambafram- pörtum, 300 kíló af rœkjum og 136 kíló af hörpudiski. En hvað með aðr- ar vörur en landbúnaðarafurðir? „Það hafa komið fram fyrirspurnir með sölu á heyi á markaðnum. Við er- um opnir fyrir öllu hér. En það virðist vera mestur áhugi á kjöti og við eigum von á meira af slíku á næsta uppboði“. -hþ.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.