Dagur - Tíminn - 22.11.1996, Page 5

Dagur - Tíminn - 22.11.1996, Page 5
|Dagur-®mmm Föstudagur 22. október 1996 - 5 F R É T T I R Lyfsala Fráleitt að læknar ávísi meira út á apótekaafslátt Fólk að versla í nýju apóteki Hagkaups Læknar hafa tak- markaðar skýringar á hærri lyfjareikn- ingum til Trygginga- stofnunar núna í október en nokkru sinni fyrr. etta kemur mér mjög á óvart, þar sem um lyf- seðlaskyld lyf er að ræða svo læknar hafa þurft að skrifa upp á þau. Ég sé engar forsend- ur fyrir því að slíkt hefði átt að aukast svo skyndilega. Og ekki hefur orðið breyting á mínum lyfjaávísanavenjum," svaraði form. Læknafélagsins, Sverrir Bergmann, spurður hugsan- legrar skýringar á því að lyfja- reikningurinn til almannatrygg- inga varð hærri núna í október en nokkru sinni fyrr, rúmar 300 m.kr. Gunnar Ingi Gunnarsson heilsugæslulæknir sagði: „Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég sé þennan kostnaðar- topp er að þarna sé kannski um að ræða uppsafnaðan vanda eftir læknastríðið í sumar. Því það er vitað mál að lyfjaendur- nýjanir duttu niður meðan á því stóð. Ég hef a.m.k. ekki orðið neins þess var í heilsufari fólks að skýringa sé þar að leita á aukinni lyijanotkun. Og það er svo stutt síðan að þetta verð- stríð hófst í apótekunum, að ég trúi því ekki að það mælist í þessum tölum. Auk þess er ég ansi efins um það að læknar fari að skrifa út meira af nið- urgreiddum lyfjum fyrir þær sakir að apótekin séu með ein- hverskonar afslátt. Mér Ðnnst það raunar fráleitt," sagði Gunnar Ingi. Þótt stundum komi vitanlega dýr lyf inn á markaðinn þá seg- ir Sverrir þau varla koma sér- staklega til greiðslu í einum mánuði. „Við sem erum í mínu fagi erum t.d. með eitt mjög dýrt lyf sem við notum eftir al- veg sérstökum aðferðum, við MS sjúkdómi. En það hefur ekki svo mikil áhrif á einum mánuði, þótt það hækki væntanlega lyijareikning ársins í kringum 30 milljónir.“ Sverrir kannaðist við að hafa heyrt því slegið fram að fólk væri að hamstra lyf vegna þess að þau væru á svo góðu verði. „En ég hvorki kannast við að fólk hafi verið að biðja um slíkt, né að læknar hafi verið að skrifa upp á slíkt. Þannig að það kæmi mér ákaf- lega á óvart. Og raunar er það mín reynsla að fólk yfirleitt sækist ekki eftir lyfjum," sagði Sverrir. Gunnar Ingi sagðist vitan- lega ekki hafa gert neina könn- un á þessu máli þannig að að- eins væri um ágiskanir hans að ræða. Hann sagðist ganga út frá því að lyfjakaup leiti aftur í jafnvægi og kostnaður muni aft- ur lækka í nóvember. Akureyri Breytingar á þjónustu fyrir geðfatlaða Komið hefur verið upp dag- deildarrekstri í stað langlegu- deildar geðdeildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, svo- kallaðrar Brekkudeildar, og er þetta gert í samráði við heil- brigðisráðuneytið, sem hefur fallist á tveggja ára tilrauna- verkefni. „Við mátum það svo að við myndum í reynd geta þjónað betur með þessum hætti, aðstæður hafa breyst. Nú gefst fólki meiri möguleiki á öðru vistunarformi yfir nóttina, s.s. sambýlum, þannig að hér er verið að nýta þá ijármuni betur sem áður fóru í þessa langlegudeild,“ segir Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri FSA. Dagvistin er að Skólastíg 7 og er í eigu spítalans. Þar hefur áður verið iðjugeðdeild en hús- næðið hefur verið aðlagað að breyttu fyrirkomulagi. Átta rými eru í boði og segir Halldór að viðtökur hafi verið mjög góð- ar. „Hvort sem menn segja við- bót eða ekki þá er þetta annar rekstur. Við töldum okkur geta gert meira fyrir þessa peninga, þjónað fleiri sjúklingum á ann- an hátt en áður. Það eru aftur engar breytingar á bráðageð- deildinni,“ sagði Halldór Jóns- son. BÞ Húsnæðislán Félagsíbúðalán á almennum markaði? Hugmyndir um að heimila sveitarfé- lögum að hætta að reka félagslegar íbúðir til endursölu Sveitarfélögin sitja uppi með a.m.k. 450 óseljanleg- ar félagslegar íbúðir. Þar að auki á Reykjavíkurborg um 150 félagslegar kaupleiguíbúð- ir“, sagði Haraldur L. Haralds- son hagfræðingur sem greindi frá úttekt á félagslega íbúða- kerfinu og tillögum til úrbóta á ráðstefnu Sambands ísl. sveit- arfélaga. Vegna þessara íbúða skuldi þau um 3,5-4 milljarða. íbúðaverð á almennum markaði í smærri sveitarfélög- um er sums staðar helmingi lægra en verð félagslegra íbúða og greiðslubyrði þar af leiðandi minni af íbúðum keyptum á al- mennum markaði. Sveitarfélög- in hafa því þurft að innleysa óseljanlegar félagslegar íbúðir í hundraðatali. í sumum sveitar- félögum nema skuldir vegna þeirra endurkaupa 250-350 þúsund kr. á hvern íbúa og allt að helmingi allra skulda þess- ara sveitarfélaga. Haraldur varpaði m.a. fram þeirri hugmynd að þeim sveit- arfélögum sem þess æskja verði heimilt að hætta að reka félags- legar íbúðir til endursölu. Þess í stað verði tekin upp sérstök fé- lagsleg íbúðalán. Rétthafi shks láns geti þá fundið sér íbúð á almennum markaði, sem hann geti síðan íjármagnað 90% með félagslegu láni. Við endursölu íbúðarinnar yrði hið félagslega íbúðalán gert upp. Vegna lægra íbúðaverðs á almenna mark- aðnum ætti þetta bæði að lækka greiðslubyrði kaupenda og minnka íjárþörf Byggingarsjóðs verkamanna. Samhliða þessu yrði sveitar- félögunum heimfia að selja þær íbúðir sem þau sitja uppi með á almennum markaði. Lán sem á þeim hvíla verði gerð upp við sölu þeirra miðað við núvirði eða uppgreiðsluverð lánanna, þar sem gert yrði ráð fyrir 5,1% ávöxtunarkröfu. í reynd sé Byggingarsjóður nú að greiða hærri vexti en það, af þeim lán- um sem hann þarf að taka og endurlána síðan miklu lægri vöxtum. Við uppgreiðslu höfuðstóls láns myndist afföll - sem nema mismuninum á lánsupphæðinni annars vegar og markaðsverði íbúðarinnar hins vegar. Þessi afföll samsvari í reynd þeim kostnaði sem Byggingarsjóður- inn beri í dag af því að veita lán sem bera 1% eða 2,4% ársvexti í t.d. 43 eða 50 ár, segir Harald- ur. Spurningin sé einungis hvort þessi niðurgreiðsla eigi sér stað á áratugum eða í eitt skipti fyrir öll. kiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimi^ Sjávarúlvegssjóður íslands | Almennt hlutafjárútboð | Útgefandi: Sjávarútvegssjóður íslands hf. Sölutímabil: 21. nóvember 1996 til 21. maí 1997. Nafnverð hlutabréfanna: 50.000.000 kr. Sölugengi bréfanna er í upphafi 2,045. Á útboðs- tímanum verður gengi sjóðsins reiknað út daglega og munu söluaðilar veita upplýsingar um gengi hverju sinni. Kaupþing Norðurlands hf., Kaupþing hf., auk spari- sjóða um allt land. Sótt verður um skráningu hlutabréfanna og áður útgefinna bréfa, á Verðbréfaþingi íslands þegar hlut- hafafjöldi er orðinn 200. E E Umsjónaraðili útboðs: Kaupþing Norðurlands hf. Útboðs- og skráningarlýsing liggur frammi hjá söluaðilum og útgefanda. 1 IjKAUPÞING | | NORÐURLANDS HF § - Löggilt verðbréfafyrirtceki - Kaupvangsstræti 4, 600 Akureyri - Sími 462-4700, fax 461-1235 .7ÍnninnniniiiminmmnnnnmiiinnnnniniiniiinimiiiinnininiinnnnnnniniininmnnninmnmnnininmiinnninrF, Sölugengi: Söluaðilar: Skráning:

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.