Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 23.11.1996, Blaðsíða 4
4 - Laugardagur 23. nóvember 1996 4Dagur-©útttrax Tilboð á innimálningu gljástig 10 Verb: F R É T T I R Málblóm á alþingi 1 lítri 499 4 lítrar 1996 10 lítrar 4990 Þúsundir lita í bobi KAUPLAND KAU RAM GI Sími 462 3565 ■ Fax 461 1829 Au Pair i Noregi Au Pair óskast frá jan. ’97 til ísl. fjölskyldu meö 4 börn, 6 mán.-8. ára. Þarf að vera barngóö, reyklaus og hafa bflpróf. Nánari upplýsingar fást í síma 551 2068 eöa 0047 32847084. Ef þú hefur áhuga, skrifaðu okkur þá bréf fyrir 5. des. nk. til: Ragnhildar Magnúsdóttur, Bergfladtvegen 86, 3400 Lier, Norge. Netfang: ragnhildur@internet.no f KVIKMYNDA- KLÚBBUR AKUREYRAR sýnir í Borgarbíói sunnudagínn 24. nóv. kl. 17.00 JESÚSALEM eftir Bille August Allir velkomnír Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 25. nóvember 1996 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Jakob Björnsson og Valgerður Hrólfsdóttir til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem að- stæður leyfa. Síminn er 462 1000. Forseti Alþingis telur koma til greina að gefa út á bók ýmis skondin og skemmtileg ummæli, sem fallið hafa í þing- sölum og haldið hefur verið til haga í gegnum árin. Allt sem þingmenn segja í ræðustól á Alþingi er tekið upp og síðar birt í þingtíðindum, þó ekki alltaf orðrétt. Þingmenn lesa yfir ræður sínar, áður en þær eru settar á prent og geta þá leið- rétt mismæli og ambögur, sem þeim hafa orðið á í hita leiks- ins. Samkvæmt heimildum Dags-Tímans hefur verið hald- ið til haga ýmsum skondnum ummælum, sem fallið hafa í þingsölum og nær það safn nokkur ár aftur í tímann. Blað- ið hefur jafnframt heimildir fyr- ir því að Ólafur G. Einarsson, forseti alþingis hafi í sumar skemmt fyrrverandi alþingis- mönnum með því að lesa fyrir þá úr þessu safni. „Já, ég get ekki neitað því að þetta er til. Það hefur verið haldið saman ýmsum smellnum setningum, sem reyndar kunna sumar hverjar að hafa farið í þingtíð- indin, en aðrar ekki,“ sagði Ól- afur þegar blaðið bar þetta undir hann. Árið 1992 gaf danska þingið út litla bók með safni af ýmsum óborganlegum ummælum danskra þingmanna og seldist hún geysilega vel. Bókin heitir „En Kabe af sproglig elastik,“ var seld á 50 kr. danskar og rann ágóðinn til bágstaddra í Sómalíu. Ólafur var spurður hvort hann hefði hugleitt að feta í fótspor starfs- bræðra sinna í Danmörku. „Ja, ég hef aðeins velt því fyrir mér. Danir eru svo léttlyndir og hafa góðan húmor. Ég veit ekki hvort við þolum þetta eins og þeir. En ég teldi það vel koma til greina, að við gerðum svolítið grín að sjálfum okkur. En það yrði þá án þess að nokkur nöfn væru nefnd, enda koma þau ekki fram í þessu. Ég veit ekki hver hefur sagt hvað og reyni ekki að forvitnast um það,“ seg- ir forseti Alþingis. Honum þyk- ir líklegt að bók af þessu tagi, gæti orðið jafnvinsæl hér á landi og í Danmörku. „ Já, ætli það ekki. Ég gæti vel trúað því að fólki þætti hvalreki að fá Mynd: Pjetur svona og geta gert svolítið grín að okkur.“ Málblóm þingmanna Dagur-Tíminn komst yfir nokk- ur málblóm þingmanna og vís- ast myndu margir skemmta sér betur yfir slíkri útgáfu fyrir jól- in, en mörgu öðru sem þingið sendir frá sér. „Mér dettur í hug Vatnsdalurinn, þegar ég sé háttvirtan þingmann Pál Pét- ursson, sem er ákaflega fögur sveit," var eitt sinn sagt og skal ekki á móti mælt, að núverandi félagsmálaráðherra sé fögur sveit, að minnsta kosti heyra sveitastjórnarmál undir hann. Þingkona ein komst að því að það er ekki hægt að vera alls- staðar og sagði: „Ég var ekki viðstödd vegna fjarveru. “ Og betur að allir væru jafn meðvit- aður og þingmaðurinn sem sagði: „Mér er það Ijóst að ég heflokið máli mínu. “ Þingmenn reyna eins og aðrir að vera stuttorðir og gagnorðir en tekst misvel upp, eins og sjá má á eftirfarandi tilvitnun: „Ég man ekki ná- kvœmlega hvernig ég orðaði það, en ef mig misminnir ekki, þá minnir mig að það hafi verið orðað af minni hálfu á þann veg ....“ Og ekki er heldur gott að átta sig á hvað hann átti við þingmaður, sem sagði: „Nú er það svo með mig að það er álið- ið kvölds." Það var líka orðið áliðið, þegar einum þingmann- inum varð fótaskortur á ís- lensku orðtaki og sagði í hneykslan sinni: „Þá tók nú tappann úr. “ Það er mjög mikilvægt að hugtök séu skýr í lagatexta og einn þingmaður skellti þessari skilgreiningu fram: „Krókabát- ar eru skip sem eru fœranleg. “ Annar hélt sig við landbúnað- inn og sagði: „Svo ég tali nú bara íslensku eins og hún kem- ur fyrir af kúnni. “ Eftirfarandi tvö gullkorn úr landbúnað- arumræðunni eru eflaust mörg- um enn í fersku minni, enda ekki langt síðan þau voru sögð: „Með samþykkt þessa frum- varps er eytt þeirri óvissu, sem er um innflutning landbúnaðar- ráðherra." „Það er búið að gera samning um slátrun 30 þúsund fjár og hefur hún þegar farið fram, með fyrirvara um samþykkt alþingis." í umræð- um um stóriðju og virkjanir var þessi speki flutt: „Hér rennur rafmagnið ónotað til sjávar“, og er þarna vísast komin skýr- ingin á því að sumar ár eru kallaðar straumfljót. -vj Ástkær bróðir minn og fósturfaðir okkar, ENGILBERT GUÐMUNDSSON frá Hallsstöðum, sem lést 15. nóvember, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 26. nóvember kl. 15. Ólafía Guðmundsdóttir, Reynir Snædal Magnússon, Eygló Ásmundsdóttir, Gylfi Guðjónsson, Elva Guðmundsdóttir, Rafn Vigfússon, Karen Gestsdóttir. sem lést 18. nóvember, verður gerð frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 26. nóvember kl. 13.30. Reynir Jónsson, Rósa Andersen, Sigurður Heiðar Jónsson, Aðalbjörg Jónsdóttir, Tryggvi Pálsson, og fjölskyldur. Kaupmenn athugíð! Alla fimmtudaga fram að jólum birtir Dagur-Tíminn sérstakan blaðauka sem helgaður verður verslun í heimabyggð. Athugið sérstakt tilboð og hagkvæma þjónustu okkar. Nær þín auglýsing upp á eldhúsborðið eða lendir hún í hrúgunni með ruslpóstinum? Dagur-Tíminn styður verslun í heimabyggð. Sítni auglýsingadeildar á Akureyri er 460 6100

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.