Dagur - Tíminn - 27.11.1996, Blaðsíða 10
22 - Miðvikudagur 27. nóvember 1996
JDagur-'ðlmttrat
Heimilisfangið er: Dagur-Tíminn, Strandgötu 31, pósthólf 58,602 Akureyri
Bindindisdagur
ijölskyldunnar
Nokkur orð og kvæði um áfengið
s
ABindindisdegi fjölskyldunnar (sem var s.l. laugardag)
langar mig að segja nokkur orð. Hjalti Gunnlaugsson
hefur ort lagið A.T.V.R., sem lýsir hvernig líf hans
var áður, og með leyfi hans birti ég það hér:
Það er bragðdaufur heimur
sem að morgni þú sérð
meðan höfuðið klofnar
hugurinn fer á ferð
og þú minnist gœrkvöldsins, en þú manst ekki neitt
þvíþú drakkst alltof mikið og sofnaðir allt of seint.
Leggðu hausinn í bleyti
þú skalt hugsa þitt ráð
engum ónotum skeyti
heldur svar „vil ég fá“,
um þá hluti sem varða okkur öll hverja stund
hvort við erum að stefna á lífsgleðinnar fund?
Hvort má hamingju finna
þar sem vín drukkið er,
þar sem vínandinn rœður
röklaus hugsun það er
og þú ráfar um strœti og þú ráfar um torg.
Stundar óhljóð og læti hjartað uppfullt af sorg,
af sorg, af sorg.
Ég hef allt frá bernsku séð hvílíkur bölvaldur Bakkus er.
Séð mömmu hella úr flöskum, séð pabba gera hið sama og
hvernig þau í staðinn hafa reynt að hlusta og hjálpa og leiða
þessar persónur inn í faðm kærleiksríks föður, Guðs sjálfs.
Og margir fengu að upplifa það sem skáldið tjáir í söngnum:
Ég leitaði þyrstur að lind þeirri hér,
er lœgt gœti eilífðarþorstann í mér,
en svikull var brunnur, er bergði ég af,
við brennandi þorsta ei svölun hann gaf
Þá ómaði rödd mér í eyrunum mild:
„Kom örþreytta sál, ég mun veita þér hvíld. “
Það Drottinn var sjálfur, er flutti mérfrið.
Hann fann mig og lagði mig hjarta sitt við.
Þar óhultur hvíli’ ég, af einskærri náð,
þótt aldrei ég skilji Guðs miskunnar ráð.
Mér hjálprœði, réttlœti’ og helgun er veitt.
Hans heilaga blóð hefir sekt mína greitt.
Mig þyrsti’ eftir svölun á þrá minni hér,
og þúsundfalt Drottinn það veitt hefur mér:
Með fögnuði’ eg lindum Hans ausið fœ af,
sig allan Hann þurfandi sál minni gaf.
(Bjarni Eyjólfsson)
Miriam Óskarsdóttir
Höfundur er foringi í Hjálpræðishernum.
*YD>
Skrítin fiski-
hagfræði
Morgunblaðið 2. þ.m. greinir frá erindi próf. Ragn-
ars Árnasonar á aðalfundi LÍÚ. Hann snýst hart
gegn þvx, sem hann kallar veiðigjald, en lofsyngur
kvótakerfið. Má segja, að hann hafi talað á réttum stað og
réttum tíma, því að útvegsmenn greiða fúslega hver öðrum
háar fjárhæðir fyrir veiðiheimildir, enda þótt þeir séu and-
vígir skatti á auðlindina.
Það vefst fyrir próf. Ragnari hvað átt er við með auð-
lindaskatti. Nefnir hann „landbúnað, orkuvinnslu, stóriðju
og iðnað, einnig laxveiðiár, rjúpnaveiði og notkun lofts og
lands“. Skatturinn vísar hins vegar til náttúruauðlindar í
jörðu og á, þegar markaðsverð er meira en nýtingarkostn-
aður. Það felur í sér meiri eftirspurn en framboð. Nefna má
t.d. olíu. Hún væri ekki náttúruauðlind í þessum skilningi,
ef gnægð fyrirfyndist í öllum löndum. Nefna má enn fremur
sem dæmi kol og málma, orku í fallvötnum og jarðhita.
Fiskimiðin kringum landið eru og náttúruauðlind.
Hagfræðin vefst einnig eitthvað fyrir próf. Ragnari, þeg-
ar hann kveður hvorki unnt að stýra nafngengi né raun-
gengi eða heldur að jafna sveiflur. Ekki má gleyma veiga-
miklum stjórntækjum eins og fjármálastefnu ríkissjóðs og
peningastefnu seðlabanka. Rétt er og að geta þess, að lítill
munur er á eignarrétti fiskistofna og aflarétti skv. txílkun af
hálfu lánastofnana og skattyfirvalda. Munurinn yrði nánast
enginn í reynd, ef aflakvótinn væri framseljanlegur, svo
sem próf. Ragnar telur æskilegt. Það er forsenda þess, seg-
ir hann, „að hagkvæmustu útgerðirnar veiði leyfilegan
heildarafla og veiðiflotinn lagi sig að þjóðhagslega hag-
kvæmustu stærð.“
Honum yfirsést, að kvótakerfið kann að bitna harkalega
á einstökum héruðum, eins og við höfum séð, sem og á ein-
stökum greinum sjávarútvegs, t.d. fiskvinnslu í landi, og
þar með á atvinnu þúsunda fólks, karla og kvenna.
Auðlindaskattur viðgengst í velflestum löndum heims,
og andstaða við hann hérlendis er óskiljanleg. Hann er
nýttur til að lækka aðra skatta og til að þróa aðrar og nýjar
atvinnugreinar, því að engin auðlind er ævarandi. Náttúru-
auðlind er réttborin þjóðareign.
Próf. Ragnar Árnason veitist að Gary Becker. Ég treysti
Nóbelhagfræðingnum betur en fiskihagfræðingnum.
Viðskiptafrœðingur.
_s _______________
Aieitifiounid
m Einn af fáum veitingastöðum í vesturbæ Reykja-
víkur, sem hægt er að setjast inn á með börn,
án þess að þau séu litin allt of miklu hornauga,
r er Hrói Höttur, vestast á Hringbrautinni. Staður-
inn er bara þokkalega vinalegur og þar má fá hitt og þetta
ætilegt fyrir börn og fullorðna, s.s. pitsur og kjúlinga. Stóri
gallinn við Hróa Hött er hins vegar óþolandi fitusterkjufnyk-
ur, sem þar er Iandlægur og svo stækur að hann loðir við
föt gestanna dögum saman. Mikið yrði nú barnafólk (og
aðrir) í Vesturbænum fegið ef aðstandendur Hróa tækju sig
til og fjárfestu í loftræstingu. Sú íjárfesting yrði ekki lengi
að skila sér í aukinni aðsókn gesta, sem nú hugsa sig tvisv-
ar um áður en þeir leggja til atlögu við stækjuna.
Slakur árangur í
raungreinum
Nýlegar fréttir segja að ís-
lensk ungmenni standi ann-
arra landa ungmennum að
baki í stærðfræði og náttúru-
fræðigreinum. Asíuþjóðirnar
tróna á toppnum en hinum
megin á listanum eru t.d. ír-
an, Kúveit, Kólumbía og Suð-
ur-Afríka, að ógleymdum ís-
lendingum. Eiríkur Jónsson,
formaður Kennarasambands
íslands, er með skýringuna á
hreinu: „Skólarnir hafa haft
úr alltof litlu fjármagni að
spila, foreldrar úr alltof litlum
tíma að spila og það stafar af
of lágum launum í landinu.“
Þessi skýring verður þó
hálf hjákátleg þegar tölur um
opinber framlög til skólamála
eru skoðaðar. Þar snýst dæm-
ið nefnilega við. ísland er
meðal efstu þjóða þar sem
framlagið er 4,77% áf þjóðar-
framleiðslu en í Asíuríkjun-
um, sem komu best út úr
könnuninni, var hlutfallið t.d.
2,82% í Japan og 1,34% í
Ifong Kong. Hér er eitthvað
skrýtið á ferðinni.
Agaleysi?
Skýring eins skólapilts hljóm-
aði mun gáfulegar en skýring
formanns KÍ. „Ætli það sé
ekki bara strangara þarna í
Asíu? Það vantar svolítið aga í
skólana hór.“ Ekki er langt
síðan sú er þetta skrifar var
sjálf í skóla og eru minnis-
stæðar heimildarmyndir um
skólastúlku í Japan. Hún
þurfti að læra frá morgni til
kvölds. Og ekki nóg með það,
um helgar og á kvöldin var
hún í aukatímum í öðrum
skóla til að eiga möguleika á
að komast í háskóla. Ég er
nokkuð viss um að þessi
stúlka hefði komið ansi mikið
betur út í stærðfræðiprófum
en ég en hvort hún var ham-
ingjusamari, það er önnur
saga. En kannski mætti hér
fara bil beggja. Svolítið af
aga, og svolítið af leik, svona
til að börnin verði bæði góð í
stærðfræði og líka hamingju-
söm!
Mismunandi
áherslur
Það er erfitt að linna eina
rétta skýringu á því hvers-
vegna árangur íslenskra ung-
menna varð ekki betri en
raun bar vitni. Sjálfsagt ræð-
ur samspil margra þátta. Eitt
atriðið sem gæti hér skipt
máli eru mismunandi áhersl-
ur í skólastarfi víðsvegar um
heiminn. Ef prófað hefði verið
í sjálfstæðri skapandi hugsun
er t.d. líklegt að útkoman
hefði verið töluvert frábrugð-
in. Flestir sem til þekkja eru
sammála um að í mörgum
Asíuríkjum sé ofuráhersla
lögð á páfagaukalærdóm en
minna lagt upp úr því að
börnin læri að hugsa sjálf-
stætt og vera gagnrýnin.
Sömu sögu er að segja frá
Miðausturlöndum. Þar eru
jafnvel dæmi þess að sjálfstæð
hugsun sé brotin niður. Nið-
urstöður rannsókna á náms-
árangri í raungreinum segja
því ekki endilega alla söguna
um gæði skólakerfisins.
Umsjón: Auður Ingólfsdóttir